Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 14
14 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. nóvember 1977 wn MEÐ |EYRUN | OPIN .*;;**> *> + V Hrekkjusvín fyrir alla tjölskylduna og einhleypa Hrekkjusvin — Lög unga fólks- ins Gagn & Gaman Stjörnugjöf:-*- ★ ★ ★ Aöur en hljómplatan Eniga Meniga meó Olgu Gupórúnu kom út fyrir tæpum tveimur ár- um, fór alltaf hrollur um mig ef ég heyrði svo mikiö sem minnst á barnaplötur. Vegna þess aö á öllum slíkum plötum mátti greinilega heyra, aö höf- undarnir og flytjendurnir héldu aö börn væru fifl, sem tækju ánægð við hvaða drasli sem væri þeim ætlað, auk þess sem textarnir voru yfirleitt andlega bæklaðir. Eniga Meniga breytti þessari skoðun vegna þess að ihana var lagt annað og meira en litils- virðing á börnum. Enda varð útkoman sú að fleiri en böm og tónlistarmellur höfðu gaman af henni, það má segja aö fólk á öllum aldri hafi haft gaman af, a.m.k. gat hún frekaren nokkur önnur i'slensk plata kallast fjöl- skylduplata. Eftir útkomu Eniga Meniga brá svo við að flutningur á barnaplötum snarbatnaði, en lögin og textamir voru sama draslið áfram. Efnið á Lög Unga Fólksins er eins og á Eniga Meniga allt samið sérstaklega fyrir plötuna, en á öðrum barna- og unglinga- plötum er venjulega notast við erlenda sápuslagara. Textarnir á Lög Unga Fólks- ins, sem allir eru eftir Pétur Gunnarsson, eru léttir og auð- læröir og auk þess að vera af- skaplega þroskandi fyrir ungt fólk þá eru þeir fullir af hinum skemmtilega sérstæða húmor, sem Pétur er fyrir löngu orðinn landsfrægur fyrir. Valgeir Guðjónsson (Stuð- maður Þjóðanna) leikur á git- ara, píanó o.fl. auk þess sem hann á 10 og hálft lag á plötunni, Leifur Hauksson (Þokkabót) leikur m.a. á gltar og á afgang- inn af lögunum, sem eru 13 í allt, Eggert Þorleifsson (Þokkaböt) leikur á flautur, klarinett, pianó o.fl. Magnús Einarsson (Þokka- bót) leikur á als oddi, bassagit- ar o.fl, Ingólfur Steinsson (Þokkabót) , Egill Ólafsson (Stuðmaður Þjóðanna), Sigrún „Diddú” Hjálmtýsdóttir (Spil- verkinu) og Jóhanna Þórhalls- dóttir (Diabolus In Musica) syngja og/eða baksyngja og Ragnar Sigurjónsson (Stuð- maður) lemur og ber rautt trommusett. Þegar platan er sett á fóninn og fónninn af stað þá byrjar „Afasöngur”, Valgeir leikur af- ann, sem er haldinn þeirri áráttu að fara all lauslega með sannleikann, en krakkarnir sjá við þvi: „...segðu frekar eins og er þegar þú varst tekinn ber og amma greyiö kasólétt heyrði þessa frétt.” Næst syngur Egill „Hvað ætl- ar Þú Að Verða?”. Frænkan er alveg pottþétt á þvi, að við bisnessmanni á Is- landi brosi framtiðin, en frænd- inn litli sér pabba sinn svo sjald- an vegna vinnuþrælkunar á þeim siðarnefnda og þegar mannan kemur heim úr vinn- unni þá er hún svo þreytt, að hann sér að þaö borgar sig ekki fyrir hann að vinna þegar hann er orðinn stór. „Gettu Hvað Ég Heití” syng- ur Eggert og tekur klarinett- sólo. „Grýla”, Leifur syngur við eigið lag um Grýlu, sem er ekki lengur til nema i barnabókum svo og f blaðaleiðurum til að hræða fólk frá meiri kaupkröf- um. „Ekki bil”, Diddú syngur og vill ekki láta bfl, sem foreldrar hennar ætla að kaupa, eyði- leggja heimilislifið og heilsu pabbans. „Lygaramerki á tánum”, Leifur syngureigið lag við eins- konar vögguljóð. Hlið 1 endar svo á besta lagi þeirrar hliðar, enda samið af Leif, og Valgeir saman, „Sumardagurinn Fyrsti”, Egill syngur og endar hliðina: ,,....ég eiska þig ég elska þig ég elska þig ég eiska þig þó þú sért með ilsig.” Egill byrjar einnig hlið tvö með þvi að sanna enn einu sinni að hann er besti rokksöngvari landsins og vel það, „Sæmi Rokk” fjallar á skemmtilegan hátt um unglingavandamálið, lagið sjálft er hressilegt rokk- lag. „Hrekkjusvin”, Valgeir leik- urstrákinn, sem er að byrja að fikta með sigarettur og lesa klámblöð. „Gestir út um allt”, Jóhanna syngur um krakka sem vakna við .jiörkupartý” heima hjá sér og foreldrarnir eru orðnir vel við skál: „Það eru gestir útum allt að drekka eitthvað annað en malt gömul kona inn i kústaskáp.” „Krómkallar”, Valgeir syng- ur um verðbólguna: „Þótt guð hjálpi þeim sem hjálpa sér sjálfir var húsið samt selt onaf oss.” ,,Ævintýri”,Eggert syngur um strákinn