Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 16. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Eiríkur Jónsson: og uröu sumir mjög forvirraöir... (Ljósm. eik). Salve Conductum hins danska hers til handa „Joen Reckvitz, aus Issland blirtig”. Eiríkur Jónsson hefur um drjúgt skeið greitt göfugri stærðfræði farveg inn í marga og misgóða hausa. En hann hef ur einn- ig haft meiri og einbeittari áhuga á verkum Halldórs Laxness en flestir menn aðrir. Þessi áhugi hans hefur ekki hvað síst beinst að tilurðarsögu verkanna, og þá sérstaklega þeirrar skáldsögu, sem eðli máls- ins samkvæmt, hlýtur að eiga sér margar skjalfest- ar f orsendur. Hér er átt við (slandsklukkuna. F- hættu en ánauð með kyrrð”. Sjálfur hefi ég ekki fariö mikið út fyrir Islandsklukkuna, þvi mér hefur fundist hún langsamlega áhugaveröust til slikrar könnun- ar. En það væri þarft verk að rannsaka þau föng sem Halldór hefur saman dregið til félags- legra skáldsagna sinna áður en þeir eru komnir undir græna torfu sem lifðu þá daga sem þar er lýst. Hvar leita skal — En er ekki leitin sjálf mörg- um annmörkum háö? — Jú, rannsóknin verður ekki tæmandi. Leitaraðferðin verður ekki sett i formúlu, þótt nota megi ýmsar reglur og forskriftir sem hjálpartæki. Við könnun á efnis- föngum Halldórs i tslandsklukk- una varð að meta aðstæöur hverju sinni og leita samkvæmt þeim. Nærtækasta verkefnið var könnun þeirra bóka, sem tengdar eru efni verksins. Má þar til nefna bréfasöfn Arna Magnússonar og ævisögur hans — en hann er aug- ljóslega aðalfyrirmynd Arnasar • Arnaeusar, þótt hann hafi einnig drætti frá Skúla Magnússyni landfógeta, annála, alþingisbæk- ur o.fi. Siðan tók við leit i öðrum bókum, sem liklegar þóttu til að geyma föng skáldsins. Þess ber og að geta og þakka, að Halldór Laxness leyföi fúslega notkun allra handrita Islands- klukkunnar við þessa rannsókn. — Hve viða er viö komiö? — Það lætur nærri, að ég hafi fundið um 90 bókartitla þar sem hefur verið leitað til fanga — i sumum tilvikum er þar um stór safnrit aö ræða. Að sjálfsögðu er i ýmsum tilfellum um vafaatriði að ræöa. Ég hefi oftar en ekki undr- ast það, hvilik býsn Halldór hefur lesið. En eins getur verið um það . aö ræöa, aö þekking hans á öld- inni er oröin það mikil, að af inn- sæi sinu skrifar hann hluti sem siðan er hægt að finna i heimild- um um timann, einnig þeim sem höfundur hefur ekki kannað. Skýringar og tilgátur Það mætti lengi tala um einstök atriði sem upp koma við rannsókn sem þessa. Það kemur t.d. i ljós, að það þarf að gjalda varhuga við ýmsum tilgátum um tilurð sumra þátta i verki skáldsins. Tilgátur eru eðlilegar, en rann- sókn á sanngildi þeirra nauðsyn. Dr. Peter Hallberg setti þá tilgátu fram, að Halldór Laxness kynni að hafa ,,ef til vill óafvitandi — notfært sér vissar minnismyndir úr Fru Marie Grubbe eftir J.P. Jacobsen”, m.a. viö lýsingu veislunnar á Jagaralundi. Eins og nú er kunnugt notfærði Laxness sér lýsingu spænsks sendiherra og skálds, Bernadine de Rebolle- dos, á danskri hirðveislu á Jæg- ersborg (þá Ibstrup) áriö 1655. Lýsing Jacobsens á veislunni i Fru Marie Grubbe er unnin úr lýsingu þýsks sendiherra á danskri hirðveislu árið 1663. Enn- fremur má geta þess, aö danskur rithöfundur, Karen Plesner, hef- ur einnig notfært sér lýsingu de Rebolledos á fyrrnefndri hirð- veislu, i 14. kafla skáldsögu sinn- ar „Sophie