Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 4
4 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. október 1977. Málgagn sósíalisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson, Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldssan. Umsjón meö sunnudagsblaöi' Arni Berg- mann Auglýsingastjóri: úlfar Þormóösson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Siöumúla 6. Simi 81333. Prentun: Blaöaprent hf. Þetta eru 100 miljarðar Á sunnudaginn var voru færð rök að þvi hér i Þjóðviljanum, að með uppbyggingu fiskistofnanna og bættri nýtingu sjávaraf- urða ættum við Islendingar að geta aukið útflutningstekjur okkar um 100 miljarða króna á nokkrum árum, máski einum ára- tug, en það samsvarar 2 miljónum króna á hvert heimili i landinu. Þessa tölu.100 miljarða.sundurliðum við þannig: 1. Botnfiskafla telja fiskifræðingar að hægt sé án rányrkju að tvöfalda á nokkrum árum, sé rétt á málum haldið. Slik aukning botnfiskafla þýðir nýja 50 miljarða i útflutningsverðmæti, þótt ekki sé að neinu leyti reiknað með bættri nýtingu aflans, og verðlag á er- lendum mörkuðum áætlað óbreytt. 2. Loðnuaflann telja fiskifræðingar unnt að þrefalda frá afla siðasta árs á skömmum tima án rányrkju, — fyrst og fremst með þvi að bæta aðstöðuna til móttöku og vinnslu i landi. Slik afla- aukning á loðnuveiðum ætti að geta gef- ið nýja 20 miljarða i útflutningsverð- mæti. Er þá gert ráð fyrir að verulegur hluti aflaaukningarinnar verði á sumar- og haustveiðum, en þá er loðnan verð- mætust. Hins vegar er ekki reiknað með bættri nýtingu eða úrvinnslu frá þvi sem nú er. 3. Fiskifræðingar telja að innan fárra ára ætti að vera mögulegt að veiða hér 80 þús. tonn af sild án rányrkju. Væri slikt sildarmagn lagt niður i dósir og selt þannig úr landi væri útflutningsverð- mætið um 17 miljarðar króna. Við leyf- um okkur ekki svo mikla bjartsýni að þetta tækist að fullu i bráð,og valda þar markaðsvandamál, sem finna þarf lausn á, — en við teljum mjög varlegt að áætla að sildin gæti gefið okkur 5 milj- arða. 4. Við eigum sem kunnugt er ákaflega marga möguleika til að bæta nýtingu og úrvinnslu aflans, þvi eins og málum er háttað nú er alltof algengt að við flytj- um út litt. unna vöru. Við leyfum okkur að halda þvi fram, að með skipulögðu átaki til að bæta nýtingu og úrvinnslu ætti á nokkrum árum að vera hægt að auka útflutningsverðmæti loðnu- og botnfiskafla á hvert landað tonn um 20%. — Þetta þýðir um 25 miljarða i aukið útflutningsverðmæti, og er þá gert ráð fyrir þeirri aflaaukningu, sem miðað var við hér að framan. — Þarna eru þá komnir, þessir 100 milj- arðar, sem tala$ var um hér i byrjun, en það samsvarar tveimur miljónum króna á hvert heimili i landinu, og er jafnhá upp- hæð og Þjóðhagsstofnun áætlar nú verð- mæti alls vöruútflutnings okkar á þessu ári. Þvi fer þó viðs fjarri, að hér hafi verið taldir upp allir þeir möguleikar, sem við eigum i sjávarútvegi og hvað varðar úr- vinnslu sjávarafla. Hér hefur aðeins verið rætt um botnfiska, loðnu og sild, en öllu öðru sleppt, — þar