Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. október 1977. fif hnífs og skeidar Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir EPLI / A DAG maukið grófara og eru eplin þá skorin i sneiðar og soðin i örlitlu vatni. Og hér eru nokkrar fleiri aðferðir til að búa til góðan mat úr eplum. Eplakaka Ingiborgar Deig úr: 3 dl hveiti, 3 msk sykri, 125 g smjör eða smjörliki, 1 eggjarauða og 1 msk vatn. Deigið er hnoðað og látið standa i nokkrar kiukkustundir i is- skáp. Siðan flatt út og lagt i botninn á kringlóttu kökuformi og bakað i 25 min. við 200 g hita. Þá eru 6—8 epli flysjuð og skorin i þunnar sneiðar og raðað ofan i kökuformið eftir að hafa verið velt upp úr 3/4 dl sykri, 2 msk flórsykri og 1/2 tsk kemur heilsunni í lag Allt frá því að Eva lokkaði Adam til að bragða á eplinu í Paradís forðum, hef ur eplið leikið stórt hlutverk í sögu trúarbragða, lista og vís- inda. í grísku goðafræð- inni var eplið helgað ástargyðjunni Afródítu og í norrænni goðafræði var það Iðunn, sem með hjálp gulleplanna hélt lífi í goðunum. Epli var valdstákn kónga og keis- ara f yrr á öldurrvog menn trúðu að í hinu ávala formi eplisins fælist vald og kraftur. Eplið hefur lika komið við sögu visindanna, þvi sagt var að Newton hefði uppgötvað þyngd- arlögmálið þegar hann fékk epli i höfuðið. Margir fremstu listmálarar heims hafa gert ódauðieg lista- verk af þessum ávexti, sem margir telja hafa fullkomnusta form af öllum ávöxtum jarðar. Má þar t.d. nefna Cezanne, Matisse og Renoir. I dag er talið að um 5000 teg- undir af eplum séu til i heimin- um. A Norðurlöndunum finnast um 100 tegundir, en elsta epla- tréð sem vitað er af á Norður- löndum var á Skáni, en þar fundust eplasteinar i gröf frá steinöld ( ca 2000 f.Kr.). Epli eru ekki mjög rik af C vitaminum, eins og margir halda, en innihalda hins vegar ýmis þýðingarmikil steinefni. Þar að auki innihalda þau mikið af þrúgusykri, sem gefur fljótt aukinn kraft, þegar hann berst út i blóðið. Epli eru einnig talin góðfyrir meltinguna, enda segir að ,,epli á dag komi heilsunni i lag”. 50 hitaeiningar eru i 100 gr. epli. Hér á landi eru epli meðal ódýrustu fæðutegunda sem völ er á i dag, og eru þau miklu ódýrari en t.d. tómatar og ýms- ar fleiri tegundir grænmetis. Hefur söluskattur og vörugjald verið fellt niður af eplum, svo sem fleiri tegundum ávaxta og er það aðalástæðan fyrir lágu verði. Hingað er mest flutt af rauðum Delicius eplum frá Bandarikjunum og Kanada og gulgrænum eplum frá Frakk- landi. Nokkuð hefur einnig. ver- ið af dönskum eplum á markað- inum hér. Verðið á þessum epl- um er frá um 270 kr. til 370 kr. kilóið, og hafa ekki orðið miklar verðbreytingar s.l. 2 ár. Frönsku eplin eru nú dýrari en þau amerisku, en þetta var öfugt. Stafar það af minni upp- skeru i Frakklandi i ár. Einn stærsti innflytjandinn á eplum hér á landi er Eggert Kristjáns- son og Co, og sagði sölumaður hjá fyrirtækinu, Tryggvi Valdimarsson, að mikil sala væri á eplum og hefði hún aukist stöðugt undanfarin ár. Er mælt með að epli séu geymd i lokuðu hólfi i isskáp viö 6 - 7 gr. hita. Þó sagði Tryggvi að rauðu eplin væru mjög harðgerð og geymd- ust þau i stofuhita i nokkrar vik- ur. Algengast er að Islendingar neyti