Þjóðviljinn - 08.01.1978, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 8. janiíar 1978
Sunnudagur 8. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA II
Unnur Pálsdóttlr forstöóukona Lága byggingin er Dvalarheimili aldrafta I Hraunbúóum á Heimaey.
Lítil heimili betri en
stórar stofnanir
Nýtt dvalarheimili aldr-
aðra í Vestmannaeyjum,
sem vígt var í október 1974,
er nú fullsetið. Þar er 41
vistmaður. Húsið var að
mestu leyti reist fyrir
gjafafé frá Norðurlöndum
og er ákaflega bjart, rúm-
gott og fullkomið. Það
heitir Hraunbúðir og er
vestarlega á Heimaey.
Skömmu fyrir jól var
blaðamaður á ferð í Vest-
mannaeyjum og notaði þá
tækifærið til að heimsækja
heimilið. Forstöðukonan,
Unnur Pálsdóttir, tók hon-
um alúðlega, sýndi honum
það hátt og lágt og bauð
upp á kaffi.
— Hér var elliheimili áöur,
Unnur?
— Já, það var austur á eyjunni
og er nú mörg hundruð metra
undir hrauni. Það hét Skálholt og
rúmaði 21 vistmann eða helmingi
færri en hér eru nú. Skálholt var
upphaflega reist sem ibúöarhús
en var árið 1950 tekið undir elli-
heimili.
— Er ekki mikill munur að fá
þetta nýja heimiii?
— Þó að gamla húsið hafi að
mörgu leyti verið hlýlegt og gott
hús, þá er þetta auðvitað miklu
haganlegra og fullkomnara. Hér
er allt á einni hæð og úthugsað,
breiðar dyr, engir þröskuldar, svo
aö éitthvað séð nefnt. Ég er alltaf
að sjá betur og betur hversu út-
hugsað þaö er i hverju smáatriði.
— Hver teiknaði?
— Teikningin kemur frá Kaup-
mannahöfn, en arkitektinn er
samt sem áður islenskur, heitir
Hilmar Björnsson og býr þar.
— Eru hér fyrst og fremst eins
manns herbergi?
— Hér eru eingöngu eins
manns eða tveggja manna her-
bergi. Þau eru stór og rúmgóð og
klósett og sturta á hverju einasta
herbergi. 1 hvorum enda hússins
eru setustofur, en borðstofa og
eldhús í miðju. 011 einbýlin eru
norðanmegin og tvibýlin sunnan
megin.
— Er mikil aðsókn á heimilið?
— Við höfum getað sinnt öllum
umsóknum sem enn hafa borist.
— Getur fólkið haft eitthvað
fyrir stafni hér?
— Við erum farin að föndra af
krafti og er mikil þátttaka i þvi.
Ýmis kvenfélög og klúbbar ann-
ast skemmtanir og skemmtiferð-
ir með fólkiö og er það vel þegiö.
Svo er spilað og horft á sjónvarp
og hlustaö á útvarp.
— Er starfsfólk nógu margt
hér?
— Hér eru 7 heilsdagsstúlkur
og 3 hálfsdags og i eldhúsinu er
auk þess ráðskona með tvær
hálfsdagsstúlkur. Starfsfólkið má
ekki færra vera. Það er mjög
mikilvægt að annast vel um þetta
gamla fólk og lifga það upp. Sumt
af þvi er svo viðkvæmt. Ég held
að svona litil heimili séu miklu
betri en stóru stofnanirnar i
Reykjavik.
— GFr
Rabbad vid UNNI PÁLSDOTTUR forstöðumann
Brynjólfur Einarssen
bátasmiður býr ásamt
konu sinni, Hrefnu Hálf-
dánardóttur, á dvalar-
heimili aldraðra i Hraun-
búðum. Þau hafa þar rúm-
gott herbergi ásamt sal-
erni og sturtu. Auk þess
hefur Brynjólfur aðstöðu í
kjallara hússins fyrir
smíðaáhöld sín. Blaða-
maður sest inn til Bryn-
jólfs og spjallar við hann
um hríð.
— Hvernig likar þér hér á
heimilinu?
