Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 5
Sunnudagur 16. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 af erlendum vettvangi Hvað halda Bandarikjamenn um sjálfa sig? Við erum besta heiminum Hvað sem líður skakkaföllum undanfarinna ára, hefur sjálfsmynd bandarisku þjóðarinnar breyst furðu lftið i 200 ár. Þjóðverjar eru púlsklár- ar. Irar eru fylliraftar. Bandaríkjamenn eru montrassar. Svíar eru and- skotanum stífari. Negrar eru latir. Gyðingar eru prangarar... Allir kannast við dóma af þessu tagi. Ekkert er al- gengara í daglegu tali en að menn felli sleggjudóma um aðrar þjóðir, aðra kyn- þætti, jafnvel annan hára- lit en þeir sjálfir hafa: rauðhausar eru æstir og uppstökkir. Og að sjálfsögðu hafa þjóðir og hópar eins i frammi alhæfingar um sjálfa sig. Þeir dómar, eða sleggjudómar, eru að sönnu margbreytilegri en þeir sem skellt er á aðrar þjóðir. Stundum felst jafnvel i þeim viss sjálfs- gagnrýni. En oftar en ekki er slik sjálfsmynd fólgin i þvi að „við” erum að upphefja sjálfa okkur — á annarra kostnað að meira eða minna leyti. . Feimnismál Sumir skyndidómar um þjóðir eru skemmtilegir og sæmilega nothæfir i skrýtlur. Aðrir fela i sér vott af góðvild. En vegna þess, að þjóðrembumenn, kyn- þáttahatarar og allskonar vand- ræðaliö annað notar þá óspart i grýlusmið sinni, þá hafa menn i auknum mæli forðast þá. Þetta ástand hefur nú um skeið tekið fyrir flestar tilraunir félagsfræð- inga til að draga upp mynd af þjóðareinkennum eins og þau eru nefnd. Það er að sönnu nokkuð vandræðalegt, þvi að flestir gera i tali og framkomu ráð fyrir ein- hverjum þeim rikjandi eiginleik- um i fari, hátterni og skoðunum meðal þjóðar, sem geri hana frá- brugðna öðrum. Litlar breytingar Bandariskur prófessor, Alex Inkeles við Stanford háskóla, hef- ur reynt að brjóta feimnismúrinn um mál þetta. Hann hefur dregið saman lýsingar á bandariskum þjóðareinkennum frá ýmsum timum og borið þær saman við sálfræðilegar athuganir og skoðanakannanir samtimans. Hann kemst að þeirri niðurstöðu, að tiu veigamikil sérkenni hafi einkennt Bandarikjamenn um tveggja alda skeið, og telur að þar sé um merkilega staðfestu að ræða. Hann tekur þó fram, að þrjú þessara einkenna séu mjög á undanhaldi eins og siðar mun að vikið. Fullkomnasta þjóðfélagið I fyrsta lagi hafa Bandarikja- menn lengst af verið afskaplega vissir um eigið ágæti. Hector Crevecoeur landnemi af frönskum uppruna, segir árið 1782: „Við (Bandarikjamenn) erum full- komnasta þjóðfélag i heimi.... við erum þjóð frumlegrar snilligáfu, innlimuð i eitt fullkomnasta bú- setukerfi sem til hefur orðið”. Slik lukka yfir dyggð og sérstöðu Ameriku var mjög útbreidd frá fyrstu timum sögu landsins. Hinn þekkti franski skoðari Bandarikj- anna, Alexis de Tocqueville, bar virðingu fyrir þessu stolti, en kvartaði engu að siður yfir þeirri háværu þjóðrembu sem þvi fyigdi. Prófessor Inkeles segir, að rannsóknir siðustu ára hafi leitt það i ljós, að enn hefðu Banda- rikjamenn furðu sterka trú á hin- a einstæðu kosti bandariskra lifnaöarhátta og kerfis. Hann get- ur þess t.d. að árið 1971 hafi farið fram skoðanakönnun meðal úr- taks úr niu þjóðum. Meðal annars var að þvi spurt, hvort menn vildu setjast að annarsstaöar. Að- eins 12% Bandarikjamanna svar- aði þeirri spurningu játandi, en 41,5% Breta kvaöst gjarna vilja Erlendar bækur Handbuch zur empirischen Sozialforschung Herausgegeben von René König. Band 7: Familie — Alter. Band 8: Beruf — Industrie — Sozialer Wandel. dtv.Wissenschaftlichc Reihe. Deutscher Taschcnbuch Verlag 1976-77. Sjötta bindi verksins fjallaði um barnæsku og unglingsár, þetta sjöunda bindi tekur þar við meö umfjöllun fjölskyldu og elli. flytja úr landi. Seint á sjötta áratugnum fór fram hliðstæð könnun á þvi, hvað það væri sem fulltrúar hverrar þjóðar væru helst stoltir af. Hvorki meira né minna en 85% Bandarikjamanna bentu þá á stjórnarskrána eða það frelsi og lýðræði sem þeir töldu sig hafa I landinu. 