Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 6
6 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. nóvember 1977 GILS GUÐMUND S S ON: Undir gunnfána Vilmundar Gylfasonar BIAÐIÐ 3 43 Þegar ég var strákur aö alast upp vestur I önundarfirði, haföi ég Flateyrarhöfn daglega fyrir augum. Sérstakt einkenni hafnarinnar á þeim árum var þaö, aö innarlega I höfninni, ekki fjarri Sólbakkabryggju, lá flakiö af gömlu þrimöstruöu barkskipi, sem þar haföi oröiö til og var aö hálfu grafiðl sand. Sá hluti flaks- ins sem ekki var horfinn isandinn kom uppúr um fjöru, en för aö mestu Ikaf á flóöi. Þegar sjór var hálffallinn syntu marhnútar og marglyttur út og inn um götin á skipsskrokknum. Siglutrén, sem hlutu aö hafa veriö bæöi há og digur, voru að mestu fallin, eftir stóöu stubbar einir. Skipsflak þetta hið mikla orkaöi sterkt á imyndunarafl ungviöis- ins sem ólst upp I nágrenni þess. Svo óhrjálegt sem þaö var oröiö, minnti þaösamtá forna frægö og þá tíma, er þaö sigldi um heims- höfin meö blikandi og þanin segl á hverju siglutré og hverri rá. Og vissulega gatunga drengi dreymt um þaö, aö gamla skipshróiö væri oröiö aö friöum öldufáki á ný og sjálfir stæöu þeir þar viö stýriö i blásandi byr. Frá skipsflakinu var litlu meira en steinsnar aö bænum Hvilft, en þar er Benedikt Gröndal formaöur Alþýöuflokks- ins fæddur. Dáfríður farkostur Aldursmunur okkar Benedikts Gröndals er nægur til þess aö hann hlýtur aö hafa veriö á stutt- buxum þegar ég tók I fyrsta sinn teljandi þátt i kosningabaráttu og studdi Alþýöuflokkinn, I eina skiptiö á ævi minni. Ég haföi aö visu ekki öðlast kosningarétt, en hélt uppi allmiklum áróöri fyrir flokkinn og frambjóöanda hans, og meö nokkrum árangri aö ég held. Þetta var áriö 1934, á upp- gangstímum nasismans og hvers konar afturhaldsstefnu í hinum óhugnanlegustu myndum. Hingaö til lands barst bergmáliö sunnan úr Evrópu, og einnig hér var tekist á af mikilli hörku. Munaöi raunar afarlitlu aö breiðfylking auövalds og ihalds næöihér meirihluta. Svo varö þó ekki, þar eö Alþýöuflokk- urinn vann þá sinn langstærsta kosningasigur, fékk 10 þingmenn kjörna af 42, ef ég man rétt. Ekki átti ég teljandi þátt I þeim sigri. En þvi minnist ég þessa, aö þá var Alþýöuflokkurinn I hugum margra ungra manna, sem kom- ist höföu i kynni viö róttækar stjórnmálaskoöanir, þaö stjórn- málaafl sem miklar framtiðar- vonir voru bundnar viö. Þótti ýmsum sem þar heföi hlaupið af stokkunum sá friði farkostur sem flytti Islendinga inn i framtiöar- landiö, þar sem „sannleiki rikir og jöfnuöur býr”, eins og Þor- steinn Erlingsson komst aö orði. Mikiö vatn er til sjávar runniö siöan þetta var, og hefur skúta Alþýðuflokksins oröiö fyrir mörg- um og þungum áföllum I ólgusjó timanna.Ýmsireruþeir, sem spá svo illa fyrir þessum aldna og laskaöa farkosti, aö hans biöi það eitt aö verða flak I fjöru, likt og gamla barkskipiö sem gat aö lita á Flateyrarbót og við blasti af Hvilftartúni forðum. Viö stjórn- völinn stendur nú Benedikt Gröndal og vinnur aö þvi af kappi ásamt nokkrum samherjum sinum, að lappa upp á farkostinn, gera hann sjófæran og koma þar fyrir nokkrum seglabúnaöi aö nýju. Ég er ekki i hópi þeirra, sem óska Gröndal ófarnaöar i þessari viö- leitni, né liklegur til húrrahrópa, veröi hann strandkafteinn aö kosningum loknum. Mér er nefni- lega næst aö halda, aö þaö geti veriö æskilegt fyrir þróun þjóö- félagsmála á komandi árum, að Gröndal og félögum hans takist aö gæöa Alþýöuflokkinn nokkru lifi og gera hann aö þeim ,,frjáls- lynda borgaraflokki” sem að er stefnt um þessar mundir. En þaö hljóta menn jafnframt aö gera sér 1 jóst, að harla litiö er aö veröa eftir af hinum gamla jafnaöar- manna- og verkalýösflokki. Siö- asta táknþeirra tima, múrskeiöin ihendi EggertsG. Þorsteinssonar er fallin, en ameriskar aöferöir Vilmundar borgara orönar leiöarljósiö. Tilraun Björns lónssonar Fyrir slöustu kosningar