Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 9
Sunnudagur 27. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — StÐA » Kvæðasafn Hannesar Péturssonar er komíð Iöunn hefur gefiö út Kvæöasafn Hannesar Péturssonar frá tutt- ugu og fimm ára skáldferli. Þar birtast kvæöi úr öllum ljóöabók- um skáldsins, kvæöi úr bókinni Or hugskoti.kvæði sem birst hafa i timaritum, en ekki verið prentuö i bókum og loks nokkur áður óbirt kvæði. Bókinni fylgja ýtarlegar skrár og hefur veriö leitast viö aö vanda til útgáfu hennar eftir föngum. Myndskreytingar eru eftir Jóhannes Geir listmálara Hannes Pétursson hlaut óum- deilanlegt sæti á skáldabekk aö- eins 22 ára að aldri þegar kvæöi eftir hann birtust i safnritinu Ljóö ungra skálda 1954. Steinn Stein- arr, sem sjaldan var lofið útbært, lét þá svo um mælt: „Hannes Pétursson er „vonarstjarnan” i þessari bók. Ég hef aldrei vitað islenskan mann á hans aldri yrkja jafnvel.” Og Hannes Pétursson stóð viö þau fyrirheit sem hann gaf meö kvæöunum i Ljóöum ungra skálda. Ari siöar kom út fyrsta bók hans, Kvæöabók, og tók af öli tvimæli um þaö, aö Islendingar höföu enn einu sinni eignast skáld gott, þvi aö „auk skáldlegs list- fengis var bókin auðug af ihygli og þekkingu, sem mörgum kom á óvart um svo ungan mann”, eins og Oskar Halldórsson hefur kom- ist að orði. Hannes Pétursson fæddist 14. desember 1931. Aö loknu stú- dentsprófi stundaði hann nám i germönskum fræðum i Þýska- landi i tvo vetur og lauk kandi- datsprófi i islenskum fræöum frá Háskóla tslands 1959. Hann á að baki fjölþættan ritferil og margar bækur. Honum hefur hlotnast margvisleg viðurkenning fyrir ljóðagerð sina og önnur ritstörf, m.a. þrenn islensk bókmennta- verðlaun og siöast en ekki sist hin virtu þýsku bókmenntaverðlaun, Henrik-Steffens-verðlaunin, sem háskólinn i Kiel veitir. Kvæðasafn Hannesar er sett og prentað i Prentsmiðjunni Odda hf. og bundið i Sveinabókandinu hf. Bókin er 317 bls. að stærð. V etrar ferðir Verslunarmannafélag Reykjavikur hefur gert samkomulag við Samvinnuferðir hf. um eftirtaldar ferðir til Kanarieyja: 11. febrúar 1978: 2ja eða 3ja vikna ferðir. 29. apríl 1978: 3ja vikna ferð. Hópafsláttur verður fyrir félagsmenn Verslunarmannafélags Reykjavikur og fjölskyldur þeirra. Upplýsingar um þessar ferðir gefa Samvinnuferðir hf. Austurstræti 12, simi 27077. Verslunarmannafélag Reykjavikur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.