Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 16
16 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. október 1977. Ráðstefna um menntun á framhaldsskólastigi BHM efnir til ráðstefnu um menntun á framhaldsskólastigi dagana 21. og 22. október n.k. Ráðstefnan hefst föstudaginn 21. október kl. 13.30. Þá verða flutt erindi um eftir- farandi: Skipulag framhaldsskólastigs, Yfirstjórn skóia, vald og ákvarðanatöku, Samband háskóla og framhaldsskóla. Á eftir verða almennar umræður. Laugardaginn 22. október hefst ráðstefn- an kl. 9.30. Þá verða flutt erindi um: Hvað ræður skiptingu námsefnis miili framhaldsskóla og háskóla? Undirbúningur háskólanáms hér og er- lendis. Siðan munu vinnuhópar starfa. Er þeir hafa skilað áliti verða almennar umræð- ur. Ráðstefnan er öllum opin meðan húsrúm leyfir. Þátttökugjald er kr.> 3.000 til greiðslu á mat og kaffi meðan ráðstefnan stendur yfir. Þátttaka tilkynnist skrifstofu BHM i sima 21173 og 27877. Þar er einnig hægt að fá dagskrá ráðstefnunnar. Bandaiag háskóiamanna. Augiýsing í Þjóðviljanum ber ávöxt lyfi gegn krabbameini Kí 'm m Undir þessari fyrirsögn til- kynnti vestur-þýskt dagblað á forsiðu um lyfið fræga, „ftora- fur”, sem settvar saman i Riga, höfðuborg sovétlýðveldisins Lett- lands. 1 sjálfu sér var greinin sannleikanum samkvæm, en hversvegna einmitt RúSS- AR? A Vesturlöndum eru allir ibúar Sovétrikjanna kallaðir Rússar, af einhverjum ástæðum. Samt eru Rússar aðeins ein af rúmlega hundrað þjóðum sem byggja Sovétrikin. Það var alþjóðlegur starfshóp- ur sem fann upp lyfið. Fyrst og fremst berað nefna Salomon Gill- er, sem hafði yfirumsjón með þessu verkefni, en hann er nú lát- inn. Nánustu samstarfsmenn hans voru þau Margers Lidaks og Regina Sjuk. En það er ekki nóg að finna upp lyfið. Áður en hægt er að taka það i notkun þarf að prófa það rækilega. Fyrst á rann- sóknarstofu, þar sem dýr eru not- uð við tilraunirnar, og sfðan á sjUkrahúsum. Þannig bætast á listann nöfn fjólmargra aðstoðar- manna af ýmsum þjóðernum. Sameinað átak. Langvarandi og nákvæmar prófanir voru gerðar undir for- ystu Nadjesdu Blokhinu i Til- raunastöð krabbameinslækninga I Moskvu, en þá stöð starfrækir Læknavisindaakademia Sovét- ríkjanna. Þegar þeim lauk gátu vlsindamennimir i Riga tilkynnt umheiminum að fram væri komið nýtt lyf til notkunar I baráttunni gegn krabbameini. Þetta var þó ekki lokastigið. Enn var eftir að fylgjast nákvæmlega með notkun lyfsins innan Sovétrikjanna og utan, i þvi skyni að fjarlægja end- anlega minnstu efaseir;dir sem kynnu að vera á kreiki. Læknatimaritbirtu fréttina um nýja lyfið og ekki leið á löngu þar til lyfjafræðingar írá Japan sneru sér til Tilraunastöðvarinnar meö ósk um nánari uppslýsingar. A eftir þeim komu Bandarikja- menn, V-Þjóðverjar, Sviar ofl. Mikillar varúðar var gætt I sam- bandi við veitingu framleiðslu- leyfa,einsog vera ber I slikum til- vikum. En nú hafa þrjú lækna- þing staöfest góðan árangur sem nást hefur með notkun lyfsins. I ljós kom, að árangurinn var betri en sovésku visindamennim- ir höfðu átt von á, Slikt vanmat kemur ekki að sök. Það er