Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 13
ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 i HUSIN GRJÓTA- ÞORPI Þessa isometrisku yfirlitsmynd er aö finna I bókinni Grjótaþorp 1976 en inn á hana hafa verið sett númer sem visað er til hér i greininni. Í3 Hér er listi yfir húsin I Grjóta- þorpi sem flest eru timburhús frá siðustu öld. Sleppt er nýrri stein- húsum (td. Morgunblaðshöllinni) og eru þau ekki heldur sýnd á teikningunni. 1 Grjótaþorps- skýrslunni var nauðsynleg endur- nýjun metin sem hlutfall af kostnaði við nýsmiði hússins. Ef metið er að endurnýjunin kosti ekki nema 0-10% af nýsmiði er það i ágætu ástandi en ef hún er metin 80-100% eru húsin svo illa farin aö endurnýja þarf svo til hvern byggingahluta eigi þau að gegna hlutverki sinu áfram. t Grjótaþorpsskýrslunni er að finna ýtarlegar upplýsingar um hvert hús en hér er aðeins getið smiöaárs, þess sem byggði, stundum örfárra sögulegra upplýsinga og ástands hússins. 1. Aðalstræti 2.Reist árið 1855 og var eitt fyrsta tvllyfta hús landsins. Þarna versluðu ma. Fischer (Fischersund) og Duus. Nú er þarna verslunin Geysir og er húsið i ágætu standi (0-10%) en hefur verið breytt mikið. Bakhúsið reist 1865. 2. Pakkhús reist af Fischer kaupmanni 1905. 1 ágætu ástandi (0-10%) 3. Pakkhús reist af Fischer kaupmanni 1905. t ágætu ástandi (0-10%) 4. Aðalstræti 4. Reist 1942. 5. Geymslu- og fiskgeymsluhús, reist af Duus kaupmanni 1913. ' Ingólfsapótek hefur til skamms tima verið I þessu húsi., I ágætu ástandi (0-10%) 6. Fiskþurrkunarhús, reist af Duusl910. 1 ágætu ástandi (0- 10%) 7. Fjaiakötturinn — Aöalstræti 8. Húsiö komst i slna núverandi mynd 1893 en elstu hlutar þess eru hluti Innréttinganna frá 1750. Þarna var lengi leikhús og slöar fyrsta kvikmyndahús landsins (1906). Siguröur Breiöf jörð dó I húsinu og Jónas Hallgrimsson bjó þar um tlma. Húsið þarfnast gagngerrar endurnýjunar enda lengi veriö vanrækt (80-100%). 8. Aðalstræti 10, reist 1764, nefnt „kontor- og Magazinhús”. Eitt elsta hús Reykjavlkur. Var biskupsstofa um árabil (Geirs Vidalíns) en verslun Silla og Valda slöustu áratugi. Þarfnast verulegrar endur- nýjunar (30-50%) 9. Aðalstræti 12, reist 1890 af Matthlasi Johannesen kaup- manni frá Björgvin I Noregi. Brann 1. jan. 1977. 10. Aðalstræti 16, húsið I sinni núverandi mynd reist af And- ersen kaupmanni 1895 og 1900 (vestasti hlutinn). Elsti hluti þess er lóskurðarstofa Innrétt- inganna frá 1785. Var um hrlð landfógetahús og slðar fyrsti barnaskólinn. Jón Guðmundsson ritstjóri bjó hér lengi. Húsið þarfnast veru- legrar endurnýjunar (30-50%) 11. Brattagata 3a. Reist af Helga Zoéga kaupmanni 1904. Þarfnast nokkurrar endur- nýjunar (10-30%) 12. Brattagata 3b. Reist af M.A. Mathiesen kaupmanni 1905. Þarnast nokkurrar endur- nýjunar (10-30%) 13. Brattagata 6. Reist af Onnu Breiðfjörð ekkju 1907. Þarfnast gagngerrar endur- nýjunar (50-80%) 14. Kristjánshús — Fischersund 1. Reist 1822 af Kristjáni Péturssyni snikkara. Hefur bæði verið lengt og breikkað. Er mjög illa farið (80-100%) 15. Norska bakariið — Fischer- sund 3. Reist 1876 af Jensen bakara. Þarfnast gagngerrar endurnýjunar (50-80%) 16. Geymsluhús, reist 1894 af Jensen bakara. 17. Hjalli — Garðastræti :, reist af Páli Guðmundssyni tómt- húsmanni 1903. lágætu ástandi (0-10%) 18. Hjallhús — Garðastræti 9, reist 1892 af Guðmundi Olsen kaupmanni. Þarfnast gagn- gerrar endurnýjunar (50-80%) 19. Skemma, llklega reist 1869. 20. Hákot — Garðastræti lla. Guðmundur Asmundsson hlóð þetta steinhús 1893. Þarfnast gagngerrar endurnýjunar (50- 80%) 21. Hildibrandshús — Garða- stræti l3.Neðri hlutinn reistur af Hildibrandi Kolbeinssyni tómthúsmanni og Guðjóni Jónssyni járnsmið 1901 en efri hlutinn af hinum siðarnefnda 1906. Þarfnast nokkurrar endurnýjunar (10-30%) 22. Unuhús — Garöastræti 15, reist af Guðmundi Jónssyni lyfjasveini 1896. Eitt frægasta hús I Islenskum bókmenntum en hjá Unu Gisladóttur ög syni hennar Erlendi Guðmundssyni áttu ungir rithöfundar athvarf I húsinu um langt árabil. Þarnast verulegrar endur- nýjunar (30-50%) 23. Pakkhús -v- Garðastræti 23, reist 