Þjóðviljinn - 08.01.1978, Side 20
DJQÐVIUINN
Sunnudagur 8. janúar 1978
Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20.mánudaga til föstu-
daga, kl. 9-12 á laugardögum og suiinudögum.
Utan þessa tima er hægt aö ná i blaðamenn og aöra starfs-
menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527,
81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348.
81333
Einnig skal bent á beima-
sima starfsmanna undir
nafni Þjööviljans I sima- -
skrá.
A fundi umhverfismálaráðs
Reykjavikurborgar 28. desember
sl. var eindregið mæltmeð þvi, að
húsið verði þegiö og flutt á Arbæj-
arsafnssvæðiö. A fundinum var
einnig lögð fram umsögn minja-
varðar um ástand hússins og sögu
þess.svoog áætlun um kostnað af
flutningi hússins , að Arbæjar-
safni.
Hinn 3. janúar var samþykkt i
borgarráði að þiggja húsið og
verðurþaðfluttfyrirl. júni nk. Af
þessu tilefni ræddi blaðið við
Nönnu Hermannsson, minjavörð
borgarinnar. Nanna sagöiaðhús-
ið hefði verið bústaður læknis og
starfsfólks og verið byggt um leið
og gámli Kleppsspitalinn árið
1907. Gamla spitalabyggingin var
rifin i fyrra og endurbyggt var
svo nálægt „prófessorshúsinu",
aö þaö þarf að fjarlægja vegna
eldhættu.
Aætlað er að reyna að flytja
húsið i heilu lagi og nota það fyrir
sýningarhúsnæöi i Arbæ, en mik-
ill skortur er á auknu sýningar-
húsnæði fyrir safnið. Húsið verð-
ur flutt þegar gerður hefur verið
kjallari undir þaö uppi i Arbæ.
Nanna sagði að húsið virtist
vera i ágætu ástandi. Þetta er
nokkuö stórt og fallegt hús, tvær
hæðir og ris. Húsið er 12 x 9 m aö
ummáli. Eins og fyrr segir var
húsið notaö sem ibúðarhús, en á
Kynþátta-
kúgun
veldur
beinlínis
geðveiki
Sjö þúsund svartir menn deyja
af völdum ofbeldisverka ýmis-
konarí Suöur-Afriku á ári hverju.
Þrjár miljónir þeirra hafa veriö
hraktar frá heimilum sinum og
neyddar til aö setjast að á sérstök
um svæöum sem hvita stjórnin
ætlar þjóö þeirra. Hálf m iljón er
á ári hverju dæmd fyrir brot á
lögum kynþáttakúgaranna uin
vegabréf.
Þetta „fjandsamlega um-
hverfi” hefur valdið mikilli aukn-
ingu geðtruflana að þvi er segir i
fréttabréfi WHO, Alþjóðlegu heil-
brigðismálastofnunarinnar.
Timaritið skýrir frá þvi að um
40miljónir manna viðsvegar um
heiminn þjáist af alvarlegri geð-
veiki án þess að hafa aðgang að
sæmilegri meðferð. En ritið segir
og að jafnvel enn alvarlegri séu
„mildari” form andlegra trufl-
ana, sem taka á sig form sjálfs-
morðstilhneiginga, alvarlegs
þunglyndis og drykkjusýki.
Orsakir þessa eru venjulega fé-
lagslegar. í Suður-Afríku eiga
þær rætur að rekja til þess að
„meirihluti ibúanna verður fyrir
þungu álagi fjandsamlegs
streituumhverfis ”.
Kynþáttakúgunin gerir bæöi að
útbreiða geðveiki og sjá til þess
aö hinum s júku sé litt sinnt. 1 Suö-
ur-Afriku er engan svartan geð-
sjúkdómafræðing að finna. Af um
Framhald á is. siðu.
'é
w* m
' v.\
A
Happdrætíi má haga á
marga vegu. Hafa iáa héa
vinninga e5a margs smærn
sem koma sér þó-vsl.
Við höllumst að þeirri
skipsn. En félium þó i
freistrai að bjóða Mereeóez
Benz 250 - að verðmæii
yfir 5 milijónir krona -
sem aukavinning i júni. Og
heila og hálfa milljon sem
hæstu vinninga i hverjum
mánudi. En alls eru vinn-
ingar 18.750 og faila á
fjórda hvern miða i ár.
Það kostar aðeins 600 kr. á
manuði að gera eiíthvað
i þvi aö fjöíga happadögum
sfnum i ér.
HappdræTtlsárið 1978 - Happaáriö-þitt?
«Ér
„Prófessorshúsið”
flutt í Árbæjarsafn
Stjórnarnefnd rikis-
spitalanna hefur nýlega
boðist til að gefa Árbæj-
arsafni svonefnt „pró-
fessorshús” Kleppsspit-
alans. Húsið er byggt
árið 1907 og teiknað af
Rögnvaldi ólafssyni
arkitekt.
siðari árum hefur það verið notað
fyrir rafmagnsverkstæði og skrif-
stofur. Þórður Sveinsson yfir-
læknir á Kleppi bjó þar lengi
ásamt fleira starfsfólki spitalans.
Hefðbundið snið er á húsinu, og
sagði Nanna að áþekk hús hefðu
verið byggð um þetta leyti og sið-
ar t.d. i Danmörku og Sviþjóð,
bæði sem einbýlishús og fyrir
stofnanir. Rögnvaldur ólafsson,
sem teiknaði húsið, var fyrsti
menntaði arkitektinn hér á landi
og hann kom heim frá námi i
Danmörku árið 1904.
Lita má á húsið sem minnis-
varða um Rögnvald Ólafsson og
húsagerð þess tima er hann var
uppi, og ennfremur þann áfanga
sem var náð i sjúkrahúsmálum
með byggingu spitalans á Kleppi.
„Prófessorshúsið” hefur þvi ótvi-
rætt varðveislugildi.
— eös
m
Noröurhllö ,,prófessorshdsslns” á Kleppi, sem Uutt veröur upp I Ar-
bæ á næstunni.