Þjóðviljinn - 08.01.1978, Qupperneq 7

Þjóðviljinn - 08.01.1978, Qupperneq 7
Sunnudagur 8. janitar 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7 Barnsfæðingar f iðnrikjum: Viökoma nær ekki endurnýjun Af ýmsum átæðum hefur mjög dregið úr viðkomu i ýmsum þróuðum iðnrikjum að undanförnu. Aukinn þáttur kvenna á vinnumarkaði, betri getn- aðarvarnir og rýmri fóstureyðingarlöggjöf — eru allt þættir sem haf a stefnt þróuninni i þessa átt — að viðbættu atvinnuleysi og ugg um framtiðina, sem hefur viða gert vart við sig. A árinu 1976 voru dauðsföll fleiri en fæðingar i ýmsum lönd- um. I Vestur-Þýskalandi voru dauðsföll 130.000 fleiri en barns- fæðingar.i Austurriki var munur- inn 8.000 og 4.000 i Bretlandi. Fæðingartala er þó viða nokkuð á uppleið, t.d. bæði i Austur-Þýska- landi og Frakklandi, en þar er bú- ist við að fólki hafi f jölgað um 215 þúsundir á árinu 1977. Samanburður á fæðingum og dauðsföllum er kannski ekki besti mælikvarðiá viðkomu meðal ein- stakra þjóða. Areiðanlegri er tal- inn svonefndur endurnýjunar- mælikvarði. Hann tekur mið af þvi, að 100 konur á barneignar- aldri (15-45 ára) þurfi að eignast að meðaltali 208 börn til þess að I allmörgum iðnrlkjum er fæöingartala orðin mjög lág. hver kynslóð sé endurnýjuö eftir 28 ár (sem er meðalfæðingarald- ur kvenna). Samkvæmt meðaltölum hvers árs eru allmargar þjóðir fyrir neðan þetta endurnýjunarstig. Frakkar hafa á árunum 1970 til 1977 fariö Ur 246 (börn pr. 100 konur) niður i 186. Englendingar úr 242 i 172. Bandarikjamenn úr 250 niður i 176, Austur-Þýskaland úr 220 i 183 og Vestur-Þýskaland úr 201 i 144. Carter vill tvöfalda kola- framleiöslu Jimmy Carterer að reyna að fá landa sina til að spara orku og breyta orkuneyslu sinni. Eitt þaö helsta i tillögum hans um orku- mál sem þingið fjallar um felur einmitt i sér helmings aukningu á framleiðslu kola á næstu tlu ár- um. Það hlaut að koma að þvi, þvi að Bandarikin eru kolaauðugasta land I heimi. Kol eru 90% af hefð- bundnum orkubirgðum landsins. Ef að illa fer ætti að vera hægt aö láta landið ganga fyrir kolum i hundrað ár, að minnsta kosti fræðilega séð. Kol eru ódýr, en bara þar sem þau liggja. Það kostar mikið að vinna þau bæði i umhverfistjóni og manntjóni. Bandariskar kola- námur eru nefnilega þær hættu- legustu og mannskæðustu á Vesturlöndum. Það er dýrara aö flytja kol langar leiðir en nokkra aðra orku. AUGLYSINGASTOFA KRISTINAR 31.1 SKIMFÉLAGIÐ BIFRÖST HF Skrifstofur: Klapparstíg 29. Símar 29066 og 29073 Umboðsmaður í USA: Hansen and Tideman Inc. Suite 1627, ONE WORLDTRADECENTER, NewYork, N. Y. 10048. Sími 432-1910 Afgreiðsla í Norfolk: Capes Shipping Agencies Inc. 1128 West Olney Road, Norfolk, Virginia 23507 Símar (804) 625-3658, /59 oq /50 oa(804) 627-2966 oa /67. Telex 823-476 A HJOUIMYFIR HAFIÐ M.S. Bifröst er fyrsta íslenska milli- landaskipið af Ro-Ro gerð, en það er skammstöfun fyrir Roll on/Roll off þ.e. ekið í og úr. Auk bílaflutninga er ætlunin aðflytja í hverri ferð ákveðinn fjölda flutningavagna (trailers) og gáma. Flutningavagnarnir koma akandi um borð með vöruna beint frá framleiðslu- stað. Þeim er síðan ekið í land til móttakanda með vöruna innanborðs. Með þessum hætti, auk gáma, má flytja alla algenga stykkjavöru stóra sem smáa. Og ekki síður ferskar, kældar eða frystar sjávar- og landbúnaðarafurðir beint til móttakanda hérlendis eða erlendis. Hagkvæmni flutninganna eykst í hvívetna. Lestunar-og losunartímistyttist að mun, og vörumeðferð batnar, því hvergi er um umskipun að ræða. Leitið upplýsinga um ferðir og fyrirkomulag á skrifstofu okkar. Aætlun M.S. Bifrastar Frá Hafnarfirði Frá Norfolk 16. janúar 26. janúar 6. febrúar 17. febrúar 1. mars 13. mars 24. mars 5. apríl 16. apríl

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.