Þjóðviljinn - 08.01.1978, Side 4

Þjóðviljinn - 08.01.1978, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. janúar 1978 Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóöfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjúri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. úmsjón meö sunnudagsblaöi: Arni Bergmann. Auglýsingastjóri: Úlfar Þormóösson. Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Síöumúla 6, Sfmi 81333 Prentun: Btaöaprent hf. A bófafélag aö stjórna landinu ? Deildarstióri i Landsbanka íslands situr i gæsluvarðhaldi vegna meintra stórkost- legra fjársvika. Bankinn hefur orðið fyrir mjög alvarlegum álitshnekki þar sem augljóst er að eftirlit til að fyrirbyggja glæpastarfsemi innan bankans hefur eng- an veginn verið sem skyldi. Slikt áfall er ekki bankans eins, heldur má segja að hér hafi allir heiðvirðir menn i landinu hrokkið illilega við, þvi að nóg voru svindl- og svikamálin fyrir, þótt ekki bættist það við að sjálfur Landsbankinn reyndist eitt ræningjabælið Þetta Landsbankahneyksli verður að leggja allt kapp á að upplýsa til fullrar hl.i tar hið bráðasta, og draga fram i dags- ljósið ‘ öll fjármálatengsl hins handtekna deildarstjóra. Slikt er ekki aðeins nauð- synlegt vegna æru Landsbankans sem stofnunar, heldur á almenningur þá kröfu að ljósi verði varpað inn i myrkviðinn. Þær upphæðir sem hér er um að ræða eru svo háar að engar likur verða taldar fyrir þvi, að f jármagnið hafi allt verið not- að til einkaþarfa deildarstjórans. Þess vegna hlýtur að verða spurt: Hverjir nutu góðs af nægtaborði deildar- stjórans? Þeirri spurningu hefur enn ekki verið svarað, en einn maður hefur þó gefið sig fram, og greint frá þvi i blaðaviðtölum, að einmitt hann hafi reyndar notið mola af nægtaborðinu, þ.e. „persónulegrar lána- .fyrirgreiðslu” hjá hinum handtekna deildarstjóra Landsbankans. Hér er um að ræða formann stærsta stjórnmálafélags Sjálfstæðisflokksins, Landsmálafélagsins Varðar i Reykjavik, en maðurinn er jafnframt formaður þeirr- ar nefndar, sem nú vinnur að vali og röðun manna á framboðslista Sjálfstæðisflokks- ins i Reykjavik i komandi alþingiskosn- ingum. Formaður Varðar lætur hafa það eftir sér i blöðum, að hann hafi haldið að þessi „fyrirgreiðslustarfsemi” hins handtekna deildarstjóra hafi verið óviðkomandi mál- efnum Landsbankans, og i blaðaviðtali s.l. föstudag ber formaður Varðar til baka all- ar fréttir um það, að hann hafi þurft að greiða óeðlilega háa vexti hjá „einka- banka” deildarstjórans! Hvað er hér eiginlega á ferðinni? Hvers vegna sá hinn handtekni deildar- stjóri ástæðu til að veita einmitt formanni Varðar „persónulega lánafyrirgreiðslu”? Dettur nokkrum manni i hug að slik „persónuleg lánafyrirgreiðsla” einstakra deildarstjóra Landsbankans geti sam- ræmst starfi þeirra hjá bankanum? Dettur nokkrum manni i hug, að formaður stærsta stjórnmálafélags Sjálfstæðis- flokksins, alkunnur umsvifamaður úr fjármálaheiminum, hafi verið svo ein- faldur að imynda sér, að hér væri lögmæt starfsemi á ferð? Vist ekki. Þjóðviljinn hefur leyft sér að krefjast skýringa á tengslum formanns Varðar viö nægtaborð hins handtekna deildarstjóra, og þessi krafa er ekki borin fram að tilefnislausu, þvi að sjálfur hefur formaður Varðar upplýst á opinberum vettvangi, að hann hafi notið þaðan „per- sónulegrar lánafyrirgreiðslu. ’ ’ Slika kröfu kallar Morgunblaðið hins vegar „forneskjublaðamennsku”, og seg- ir að Þ jóðviljinn sé að setja „ógæfu manna og mistök” á pólitiska vog. Sem sagt: Ef deildarstjóri Landsbank- ans dregur sér tugi miljóna með ólögmæt- urn hætti og útdeilir siðan til formanns Varðarfélagsins og annarra vildarvina á grundvelli „persónulegrar fyrirgreiðslu”, — þá eru þetta bara „ógæfa og mistök”, sem helst ekki má tala um i blöðum!! Það má ekki trufla þá i starfi sem eru að raða þeim Albert og Geir, Gunnari og Ragnhildi, Friðrik Sophussyni og Pétri upp á framboðslista Sjálfstæðisflokksins i næstu þingkosningum. Kjörnefndin og formaður hennar verða að hafa frið! Þvilikt pólitiskt siðgæði! Þvilikt svart- nætti spillingar i innsta hring stærsta stjórnmálaflokks þjóðarinnar!! Er allur Sjálfstæðisflokkurinn, öll islensk borgarastétt orðin samdauna þvi fjármálasiðgæði, sem fram kemur i yfir- lýsingum formanns Varðarfélagsins? Ætlar