Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 16. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Skyld- leíki baska og grúsíu- manna Um nokkurt skeið hafa farið fram rannsóknir á tungumálum Baska og Grúsiumanna, sem hafa leitt i ljós talsverðan skyldleika þessara mála. Sovéskir visinda- menn voru á Spáni i sumar og ræddu þar við sérfræðinga á sviði tungu og menningar Baska. Baskatunga er nú kennd við háskólann I Tiblisi, höfuðborg Grúsiu, og i Visindaakademiu Grúsiu starfa ungir sérfræðing- ar i tungu og menningu Baska. Samstarfi hefur verið komið á milli þjóðanna tveggja og er nú i undirbúningi stofnun sameigin- legrar rannsóknarstofnunar sem annast mun samanburð á menningu, tungu og sögu Baska og Grúsiumanna. —APN HJÁLPIÐ OKKUR AÐ BYGGJA Félag einstædra foreldra safnar Núna um helgina 15. og 16. okt. verður flóamarkaður Félags ein- stæðra foreldra i Félagsheimili Fáks. FEF hefur að undanförnu einkum miðað starfsemi sina við fjársöfnun til endurbóta og við- gerða á húsi FEF i Skeljanesi, en það verður rekið sem neyðar- og bráðabirgðaheimili fyrir félaga og börn þeirra. Nokkur slik ,,hús” sem myndin sýnir verða sett upp á vegum FEF á næstunni. Knattspyrnan á ÓL 1980 Nú þegar er hafinn undir- búningur að ÓL-80, sem haldnir verða i Moskvu einsog kunnugt er. Mikil eftirvænting rikir meöal knattspyrnuáhugamanna i Sovét- rikjunum, enda vonast þeir eflaust til þess að þeirra mönnum gangi betur á heimavelli en erlendis — en sovésk knattspyrna hefur verið i nokkurri lægð uppá siðkastið. A ÓL-80 munu 16 lið keppa til úrslita og verður keppt i fjórum sovéskum borgum: Moskvu, Kiev, Minsk og Leningrad. Stærstu knattspyrnuvellir þessara borga veröa lagfærðir og endurbættir fyrir 1980. Hinir opinberu heima og heiman Verkfallið hófst á miðnætti, og þá var enn verið að telja i at- kvæöagreiðslu borgarstarfs- manna á Sögu. Spennan jókst i herbúðum ofstækismanna, sem óttuðust að ihaldið hefði skipu- lagt rækilega sigur sáttfúsra og vinnusamra Reykvikinga, og sennilega væri búið að splundra BSRB. Þegar hin sorglegu úrslit urðu ljós lustu öfgamenn upp fagnaðarópi, og einn úr þeirra flokki hóf verkfallsbrot, — veðurfregnaþulur i öskjuhlið sagði fréltir af ósigri friöarfylk- ingarinnar á Sögu i útvarpi klukkan í, — og leyndi sér ekki gleðihreimur i rödd hans. Lik- lega hefur þetta verið kommún- isti, — þeim er ekkert heilagt, — ekki einu sinni verkföll, sem þeir æsa til sjálfir. Tæpum sólarhring áður voru þó einstaka menn byrjaðir að fara sér hægt i opinberri þjón- ustu. Sáttafundur stóð til klukk- an þrjú aðfaranótt mánudags, og þjóðin beið i ofvæni við út- varpstækin sin klukkan hálf átta um morguninn — tókust samn- ingar? — Morgunþulur sagði hefðbundnar fréttir af kúgun manna i kommúnistalöndum og frelsi hinna i lýðræðinu, og rabbaði um veður i höfuð- borginni og væntanlega dagskrá og kynnti skemmtileg lög. En sem hann ætlaði að fara að spila á grammófón barst ný frétt — hinum hæggenga fréttamanni hafði tekist að hripa niður knappa og formfasta frásögn af næturfundinum fyrrnefnda, — þar hafði allt siglt i strand i samningum. Framhaldið þekkj- um við — þjóðin situr uppi með rikisstarfsmenn i verkfalli, borgarstjórinn i Reykjavik og formaður starfsmanna hans harma skilningsleysi undir- manna, sem föttuðu ekki fórn- fýsi og sjálfsafneitun foringja sinna i göfugmannlegu sáttatil- boði, en létu ofstopamenn teyma sig út i verkfall. Og ekkert útvarp — ekkert sjónvarp. Fjármálaráðherra verður aö láta sér nægja að hafa fengið að segja okkur aöeins fjórum sinnum sannleikann i sinum eigin rikisfjölmiðlum, og má nú segja að mikið er lang- lundargeð löglega kjörinnar landsstjórnar að láta slikt við- gangast. En hér skilur á milli lýðræðis og einræðis, — i kommúnistalöndum þyrfti ekki einu sinni að setja bráðabirgöa- lög til að kenna mannskapnum rétta hegðan. Þar er vinnan annarsvegar, gúlag hinsvegar, — tveir veggir i einu fangelsi. Svo er þó forsjóninni og góð- um mönnum I sjónvarpinu, fyrir að þakka að þjóðin fékk að kynnast