Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 27. nóvember 1977 Árni Bergmann og Kristján Jóh. Jónsson skrifa QflOuT) [^©CSOiíflíÍOBDítóflD7 / hveria heima skal halda? Gunnar Gunnarsson: Jakob og ég. Skáldsaga. Iöunn 1977. Jakob sá sem Gunnar Gunnarsson gerir aö viöfangsefni sinu, er ósköp hversdagslegur gaur, við fyrstu sýn aö minnsta kosti. Hann er á miöjum aldri, hefur hlotiö meöalframa i banka, afrek hans eru ekki teljandi, syndir hans eru hugrenningar- syndir. Honum getur á stundum oröiö meinilla við menn — til aö mynda Jónbjörn undirmann sinn og ólsen gamlan skólafélaga og yfirmann, kannski er hann reiöu- búinn að myröa þá i huganum. En heldurekki annars staöar. Athöfn er utan við hans þor. Hann byrgir inni heift sina. Hann lætur sér renna reiöina i einrúmi: ,,Og ég segi sjálfum mér aö lifiö sé brandari, aö ekkert skipti máli og aö þaö sé skylda min viö sjálfan mig að halda ró minni og kimni”. Hann bætir viö svofelldri hugarfarslýsingu, sem i leiöinni minnir á kimni höfundar: „Raun- verulega litég alla hluti björtum, hiutlausum augum eins og rikis- útvarpiö”. Menn gætu haldiö aö hér væri 1 uppsiglingu heföbundin lýsing smáborgarans. Svo er þó ekki. Jakob er að visu þessi marg- skammaöi smáborgari. En hann þreytist heldur ekki á þvi aö minna lesandann á aö hann sé tveir menn, að ekki er allt sem sýnist. Sibernskan lifir i Kobba. Imyndunarafliö hjálpar honum frá þreytandi grámóskunni: ,,Ég svif léttur um lendur dagdrauma minna hvenær sem mér sýnist”. ff * / Gunnar Gunnarsson Hann er stundum þungt haldinn af sjálfsgagnrýni. Hann likir sér viö aldraöa rollu sem enginn fær sig til aö slá af. Viö lifandi lfk. En „samt finn ég stundum fyrir glóð, sem viðheldur fáránlegri von um aö andartakiö renni upp. Ein- hvern tima kemur kóngsdóttir úr skýjunum, sennilega riöandi á kústskafti, og kyssir gamla bankamanninn á munninn svo aö hann breytist i iturvaxinn hæfi- leikamann á besta aldri. Takiö eftir! Þá mun allt i einu fara aö ólga inni i mér. Ég skunda þá út i sólina, rétti úr mér, rek nefiö langt móti vorgolunni og æsku- draumurinn rennur fyrir á skuggamyndasýningu um leiö og hann rætist. Ég svif þá á stað og gamli frakkinn stendur aftur af mér eins og frægöarskykkja”. Þaö er þessi mannlýsing sem er efni fyrri hluta sögunnar: Jakob I nútimanum, nokkrar heimsóknir aftur i fyrri tið til aö tengja hann viö skólabræöur og eiginkonu, dagdraumar hans. 1 þessari lýsingu er margt satt og rétt og vel gert. Frásögnin er fjörlega stiluð. Mikill hraöi i skiptingum sem gefur engum tima til aö láta sér leiðast. Kimni og hugkvæmni I tilgerðarlausum samlikingum. Sföan hefst siðari hluti sögunnar. Það er ekki lengur hægt aö halda Jakobi á sporinu. Hann ætlar aö snúa við blaöi, ærslast I anda dag- draumanna. Hann spyr: „Hvers vegna vil ég rugla lif mitt? ...Hvers vegna vil ég hlaupa frá tryggri tilveru til þess aö ramba meöal ókunnugra og glotta framan i gamla vini?” Hann er i siöarlhluta sögunnar á leið i boö til ólsens bankastjóra, austur á landi, og á sömu leiö eru Ólsen sjálfur, Jónatan skólabróöir, Ósk eiginkona og margt fólk annað. Þessi seinni hluti á sér ýmsa sömu kosti og hinn fyrri. Þaö er ærslast meö óhemjuskap og fariö meö ýmislegt grin um islenskt skemmtanalif, ferðalög, mann- fræöi og