Amalie”. Plesner not- aði að visu ekki frásögnina i Dan- mark i Fest og Glæde eins og Laxness, heldur heildarfrásögn de Rebolledos sem prentuð er i bók eftir Nyerup: Efterretninger om kong Frederik den tredje. Varhuga þurfti einnig að gjalda við skýringum, sem gefnar hafa verið á sumum hugtökum i texta Laxness. Sem dæmi má nefna orðiö ölbrestur. Þetta orö finnst ekki i prentuöum orðabókum nema i viðbæti orðabókar Sigfús- ar Blöndals, en þar segir: ,,öl- brestur m. mangel pa öl el. drik.” í Isiandsklukkunni bls. 27 segir: „Það var myrkt af nóttu þegar menn riðu frá Galtarholti og voru allir veldruknir. En sakir ölbrestS lentu þeir i villu óðara en þeir voru komnir útfyrir túngarðinn.” I danskri þýðingu Islandsklukk- unnar eftir dr. Jakob Benedikts- son, er orðið ölbrestur þýtt „mangel pa drikkevarer”. Hér virðist eitthvað málum blandað. Tæplega hefur Halldór Laxness talið veldrukknum mönnum auk- ast ratvisi meö aukinni áfengis- neyslu. Við leit fannst orðið öl- brestur i ævisögu Jóns biskups Vidalins eftir Jón Halldórsson prófast i Hitardal (Biskupasög- url). Þar . segir: „Bóndinn Magnús Sigurðsson I Bræðra- tungu var hneigður til drykkju- skapar og með ölskap heldur stór og óstiltur og ekki sizt við sina seinni konu Þórdisi Jónsdóttur, systur hústrúr Sigriðar i Skál- holti. Og þó biskupinn M. Jón Vi(dalin) vandaði um viö hann um hans stórmennsku og ölbrest, samt skipaöist ekki Magnús við það.” Hér virðist orðið ölbrestur hafa merkinguna drykkjuskapur (eða drykkjuhneigð). Vist má telja, að Halldór Lax- ness hafi lesið þessa ævisögu Jóns Vidalins. Þvi til rökstuðn- ings má benda á, að Laxness virðist hafa notað hluta úr þessari ævisögu I Islandsklukkuna. Orö séra Jóns Halldórssonar um Gyldenlöve i ævisögunni (bls. 369—370) eru næstum eins og orð Jóns Marteinssonar um Gullinló i íslandsklukkunni (bls. 230). Klukka landsins Klukkuminnið sjálft virðist Halldór hafa úr frásögn af rit- gjörð VIsa-Gisla I Landfræðisögu Þorvaldar Thoroddsens. En þar segir m.a.: „Eignir á þjóðin eng- ar, nema eina klukku á Þingvöll- um, sem notuð er til þess að hringja saman þingheimi til dóma, en fyrir 16 árum sprakk hún, svo nú heyrist varla til henn- ar.” Þessi orð notar Laxness þannig: „Sú var tið segir i bók- um, aö islenska þjóðin átti aðeins eina sameign sem metin var til fjár. Það var klukka. Þessi klukka hékk fyrir gafli Lögréttu- hússins á Þingvöllum við öxará, .. Henni var hringt til dóma og á undan aftökum. Svo var klukkan forn að einginn vissi leingur aldur hennar með sannindum. En um það er sagan hefst var laungu kominn brestur i þessa klukku....”. A átjándu öld virðist þaö hafa veriö all útbreidd skoðun hér á landi, að þessi alþingisklukka væri margra alda gömul. Sem dæmi má nefna: Magnús Gislason lögmaður segir i bréfi til Ochsen stiftamtmanns, að klukkan hafi veriö notuð „i nogle 100 de Aar”. Sveinn Sölvason lögmaður segir i bréfi til Rantzau stiftamtmanns 1766, aö klukka þessi, sem Har- aldur Sigurðarson hafi gefið ís- lendingum á 11. öld, hafi sprungið og þvi verið send utan og steypt upp. Þegar hún kom svo til lands- ins aftur hafi kostnaðurinn ekki fengist greiddur og kaupmaður- inn sem annaðist framkvæmd verksins þvi flutt hana utan á ný. Sveinn segir aö efni klukkunnar sé eign Islendinga og beri að nota verðgildi þess til „Landets Op- komst”. Or þvi varð ekki, enda dó Rantzau skömmu