Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 3
Sunnudagur 27. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — StPA .3 ast i barnæsku geti stuölað aö offitu síöar á ævinni. Rannsókn- ir á ungum rottum og fleiri dýr- um sýna, aö umframhitaeining- ar i fæöi geta haft þau áhrif aö fitufrumum i likamanum fjölg- ar óeölilega mikiö. Þessi of- fjölgun kann aö stuðla aö offitu á fulloröinsárum. Miklar rann- sóknir fara nú fram á þessum tilgátum. En þaö er ekki aöeins fæöu- magniö, sem getur haft áhrif, heldur einnig samsetningin. Þeir, sem venja sig á aö boröa sætan og feitan mat eiga senni- lega erfiöara með aö hemja matarlystina. Þvi miður veröa sjoppur og sælgætisbúöir oft helstu samkomustaðir barna og unglinga. Þarna er auövitað aö- eins boöiö upp á fáeinar tak- markaöar fæöutegundir. Þann- ig fylgja oft tilteknar neyslu- venjur ákveönum félagslegum hefðum. Annaö dæmi eru úti- skemmtanir og fjöldasamkom- ur þar sem aöeins örfáar orku- rikar fæðutegundir eru á boö- stólunum, t.d. gosdrykkir og pylsur. Þegar litiö er til þeirra eldri hefur fæöan einnig margvlslega félagslega merkingu. Oft er há- tiöismaturinn Jiaö helsta, sem tengir saman fjölskylduna. Þá hittast gjarnan allir fjölskyldu- meblimir og ræöa saman. Al- gengt er að fólk fari út aö borða til þess að gera sér dagamun. Sjónvarpiö hefur einnig vaxandi áhrif á matarvenjur. A kvöldin má oft sjá fólk streyma út i sjoppurnar milli þátta. Loks eru böllin og skemmtistaöirnir vett- vangur fyrir vissar neysluvenj- ur t.d. sterk vin meö gosdrykk. Fólk á aldrinum milli 20-35 ára er oftast nær aö koma sér fyrir og vinna sig upp. Þaö hugsar yfirleitt litiö um heils- una. Timinn fer að mestu i brauðstrit og til aö keppast viö aö fullnægja þeim kröfum, sem þaö gerir. Oft býr þetta fólk i svonefndum svefnhverfum þar sem þeir, sem vinna úti „gista” yfir nóttina og dvelja um helg- ar. Algengt er aö þeir, sem sjá um matinn og heimilið leiöist út i ofát upp úr leiðindum og óánægju með sinn hlut. En stundum verður lifsbar- áttan ekki aðeins erfið, heldur nánast óþolandi. Stritiö verður aö streitu eöa fargi. Mest verður álagiö hjá þeim, sem reisa sér hurðarás um öxl og geta ekki staðið i skilum. I veröbólguþjóö- félagi er einmitt gert ráö fyrir þvi, aö fólk taki á sig skuldbind- ingar, sem þaö hefur enga hug- mynd um hvort þaö getur staöiö vib. Flestir kannast viö þaö hvernig streita og þreyta eftir erfiöan dag getur endaö við is- skápinn. Þeir, sem eru búnir aö koma sér fyrir eru yfirleitt farnir að hugsa meira um heilsuna. Þeir leggja yfirleitt meira upp úr félagslegu hliö máltiöarinnar. Streitan er yfirleitt liöin hjá og tilhneygingin til ofáts hverfur. Þar sem yfirleitt eru færri I heimili þarf meira átak að laga fullar máltiðir. Margir missa þá áhugann á pvi aö hafa mikiö meö mat aö gera hversdags. Orsakir offitu : önnur áhrif Mjög litið er vitaö um meö hvaöa hætti erfðir og óeölileg likamsstarfsemi getur átt þátt i offitu. Yfirleitt viröast þessir þættir þó ekki vera veigamiklir. Sumir eru þannig úr garöi gerö- ir aö þeir umbreyta meira af fæðu yfir i fitu en eðlilegt er. Þetta gæti stafaö á röskun á hormónastarfsemi. Vitað er aö grannur einstaklingur myndar meiri hita eftir máltiö en sá fieti. Ekki er vitað hvernig á þessu stendur. Þaö er hugsan- legt aö þeir grönnu nýti orkuna ekki eins vel. Svo viröist þvi sem aö það sé umhverfið sem fyrst og fremst á þátt i þessu vandamáli. Nokkur hluti þeirra sem eru of feitir hafa misst alla stjórn á matar- lystinni og miöa eingöngu viö ytriummerki fæöunnar svo sem útlit bragö og ilm. Meö þessum hætti er i raun og veru hægt aö éta sig til ólifis. Meöan haröindi og hallæri voru enn landlæg á Islandi haföi þaö ýmsa kosti aö vera feitur. Algengt er aö fólk i eölilegum holdum hafi um.