efnahagslif. En það er miklu meiri óvissa yfir þessum hluta bókarinnar en hinum fyrri. Gunnar Gunnassson hefur eins og eölilegt er skoöaö reynslu Guðbergs, Thors, Péturs Gunnarssonar og þeirra ólikinda- kynslóöar sem kennd var viö Nýjan Gretli. Stundum vill þessi reynsla veröa full fyrirferöar- mikil. Aöalvandinn er þó annar. Hann er sú spurning, hvaö á aö gera viö þann Jakob sem hefur sleppt af sér beislinu? Höfundur veit það nefnilega af skynsemd sinni, að það er ekki sá töggur I Jakob, aö hann geti gert þá uppreisn gegn hlutskipti sinu sem um muni. Hugfró hans var sú að skrifa á kvöldin æsilegar sjoppu- sögur undir dulnefni, og mikið lengra en þaö kemst hann ekki. 1 draumi hans er fall hans faliö. Jakobarnir komast ekki langt frá sjálfum sér — i þvi er heims- ádeilukjarni ævintýrisins fólginn. En þá er þeim vanda ósvarað: hvaö er hægt aö segja til viöbótar um manninn? Jú, lýsa upplausn hans annars „ég”, sem vill taka ráðin af hversdagsmanninum: „Ég fylgist undrandi með framkomu manna, framvindu at- buröanna, en ég skil ekkert. Ég bý til persónur, söguhetjur, sem ég hrindi af staö út I viöburöa- striðin, en ég skil þær ekki. Ég lyfti stækkunargleri, horfi á mannkertin eins og barn á flóa- konsert, skrifa athugasemdir og áöur en ég get snúiö mér við hefi ég misst af lestinni”. Þetta er rökrétt framhald af lýsingu Jakobs, en um leið felur þaö i sér þann háska, að þessi ringulreið nái tökum á sögunni. Lesandinn finnur sig oftar en ekki vanta svör viö þvi, hvaöa merk- ingu hann getur eignaö þvi persónusafni, sem er akandi, fljúgandi, hlaupandi og veltandi á leiö i parti hjá bankastjóra i eyði- firöi fyrir austan. Þau svör liggja ekki á lausu i þessari annars fjör- legu og um margt skemmtilegu bók. En að lokum skal borin fram tilgáta. Má vera aö einskonar samnefnara fyrir ferðalög seinni hlutans og undarlegar uppákom- ur sé helst aö finna i svofelldum vangaveltum Elsu, konu Olsens bankastjóra: „Hún man aö áöur stóö til aö framtiöin, nútiöin yröi ööruvisi. En hvaö er nú? Ekkert. Þótt billinn þjóti veginn, þótt timinn liði og vindlar brenni til ösku, þótt hreyfing sé lögmál, þá veröur aldrei breyting. Þaö segir Elsa núna. Hvernig getur eitt- hvaö breyst? Hvaö gæti gerst? Verður veginum lokaö? Veröum við látin vinna pungsveitt en aörir fara aö feröast og stjórna? Hún horföi hugsunarlaust út i heiminn sem þaut hjá og kvfðinn magnaöisti huga hennar, tiöinda- leysiö var svo spennandi, loftið þrungiö eftirvæntingu, úrræöa- leysi og eitt andartak langaöi hana aö kasta sér út úr bflnum, svifa niður I gljúfriö. Biðin er aðeins þolanleg, hugsaöi hún, á meöan maöur getur dreift huganum við þessa daglegu leiki og á meðan maður getur hlegið hátt og hvellt. Um leiö og rugliö rennur af manni þá er úti um mann.” Hér mætti á eftir fylgja út- legging þar sem dæmi Elsu og förunauta er snúið upp á stétt og heilt samfélag, upp á ferö án fyrirheits og annað fróölegt. Gunnar Gunnarsson, sem hefur hert drjúgum sina stilgáfu, sest nú i góöan félagsskap þeirra sem lauma vilja aö fólki alvörumálum meö kerskni og glannaskap. AB Vondir menn með vélaþras vinum drottins gera brigsl Þaö er ekki laust viö aö manni detti I hug þessi gamli fyrripartur viö lesturinn á bók Grétu Sigfús- dóttur, Sól ris i vestri. Fyrripart- urinn segir