— Hér er ágætur aðbúnaður en
ég hefði hvergi siður vilja vera en
i Vestmannaeyjum. Ég er búinn
að vera i Eyjum i 45 ár og hafði
alltaf nóg að gera og aldrei látið
mér leiðast. Þegar ég sneri lykl-
inum að húsi minu gosnóttina létti
mér. Mér fannst að þarna gæti
komið punktur aftan við Vest-
mannaeyjakapítula minn. Hann
var orðinn það langur. En konan
min gat ekki hugsað sér vist neins
staðar annars staðar,og hér er ég
kominn á ný.
— Er langt siðan þú komst aft-
ur?
— Við komum hingað 11. mai
1975. Höfðum dvalið hjá syni okk-
ar i Hveragerði meðan á flóttan-
um stóð.
— Finnst þér mannlifið i Eyj-
um hafa breyst eftir gosið?
— Mannlifið er svipað nema
þær breytingar sem hefðu hvort
sem var átt sér stað. Vegalengdir
eru orðnar miklar. Menn komast
litið billausir.
— Hvernig er æviferill þinn?
— Ég er fæddur á Brekku i Lóni
7. júni 1903. Það var farið með
mig á stað þriggja vikna gamlan.
Skirður á Brú i Jökuldal, nánar
tiltekið var það sr. Þórarinn á
Valþjófsstað. Arsgamall var ég
fluttur á Fagradal i Vopnafirði.
Þar lærði ég að tala og sagði
fyrsta brandarann. Þriggja ára
tjáði
meður
berum
orðum
Rabbað við
Brynjólf Einarsson
bátasmið
gamlan var farið með mig inn i
Vopnafjarðarkaupstað. Stal þar
fyrsta blýantinum. Lengræ er ég
eiginlega ekki kominn.
Fluttist 7 ára til Eskifjarðar.
Gerði þar fyrstu skammarvisuna.
Fór þritugur til Vestmannaeyja
og hér hef ég ekki gert hundi
mein.
— Þú ert bátasmiður að mennt.
— Já, ég er bæði báta- og húsa-
smiður. En ég er einn af þessum
mönnum sem hef alltaf verið að
gefast upp. Fyrst var ég á sjó en
gafst upp vegna þess að ég var
sjóveikur alla tið. Um áramótin
1959/60 gafst ég upp við báta-
smiðarnar vegna þess að ég var
magaveikur.
Um stöðuval ég stöðugt óð
i villu,
til starfa sitthvað lærði þvi
og kann,
hef nú loks ég lent
á réttri hillu.
iabba um og rukka náungann.
— Þú hefur ort þessa?
— Já, ég hef búið til visur. Mig
langaði til að vera gullsmiður og
gera eitthvað fallegt og' ráða- þvi
sjálfur hvað ég geröi,en lenti svo i
þeirri grófustu iðnaðarmanna-
vinnu sem til var. Ég veit ekki
hvort það er skáldaæð i mér, en
við erum kjaftforir frændurnir.
Við Gunnar Ben.erum þremenn-
ingar og við Þórbergur lika. Ein-
ar Bragi gæti lýst mér manna
best. Hann er systursonur minn.
— Hefur þú fengist við að
skrifa?
— Nei, ég nenni ekki að skrifa.
Og ég hef vist enga nýtilega visu
gert um dagana sem gæti staðið
og er hættur að geta gert visu
núna.
Um visur minar helst er það
að hafa i minni:
Þær áttu við á einum stað
og einu sinni.
— Þessi gæti verið mottó fyrir
allar visur minar. Hún hefur viða
flogið. Eitt sinn fékk ég veikleika
i fótinn. Læknirinn sagði að mið-
fótarbeinið væri að raskast.
Ég fann til verkja i fætinum
að neðan
og fljótlega er læknir
hafði séð hann
mér hann tjáði
meður berum orðum
að miðfóturinn væri
að ganga úr skorðum.
Visur minar hafa þótt skrýtnar.
Ég hef stundum lent i vandræöum
með eitt orð eða tvö, og ypsilón
hefur lika gert mér skráveifu.
Þessa gerði ég þegar ég vann i
Lifrarsamlaginu:
Samhent er i Samlaginu
sa mstarfsliðið.