á meðal kolmunna og krabbadýrum. Þvi siður hafa hér verið teknir með i dæmið þeir miklu fram- leiðslumöguleikar, sem við eigum á vett- vangi annars iðnaðar en fiskiðnaðar, m.a. i tengslum við landbúnaðinn. Til hvers er Þjóðviljinn að rifja þetta upp, kann einhver að spyrja. Svarið er þetta: — Við teljum nauðsyn- legt að allur almenningur geri sér ljóst, hversu fjarri þvi fer, að atvinnuvegir okk- ar íslendinga séu óhjákvæmilega að kom- ast i þrot. í fyrsta lagi teljum við slikt nauðsyn- legt, til að fólk skilji að enginn nauður rek- ur okkur i fang fjölþjóðlegra auðhringa. í öðru lagi teljum við slikt nauðsynlegt svo að verkafólk og öll vinnandi alþýða geri sér ljóst, að á komandi árum ætti þjóðarbúskapur okkar að geta staðið und- ir mun betri lifskjörum en almenningur býr við nú, og þvi engin ástæða til að láta deigan siga i kjarabaráttu láglaunafólks. í þriðja lagi teljum við skylt að vekja at- hygli á þeim miklu möguleikum, sem við blasa, i þvi skyni að undirstrika mikilvægi réttrar stefnu i islenskum atvinnumálum á næstu árum. Auðvitað næst ekki ýkja mikill árangur, nema unnið sé markvisst og skipulega að skynsamlegri atvinnu- uppbyggingu. Og vart þarf að taka fram, að uppskeran verður sjaldan mikil, ef byrjað er á þvi að éta upp útsæðið. Þar gilda sömu lögmál bæði á sjó og landi. — k. Lif i læknis hendi Herra Emsworth sagöi aö hér væri ekki um þaö dæmi aö ræöa aö tiltekinn maöur væri flæktur i venjulegar hiröuleysisathafnir. Hann lýsti athöfnum dr. Wests, sem haf öi fariö meö riffil til húss skurölæknisins, hlaöiö hann og skotiö dr. Thompson i bakiö meö þeim afleiöingum aö hinn siöar- nefndi lést svo til samstundis. Sú staöreynd sem athuga þurfti var, sagöi hr. Emsworth hvort svona hegöun væri sæmandi manni f læknastétt. Chrislchurch Press (Nýja Sjáland) Vfsindin efla alla dáð Rannsóknastarfshópur i Michigan, sem hefur einbeitt sér aö þvf aö komast aö þvf í hvaöa átt svinsrófur snúast, hefur kom- ist aö þvi, aö 50% svinsrófna hringsnúast eins og klukkuvisar, 17,8% snúast gegn klukkuvisum og 31,3% snúast i báöar áttir. Useless Information eftiir P. Steiner. Dagana 1. til 10. nóvember n.k. veröur haldiö námskeiö um út- reikninga og hönnun stein- steypuvirkja fyrir starfandi verk- fræöinga, tæknifræöinga og nem- endur á siöasta námsári i bygg- ingarverkfræöi. Verkfræöiskor Háskóla islands stendur fyrir þessu námskeiöi I samráöi og samvinnu viö Verk- fræöingafélag islands, og hef- ur fengiö Ervin Poulsen, ingeniördocent, viö dönsku verk- fræöiakademiuna f Kaupmanna- höfn, Danmarks Ingeniöraka- Mengjavandamál? Satt best aö segja höföu tölur mjög truflandi áhrif á Dick Rutkowski. Hann gat blátt áfram ekki taliö. Þegar hann var handtekinn i Carson City 1 Nevada fyrir aö gefa út of mikiö af gúmitékkum demi, tiiþess aöflytja fyrirlestra og skipuleggja æfingar fyrir þátt- takendur f námskeiöinu. Tilgangur meö þessu námskeiöi er tviþættur. Annars vegar aö kynna þátttakendum helstu fræöilegar nýjungar á sviöi stein- steypuútreikninga og hins vegar aö kynna nýjustu staöla