41% Breta sýndu svipaða ánægju með stjórnkerfi sitt og að- eins 7% Þjóðverja. Hver er sinnar gæfu smið- ur Benjamin Franklin, Tocqueville og fleiri tala um það sem bandariskt sérkenni, að hver og einni trúi þvi að hann sé sinnar gæfu smiður. Flestir Bandarikja- mann trúa þessu enn þann dag i dag — og ekki aðeins þeir sem eru i einhverjum „bisness”. Meira en tveir þriðju bandariskra verka- manna trúa þvi enn að hver og einn sé höfundur sins hlutskiptis — en sú trú er ööru fremur rakin til möguleika á landnámi i mikiu auðlindalandi sem enn voru mikl- ir á sl. öld. t Evrópu aftur á móti hafa menn miklu öflugri skilning á áhrifum félagslegra þátta (stéttaskiptingar ofl.) á hlutskipti hvers og eins. En hvað sem einstaklings- hyggju liður, þá finna Banda- rikjamenn — fyrr og siðar — einnig hjá sér mikla hvöt til að vasast i allskonar félögum. Þú verður „að vera með”. Og i reynd mæta þeir tvisvar-fjórum sinnum oftar til einhvers félagastarfs en Bretar, Þjóðverjareða Italir. Hitt er annað mál, að af þessu sjáum við ekki hvernig slik þátttaka skiptist á einstök svið félags- starfs. Traust og fleira Fyrr og siðar hafa menn talið Bandarikjamönnum til tekna að þeir væru opinskáir, auðveldir i kynningu, treystu náunganum. Og hvað sem liður vaxandi of- beldi i borgum, þá svöruðu um það bil 55% Bandarikjamanna þeirri spurningu játandi fyrir tólf árum, hvort „hægt sé að treysta flestu fólki”. Þeir voru iangt fyrir ofan aðrar átta þjóðir að þessu leyti. önnur einkenni (eða einkenni sjálfsmats) sem prófessor Inke- Helstu kaflarnir i sjöunda bindi eru: Upphaf og þróun félagsfræði fjölskyldunnar, þýðing þessarar félagsfræði og þessi fræði sem raunvisindi. 1 fjórða kafla er rætt um fjölskylduna og samfélagið, fjölmiðla og fjölskyldu ofl. Hér eru teknar til athugunar mismun- andi gerðir fjölskyldna, kjarna- fjölskyldan og fjölskylda, þar sem einn aðili gegnir bæði hlut- verkum móður og föður, rætt er um skilnað og afleiðingar i sam- bandi við nýmótun fjölskyldunn- ar. Ritþetta er einskorðað eins og gjörlegt er við ástandiö nú á dög- um, þetta er ekki saga fjölskyld- unnar, heldur rannsókn á fjöl- skyldufyrirbærinu nú eins og það er og mótast á 20. öld. Mjög ýtar- leg bókaskrá fylgir þessum fyrri hluta ritsins. Siðari hlutinn er um elli, hugtakið skýrt og afmarkað og siðan fjallað um efnið eftir aö það er flokkaö i marga hluta. Það hefur mikiö veriö skrifað um félagsfræði ellinnar, það er ekki langt siðan að ellin var í rauninni ekkert félagslegt vandamál. Það varð ekki fyrr en með breyttum framleiðsluháttum, iðnvæöingu oa stóraukinni verkaskiptingu og siöar hagvaxtarpólitik og gjörnýtingu vinnuaflans, sem ekki er lengur rúm fyrir þá, sem les telur aö hafi sýnt merkilega lifseiglu eru þessi: — Bandarikjamönnum finnst þeir geta náð árangri i að breyta heiminum til hins betra — Þeir eru bjartsýnir — Þeir eru opnir gagnvart nýj- ungum. — Þeir eru andsnúnir sterku pólitisku valdi — Jafnréttiskennd i þeim skilningi, að hverjum og einum finnist hann jafngóður öðrum, þegar öllu er á botninn hvolft. Breytingar Próf. Inkeles telur að þessi ein- kenni hafi breyst furðu litið á 200 árum bandariskrar sögu, enda þótt gifurlegar breytingar hafi orðið á fólksfjölda, menntun, bú- setu, þjóðernahlutföllum osfrv. En á nokkrum sviðum eru að sönnu að gerast umtalsverðar breytingar að þvi er segir i um- ræddri rannsókn. Fyrsta breytingin sem er nefnd er að sönnu mjög jákvæð: Banda- rikjamenn hafa gerst umburðar- lyndari við frávik frá réttri meðalhegðun. Aður fyrr og langt fram á þessa öld, var mjög al- gengt að kvartað væri yfir skorti á umburðarlyndi, skilningi á þeim sem væru „öðruvisi”. Þetta stendur semsagt til bóta. Aðra breytingu