siðar. Einn var þó sá, sem vissi um hinn rétta aldur klukkunnar, Arni Magnús- son. Arið 1703 skrifaði hann upp áletranirnar á klukkunni, en þar stóð að hún hefði verið steypt árið 1593. „Fororðningin”, sem frá segir i fyrsta kafla íslandsklukkunnar, um niðurbrot og töku nitján klukkna, á sér fyrirmynd i kóngs- bréfi frá árinu 1684 um að senda allar brotnar og rifnar klukkur til Khafnar. Jón Espólin segir, að margar þeirra hafi ekki komið til landsins aftur, „gátu sumir til at af púdri mundu kltngja nokkur- stadar ei sidr enn i kyrkjum”, segir i Espolin. Arið 1551 rændu tveir konungs- þjónar, að boði konungs, öllu silfri og öðrum dýrgripum úr Hóla- dómkirkju, Munkaþverár, Möðruvalla og Þingeyrarklaustr- um. 1 skuldbindingabréfinu á Oddeyri 15. júni 1551 eru þessir tveir menn titlaðir, sem „kongl. Maiestets bifalningsmenn”. Hall- dór Laxness lætur bööulinn Sig- urð Snorrason, sem að boði kon- ungs rænir einu sameign islensku þjóðarinnar — alþingisklukk- unni, kynna sig þannig fyrir öld- ungnum á Þingvöllum: „Ég er hans majestes bifalingsmaður og prófoss”. Þegar Laxness sæmir böðulinn titinum „hans majestets bifalingsmaður” nýtir hann sögu- legar staðreyrdir sem full- komna: hlutverk böðulsins. Kastalar og prósentur Það er ekki gott að vita, hvar nema ber staöar. A einum stað rekst ég á þaö, að Arngrimur Vidalin, bróðir Jóns, sem var skólameistari i Danmörku, hafi árið 1703 komiö fram með tillögur um að stofna kastalaborgir meö setuliði á tslandi — en það eru einmitt slik áform sem Arnas andæfir i samtali við von Uffelen. I annað sinn furða ég mig á þvi, að Magnús i Bræðratungu á sér einhverjar rætur i Úraniu eftir Flammarion. Biskupinn i Skál- holti á það til að tala upp úr enskri bók, „The Idea of Perfection of Christian Theology” eftir Flew nokkurn. Og Arnas hefur sitthvað eftir Lúter um páfann, nema hvað mál hans er allt miklu glæsilegra. Það kom mér og á óvart hve mik- ið ritgerð Guðbrandar Vigfússon- ar Um sjálfforræði er notuð — þegar Halldór lætur fortið og samtiö hersetins Islands skerast i samtölum Arnasar og von Offel- ens. Nema hvaö Halldór reynist betri stærðfræðingur en Guö- brandur. Guðbrandur segir að innlend vara hafi lækkað I verði um 200% við tilkomu einokunar- verslunar, en Halldór talar um 60%. Enda er ekki hægt að lækka verðlag um meira en 100%. Bókmenntir og stærðfræði Ég vona, að ef ég get komið þessu út á bók sem ég hefi verið að vinna að, þá verði hún ekki ó- þörf. Kannski hún ýti undir það, að verk fleiri lifandi manna, fíéiri samtiðarhöfunda, verði könnuð með svipuðum hætti. Ég hefi lika veriö svo orðhvatur stundum, að ég hefi sagt ég væri að búa til kennslubók handa skáldum. Ég fékk, eins og áður segir, 500 þúsund króna styrk úr hugvis- indasjóði til verksins. Það er hæsti styrkur nú úr þeim sjóði, og þótti einhverjum skrýtið aö hann skyldi renna til stærðfræðikenn- ara... — Stærðfræðings, sem ekki var vanur að fara sérlega viröulegum orðum um húmanisk fræði, skýt- ur viðmælandi Eiriks inn i — i minningu stærðfræðitima i mála- deild Laugarvatnsskóla fyrir ald- arfjórðungi.... Eirikur hlær. — Þaö gildir þáð sama um stærðfræði og bókmenntir: sumir menn geta aldrei skynjað þær. En sá sem verður fyrir þeirri reynslu að skynja bókmenntir eða þá stærðfræði, hann er ekki samur maður upp frá þvi. A.B.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.