og hönn- unaraöferöir, sem nú ryöja sér til rúms, einkum gegnum starfsemi CEB. Július Sólnes, prófessor, hefur skipulagt námskeiöiö og veröur jafnframt Ervin Poulsen til aö- komst lögreglan aö þvi, aö hann átti einni konu meira en hann haföi rétt til. — Spyrjiö mig ekki aö þvi hvernig þetta geröist, sagöi hann. Allt og sumt sem ég veit er aö ég vaknaöi einn morgun og þarna var hún, aukakonan Daily Express. stoöar. Veitir hann frekari upp- lýsingar um námskeiöiö (simi 25088). Væntanlegir þátttakendur eru beönir um aö tilkynna þátttöku sina i námskeiöinu til skrifstofu Verkfræöingafélags Islands, simi 19717, sem fyrst. Fjöldi þátttak- enda er takmarkaöurviö 40, og er þvi árlöandi aö láta skrá þátttöku sina og greiöa þátttökugjald, kr. 10.000,- til skrifstofu VFl, Braut- arholti 20, Reykjavik —• (Fréttatilkynning). Ekki mun af veita Forseti borgarráös, meölimir ráösins og starfsmenn ásamt konum þeirra hlýddu á guösþjón- ustu i Mikkjálskirkju sunnudag- inn 26. júni. Sókarprestur messaöi og eins og venja er til leit hann á borgar- ráö og baö fyrir borginni. Kirkjutimarit Menningarneyslubilun Herra ritstjóri. Spurningin er: hve gaumgæfilega les fólk þaö sem þaö eraö lesa? Spurningin er borinfram vegna reynslu sem viö höfum nýskeö oröiö fyrir. Eintak af góöri skáldsögu var lagt fyrir menn og þaö var ekki fyrr en hún var komin I hendur þrettánda les- andans aö eftir þvi var tekiö aö hluta úr allt annarri bók haföi veriö skotiö inn I skáldsöguna. Þetta var beim mun undarlegra sem svo vildi til aö þar sem þetta innskot var bundiö inn, hætti setning I miöjum kliöum en fyrsta blaösiöan úr innskotsbókinni byrjaöi á nýjum kafla. Persónur og umhverfi voru einnig allt önn- ur. Yöar einlægur C.R. Edgeley, forstjóri The Times Book Company Ltd. The Times. Stjórnarskrá er þarfa- þing Robert Popejoy, átján ára aö aldri var sektaöur um sjö dollara fyrir aö fá sérbita af hamborgara ókunnugs manna i Oklahoma. City. Dómarinn komst svo aö oröi: — Þaö er eölislægur réttur hvers manns aö njóta hamborg- arans sins i friöi, einkum fyrir þaö verö sem nú er á þeim. BÍaö i Oklahoma Mannfræði Tvær hollenskar stúlkur munu reyna aö sanna þaö fyrir rétti I Haag, aö þær séu umskiptingar. Hafi veriö skipt á þeim fyrir 23 árum. Stúlkurnar sem báöar eru nú giftar konur, ætla aö stefna foreldrum hvorrar annarrar, eöa eigin meintum foreldrum og leggja fram kröfu um lögmæta viöurkenningu réttra foreldra. Stúlkurnar fæddust meö fimm mirnltna millibili I sjúkrahúsi i Leyden sjöunda desember 1038. önnur þeirra var alin upp sem Lena Alberta van Duyn, dóttir landbúnaöarverkamanns og skirö til Hollensku mótmælenda- kirkjunnar. Hin var nefnd Aad af van Vegten fjölskyldunni sem lét skira hana til kaþólskrar trúar og ól hana upp meö þrettán öörum börnum sinum. Stúlkurnarhittust í fyrsta sinn I brúökaupi fyrr á þessu ári. Þær voru furöu slegnar yfir þvi hve hvor þeirra um sig reyndist likj- ast \ útliti fjöskyldu hinnar. Evening Standard. NÁMSKEIÐ í STEINSTEYPU

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.