telur próf. Inkeles öllu vafasamari, Hún er fólgin i þvi að vinnusiðgæði og iðjusemi séu á undanhaldi. Frá þeim könnunum sem gerðar voru 1958 og siðar sést að vaxandi hluti þjóðarinnar hugsar fyrst og fremst um það, að vinnan sé vel borguð og auðveld — en þeim eru ekki nýtanlegir við grótta- kvörnina. Niöurgeining i aldurs- flokka, þ.e. i hæfnisflokka til vinnu, er afleiðing breyttra framleiðsluhátta. Þessum hluta fylgir einnig ýtarleg bókaskrá og i bókarlok er nafn og efnisskrá yf- ir báöa þætti ritsins. Attunda bindið fjallar um at- vinnustörf, iðnað og félagslegar breytingar i þróunarlöndunum. Störf og stööur i samfélögum nú- timans valda mörgum heila- brotum, stefna rikjandi afla i hagvaxtarsamfélögunum er sú að móta sem hentastan vinnu- kraft úr þvi mennska hráefni sem er og verður fyrir hendi. Vissar stööur eru gerðar eftirsóknarvaröar með háum greiðslum og ýmsum stöðu- táknum sem fylgja. Skólakerf- iö er þéttsniðiö að þessum „þörfum samfélagsins” og fræðslulög beinlinis gerð eins og eftir pöntun kapitalistanna. „Skólinn skal sniöinn að nútima lýðræðisþjóðfélagi” og þá væntanlega þörfum þess, sem er hagnýting vinnuaflsins. Þetta átt- unda bindi fjallar um störf og stööur og svonefnt „val” þeirra sem er náttúrlega tilbúið og inn- rætt gegnum fjölmiðla og herra „Zeitgeist” frá blautu barnsbeini. mun minna um að starfiö skipti einhverju máli eða feli i sér þroskamöguleika. Þetta heitir að neyslusiðgæðið með tilheyrandi bruðli hafi sigrað „mótmælenda- siðgæði” iðjuseminnar. Sjálfstraust á undanhaldi t þriðja lagi telur próf. Inkeles1 sig hafa orðið varan við það, að pólitiskt sjálfstraust Bandarikja- mannsins sé. á hröðu undan- haldi. Honum finnst að forsetinn, þingið og aðrar stofnanir séu æ ófærari um að vinna' sin störf. Honum finnst einnig, að þegnarn- ir hafi misst tökin á hinu pólitiska kerfi. A tuttugu árum hefur þeim sem segja „þeim þarna uppi er sama” fjölgað úr 20% i 50%. Árið 1973 töldu tveir af hverjum þrem sem spurðir voru að ástandið i landinu væri slæmt eða i mesta lagi nokkurnveginn viðunandi. Þvi verður ekki neitað, segir próf. Inkeles, sem sýnist ekki sjálfur sérstaklega gagnrýninn á sjálfsmynd landa sinna, að hinu sjaldgæfa stolti Bandarikja- manna yfir stjórnarstofnunum sinum og trausti þeirra á eigin pólitisku frumkvæði hefur mjög hrakað. En samt, segir hann, telja Bandarikjamenn sig enn heims- ins besta fólk. Hann fer hinsvegar ekki út i þá sálma, að slikt sjálfsálit hlýtur að gera Bandarikjunum margar skráveifur, ekki sist meðal ibúa þeirra landa, sem teljast vinveitt risanum i vestri. AB byggði á IHT. Næsti kafli ritsins er um iðnað og iðnvædd samfélög, félagsfræði iðnaðarins, og er það heldur fróð- leg lesning, efninu skipt upp i marga þætti og hver umfjallaöur út af fyrir sig, en þó i tengslum við hvorn annan. Þriðji kafli bókarinnar snertir samfélagsbreytingar i þróunar- löndum. Þar eiga sér stað miklar breytingar frá frumstæðum at- vinnuháttum til nútima tækni i hinum ýmsu greinum. Nýting vinnuaflsins og þekkingar er stefna þar sem best lætur, viðar vill þó brenna við að þessu fylgi svlvirðilegt arðrán, einkum þeirra sem eru enn ekki orðnir hlutgengur vinnukraftur. En stefnt er að þvi að nýta alla sem best og skapa svipaða gerð sam- félaga eins og i þróuöum rikjum. „Vinna og neysla” tvennt sam- tvinnað og hvorttveggja þjónar þörfum samfélagsins. Góð mynd slikra samfélagshátta gefst i vissum héröðum og borgum Japans, þar sem hugsjónin „vinnudýrið og neysluþegninn” hefur náð þvi aö gegnsýra stefnu samfélagsins i siauknum mæli. Bæði þessi rit eru einkar gagn- samleg og efnið sett fram skýrt og án óþarfa útlistana. Ford bilakóngur og Edison uppfinningamaður: hinn amerlski draumur um hinn sigursæla „strák úr næsta húsi” lifir enn góðu lífi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.