epla beint ,,úr hnefa”, enda er það bæði fljótlegast og hollast. Hins vagar eru til margar aðferðir við að matreiða úr eplum ljúffenga rétti. Er þá tilvalið að kaupa matarepli, eða heilan epla- kassa, sem oftast er seldur á lægra verði en epli i lausri vigt. Eplamauk er tilvalið að sjóða úr eplum, og er þaö notað i kök- ur, út á brauð eða pönnukökur, með skyri, ými, súrmjólk, eða sem eftirréttur. Eplin eru þá hreinsuð, kjarni og hýði skorið frá og soðið i litlu vatni og siðan hökkuð eða stöppuð i kartöflu- stöppu. Gætið þess að hreinsa alla skemmda bita úr eplunum. Siðan er örlitið af askorbinsýru blandað út i maukið, eða 1/5 úr •teskeið i 1 litra af tilbúnu mauki. Askorbinsýru er yfirleitt hægt að fá keypta i apótekum, ef fólk tilgreinir i hvað á aö nota hana. Annars er hægt að nota venju- lega C vitamin töflu. Þetta eyk- ur ekki aðeins C vitamin-inni- hald mauksins, heldur gerir það einnig ljósara og fallegra. Þá þarf einnig að nota bensósúrt natrón til að auka geymsluþol mauksins, en talið er hæfilegt að nota 1 gr. i hvern litra af tilbúnu mauki. Þvi miður verður ekki hjá þvi komist að nota allmikið af sykri i maukið, ef það á að geymast i glosum ófryst, eða um 6 dl i hvern litra af epla- mauki. Sykurinn er soðinn með maukinu i ca 5 minutur og siðan er vitamininu og natróninu bætt út i og hrært vel saman við. Maukiðersvosett i krukkur eða glös eins og aðrar niðursoðnar sultur og lokað vel. Sé maukið hins vegar fryst þarf ekki natrón og þá er hægt að nota mun minna af sykri. Maukið geymist i frysti i allt að eitt ár. Ef vill er hægt að hafa epla- af salti. Yfir eplin er svo mulið deig úr 75 g af smjöri, 1 dl hveiti 3 msk sykri og 1 1/2 dl af kókosmjöli. Þetta er svo allt sett i ofninn aftur og bakað i rúman hálftima við 175- 200 g hita. Með þeyttum rjóma er þessi kaka mjög ljúffeng. Eplakryddmauk (Chutney) 250 g þurrkaöar aprikósur 10 heilar kryddnellikur 3/4 kg epli 1/2 - l tsk cayennepipar 2 msk heil gul sinnepsfræ 1 rauð paprika (niðursneidd) 1 - 2 msk engifer 3 dl edik 2 - 3 dl púðursykur Ef vill 1/3 tsk bensósúrt natrón Abrikósurnar eru lagðar i bleyti yfir nótt. Soðnar með kryddinu og eplunum (sem ekki þarf að flysja ). Bætið ediki og sykri út i og sjóðið i 1 klst. und- ir loki. Sett i glös og lokað vel. Natróninu má sleppa ef maukið er fryst. Tilvalið með kjötrétt- um. Epli í ofni Heil epli eru lögð i ofnfast fat eftir að kjarninn hefur verið skorinn innan úr. Blandið sam- an örlitlu af smjöri, púðursykri og hökkuðum möndlum og fyllið hvert epli með. Bakið i 20 - 25 minútur við 225 g hit-a. Ljúffengt með vanilluis sem eftirréttur. Waldorf-salat Einfalt og mjög ljuffengt eplasalat. Seljurót er soðin og rótin skorin i litla bita. Epli skorið i litla bita ( með hýðinu ). Lagt i skál og hellt yfir það blöndu af oliusósu (majones) og sýrðum rjóma. Bragðbætið með sitrónusafa og sinnepi. Stráið miklu af valhnetum yfir salatið. Gott með köldu kjöti, t.d. kjúkl- ingum eða tungu. Einnig er mjög gott að nota epli t.d. i kartöflusalöt, en gætið þess að skera eplin ekki niður fyrr en rétt áður en þeirra er neytt, þvi þau dökkna mjög fljótt. Þvoið eplin ætið vel ef þau eru notuö hrá.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.