Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 27.11.1977, Blaðsíða 7
Sunnudagur 27. nóvember 1977 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 7 Mannllf i Hesterstræti MANNLIF A MÁNUDEGI Carol Kane i hlutverki Giti S.l. mánudag hóf Háskólabíó sýningar á bandarísku kvikmyndinni „Hester Street" eöa Mann- líf við Hester stræti. Hér er um að ræða eina af þessum sjaldgæfu undantekning- um: mynd sem framleidd er utan stóru kvikmynda- fyrirtækjanna, án þess að gifurlegir peningar séu með í spilinu, en slær samt í gegn, fær bæði viður- kenningu og aðsókn. Þegar svo þar við bætist að kvik- myndastjórinn er kona, fer vart hjá því að maður fyll- ist áhuga. „Hester Street” segir frá gyð- ingum er setjast að i New York rétt fyrir aldamótin siðust.uNánar tiltekið: rússneska gyðingnum Yekl, sem kominn er vestur þeg- ar myndin hefst, búinn að breyta nafni sinu i Jake og hefur tekið upp ameriska lifnaðarhætti i kompanii við Mamie, pólska gyð- ingakonu sem er á sömu „linu” og hann, þ.e. vill fyrir hvern mun gerast Bandarikjamaður. En svo kemur Gitl, kona Jake, frá Rúss- landi með son þeirra ungan, og þá vandast málið, þvi að hún heldur fast i allar sinar gömlu siðvenjur. Jake reynir einsog hann getur að breyta konu sinni, en þegar það mistekst snýr hann aftur til Mamie. Gitl er þó ekki öll þar sem hún er séð, þvi að henni tekst að koma hjónaskilnaðarmálinu þannig i höfn að hún situr uppi með allt sparifé Mamie og getur látiðdraum sinn rætast: að stofna litla verzlun. Or þessum einfalda efnisþræði spinnur Joan Micklin Silver mynd sina, sem kölluð hefur verið „minniháttar meistaraverk”. Leikararnir eru óþekktir i kvik- myndaheiminum, en munu starfa við Gyðingaleikhús i New York. Myndin er byggð á sögunni „Yekl” eftir Abraham Cahan, sem vann sér það helst til frægðar að vera i yfir hálfa öld ritstjóri stærsta Gyðingablaðs i USA, „Jewish Daily Forward”. Sagan er rituö árið 1896. Ýmsir listamenn hafa sótt sér yrkisefni i sögu bandarisku inn- flytjendanna, enda auðugur garö- ur að gresja. Er þar e.t.v. skemmst að minnast Vesturfar- anna sænsku, sem hér voru sýnd- ir i sjónvarpi fyrir svosem þrem- ur árum. „Hester Street” er minni i sniðum og lýsir þrengra sviði, færri persónum osfrv., en að baki báðum þessum listaverk- um liggur forvitni um árekstra tveggja menningarheima, og sjálfsagt einnig leit listamann- anna að eigin rótum. Joan Mickl- in Silver er Gyðingur, afkomandi vesturfara. „Hester Street” er fyrsta leikna myndin af fullri lengd sem hún stjórnar. Jane Fonda í nýju hlutverki I byrjun október var frumsýnd í Bandaríkjun- um ný kvikmynd, „Julia". Fjallar hún um leikritahöfundinn Liliian Hellman og gerist á fjórða áratug þessarar aldar. Jane Fonda leikur Lillian, og Vanessa Red- grave leikur Júliu vin- konu hennar, sem er and- fasísk baráttukona. I til- efni af þessari frumsýn- ingu birtist viðtal við Jane Fonda í vikuritinu Time, og fara nokkur atr- iði úr því hér á eftir. Um hlutverk sitt i þessari nýju mynd segir leikkonan: „Fyrst bauðst mér að leika Júliu, en ég vildi það ekki, vegna þess að ég hef ekki áhuga á að leika þessar alfrjálsu kon- ur. Ég held að fólk sé yfirleitt ekki þannig, og að gildi kvik- mynda liggi einmitt i þvi að fólk geti sett sig i spor persónanna og haft við þær samskipti. Enmig langaði til að fást við hina konuna, Lillian Hellman, sem var svo gjörólik mér. Ég var ekki lengi samvistum við hana — aðeins einn og hálfan dag — en ég las allt sem hún hefur skrifað. Leikritin hennar voru mér einkum til mikils gagns. Ég hafði aldrei áður fengið tækifæri til að leika konu sem hugsar, og sem lætur aðallega stjórnast af hugmyndum, a.m.k. á þessu skeiði ævi hennar (fjórða áratugnum). Það var dásamlegt. Það er erfitt að vera leikkona og þurfa alltaf að leika konur sem eru að einhverju leyti taugaveiklaðar eða ófull- nægðar — sem þarfnast ástar karlmanns á örvæntingarfullan hátt, eða eru yfirborðsmann- eskju. I hvert sinn sem talið berst að sambandi karls og konu fer einhver að þykjast, en i þessari mynd er einginn að þykjast. Bæði Lillian og Júlia eru þær sjálfar á miskunn- arlausan hátt. Ég held að nývöknuð vitund ur hennar tekið. Það er um- , hugsunarvert, að á þessum timum „nývaknaðrar vitundar kvenna” hafa kvenlýsingar vestrænna kvikmyndasmiða gerst æ innantómari. Mörgum hefur dottið i hug að þarna væri beint samband á milli, að þetta væru (ómeðvituð?) viðbrögð leikstjóra — sem langflestir eru karlar einsog allir vita — við jafnréttisbaráttunni og afleið- ingum hennar. 1 ótrúlegum fjölda nýrra kvikmynda eru konur algjörar aukapersónur. Mynd eftir mynd er gerð um vináttu karlmanna, sem „engin kona getur spillt”. Er ekki eins- og mennirnir séu með þessu að svara þeim boðskap nýju kven- frelsishreyfingarinnar að konur geti sko alveg án karlmanna verið? Siðar i viðtalinu segir Jane Fonda reyndar álit sitt á kvennahreyfingunni. Henni finnst tilgangur hreyfingarinn- ar ekki vera sá að „brenna brjóstahöld og æpa niður með karlmenn”, og heldur ekki sá að koma kvenmanni inn i Hvita húsið eöa i stöðu yfirmanns Exxon — slikt myndi engu breyta ef kerfið fengi að standa óbreytt að öðru leyti. Völdin færu til yfirstéttar- og mennta- kvenna, en fjöldinn stæði i ná- kvæmlega sömu sporum og ml Það sem þarf, — segir hún — er algjör endurskoðun á þvi hver hefur völdin og til hvers þau eru notuð. Til þess að fá þessu framgengt þurfa konur að vinna með körlum. v a Jane Fonda I nýju hlutverki kvenna hafi gert gömlu kven,,týpurnar” úreltar. En til þess að kvikmyndaframleið- endur, sem miða allt við hagn- að, fari aö snúa sér að alvar- legum „kvennamyndum” þarf að uppgötva nýjar, arðbærar „týpur”. Hingað til hafa myndir meö slikum persónum veriö fáar, „Alice býr hér ekki langur” og „Klute” eru undan- tekningar. Ef myndir einsog „Júlia” verða kassastykki má búast við að framleiðendurnir fari aö endurskoöa afstöðu slna”. Undir þessi orð leikkonunnar gætu eflaust margar starfssyst-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.