þ.b. 60 daga orkuforba i fituvefjum sinum. Þeir of feitu geta haft miklu meiri orku en sem þessu nemur. Eitt kiló af fituvef samsvarar um 7000 HE eöa jafngildi þriggja daga orkuforöa. Nú til dags hefur það hins vegar fáa kosti aö vera of feitur en marga ókosti. Þeir of feitu eru þungir á sér. Þeir veröa oft fyrir baröinu á félögum sinum. Yfirleitt er tiskan þeim óhagstæö og stund- um beinlínis f jandsamleg. t dag þykir yfirleitt fint að vera grannur. Afleiðingar offitu | Mengermeövörulistasinn: Og þeir sem ekki halda sig á mottunni eru baröir. THAJ senvtce REISEN „ , .....WfKKHk W '. ’*í , ' * 8 a t g i< o k e i nú em helsta hohiðhory v æ n ci t .*> í h e«m i n u m Algengasta dánarorsök meöal þeirra sem eru of feitir eru hjarta- og æöasjúkdómar, en tiðni þeirra er nokkuð hærri en meöal annars. Margar breytingar i efna- skiptum lfkamans eiga sér staö hjá þeim sem fitna um of. Al- gengt er að kolesterol i blóöi hækki, en þetta stafar þó einnig af aukinni feitmetisneyslu sem oft er einn þáttur i fæöuvenjum þeirra. Þetta gæri leitt til æða- kölkunar og hjartasjúkdóma. Þá er sykursýki mun algengari meöal þeirra sem eru of feitir. Sem dæmi má nefna aö manni sem er 30% of þungur er um þaö bil þrisvar sinnum hættara viö þessum sjúkdómi heldur en eölilegt er. Ástæöan kann að vera sú að ofneysla á kolvetnum hafi áhrif á brisið eöa örmagni 1 þaö á einhvern hátt. Margir sem eru of feitir veröa ónæmir fyrir insúlini. Þetta þýöir aö llkams- frumurnar geta ekki tekið glúkósann upp eins greiðlega og áður. Likaminn svarar meö þvi aö mynda fleiri insúlinfrumur i brisi. Þannig getur maður sem er 30% of þungur verið meö fimmfalt hærra insúlin i blóöi en eðlilegt er. Þá er þessi hópur einnig með hærri tiöni á skertu sykurþoli. Þetta gefur til kynna að þegar þeir borða sykur hækkar blóðsykurinn eðliiega en lækkar miklu hægar en geng- ur og gerist. Algengt er aö þeir sem eru of feitir séu meö hækkaöan blóð- þrýsting. Þaö kann aö eiga þátt I þessu að þeir of feitu borða oft mikið af saltrikum mat, en salt er talið geta stuölað að hækkun blóðþrýstings. Þessi sjúkdómur veldur auknu álagi á blóörásinni og getur leitt til heilablóöfalls. Of feitt fólk, einkum konur hafa fjórum til fimm sinnum hærri tiöni gallsteina. Þessi sjúkdómur veldur þvi oft að það verður að fjarlægja gallblöðr- una. Þ’etta getur stafaö af þvi að lifrin er undir of þungu álagi að * breyta umframhitaeiningum i fitu. Við þetta hækkar kolesterol blóösins. Þegar kolesterolið er skilið út i gall getur þaö fallið út og kristallast i gallsteina sem loka gallveginum. önnur vandamál sem geta komiö fram við offitu er eyöing á liðamótum og nýrnasjúkdóm- ar. Nýrnasjúkdómar gætu átt rætur aö rekja til föstu eöa of- neyslu á kolvetnasnauðri fæöu. Fæöa af þessu tagi getur orsak- að ketosis, þ.e. súrnun blóðsins og myndun svokallaöra ketona i blóðinu. Fæða af þessu tagi getur einnig valdiö rýrnun á likamsvef öörum en fituvef. Sérstaklega á þetta við um vöðvana og getur valdið þvi að mikiö af kalium og natrium skilst út i gegnum nýru. 1 sið- asta lagi gerir offita það að verkum að fólk verður þungt á sér og hættir oft aö hreyfa sig umfram beina nauðsyn. Auk þess getur þetta komið i veg fyr- ir aö fólk geti farið I nauösyn- legan uppskurð vegna þess hve erfitt er aö skera i gegnum fitu- lög til að komast að þvi liffæri eöa vef sem þarf að skera i. Hver vill kaupa sér eiginkonu í Thailandi? j Meðan á Víetnam- stríðinu stóð eyddu banda- rískir hermenn styttri leyfum sínum gjarna í Bangkok/ höfuðborg