eiginlega alveg eins mikiö i sinum tveimur linum og Gréta á 216 — tvö hundruö og sextán — blaðsiöum. Sagan gerist á tveimur frá- sagnarsviöum eins og stundum er sagt. Annars vegar er nútiminn þar sem Dagur Gunnarsson og foreldrar hans ganga laus. Aö mati höfundar er það timi hvers konar „úrkynjunar” og siöspill- ingar. A þessu frásagnarsviði er sagt frá moröi sem háskólastú- dentarnir Dagur og Bóbó, ást- maöur hans, fremja aö gamni sinu. Morðiö hefur áhrif á Dag: hann hættir að umgangast Bóbó, hættir i Háskólanum og fer aö vinna i Hreiörinu. Hreiðriö er til húsa á þriöju hæö I nýlegu stein- húsi sem „verkaöi þó óhrjálegt þegar inn var komiö, mestmegnis vegna þess hversu illa var gengið um” (44) Þar læöist útgáfustjór- inn um „hávaxinn og grannur, ei- litið lotinn i heröum” (45) „Niöurrifsstarfsemi I formi and- menningar er aðalvopniö i hönd- um hreiðursins” (46) Stefna hreiðursins er „sennilega sótt til Sviþjóöar” (46) og linan er „nýmarxisk” (46) Þetta voöalega hreiöur heföi örugglega tekiö Sól ris I vestri til útgáfu þvl aö út- gáfuformúla fyrirtækisins er svona: 1) höfundarnir veröa aö fylgja ákveöinni pólitiskri linu 2) bækurnar veröa aö samræm- ast alhæföri forskrift. (46) Eftir þessari linu flokkar morö- inginn okkar, Dagur, handrit og lætur sér leiðast nokkra stund. Skömmu siðar stendur Bóbó hann aö stóölifi meö þremur öörum karlmönnum og keyrir I sjóinn eftir kappakstur við lögregluna i Reykjavik kvalinn af ástarsorg.' Dagur er hins vegar alveg aö verða róni þegar hann ákveöur i bókarlok meö „festu og reisn” (216) aö taka út refsingu fyrir glæp sinn i staö þess aö láta pabba sinn bjarga sér. Þegar það gerist er aö visu búiö aö finna sýrulöginn af likinu I gamla her- berginu hans og lögreglan er á leiðinni. A meöan þessu fer fram hjá Degi eru gjörspilltir foreldrar hans, verkalýösforinginn Gunnar og rauösokkurinn Jófriöur, aö vafstra hitt og þetta. Hitt frásagnarsviðiö kemur inn i söguna i langdregnum endur- minningum gömlu konunnar Sumarrósar, ömmu Dags. Sú kona er alltaf aö rifja upp bernsku sina svo aö lesendur bók- arinnar geti séö hvernig lifiö var i gamla daga og sumt af þvi er raunar ekki ósnoturlega gert. Samanlagöar veröa þær þó ósköp þreytandi og stundum ekki bein- linis áhugaverðar — alla vega ekki aö minu mati: „A nóttunni notuðu þau koppa sem tæmdir voru i sérstaka tunnu undir bæjarveggnum og inn(i)haldið látið standa þar til ullin var þvegin á vorin. Á daginn gengu þau örna sinna i fjósinu. Þegar bræðurnir léttu á sér beindu þeir bununni að ákveðnum stað i flórnum og kepptu um að hitta i mark. Didda reyndi að leika þetta eftir en það tókst ekki betur en svo að allt fór i buxurn- ar. Hún varð að iáta sér nægja að setjast á hækjur sinar eins og mamma. Mamma var I mörgum pilsum, hverju utan yfir öðru, og varð að hafa mikið fyrir þvi að Netta þeim upp. En hún þurfti ekki að hafa fyrir að hneppa niðrum sig. t hnjáskjólinu hennar var rauf sem hún gat sprænt i gegnum... (o.s.frv. 59).” Endurlit eru yfirleitt ekki undirbyggö I sögunni, hvort sem þaö er nú gamla konan hún Sumarrós eða einhver annar sem litur i anda liðna tiö. Þaö viröist ólæknandi árátta hjá sögupersón- um I þessari bók að rifja fortiö sina mjög nákvæmmlega upp fyrir sér hvenær sem þær fá tæki- færi til. Eina sjáanlega