varö gerö athyglisverö tilraun til aö lappa upp á dvinandi fylgi Al- þýöuflokksins og treysta gamlar rætur viö verkalýöshreyfinguna, sem mjög voru þá slitnar og trosnaðar orönar. Stærstu tiöind- in á þessum vettvangi voru þau, aö Björn Jónsson forseti Alþýöu- sambands Islands gekk til liös viö Alþýöuflokkinn og tók aöberjast fyrir þvi aö gera hann aö verka- lýðsflokki aö nýju. Þessi viöleitni Björns Jónssonar virtist um skeiö ætla aö bera nokkurn árangur og skilja eftir varanleg spor. Var fróölegt aö fylgjast meö þeim átökum sem þarna fóru fram, enda engan veginn ómerk frá pólitisku sjónarmiöi skoöuö. Barátta Björns Jónssonar og félaga hans innan Alþýöuflokks- ins fyrir þvi, aö efla þar nokkra róttækni og auka áhrif þess fólks sem starfar innan verkalýös- hreyfingarinnar, haföi brátt um- talsverð áhrif. Ljóst var, að þeir menn i flokki þessum, sem berj- ast vildu af heilindum og meö von um einhvern árangur gegn at- vinnurekendum og óvinveittu rikisvaldi, hlutu aö leita sam- starfs viö Alþýöubandalagsfólk. í baráttu verkalýösins til aö hrinda árásum á lifskjör launafólks hef- ur Alþýöubandalagiö veriö lang- sterkasta afliö nú um hriö, jafnt innan verkalýöshreyfingarinnar sem á stjórnmálavettvangi. Þaö var þvieinungisrökréttog nánast sjálfsagt, aö milli raunverulegra verkalýössinna i Alþýöuflokki og Alþýöubandalagsmanna tækist þeim mun meiri og betri sam- vinna sem hægri stjórn auö- stéttarflokkanna þrengdi meira kjör verkalýös og allra launþega. Sú hefur einnig oröiö raunin. Þaö voruþessiöfl.sem réöu feröinni á siöasta Alþýöusambandsþingi, einhverju hinu merkasta og árangursrikasta sem háö hefur veriö frá upphafi vega. Við þessa samvinnu Alþýöubandalags- manna og verkalýðssinna úr Al- þýðuflokki hafa veriö og eru enn miklar vonir bundnar. A henni byggist þaö ööru fremur, hvort þeirri baráttu verkalýös sem snú- ið var úr vörn I sókn á siöastliönu vori, veröur fram haldiö með vaxandi árangri og sóknarþunga, eða þar verði á ný um und* anhald að ræða. Enda þótt tvöfalt kosningaár sé i vændum og margt verði látið fjúka i ræöu og riti áö- ur en þeim orrahriöum lýkur, ættu verkalýössinnar meö fulla ábyrgðartilfinningu að neita sér um þann óvinafagnað aö torvelda batnandi samstarf fulltrúa Al- þýðubandalags og Alþýöuflokks innan launþegahreyfinganna. Kratasynir með oinæmi Þvi er ekki aö leyna, aö nú þeg- ar lokiö er prófkjörsævintýrum Alþýöuflokksins og ljóst oröiö hverjir veröa helstu merkisberar hans i komandi kosningum, vakna ýmsar spurningar um eöli þess flokks og einkenni á kom- andi timum. Vitað var, aö allt frá þeim degi er Björn Jónsson hafði gengiö til liös viö Alþýöuflokkinn og tók aö freista þess aö gera hann aö verkalýösflokki aö nýju, var uppi andstaöa gegn slikum áformum. Hygg ég að andstaöan gegn Birni innan flokksins hafi veriö af tvennum toga. Annars vegar voru ýmsirúr rööum hinna eldri manna næsta tortryggnir, og óttuöust „laumukommúnist- ann” sem tekinn var aö búa um sig i flokknum þeirra. A hinn bóg- inn voru ýmsir ungir kratasynir, sem viröast þegar i bemsku hafa fengið ofnæmi fyrir öllu þvi sem nefnist verkalýösbarátta og sósialismi og ööru þessu skyldu. Ahugamál þeirra hefur fyrst og fremst veriö það, aö breyta gerð Alþýðuflokksins, gera hann að aögengilegum samastaö fyrir óánægöa borgara, freista þess að höggva strandhögg hingaö og þangað þar sem minnst væri um varnir á vreiendum áhrifasvæö- um Sjálfstæöisflokksins. Eftir þvi sem óvinsældir núverandi rikis- stjórnar jukust, fengu þessi sjónarmiö vaxandi byr innan Al- þýðuflokksins. Enda er þar nú fram kominn nýr leiðtogi, meö al- veg sérstaklega mikiö ofnæmi gagnvart öllu sem minnir á verkalýð og sósialisma. Sá heitir Vilmundur Gylfason. Ungur fullhugi Hvorki veröur þaö um Vilmund Gylfason sagt að hann sé óframur maður eða kjarklaus. Ég hygg að hann hafi orðið einna fyrstur manna i Alþýðuflokki til að risa þar gegn verkalýöspólitik Björns Jónssonarmeðþeim hættiaðeftir var tekið. Ýmsir voru hræddir við Björn, en Vilmundur haföi kjark til aö mótmæla. Honum var þaö og mjög I mun, aö Alþýöuflokkur- inn yröi enginn þröngur verkalýösflokkur, heldur rúmgóö vistarvera öllumþeim góðu borg- urum sem kynni aö þykja Geir Hallgrimsson slappur foringi, Gunnar Thoroddsen mistækur ráöherra og Matthias A. Mathie- sen umdeiianlegur fjármálasnill- ingur. 