Thai- lands — auk þess voru þá allf jölmennar bandarískar herstöðvar í landinu. Þess- um heimsóknum fylgdi mikil gullöld í vændi í Bangkok með firnavexti i nuddstofum, börum og öðrum þeim stofnunum þar sem viðskipti komast á. Eftir að bandariskir hermenn urðu á brott hafa evrópskir feröa- langar tekiö við þessum viöskiptum. Einkum eru það sæmilega efnum búnir þjóöverjar sem flykkjast austur til Thailands sér til lyftings meö sérstæöu og frekar ódýru kvenfólki. Hörö samkeppni En samkeppnin er hörð. 1 Bangkok munu um hundraö þúsund vændiskonur, sem draga á eftir sér langan hala af mellu- dólgum og byssumönnum. Morðum f jölgar m jög ört — 33 eru framin á dag. Kynsjúkdóma- faraldur gifurlegur hefur og fylgt þessum iðnaði. En verslun með kvenhold er margbreytilegri en svo i Bangkok að hún rúmist innan venjulegs vændis. Með allskonar skjala- falsi, mútum og bellibrögðum eru ungar stúlkur thailenskar seldar úr landi til „útgerðar” eða þá einkaþjónustu i ýmsum stór- borgum Evrópu. Vikublaðið Stern segir svo frá, aö dólgar ýmsir, sem tekið hafa út þjálfun sina i St. Pauii i Hamborg, hafi náö undir sig þessum sérkennilega út- flutningi. Nú er taliö aö um þús- und thailenskar gleðikonur starfi i Þýskalandi. Fögur fyrirheit Enn ein verslun er nú all- mikið stunduö, en hún er fólgin i þvi aö selja forvitn- um piparsveinum frá Evrópu, og einkum Þýskalandi, eiginkonur. Þeir reynast furöu margir þeir piparsveinar, sem láta heillast af annarlegu og rómantisku umhverfi og austurlenskri fegurö thailenskra kvenna. Þeir koma sér i samband við þýska hjú- skaparmiðlara svonefnda i Bang- kok, og láta þá teyma sig á asna- eyrum i einkennileg ævintýri. Dæmi eru tekin af einum slikum miðlara sem Menger heitir. Hann lætur menn greiöa sér sem svarar 600 þúsund krónum fyrir þriggja vikna ferð til Bangkok, og er þvi heitið að niðurstaða reisunnar verði hjú- skapur við unga og friða og óspillta mær af góðum thailensk- um ættum eins og það heitir. t reynd er það svo, að Menger tekur viðskiptavini sina með sér til húsa skammt fyrir utan bæinn. Þar leiðir hann fyrir þá vændiskonur sem eru á hans snærum. Til að gera allt trúverð- ugra eru hinir langt að l:omnu piparsveinar kynntir fyrir fólki sem sagt er að séu foreldrar kær- ustunnar. r A asnaeyrum teymdir Menger og hans likar byrja siðan að plokka fé af viðskiptavini sinum eftir mörgum og flóknum leiðum — og gengur furðu veL Viðskiptavinurinn borgar gjafir fyrir „veika móður” kærust- unnar, fyrir tilbúin vegabréfaút- gjöld, fyrir þjónustu spámanns i Búddamusteri sem kærastan kveðst þurfa að fara til i leit að svörum við spurningum um framtiðina. Þeir borga fyrir þýðingar á ástarbréfum, fyrir þýskukennslu sem aldrei fer fram og svo mætti lengi telja. Miðlarnir reyna að haga þvi svo til, að piparsveinarnir geta haldiö heim með skirteini upp á þaö, aö þeir hafi reyndar gengið að eiga thailenska konu — en hitt er svo annað mál, að þeir ætluðu aldrei að sleppa hendi af gleðikonum þeim sem þeir hafa i þjónustu sinni. Þvi er haldið uppi oft lang- vinnum skripaleik: miðlarnir og stúlkurnar koma sér saman um hvað eigi að skrifa hinum óþreyjufullu eiginmönnum i Evrópu — og þá er þvi heldur ekkf gleymt að láta hann senda elsku litlu austurlandakonunni sinni segulbandstæki eða eitthvað annað skemmtilegt. Sumir „eiginmannanna” taka þátt i þessum leik árum saman — og fást til að taka gildar ástæður fyrir þvi margvislegar, að kon- urnar koma aldrei heim til Evrópu meö þeim. Þessipóstmaöur frá Hamborg er einn þeirra fáu sem hefur haft meö sér heim eiginkonu. Hann fann hana á barnum Kiss-Kiss...

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.