litillega hinu rétta andliti kommúnista i tæka tið fyrir verkfall, — og ekki var það frýnilegt. Þvi miöur missti maður af upphafi heimsóknar forsætisráðherra i Rússlandi, hersýningunni á Moskvuflug- velli var að ljúka þegar gamli svart-hvítingurinn loksins gaf frá sér hljóð og mynd, og her- sveitin gerði honnör af mikilli kurteisi i liðskönnun Geirs og Kosigins. Það var ekki fyrr en seinna aö fréttamaður sjón- varpsins sagði okkur að þetta voru vélmenni, þá loks áttuðum við okkur á 'réttu eðli Rauða hersins. I hinni fornu höfuðborg heimskommúnismans er um- ferð með afbrigðum hallærisleg, — ekkert nema Volgur og Lödur á götunum, — allir þekkja þær héðan að heiman og má geta nærri, hve þreytandi það er fyrir frjáls vestræn augu að þurfa að horfa upp á þessi ósköp frá morgni til kvölds.aö maöur tali ekki um alla helvitis dúöa- durtana á fortóunum. Sem betur fer hlífðu sjónvarpsmenn okkur við að fara I neðanjarðarbrautir kommúnistanna, — þær eru löngu alræmdar meðal frjálsra þjóða, — ekkert nema marmari og kristall eins og i Þúsund og einni nótt og kerlingar að sópa og fægja. Af tvennu illu kjósa þó borgarbúar fremur Metró en fyrrnefnda bilskrjóða. Ekki er að spyrja að ófrelsinu i daglegu lifi Moskóvita. Sjón- varpsmenn frelsisins fengu að kenna á þvi i barnaheimilis- ferðinni. Þeir ætla i mesta sak- leysi að taka myndir af blessuð- um sakleysingjunum, en eru ekki fyrr korhnir inn fyrir girö- inguna að fyrir þeim verða kvensköss af ferlegustu kommúnista-sort og ætla bók- staflega að hjóla i sjónvarps- stjörnurnar. Má þetta teljast furðuleg biræfni, — hvað halda þessar kerlingar eiginlega að þær séu? — Sjónvarpsmenn neyðast til> að hörfa skipulega undan vargnum og spennan eykst — allt í einu birtist á skjánum svipþungur kommisar á leðurjakka — hvað gerist næst? Mikið létti okkur þegar við sáum að þetta var Eiður Guðna- son dulbúinn að verja undan- hald manna sinna og við vissum að nú var allt i lagi. En fyrr- nefnd sjónvarpsstjarna kann sig manna best og er ekki mikið fyrir aö trana sér fram, — við fengum þvi ekki að sjá hana aftur i kurteisisheimsóknar myndinni, og hefði þó margur tiskuherrann kosið að fá að skoða leðurjakkannbetur. Þetta er grefilli næs skikkja og eitt- hvað annað en kúldaúlpu-ræfill- inn sem Eiður og aðrir frétta- menn Rikisútvarpsins mörðu út úr stofnuninni til að klæðast á hættulegum leiðöngrum sinum við öflun staðreynda hér norður við pól, þar sem ijafnan er allra veðra von. Hefur kuldaúlpan samt oft komið sér vel hér heima þar sem allar dyr standa sjónvarpsstjörnum þó ævinlega opnar upp á gátt. Hvenær kæmi til dæmis fóstrunum i Grænu- borg til hugar að meina Eiði Guðnasyni inngöngu með græj- ur slnar? Hann þyrfti ekki einu sinni að hringja og boða komu sina, — hans er beðið þar með eftirvæntingu eins og i öðrum stofnunum landsmanna, — eða svo til öllum. Það yrði kannski einhver smá-fyrirstaða i must- eri frimúrara á Skúlagötu, — ekki langvarandi þó. Strax og stórmeistarar reglunnar sæju, að þarna væri kominn einn úr þeirra hópi stæöi.ekki á höfð- inglegum móttökum. Gaman væri að sjá einhverntima eftir verkfall fréttamynd af fundi leynireglunnar I sölum Skúla- götuhofsins, — er þetta ekki alveg upplagt efni i jóladag- skrána? — og ekki þyrfti að leita út fyrir raðir fri múrara að klerki til að fara meö fagnaðarerindið á blessaöri fæðingarhátið Frelsarans. En þótt við fengjum ekki að sjá sjónvarpsstjörnuna oftar I þetta sinn, fengum við að heyra hana segja frá Sovét áfram af mikilli kurteisi, eins og vera ber i opinberri fréttamynd af kurteisisheimsókn forsætisráð- herra Islands til erlendrar þjóð- ar. Ekki kunni þó gestgjafinn nægilega vel mannasiðina I þetta sinn, og kann að veröa ein- hver bið á þvi að einræðisherr- arnir austantjalds kunni sig á borð viö frjálsa fréttamenn. Ekki var sjónvarpsmönnum leyft að ljósmynda borðsiði I Kreml, — það var þá einhver munur i Washington um árið þegar islenskur forsætisráð- herra fékk að leika sér við hunda Bandaríkjaforseta úti i garði i staðinn fyrir