Vitt er þarna verkasviðið
og vantar ekki að nóg
er rytilðiö.
Einu sinni birtist visa eftir mig
i Timanum og var ekki alveg rétt
þó að einföld væri:
Fjandi fannst mér það skrýtið
að fá henni svona breytt.
Ilún færðist úr lagi litiö,
en lagaðist ekki neitt.
Svo gæti ég iátið þig heyra eina
almenns eðlis að lokum:
Þó menn striti þétt og jafnt
þurrki út dags- og næturskil
verður alltaf eitthvað samt
ógert sem mann langar til.
— GFr.
Hnýtt,
prjónað,
heklað
og
o
rýiað
Asmundúr Steimson renntomlður: Mlg langaði heim.
t fremri röð aitja þær Jóhanna Helga Jónsdóttir, Dagmey Einarsdóttir, Siguriaug Guðmundsdóttir og
Þórsteina Jóhannsdóttir. Fyrir aftan standa Inga Haraldsdóttir, Unnur Pálsdóttir forstöðukona
heimilisins og Hanna Þóröardóttir en þær Inga og Hanna leiðbeina i föndrinu.
Föndrað af kappi. Frá vinstri eru Jón ó. E. Jónsson Anna Eiriksdóttir, Ellsabet Guðbjörnsdóttir, Ragnheiður Jónsdóttir, Steingerður Jóhaaas
dóttir og Hrefna Hálfdanardöttir.
Föndurdeild Dvalar-
heimilis aldraðra í Vest-
mannaeyjum starfar nú af
fullum krafti undir leið-
sögn þeirra Ingu Haralds-
dóttur og Hönnu Þórðar-
dóttur. Þar ber mest á alla
vega saumi. Þar eru búin
til smirnateppi, rýjateppi
og þar er prjónað og hekl-
að. Prjónavél er til á heim-
ilinuog einnig vefstólar,en
þeir hafa ekki verið notað-
ir enn. Þá eru einnig gerð-
ar mósaíkmyndir og f leira
sem hér verður ekki nefnt.
Að sögn þeirra Ingu og
Hönnu er mikil þátttaka i
föndrinu. Blaðamaður
Þjóðviljansgekk þar inn og
hitti fólkið að máli.
Fyrstur verður á vegi hans As-
mundur Steinsson rennismiður
sem er að hnýta smirnateppi.
Hann er fæddur og uppalinn i
Vestmannaeyjum og segist ekki
una sér annars staðar en heima
hjá sér.— Ég var á Vifilsstöðum
og Reykjalundi i tvö ár eftir gosiö
en leiddist þar af þvi aö mig lang-
aði heim, segir Asmundur.
— Ég er uppalinn i miðbænum
hér á Heimaey og nú eru 12 metr-
ar af hrauni ofan á húsinu hans
pabba mins. Hann fluttist héðan
1929,en ég varö eftir. Maður þekk-
ir sig ekki hérna nú orðið þar sem
svo mörg hús eru alveg horfin. Ég
missti heilsuna tveimur mánuð-
um eftir gosið og er nú 75% ör-
yrki. Þegar tilkynnt var að ég ætti
að fá aö fara aftur til Eyja fór allt
á annan endann. Og ég get ekki
sagt annað en þaö allra, allra
besta um þetta heimili. Það er
lika allt annað lif siðan þetta
föndur byrjaði. Aður hafði maður
ekkert að gera. Nú bý ég til púða
og veggstykki og sendi til allra
heimshorna.
Blaðamaður talar við fleira fólk
þarna og allt er það mjög ánægt
með aðbúnaðinn. Þarna er t.d.
Dagmey Einarsdóttir, gamal-
kunnug úr verkalýðsbaráttunni.
Hún segir að margir muni aldrei
biöa bætur sálarlegra afleiðinga
gossins. „Annars er maður ekk-
ert að spekúlera i þessu lengur”,
segir hún. „Maður tekur lifinu
með ró það sem eftir er.” Þór-
steina Jóhannsdóttir segir: „Það
er búið sem var, og við erum af-
skaplega ánægð að vera hér”.
— GFr