ástæöan fyrir þessum sifelldu og ná- kvæmu bernskuupprifjunum er góögirni sögupersóna viö lesend- ur. Sögupersónurnar kæra sig greinilega ekki um aö lesendurnir vaöi I villu og svima um fortfö þeirra og treysta þeim ekki til aö geta sér til.um nokkurn skapaöan hlut. Þetta er annars eitt algeng- asta einkenniö á afþreyingarbók- menntum ailra tima. Sól ris i vestri gæti komið aö góöu gagni fyrir þá sem þekkja ekki vonda kalla (les. komma) og kellingar (les. rauösokka) frá ööru fólki. Skal nú reynt aö tiunda helstu einkennin svo aö siöprútt fólk geti varaö sig ef þaö mætir þessum andskotum á götu. Þaö þarf ekki aö orölegnja þaö aö þá er vissulega rétt aö láta fætur foröa sér. Karlkyns kommar á miöjum aldri og þar fyrir ofan eru feitir, ráöa auöhringum og verkalýðs- flokkum, aka á ffnum bilum, eiga fullgerö og glæsileg hús og glotta stöðugt við tönn eins og Skarp- héöinn i Njálssögu foröum. Eftir- farandi mynd blasir viö Sumar- rós hinni sannkristnu þegar Gunnar kommi, sonur hennar, ekur meö hana til aö sýna henni nýja húsib i Mosfellssveitinni eftir aö hafa haft af henni allt sparifé hennar. Hún starði fram fyrir sig: á breitt bakið og digran svirann sem trónaði upp af framsætinu. Hárið var sitt I hnakkanum og dá- litið iiðað. Hann hafði lagt hattinn frá sér og sett upp dökk sóigler- augu til varnar mót snjóbirtunni. Hún gat séð andiit hans I speglin- um. Gleraugun huldu það til hálfs og beindu athyglinni að glottinu sem sifellt lék um varir hans. Hnúðurinn á nefinu á honum var alltaf að stækka. (30) Hús Gunnars er glæstara en öll önnur hús I Mosfellssveitinni og fjölskyldan á marga bila. Unga kommakynslóöin er tal- svert brábrugöin Gunnari komma og jafnöldrum hans. Þaö er rétt aö minna á þaö aftur að i þessari bók eru vondu kallarnir kommar en kvenkyns þrjótar eru rauösokkar. Ungu kommarnir eru siöhærðir, latir i skólanum, kynvilltir og fremja sýrumorð til aö fá nú einu sinni almennilegan æsing i lif sitt. Þaö er athyglisvert i lýsingunni á þessu að höfundur viröist álita þaö glæp aö vera kynvilltur: glæp sem sé siöasta skref siöspillingarinnar og næst gerast menn moröingjar. Þetta Gréta Sigfúidéttlr tvennt er raunar sett undir sama hatt á bókarkápu lika. Hleypi- dðma eins og þessa ætti kannski ekki aö vera aö ræöa, þeir eru of sorglegir til þess að fjölyröa um þá en hitt verður fróölegt aö sjá hvenær til dæmis rangeygt fólk eba fólk meö stór eyru verður orðiö sérstakar glæpamanna- deildir i sögum Grétu Sigfúsdótt- ur. Þaö aö gera kynvillu og glæpi að samheitum er raunar aðeins eitt dæmi um margvislega for- dóma I bókinni sól ris I vestri. Þeir eru að minu viti alvarlegra mál en sú spaugilega kommún- istahræösla sem þar er lika nóg af. I sögunni eru til dæmis tvær konur sem hafa opinberað vonsku sina I þvi aö berjast fyrir kven- frelsi. Jófriður, kona Gunnars komma og móöir Dags komma og stjórnleysingja (??!) og homma og sýrumoröingja, er mesta viða- kvendi. Hún er á móti barneign- um, upptekin af kvenfrelsismál- um og stundar félagsfræöinám i Háskólanum þó hún sé á fimmtugsaldri! Enda má greini- lega sjá af hugleiöingum Gunnars komma, manns hennar, að ekki er allt meö felldu: Já, það er eitthvað bogið við Friðu. Hún virðist hata karl- Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.