ofmat sem er hættulegt, þegar um er að ræða fólk sem þjáist af hræðileg- um sjúkdómi. Visindamennirnir i Riga telja að þessu fólki og lækn- um þess megi alls ekki gefa falsk- ar vonir. Þeir eru þakklátir starfsbræðrum sinum innan So- vétríkjanna og erlendis sem gert hafa tilraunir með lyfið og prófað það rækilega áður en það var tek- ið i notkun. Þessarar varúöar gætti þvi miður ekki I áðumefndri grein I v- þýska blaðinu. Þar var talað um ,,lyf gegn krabbameini” en slikt allsherjar lyf er óhugsandi, enda hefðu erlendir visindamenn ekki ferðast langar leiðir tilað komast yfir lyfið ef visindamennirnir i Riga hefðu lofað þvi. Lyfið frá Riga dugir aðeins til lækninga á sumum tegundum ill- kynjaðra æxla (fyrstog fremst i vefjum mjólkurkirtla). I sumum tilvikum eru önnur lyf áhrifa- meiri. Einnig færist nú mjög i aukana samspilýmissa lyfja, svo og lækningaaðferðir sem byggj- ast jafnt á lyfjagjöfum, geisla- lækningum og skurðlækningum. Við þetta aukast mjög möguleik- ar krabbameinslækninga. Þetta sýnir okkur einnig aö framtið þessara lækninga byggist ekki á einhverri einni aðferð, sem fund- in er upp á einhverri einni rann- sóknarstofnun, heldur á margvis- legum lausnum sama verkefnis og sameinuðu átaki margra vis- indastofnana og sérfræðinga. Augljóst er, hversu mikilvægt er að samræma aðgerðir á þessu sviði, en slik samræming er ein- mitt kjarninn i þeirri rikisáætl- anastefnu sem einkennir heil- brigðismál i Sovétrikjunum. Sá árangur sem þegar hefur náðst er til vitnis um það sem við getum vænst á komandi árum á sviði krabbameinslækninga. RAÐSTÓLAR 44.700.- Nú geta allir eignast raðstóla Komið og Sendum hvert á land sem er — Sérstaklega handhægar pakkningar og þvílítill flutningskostnaður kuZoom-raðstóla Krabbinn hörfar. í öllum þróuðum rikjum valda hjarta- og æðasjúkdómar flestum dauðsföllum (allt að 60-70%) og Sovétrikin eru þar engin undan- tekning. Samt er krabbamein sá sjúkdómur sem fólk heyrir mest talaö um. Af völdum þess deyja u.þ.b. 20 af hverjum 100. Krabba- mein er þvi i öðru sæti á „morð- ingjalistanum”. Hræðslan við það eroftyfirdrifin. Þar eru Sovétrik- in heldur engin undantekning. Þó hefur tekist að halda dauðsföllum af völdum þess niðri I Sovétrikj- unum allt frá árinu 1961, þannig að þau hafa ekki aukist hlutfalls- lega, og jafnvel hefur þeim fækk- að hvað snertir sumar tegundir sjúkdömsins (krabbamein I maga, meltingarfærum og móð- urlifi). Astæðan er fyrst og fremst yfir- gripsmikið kerfi krabbameins- varna sem komið hefurveriö á fót I landinu og byggist á starfsemi sérstakra leitarstöðva. Verkefni þessara stöðva er að finna krabbamein á byrjunarstigi til þessað unnt sé að veita lækningu I tfma. Fyrir 20 árum eða svo voru þeir sjúklingar sem læknuöust af krabbameini svo fáir að ljós- myndir af þeim voru sýndar á læknaþingum. Þeir þóttu einstak- lega heppnir, og læknar þeirra voru hreyknir af þeim. NU er þetta orðinn allstór hópur manna, og hann vex stöðugt. A timabilinu 1967-1977 stækkaði hann um 80% f Sovétrikjunum og nálgast nú 2 miljónir manna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.