Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 10
VICENTE ALEIXANDRE: 10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 16. október 1977. Nei, það getur ekki verið. merkrar kynslóðar Ferill skálds i fyrri viku fékk Vicente Aleixandre bókmennta- verðlaun Nóbels. Hann var fæddur í Sevilla 1898 en ólst að mestu upp í Madrid. Hann gekk í háskóla í Madrid/ las lögfræði og hagfræði/ tók sín próf, gerðist starfsmaður við f lutningafyrirtæki. Fyrsta rit hans var mjög óskáld- legt: það f jallaði um járn- brautarkerfið spænska. Hann byrjaði og snemma aö yrkja og var einn þeirra sem töld- ust til kynslððarinnar frá 1927 eins og hún var nefnd. Fyrsta ljóðabók hans kom út áriö 1928 og hafði hann gefið út fjórar bækur áður en borgarastyrjöldin skall á og hlotið fyrir spænsk bók- menntaverðlaun. Þeirra á meðal var sú bók sem Aleixandre nefndi sjálfur þegar hann var inntur eftir þeirri bók sinni sem hann hefði mestar mætur á sjálfur: La destrucción o el amor, Tortfming- in eöa ástin. Þegar borgarastriðið hófst var hann rúmfastur vegna erfiðs sjúkdóms sem hefur lengi bundið hann við rúmið og takmarkaö hreyfingafrelsi hans æfilangt. Flestir skáldbræður hans fóru úr landi þegar Franco sigraði, Lorca var myrtur af fasistum. Um lang- an aldur var Aleixandre einangr- aður, næsta bók hans kom ekki út fyrr en 1944. Siðan hafa sex bækur bæst við sem mjög hafa eflt orð- stir skáldsins. Öldungar Hér fara á eftir vangaveltur Bengts Holmquits (Dagens Nyheter) vegna verðlaunaveit- ingarinnar. Holmquist hefur máls á því, að einatt sé Sænska akademian ásökuð fyrir sérstakt dálæti á gömlum skáldum. Oft séu- þær ásakanir óréttmætar, tíl dæmis hafi það verið vel til fundið að veita hinu aldraða italska skáldi Montale verðlaunin i hitteðfyrra: hann var sá siðasti sem uppi stóö af kynslóð hinna svonefndu lok- uðu skálda italskra, en hinn yngsti þeirra, Salvatore Quasimodo, fékk verðlaunin til- tölulega snemma (1959). Verr hefur, segir i greininni, tekist til með hina gagnmerku kynslóð þriðja áratugsins á Spáni. Fasistar skutu Garcia Lorca áður en nokkur hafði hugs- að til hans. Rafael Alberti, sem þegar áriö 1929 gaf skóla þessum eitt sitt merkilegasta verk með „Sobre los angeles”, var hrakinn landflótta eins og flest önnur skáld þessarar kynslóðar. Aleixandre varð eftir á Spáni bundinn við sjúkrasæng, hinn eini skálda i fremstu röð. Skáldbræður koma heim Einmitt i ár hafa þeir sem eftir lifa af flóttamönnunum snúið aftur heim til Spánar. meðal þeirra Alberti. Og Jorge Guillén. Það getur vart verið um að ræða neinn ágreining milli Aleixandre og þessara meistara. Aleixandre varð manna fyrstur til að heilsa Alberti með ljóði þegar útlaginn sneri heim i vor er leið. Enginn hefur heldur haidið þvi fram, að Aleixandre hafi orðið sér til minnkunnar á valdatima Francos. Hann var um löng ár hrakinn i ,,innri landflótta” og það hefur að likindum orðið frem- ur til gagns en skaða að hann lét um siðir kjósa sig i Spænsku ak- ademiuna. Allir báru virðingu fyrir honum. Það er þvi spurt um það, hvort hann sé i einhverjum þeim ótvi- ræðum mæli betra skáld en nokkrir menn aðrir, og þá fyrst og fremst Guillen og Alberti, að rétt- læting sé fundin fyrir veitingu verðlaunanna. Um þetta eru skiptar skoðanir heima fyrir og erlendis, og biand- ast með vandræðalegum hætti saman við ýmislegar pólitiskar vangaveltur. Enn i endurnýjun Min skoðun er sú, að Aleixandre sé með afbrigöum gott skáld, ekki sist vegna þess hvernig honum hefur tekist að endurnýja sig til hárrar elii. Hann reis fyrst mjög hátt þegar með hinum frumlæga flaumi súr- realisks skáidskapar I verkum frá fjórða áratugnum. Mannúðarstefnan i „Saga hjartans” sem er merkast verka hans frá sjötta áratugrmm, var ef til vill meinlausari. En siðan kom hann lesendum á óvart með elli- skáldskap, sem með sinum hætti er eitt af þvi fingeröasta I nútima skáldskap. 