Þjóðviljinn - 16.10.1977, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Qupperneq 3
Sunnudagur 16. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 Christian Barnard framdi fyrstu aðgerðina og hlaut fyrir heims- frægð Vísindi og samfélag Það vakti mikla hrifn- ingu fyrir tíu árum þegar suðurafríski skurðlæknir- inn Christian Barnard græddi í fyrsta sinn nýtt hjarta í dauðvona sjúkling/ kaupmanninn Louis Washansky. Washansky lifði í átján daga eftir að aðgerðin var f ramin á hon- um í desember 1967. Ýmsir færir skurðlækn- ar fetuðu í fótspor Barn- ards, þungt haldnir hjarta- sjúklingar fengu nýja von, spádómar voru allir hinir glæsilegustu. Nú segja margir, að þessi bjartsýni hafi verið amk tíu, ef ekki tuttugu árum á undan tím- anum. Louis Washansky fékk manna fyrstur nýtt hjarta — en hann lifði aðeins átján daga eftir það. Arið 1968 var reynt að græða nýtt hjarta i 101 sjúkling. Af þeim er aðeins einn enn á lifi. Einn af þeim 47 sjúklingum er fengu nýtt hjarta 1969 er á lifi, en þrir af þeim sautján sem gengust undir þessa róttæku aðgerð árið 1970. Aðgerðum fækkar Síðan hefur hjartaflutningum heldur fækkað, en I fyrra var gerö 31 slik aðgerð i heiminum, þar af 21 i Bandarikjunum. Og margt er i veginum fyrir framförum á þessu sviði. Það gengur hægt að láta þeim sjúklingum fjölga sem lifa aðgerðina af lengur en i eitt ár. ( Til dæmis lifir aðeins einn af hverjum fimm sem fá nýtt hjarta i Bandarikjunum svo lengi). í öðru lagi gengur það hægt að komast til botns i ástæðum fyrir þvi, að mannslikaminn hafnar ut- anaðkomandi liffæri og koma i veg fyrir að þau virki. 1 þriöja lagi eru nothæf lifandi hjörtu úr nýlátnu fólki mjög fá. Skynsamlegt að reyna Adrian Kantrowitz heitir bandariskur skurölæknir sem framkvæmdi hjartaigræðslu að- eins fjórum dögum eftir að Barn- ard komst á forsiður heimsblaða. 1 nýlegu viðtali sagði hann sem svo: Það var skynsamlegt að reyna þetta, vegna þess að athug- anir á rannsóknarstofum voru komnar á visst stig, og við vissum ekki, hvort neikvæð viöbrögð Tfu árum eftir fyrstu aðgerð: Vöktu hjartaf lutningar of mikla b j artsýni? Það er ekkert að hinni verklegu framkvæmd. Erfiðleikarnir hefjast siðar. mannslikama við utanaðkomandi vef myndu verða alvarlegri eða auðveldari en viðbrögð hundslik- ama. Og við vorum ekki einir á ferð — kollegi minn Shumway kom nokkrum vikum siðar til dæmis. Það er einmitt oft þannig i visindum að þegar timi er kominn til að vinna ákveðið verk, þá er það reynt á nokkrum stöðum i einu eða svo gott sem. Lyf eöa gervihjarta En Kantrowitz hætti eftir þrjár hjartatilfærslur. Af ýmsum ástæðum. Ég er skurðlæknir. Og það kom á daginn, að vandinn við að gera þessar aðgerðir útbreiddar var ekki bundinn við skurðlækningar heldur voru ljónin i veginum ónæmisvandamál. Og hvorki ég né samstarfsmenn minir hafa neina sérstaka hæfileika til að leysa þau mál. Við vorum seigir við að leysa verkleg vandamál segir Kantrowitz ennfremur, en hann hefur fundið upp hjartastilli og „hálft” gerfihjarta. Hjartaflutn- ingar voru i þann tima verkfræði- legt vandamál: spurt var að þvi, hvernig maður getur tekið hjarta út úr kerfinu án þess að það hrynji