Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 16.10.1977, Blaðsíða 23
Sunnudagur 16. október 1977. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 23 kompan. Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir 1 s 9 10 15 zo KROSSGATAN DanJvé flœr farvx>on 12 <3 G3 Miét Skýringar: Lárétt: 1 skordýr, 7. samtök alkóhólista, 8, kaupstaður, 10. i baðher- bergi, 11. fimm eins, 15. aðefast, 19. tveireins, 20. egypskur guð, 21 regn. Lóðrétt: 1.------------ kaffi, 2. leiðindapési, 3. frh. af 10 lárétt, 4. drulla, 5. ó.— (þýðir allt í lagi), 6. vondra, 9. fara i kaf, 12. hljómsveit, 13 erlend höfuðborg, 14. gert með árum, 16. strax (ekki á eftir), 17. séra, 18. jökull. Lausnin verður birt í næsta blaði. Vl/ZVhtyb 53. 'KlArR TfA LDS Lausn á síöustu krossgátu MYNDAGÁTUR Lausn á myndgátu í siðasta blaði er VILBORG. Myndgáturn- ar eru léttar svo litlu krakkarnir geti ráðið þær. Þeim finnst gaman að skrifa stafi í reiti og verða glöð þegar stafirn- ir mynda orð. Það er verkefni fyrir stóru krakkana að búa til svona léttar gátur handa litlu krökkunum. Auðvelt er að búa til nafnagátur, hvort sem er úr manns- nöfnum eða staðaheitum. Hvernig væri að krakkarnir á Akureyri eða ísafirði kepptust við að búa til gátur um naf nið á heimabæ sínum? Eða krakkarnir í Neskaup- stað? Kompan býst við mörg- um bréfum. VISUR UM KÖTTINN HANS AFA Halló Kompa! Langafi minn hét Björn Friðriksson. Hann var löngu dáinn, þegar ég fæddist, en afi hefir sagt mér af honum. Hann orti þessar kattarvísur fyrir afa og bræður hans, þeg- ar þeir voru litlir og áttu köttinn Svarta Pétur. Sigríður Arnardóttir, 12 ára, Mánagötull, Reykjavík. Svarti Pétur Þetta er kæri kisi minn, kallast má hann höfðinginn. Kátur mjög í kattafans, kann hann margan skrítinn dans. Þrír eru kettir það ég veit, þó eru fleiri í heilli sveit. Þekki ég kringlukettlinginn, kemst hann ofan í vettlinginn. Svo í vetur Svarti Pétur sjálfsagt getur náð f músatetur og þær bryður hann allar niður á svo friður komist hér. Björn Friðriksson. Siv Widerberg: Kommúnismi Hvað er kommúnismi? Hvað er að Þjóna Alþýðunni? Kommúnismi er að skipta réttlátlega að enginn er ríkur á annara kostnað að enginn er þræll og enginn er herra og að það sem maður gerir er til gagns fyrir alla —Alþýðuna. Að Þjóna Alþýðunni er að vinna fyrir alla ekki bara sjálfan sig og skipta réttlátlega að vera til gagns fyrir alla — Alþýðuna Kommúnismi er að Þjóna Alþýðunni. Vilborg Dagbjartsdóttir þýddi.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.