sem er að „fatta” að hann sé að verða fullorðinn, fallegt lag. Platan endar svo á einu af allra bestu lögum Valgeirs, „Gagn Og Gaman”, og er það jafnframt besta lag plötunnar, Egillsyngur og endar plötuna á þeirri ágætu spurningu: „Finnst þér ekki pinulitið skrýt- ið hvað sumir vinna mikið en fá þó lítiö. Lagið og útsetningin eru svo- litið óhefluð eins og reyndar öll platan og er það eflaust gert af ásettu ráði til að ná fram réttri stemmingu. „Lög Unga Fólksins” bera ásamt „Eniga Meniga” höfuð og herðar yfir aðrar islenskar bama- og unglingaplötur, jafn- framt því sem þær eru einu is- lensku hljómplöturnarsem bera með réttu nafnbótina fjöl- skylduplata. Og enda þótt gam- an sé að húmornum i textunum þá er gagnið af þeim ennþá meira. Umslagið er unnið af Stein- grimi Eyfjörð Kristmundssyni, ritstjóra Svart Á Hvitu og lista- manni með meiru. Textarnir fylgja með á sérprentuðum bækling. —jens HLJOMPLATA í staö kerta og spila Fyrir þremur til fjór- um árum þótti góð sala ef hljómplata seldist í 2000 eintökum og þá seldist metsöluplatan í 6 — 7 þús- und eintökum. Nú þykir ekki góð sala lengur nema platan seljist í 4000 eintökum og metið er 18000 seld eintök. Þessi aukna sala á eflaust sinar rætur að rekja til þess að hljómplatan er búin að sannfæra flesta um það, að hún sé mjög hentug gjöf viö flest tækifæri og þá ekki sist sem jólagjöf. A þessu ári koma á markað- inn 4-5 tugir islenskra hljóm- platna, en af þeim mælum við með eftirtöídum 10, sem jóla- eða annari gjöf, eða til einka- eignar að eigin frumkvæði. Bergþóra Arnadóttir: Eintak (Fálkinn) Bergþóra syngur eigin lög við texta Steins Steinarr, Tómasar Guðmundssonar, Björns Braga o.fl. Undirleikurinn er framinn af nokkrum meðlimum hljóm- sveitanna Mannakorn og Celsius. Tónlistin er þjóðlagarokk. Eik: Hrislan og straumurinn (Steinar) Hljómsveitin Eik flytur eigin lög við texta Halldórs Gunnars- sonar og Gunnars Gunnarsson- ar. Plötunni fylgir ársábyrgð, enda er tónlistin frekar þungt „funkyjazzrock”. Fjörefni: A+ (Steinar) Hljómsveitin Fjörefni flytur létt rokklög eftir Jón Þór og Pál Pálsson (voru báðir i hljóm- sveitinni Dögg). Textarnir eru m.a. eftir Halldór Gunnarsson og Loka (huldunafn). I tónlist- inni má einnig greina „country ” og „disco” áhrif. Gísli Rúnar Jónsson: Blessað stríðið sem gerði syni mína ríka (SG-hljómplötur) Gisli Rúnar '.lofsyngur” hernámsárin i eigin textum. Lögin eru öll erlend og frá tim- um hernámsáranna flutt i út- setningum Magnúsar Ingimars- sonar. Plötuumslagið er lista- verk út af fyrir sig. Hrekkjusvín — Lög unga fólksins (Gagn og Gaman) Þetta er eina platan sem út hefur komið á árinu og getur flokkast undir það að vera mjög góð barna- og unglingaplata. Lögin eru eftir Leif Hauksson og Valgeir Guðjónsson en textarnir eru eftir Pétur Gunnarsson. Platan er mjög i anda Stuðmannaplatnanna. Mannakorn: i gegnum tíðina (Fálkinn) Hljómsveitin Mannakorn flyt- ur efni eftir Magnús Eiriksson plús eitt kvæði eftir Stein Steinarr (hann er orðinn vinsæll a poppplötum). Lögin eru léttir blúsarar af ýmsum tefundum. Megas & Spilverk þjóðanna: A bleikum náttkjólum (Iðunn) Megas syngur og leikur eigið efni i útsetningum Spilverksins og sjálfs sin, með dyggri aðstoð Spilverksins. Tónlistin er „country”, „punkrock”, „blues”, kirkjutónlist o.fl. Plötuumslögin á þessum tveim- ur siðast töldu plötum eru bæði unnin af Kristjáni Kristjánssyni og standa þau einnig ein sér sem frábær listaverk. Olga Guðrún: Kvöldfréttir (Gagn og Gaman) Olga Guðrún syngur Jétt rokk- og popplög I útsetningum Karls Sighvatssonar. Allt efnið er eftir Ólaf Hauk Simonarson. Ólafur Þórðarson: t Morgunsárið (Fálkinn) Ölafur leikur og syngur lög eftirsjálfan sig og Magnús Ein- arsson við ljóð Halldórs Gunnarssonar. Nokkrir Þokkabótarfélagar og m.fl. að- stoða með undirleikinn. Tónlist- in er létt „softrock” með örlitl- um djassáhrifum. Spilverk þjóðanna: Sturla (Steinar) Spilverkið flytur eigið efni i eigin útsetningum. Þetta er rafmagnaðasta og „Stuðmannalegasta” Spil- verksplatan. Ollum þessum plötum fylgja textarnir með, ýmist-sérprent- aðir á blöð, bæklinga eða á plötuumslögin. —jens

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.