1 greinum sinum t Dag- blaðinu fór Vilmundur hinum háöulegustu oröum um kröfu Björns Jónssonar um aukin ,,al- þýöuvöld”, réöist af ákafa gegn ýmsum baráttuaðferöum Alþýöu- sambands Islands og fann stefnu- skrá þess og pólitiskum mark- miðum flest til foráttu. Sam- kvæmt frásögnum Björgvins Guðmundssonar barðist Vil- mundur og opinskátt gegn þvi, aö Alþýöuflokkurinn yröi framvegis þaö sem kallaö er verkalýös- flokkur. Eitthvaö mun hann einn- ig (samkvæmt sömu heimild) hafa agnúast gegn þvl aö veriö væri aö bendla flokkinn um skör fram viö jafnaðarstefnu, slikt væri einungis til trafala i kapp- hlaupinu um fylgi hins góöa borgara. V ilmundarstef nan hrósar sigri Aö loknu prófkjöri Alþýðu- flokksins i flestum kjördæmum er ljóst, aö stefna Vilmundar Gylfa- sonar hrósar glæsilegum sigri. Það er ekki verkalýös- eöa jafnaðarmannaflokkur, sem nú höföar til kjósenda þar sem Al- þýöuflokkurinn er, heldur hinn frjálslyndi, peni og vonandi sið- væddi borgaraflokkur Vilmundar Gylfasonar. Og hinn nýi flokks- foringi er nógu hreinskilinn til að viöurkenna þessar staöreyndir. Sjálfsagt eru þaö klókindi lika, þar eö honum er ljóst hvaðan at- kvæöa er fyrstog fremst von. Eft- ir aö Vilmundur Gylfason haföi sigraö fyrrverandi varaforseta Alþýöusambandsins Eggert G. Þorsteinsson I prófkjörinu um daginn, lét hann svo um mælt i viötali viö Visi: „Þetta er traust borgaranna viö blaöamennsku mina .... Næsta skref er aö bregö- ast ekki borgurunum”. Stuðningur Svarthöfða Sá Alþýöuflokkur sem nú býr sig undir aö heyja kosningabar- áttu viðs vegar um land er aö sjálfsögöu býsna ólíkur flokki Ólafs Friörikssonar, Jóns Bald- vinssonarog Héöins. Hann virðist næsta fjarskyldur flokki Stefáns Jóhanns, Haralds og Emils. Og hann er óðum aö fjarlægjast flokk Gylfa, Eggerts og Björns, þeirra þremenninga sem héldu uppi merkinu við siöustu kosningar hér I höfuöstaönum. Þetta er hinn nýi flokkur Dagblaðsins og Vil- mundur Gylfasonar.og hann mun hér i Reykjavik berjast um borgarafylgið viö Albert Guö- mundsson og Friörik Sófusson. Ég mun láta mér þaö vel lika ef svo fer aö „borgari” Vilmundur nær bærilegum árangri i harðri samkeppni viö þessa heiðurs- menn um hylli reykviskra brodd- borgara. Eru og góöarhorfur á aö ekki muni Vilmund skorta stuön- ing fjölmiöla, enda þótt hann láti sér finnast næsta fátt um VIsis- kálf þann sem ber hiö púkalega nafn Alþýðublaðið. Fullvist má þykja, aö Svarthöföi styöji hann með ráðum og dáð, en um full- tingi Hannesar Gissurarsonar mun allt óráönara. Hins vegar er þess aö vænta, aö Vilmundur og flokkur hans njóti hér eftir sem hingað til öflugs stuönings Dag- blaösins, aö minnsta kosti til jafns við þá frambjóðendur aöra af höföingjakyni sem skipa göfug sæti á lista þeirra sjálfstæöis- manna. Farkostur lukkuriddaranna Vafalaust er Benedikt Gröndal þaö ærið metnaðarmál að sá póli- tiski farkostur sem hann st jórnar, sleppi án stóráfalla úr ólgusjó komandi kosninga, en verði ekki aö flaki þar sem marglyttur og marhnútar synda út og inn um götin. Ég hygg einnig að Gröndal sé sá jafnaðarmaöur aö lifsskoö- un, að honum sé engan veginn sama um þaö, ef flokkur hans breytir ekki aöeins um svip, held- ur einnig um eðli. En eins og nú horfir bendir allt til að Alþýðu- flokkurinn sé að verða farkostur lukkurriddara, sem hafa sérstakt ofnæmi fyrir verkalýö og sósial- isma. Og á þessum farkosti blakt- ir fáni Vilmundar viö siglu- hnokta.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.