forsætisráðherra landsins að þiggja sæti sitt á framboðslista Sjálf- stæðisflokksins úr hendi fyrrverandi framkvæmdastjóra Dósagerðarinnar og núverandi forstjóra Hafskip? Á bófafélag að ráða mönnum i næstu rikisstjórn? —k. Mikil sprenging í Sibiriu fyrír 70 árum Hlýtur að hafa verið halastjarna ,/Túnguskaloftsteinn- inn.... var risastór snjó- og rykbolti," sagði dr. Georgi Petrov, félagi i sovésku vísindaakademíunni fyrir tveim árum. Nýjustu heimildir benda þó til ann- ars. Sumarið 1976 fór nýr rannsóknarleiðangur til þess staðar þar sem þetta dularfulla jarðrask átti sér stað og stundaði rannsókn- ir þarna í frumskóginum í tvö mánuði. Gagnstætt öll- um fyrri tilgátum komust vísindamennirnir að þeirri niðurstöðu, að þarna hlyti að hafa verið um hala- stjörnu að ræða. Um kl. 7 aö morgni eftir staöar- tima, 30. júnf 1908, kom geim- iikaminn i andrúmsloft jaröar I grennd viö fljótiö Nizjanajaja Tunguska i Siberiu og sprakk yfir yfirboröi jaröar. Sprengingin varaöi a.m.k. fimmtung úr sekúndu, olli gifurlegu jaröraski og felldi tré á um 2200 ferkilö- metra svæöi. Hún olli og jarö- skjálftum sem skráöir voru I Irkútsk, Tasjkent, Tbilisi og Potsdam. Sprengingunni fylgdi ljósglammpi sem sást 1 hundruö kilómetra fjarlægö og orsakaöi mikla skógarelda. Atburöurinn i frumskógum Siberiu var ekki hinn eini heldur hinn mesti i röö óvenjulegra jarö- elisfræöilegra atburöa áriö 1908. Ýmis ljósfyrirbrigöi i andrúms- loftinu hófust nokkrum dögum fyrir atburöinn I Tunguska og stóöu yfir i meira en mánuö eftir hann.: Lýsandi næturský ljósblik Vísindi i ljósaskiptunum, mikil birta i dögun og ýmislegt fleira. Ýmsir leiðangrar Rannsóknarleiöangur, sem geröur var út til Tunguska á þriöja áratugnum undir forustu Leonid Kulik, sem var kunnur loftsteinafræöingur, fam, sprengjugiga þarna i mómýrinni, sem voru allt upp i nokkrir metr- ar i þvermál. Kulik áleit aö þeir heföu myndast af regni loft- steinabrota. Viö gröft i gigunum og segulmagnsrannsóknir fund- ust þó engin slik loftsteinabrot. Svo virtist sem þessi risavaxni gestur utan úr geimnum heföi á dularfuilan hátt faliö öl! merki um komu sina og rnanninum myndi aldrei takast aö afhjúpa leyndardóminn. Arfö 1958 rannsakaöi leiöangur frá sovésku visindaakademlunni samsetningu jarövegsins á sprengingarstaönum I þvi skyni aö reyna aö finna duftkenndar agnir úr loftsteininum. En þaö fannst ekki ein einasta slik ögn. Leiöangursmenn komust aö þeirri niöurstööu, aö skógurinn heföi eyöst af einhverjum öörum orsökum en hrapi venjulegs loft- steins sem myndar sprengigig. Ariö 1959 framkvæmdi leiöang- ur frá háskólanum i Tomsk mjög nákvæmar segulmagnsmælingar i gigunum og mýrunum. Kannaöi leiöangurinn hæöirnar umhverfis sprengingarstaöinn og leitaöi þar málma. Siöan hefur á hverju sumri far- iö leiöangur frá þessum háskóla til þess aö rannsaka þetta frum- skógalendi, sem svo erfitt er aö- göngu. Hafa mörg sovésk vis- indafélög veitt Siberlumönnum aöstoö viö þessar rannsóknir. ötular rannsóknir, sem fram- kvæmdar hafa veriö aö undan- förnu og sameiginleg starfsemi eölisfræöinga, efnafræöinga, stjarnfræöinga, stæröfræöinga, liffræöinga og margra annarra visindamanna hafa skapaö inn- sýn I hin fjölþættu fyrirbæri sem áttu sér staö samfara flugi og eyöingu þessa gests utan úr geimnum. Efnisagnir Rannsóknir, sem dr. Georgi Petrov og aöstoöarmenn hans geröu, hafa leitt I ljós, aö efni þessa geimlfkama hafa eyöst fljótt, og þar sem mikil gufa haföi myndast I andrúmsloftinu fyrir framan geimlikamann á flugi hans, þá sprungu þau og dreiföust t. ■ jj'utía (&■<&# út t andrúmsloftiö. Siöan þéttust þau I smákúlur, sem dreiföust yf- ir stórt landsvæöi. Þessi kenning var lögö til grundvallar viö leit aö efnum úr geimlikamanum sem sprakk. En hvernig er hægt aö finna ör- smáar loftsteinaagnir á svo viö- áttumiklu svæöi? Visindamenn i Tomsk fundu eftirfarandi aöferö: I staö þess aö leita i jaröveginum skyldi leita þeirra i sveröi mó- mýranna sem draga til sin stein- efni úr sjálfu andrúmsloftinu. Þannig atvikaöist þaö aö bráönaöar silikatagnir, 800 mikron aö stærö, fundust I svaröarlögum, sem myndast höföu áriö 1908. Nákvæmar rann- sókn á þessum „glerjuöu” ögn- um leiddi til fundar margra sjald- Framhald á 18. siöu

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.