saman, sett annað hjarta I staðinn og látið það starfa. Kantrowitz telur rétt að menn haldi áfram, einkum að einbeita sér að þvi að rannsaka mögu- leika á þvi að koma i veg fyrir að likaminn hafni hinu nýja liffæri. En hann ákvað að hætta sjálfur eftir að hann komst að þeirri niðurstöðu, að hann gæti ekki neinu bætt sjálfur við þá reynslu sem safnað hafði verið. Sjálfur hefur hann mesta trú á að það takist að búa til gerfi- hjarta sem geri hjartaflutninga ónauðsynlega. Hann hefur eina slika hjartavél á vinnustofu sinni, sem hefur „slegið” 220 miljón sinnum siðan 1972. En þangað til þessi maskina hefur verið endur- bætt og fullkomnuð munu skurð- læknar að likindum halda áfram að græða mannshjörtu i likama dauðvona hjartasjúklinga. Skynsamleg bölsýni Dr. Richard Lower við Lækna- háskólann i Richmond, Virginiu, er einn þeirra sem heldur áfram. Fjórir af 18 sjúklingum sem hann hefur grætt hjarta I siðan ’68 eru enn á lifi. Tveir af sex sem fengu nýtt hjarta i fyrra og i ár. Dr. Lower segir að hann og félagar hans séu enn það sem hann kallar „skynsamlega böl- sýnir” á að þeim fjölgi sem lifa aðgerðina af. Félagi hans , dr. Thomas sem fæst sérstaklega við hin róttæku viðbrögð likamans við nýju liffæri segir sem svo: Mestur vandi er að búa til lyf, sem ræðst aðeins gegn þeim hluta ónæmiskerfisins sem er virkastur i þvi að hafna ágræddum vef — en leyfir um leið öðrum hlutum þessa sama kerfis að starfa áfram svo að sjúklingurinn geti varist smitandi sjúkdómum. Til skamms tima hafa þau lyf sem tiltæk voru haft þau áhrif, að þau hafa lamað gjörvalt það kerfi sem ver likamann gegn sýkingu. Þetta þýddi, að þótt sjúklingurinn ekki biði bana af þvi að likami hans hafnaði hinu nýja hjarta, þá dó hann af sýkingu. En 70-90% af fólki með nýtt hjarta deyr einmitt af afleiðingum einhverskonar smits. Er rétt að halda áfram? Að visu virðist nú vera að rofa til með það, að til verði lyf, sem velur „réttan” hluta ónæmiskerfisins til að ráðast á. En samt spyrja menn sjálfa sig að þvi, hvort árangurinn sé ekki svo litill og óviss, að það sé vafa- mál hvort nokkurt samfélag eigi að láta ýmsa bestu sérfræðinga sina eyða gifurlegum tima og fjármunum i áframhaldandi hjartaflutninga. Robert Vatch heitir maður sér- fróður um siðferðileg vandamál visinda. Hann segir sem svo: Ef ég ætti sjálfur við alvarlegan hjartasjúkdóm að striða, þá mundi ég persónulega vafalaust velta fyrir mér möguleikum igræðslu. En þegar litið er á mál- ið i heild, þá efast ég mjög um að hvetja ætti — eða jafnvel leyfa — að sérþekking og fjármunir séu notaðir með þessum hætti. Þeim mætti verja betur. —byggt á IHT) Öryggis- ráðstöfun Lítið tæki en nytsamt, leka- straumrofi kallast það; örugg- asti varnarbúnaðurinn gegn þvi að tjón, hætta og óþægindi skapist af rafmagni. Lekastraumrofi rýfur straum- inn á stundinni ef það leiðir út. Er hann i rafmagnstöflunni hjá þér? Sjálfsögð öryggisráðstöfun á heimilum og vinnustöðum. Forðist eldsvoða og slys. Leitið nánari upplýsinga. I 'RAFAFL framleiðslusamvinnu- félag iðnaðarmanna Skólavörðustig 19. Reykjavík Símar 21700 2 80 22 Leggjum nýtt - lögum gamalt

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.