að borða hádegismat með Lady Bird, Lindu og Lucyi Hvita húsinu. Mikið voru nú hundarnir hændir að islenska ráðherranum, sér- staklega Old Faithful. Slðan vék sögunni aftur að kúgun mannp.iina. Við grafhýsi Lenins á Rauða torginu leyfði kommúnistiskur lögregluforingi sér þá fádæma ósvifni að krefja íslenska sjónvarpsstjörnu um vegabréf. Fyrr má nú vera, — en óneitanlega fróðlegt að sjá hve hinn svipljóti varðhundur einræðisins var seinlæs, — hann ætlaði aldrei að komast i gegn- um passann. ögn létti manni þó þegar kom I sérverslun erlendra sendiráðmanna og kommún- istaforingja sem tekist hefur að nurla saman gjaldeyri á reisum sinum á Vesturlöndum, — það var engu likara en hér væri komin Frihöfnin i herstöð Bandarikjamanna á Kefla- vikurflugvelli. Brátt syrti þó i álinn á ný i Hljóðfæraverslun Moskvu, — að visu fengust þar hræbillegar plötur með ófrjáls- um sovéskum listamönnum, en ekki ein einasta með Vladimir Askenasa. Þaö er eins og herr- unum i Kreml sé algjörlega fyrirmunað að læra nokkurn skapaðan hlut af frelsisbaráttu isl. igöfugmenna. Má mikið vera ef þau hef ja nú ekki merkið á ný og hætta þá vonandi ekki sókninni fyrr en innflutningur á Askenasa-plötum til Sovétrikj- anna verður gefinn frjáls. Væri meira að segja tilvinnandi að borga niður verð á Deutsche Grammophon, H.M.V. og Columbia á Moskvumarkaði eftir sömu reglum og gilda um islenskt kindakjöt i útlöndum. Lengi höfum við nú mátt biöa áreiðanlegra heimilda af fóta- búnaði rússa, og hve lengi verkamaður I sælurikinu er að vinna fyrir einu pari af skóm?- var þetta allt þó daglega á for- siöum höfuðborgarblaða okkar hér áður fyrr. Kurteisisheim- sóknarmyndin bætti þó úr að nokkru, og er skemmst frá að segja að kaup allra nema æðstu kommúnistaforingja er vægast sagt hraksmánarlegt. Af ein- hverjum ástæðum féll niður i margumræddum sjónvarps- þætti frásögn af húsaleigukostn- aði, sköttum, læknisþjónustu og öðrum opinberum gjöldum, en visast verður Eiður Guðnason búinn að bæta úr þvi þegar myndin hans verður endursýnd. Þá gefst okkur lika tækifæri til að átta okkur betur á allt að þvi óskiljanlegum fyrirburðum I Sovétrikjunum. t.d. hvernig á þvi stendur að Armeniumenn ídæðast langtum viðkunnan- legri og léttari fatnaöi en Moskvubúar, og munaði þó ekki nema 25 gráöum á hitanum, — 5 stig I Moskvu en 30 i Jerevan. Gaman væri aö fá viðhlitandi skýringu á svona nokkru. En það verður ekki fyrr en eftir verkfall. A meðan mætti stjórn Rikisútvarpsins gjarnan hugleiða stöðu sinna manna. Almúgafólk á Islandi telur flest að nú hafði Eiður Guðnason nógu lengi — raunar allt of lengi — sætt sig við að vera venjuleg fréttamannablók. Það er sann- arlega timi til kominn að hækka hann i tign. Og hvað á þá að gera við yfirmann hans, frétta- stjóra Sjónvarpsins? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Það er til einföld lausn á þessu, lausn sem áður hefur verið hreyft i kyrrþey, en nú loksins unnt að hrinda i framkvæmd: sameina fréttastofur Útvarps og Sjón- varps i eina allsherjar frjálsa og hlutlausa fréttastofnun, og setja Eið Guðnason yfir allt saman. A meðan verið væri að koma þessu i kring mætti gjarnan sæma fyrrnefnda sjónvarps- stjörnu Riddarakrossi fyrir hlutlausa kurtei'si i fréttaflutn- ingi af heimsókn forsætisráð- herra Geirs Hallgrimssonar og konu hans til Ráðstjórnarrikj- anna, og drengilega framgöngu i hvlvetna. Ekki er heldur van- þörf á þvl aðRíkisútvarpið eign- ist sinn siðameistara — I salar- kynnum þeirrar stofnunar er margur illa upp alinn dóninn, sem sannarlega veitti ekki ai örlítilli tilsögn I mannasiðum Og hver á að hljóta nýja em- bættiö? Að sjálfsögöu fyrrnefnd sjónvarpsstjarna: Eiður Guðna son. Hann kann alla bestu siði ti hlítar, — og ef einhver kynni aö efast um það, þá verður sá hinn sami ekki lengi að sannfæras þegar fréttamyndin af kurteis isheimsókn forsætisráðherra ti Sovétrikjanna verður endur sýnd I sjónvarþinu aö loknu verkfalli opinberra starfs manna i BSRB. JMA

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.