1 verkum hans á hvert aldurs- skeiðsinn eigin söng. Og það væri ómannlegt ef hinir gráhærðu herrar i Sænsku akademiunni finndu ekki til sérstakrar samúð- ar með meistaraverki eins og „Los amantes viejos” (Gömlu elskendurnir) i safni sem Aleixandre gaf út 1974, Þekk- ingarsamtöl. Þar segir reyndar einn af þeim sem við ræðast: Að þekkja er að elska, að vita er að deyja. Hér er á ferð skynsemdargagnrýni sem Aleixandre hefur aldrei látið leiða sig út i ófærur, Lesi menn ljóð hans komast þeir ekki hjá þvi að fá ást á þeim. Hinir tveir En þá er samt eftir að svara þvi, hvort ekki hafi verið vanmet- in sú ást og enn meiri aðdáun sem Alberti og Guillén geta átt tilkall til, hvort ekki hafi verið vanmetin mikil skáld sem um leið eru pisl- arvottar hins spænska lýðræðis. An þess að þvi sé fram haldið, aö um ásetningssynd sé að ræða hjá Sænsku akademiunni. Persónuleg skoðun min er sú, að skipta hefði átt verðlaununum milli Albertis, Aleixandres og Guilléns. Þetta hefði verið um leið óopinber hylling hinnar dá- samlegu kynslóðar ársins 1927, sem á nú hálfrar aldar afmæli, sem minnst er um hinn menntaða Spán. Mig grunar einnig, að Vicente Aleixandre hefði gjarnan viljað að svo færi. ÚR VIÐTALI VIÐ NÓBELSSKÁLDIÐ: Vidurkenning á mannúðar stefnu í skáldskap Þegar fregn kom um aöVicente Aleixandrc heföi hlotið Nóbels- verðlaun urðu flestir hissa og þó enginn meira en hann sjálfur, ef marka má frásagnir blaða. Eitt af þvi fyrsta sem blaða- menn höföu upp úr skáldinu var þetta: „Það er ekki nema eðlilegt að ég sjálfurfinni til mikillar gleði. En ég lit einnig á þessi nóbels- verðlaun sem viðtækari viður- kenningu á spænskum skáld- skap, einkum á þeirri stefnu hans sem tengja má við mannúðarstefnu og mannlega samstöðu. Þaö er einnig hægt aö lita á veitingu þessa sem viðurkenn- ingarvott við lýöræðisöfi á Spáni. Hér höfum við búið við einræði i fjörutiu ár, og nú erum við að byggja upp lýðræði.... Frá Erni og Örlygi: Tíu nýjar barna- og unglingabækur Forlagiö fitjar nú upp á þvf nýmæli i bókagerð að sameina bók og leikfang. Fyrstu tvær bæk- urnar af þeirri gerð nefnir for- lagið Hringbækur. Hér er um að ræða hinar þekktu sögur um Hans og Grétu og Stigvélaða köttinn. Þær eru myndskreyttar og mynd- irnar unnar i þrividd, þannig að hver opna myndar einskonar ieiksvið, þar sem sagan rfs upp af bókarspjöldunum og talar sinu myndmáli til barnanna, auk þess sem sögutexti fylgir neðst á opnunni. Að lestri ioknum er hægt að ieggja kápuspjöldin saman og myndar þá hver bök fimm ieik- svið og þau öll fimm einskonar hringekju sem hægt er að hengja upp i barnaherberginu tii skrauts og sifelidrar upprifjunar sögunni og daglegra samskipta við sögu- persónurnar. Hinar tvær fyrstu Hringbækur eða Hringekjubækureftir þvisem menn vilja frekar kalla þær voru unnar f Colombiu i Suður- Amerfku. A næstunniervoná einni bók til viðbótar frá Emi og örlygi sem einnig sameinar það að vera bók og ieikfang fellur hún undir bóka- flokk sem forlagið nefnir Hreyfi- myndabækurog fjallar hún um hinnvinsælabangsa, Paddington, sem mörgum börnum er minnis- stæöur úr sjónvarpinu. Þá sendir forlagið frá sér að þessu sinni bækur eftir hinn vin- sæla barnabókahöfund, Richard Scarry. Nú þegar er komin útbók sem nefnist Rökkursögur dýranna i þýðingu Lofts Guömundsdonar. Hér er um að ræða stóra bók með hinum þekktu sögum um Rauðhettu og Ulfinn, Sætabrauðsdrenginn, úlfinn og geitakiðin, Gullbrá og bimina þrjá, litlu gulu hænuna, þrjá litla grisi, hafrana þrjá, grísina fimm, óskimar þrjár og hljóðfæraleik- arana f jóra. Að vanda eru bækur Scarrys mjög mikið mynd- skreyttar og fer þessi bók ekki varhluta af þvi. Þá sendir forlagið frá sér sex litlar bækur eftir Richard Scarry sem það gefur út undir sam- heitinu Litlu krakkabækurnar. Þar eru á ferðinni örstuttar og örsmáar bækur, mikið mynd- skreyttar I þýðingu Gyðu Ragnarsdóttur. Bækurnar eru prentaöar i Skotlandi og nefnast, Kiddi köttur fer til borgarinnar, Þegar ég verð stór, Dagur svfna- fjölskyldunnar. Af stað! af stað, Súsanna fer i fri og Litla leikja- bókin. Fleiri bækur eftir Richard Scarry eru væntanlegar frá Erni og örlygi á næstunni. Unglingabók Leyndardómur Verndar- gripsins leystur af Alfred Hitchcock og njósnaþrenningunni nefnist sjötta bókin í bóka- flokknum um þá kræfu pilta sem mynda njósnaþrenninguna og starfa i nokkurri samvinnu við sérfræðing leyndardómanna, Al- fred Hitchcock.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.