1856 af Guðmundi Gissurarsyni vaktara þeas. bruna-og næturverði bæjarins. Breytt I ibúðarhús um 1880. Bertel Ó. Þorleifsson var alinn upp I vaktarabænum og enn- fremur' bræðurnib Eggert Stefánsson söngvari og - Sigvaldi Kaldalóns tónskáld. Húsið er i mjög slætnu ástandi (80-100%) 24. Borgþórshús — Garðastræti 25, reist 1894 af Jóni E. Jóns- syni. Þar bjó lengi Stefanla Guðmundsdóttir leikkona. Húsið er I ágætu ástandi (0- 10%) 25. Grjótagata 4, reist af Einari Pálssyni snikkara 1896. Þar bjó lengi og hafði verkstæði Stefán oddhagi Eiríksson, lærifaðir margra smiða og listamanna. Þarfnast veru- legrar endurnýjunar (30-50%) 26. Grjótagata 5, reist af Ólafi Norðfjörð verslunarstjóra 1897. Þarfnast verulegrar endurnýjunar (30-50%) 27. Grjótagata 6, reist 1944. 28. Grjótagata 9, reist .sem geymslu- og smlðahús 1884 af Magnúsi ólafssyni trésmið. Þarfnast gagngerrar endur- nyjunar (50-80%) 29. Höll — Grjótagata 12, reist sem smiðahús 1890 af Bjarna Jónssyni snikkara (sem reisti ma. Bjarnaborg). Þarfnast nokkurrar endurnýjunar (10- 30%) 30. Grjóti — Grjótagata 14, reist af Bjarna Jónssyni snikkara 1896. Þarnast gagngerrar endurnýjunar (50-80%) 31. Grjótagata I4b, reist af Bjarna Jónssyni 1898 sem geymsluhús. Þarfnast veru- legrar endurnýjunar (30-50%) 32. Hjallakot — Mjóstræti 2, reist af Jóni Asmundssyni 1902. Þarfnast verulegrar endur- nýjunar (30-50%) 33. Vinaminni — Mjóstræti 3, reist af Sigrlði Magnúsdóttur (Sigriði dóttur hjóna I Brekku- bæ) árið 1885. Hér var um hrlð kvennaskóli og iðnskóli. Jón Vldalin konsúll Breta bjó I húsinu við mikla risnu og Asgrlmur Jónsson listmálari haföi hér vinnustofu. Þafnast nokkurrar endurnýjunar (10- 30%) 34. Mjóstræti 4, reist 1885 af Agli Gunnlaugssyni tómthúsmanni. Þarfnast nokkurrar endur- nýjunar (10-20%) 35. Mjóstræti 6, hlaðiö steinhús sem Geir Pálsson trésmiður byggði 1918. Þarfnast nokk- urrar endurnýjunar (10-30%) 36. Hákonarbær — Mjóstræti 10, reist af Jóni Torfasyni tómthúsmanni 1898. Þarfnast verulegarar endurnýjunar (30- 50%) 37. Skemma, reist 1852. 38. Túngata 6,reist 1875 af Lárusi Sveinbjörnssyni dómstjóra. Siðar bjó þar Magnús Einarsson dýralæknir. Þarfnast nokkurrar endur- nýjunar (10-30%) 39. Túngata 8, reist af Guðmundi Sveinbjörnssyni 1915. I ágætu ástandi (0-10%) 40. Vesturgata 3, reist af Sigurði Magnússyni I Bráðræði 1885 upp úr brunarústum af húsi sem var byggt 1842. Th. Thorsteinsson rak I húsinu eina stærstu nýlenduvöru- verslun bæjarins um alda- mótin. Þarfnast nokkurrar endurnýjunar (10-30%) 41. Geymsluhús, reist af Th. Thorsteinsson 1896 og 1903. Þarfnast verulegrar endur- nýjunar (30-50%) 42. Vesturgata 5, reist 1898 af Einari Benediktssyni skáldi. Þarfnast verulegrar endur- nýjunar (30-50%) 43. Vesturgata 11, reist af Þorsteini Guðmundssyni smið 1864. Viðbygging frá 1895. Þarfnast gagngerrar endur- nýjunar (50-80%). —GFr Grjótaþorpið heillegast og þó verst farið „Grjótaþorpið, fyrir ofan Aðalstræti, er I senn hvað heillegast og þó verst farið þessara gömlu hverfa; og það stendur á elstum merg. Nyrst og neðst standa enn að hluta hús konungsversl- unarinnar úr örfirisey, jafnvel með upphaf- legum viðum úr Hólmi, og þess hefur verið getið til, að veggtróðið væru hinar fornu verslunar- bækur. Ofar eru húsin orðin æöi hrörleg, sum mannlaus, og biða aðeins nauthöggsins. En I ólikri gerð sinni sýna þau enn ljóslega, að þetta var eins og sjálfstætt þorp i bænum, með alls- konar stéttir innan sinna vébanda. Þótt enn Björn Th. Björnsson megi sjá þar konu bogra i kálgarði sinum og fisk hanga á rá bak við hús, leggur brauðilminn ekki lengur úr Jensens-bakarii, né heyrast dumb hamarshöggin úr skóarabænum. Og I háreistu, rauðu timburhúsi konsúlsins eru atkvæðaliprum þingmönnum ekki haldnar neinar kampavlns- veislur lengur. Allt þetta þorp er I undarlegri kyrrstöðu. Það er eins og nýja timanum hafi stirðnað höndin við að sópa þvi burt, en óvissan lagt á það sjálft sina dauðu hönd. Með hverju ári eru æ fleiri hlerar negldir þar fyrir glugga.” Björn Th. Björnsson, Reykjavik 1969, bls. 28.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.