Þjóðviljinn - 08.01.1978, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 8. janúar 1978
ÞÓRBERGUR og
sendinefndakerfið
Af hverju ætti Stalln aft hafa metra kaupT
Mikil hrifning
Kaufia hættan heitir eitt þeirra
binda I Ritsafni Þórbergs Þórðar-
sonar sem siðast kom út, það var
skömmu fyrir jól. Nafnið dregur
bindiö af bók eftir Þórberg sem út
kom 1935 og lýsir ferð hans til
Sovétrikjanna árið áður. tJr
þeirri ferð kom Þórbergur
stórhrifinn, sannfæröur um að
Sovetrikin væru komin ótrúlega
langt i þvi aö láta drauma alþyðu-
stétta um fyrirmyndarsósialisma
rætast. Satt að segja finnur hann
Sovétrikjunum varla annað til
foráttu en það að handbragð á
smárri iönaðarvöru sé enn ekki
nógu listrænt og aö Rússar séu of
einstrengislegir i sambandi við
eilifðarmál og það sem frá prest-
um kemur (sbr. bls. 143). Þetta
var hrifning sem Þórbergur býr
að lengi siðan. Feröalagiö 1934 er
forsenda annars efnis i bókinni,
en þaö eru greinar um alþjóöa-
mál, sem allar snúast um hlut-
verk Sovétrikjanna I heimi sam-
timans. Og málflutningur Þór-
bergs er einatt hinn skemmtileg-
asti i ferðasögunni, stundum allt
að þvi áfengur. Þrátt fyrir öll þau
skakkaföll sem heimsmynd
Sovétvina frá fjóröa áratugnum
hefur oröið fyrir siðan, en þau eru
mörg og stór.
En liklegast er samt, að Rauða
hættan sé I dag öðru fremur
kennslubók I þvi sem varast ber I
ferðalýsingum. Einkum þegar
lýst er feröum I þeim löndum sem
hafa komiö sér upp svonefndu
delegatsiukerfi. Delegatsia er
sendinefnd á rússnesku, enda
fundu Sovétmenn kerfið upp og
hafa beitt þviaf mikiili snilld. Nú
um sundir eru ferðalög til óska-
lands Þórbergs öll miklu greiðari
en fyrir 43 árum og upplýsinga-
streymi meira og margvlslegra
og menn ekki eins háðir sendi-
nefndafyrirkomulagi og áöur. En
lögmál delegatslukerfisins hafa
þá I verulegum mæli flust yfir á
annað eftirbyltingarriki — Kina.
Aö falla i gryfjur
Við gefum þvi ekki alltaf nægan
gaum, að ferðalangar sem vilja
stunda þá gömlu iðju að segja frá
þvi sem þeir sjá og heyra, eru I
raun i mjög misjafnri aöstöðu.
Ahugasamur og sæmilega
veraldarvanur feröalangur getur
náð drjúgum árangri jafnvel i
skammri reisu, ef hann er stadd-
ur i landi sem litið er deilt um,
vegna þess aö fáum dettur I hug
að lita á landiö sem sérstaka
fyrirmynd eða þá illt viti til varn-
aöar.
Margfallt erfiðari er staða hans
þegar hann kemur I riki, þar sem
gerð er meiriháttar tilraun I þjóö-
félagsmálum eins og I eftirbylt-
ingarlöndum. Astriður risa jafn-
an hátt út af sliku riki, og gestur-
inn er að jafnaöi fyrirfram trufl-
aður af andúð sinni eða samúð
með tilrauninni. Það er þá ekki
sist einlæg samúð manna t.d. með
sovéskri byltingu eða kfnverskri
sem getur gert þeim marga
skráveifu.
Samúðargestir, eins og Þór-
bergur var, átta sig ekki á þvi,
hverjar takmarkanir þeim eru
settar. Þeir mæta mikilli
gestrisni og vinsemd (sem auð-
vitað þarf alls ekki aö vera nein
uppgerð) og hvorutveggja slævir
hæfileika þeirra til gagnrýni. Og
þeir átta sig alls ekki á þvi, hve
margir möguleikar eru á þvi I
fremur lokuðu samfélagi aö stýra
augum þeirra og eyrum. Allra
sist skilja þeir hlutverk hinna
ágæta fylgdarmanna og túlka
sem ráöa lygilega miklu um það,
hvernig heildarmynd af landi og
þjóö verður hjá gestinum. Þarf
reyndar ekki „lokaö” samfélag
til — ef að gestur á I tungumála-
vandræðum þá eru ráð hans i
ótrúlega rikum mæli I hendi túlka
— hvar sem hann annars fer.
Þórbergur: margir hafa farib
svipaðar leiöir og hann geröi I
Rauðu hættunni
Röksemdir
velvildar
í Rauöu hættunni fellur Þór-
bergur Þóröarson, eins og svo
fjölmargir ágætir menn þess tlma
— kommúnistar, vinstrisinnar,
frjálslyndir — I flestar gryfjur
sendinefndakerfisins.
Hann dregur óspart ályktanir
af sjálfri velvild sinni i garð hinn-
ar sovésku tilraunar, og viröist
alls ekki taka eftir þvi hve oft
hann kemst út á hálan ís. Eitt
spaugilegasta dæmið um rökvisi
velvildarinnar eru vangaveltur
Þórbergs um það fyrirkomulag,
aö hafa sérstakar gjaldeyrisbúðir
(sem enn stendur meö miklum
blóma I Sovétrikjunum) Honum
finnst þetta reyndar óviöfelldiö.
En velvildin á sér margar smug-
ur. Þórbergur segir sem rétt er,
aö rússneskir peningar séu aö
heita verðlausir utan Ráðstjjórn-
arrikjanna. Og skýringin er þessi
„Þeir hafa gert þá verölausa af
ásettu ráöi, til þess að þeim veröi
ekki braskað út úr landinu”»:
Ansi er ég hræddur um að
Rússar sem læsu þetta mundu
glotta dapurlega yfir þessari
kenningu um þeirra gjaldeyris-
mál.
Astúö og
vinnugledi
Miklu algengari — bæöi þá og
siöar — er sú árátta gestsins, að
draga gifurlega viðtækar álykt-
anir af einstökum sjónhrifum.
Höfundur Rauðu hættunnar kem-
ur á sjúkrahús og hefur á svip-
stundu komist aö þeirri niður-
stöðu, aö viömót sovéskra lækna
sé þrungiö af „ástúðlegri
umhyggjusemi” i garö sjúkling-
anna og sé það eitthvað annaö en I
auðvaldslöndum (26) Af göngum
sinum Moskvu dregur hann þá
ályktun að hvergi sé unnið af
meiri vinnugleöi „Þar iðar allt af
lifi, starfi og áhuga” segir hann
(63). Undir lok dvalar sinnar hef-
ur hann komist að þvi, að
Sovétmönnum hafi tekist hvorki
meira né minna né aö skapa
„samræmi milli skynsemi og
tilfinninga” (137) þegnum öllum
til margeflds þroska.
Sannieikurínn er bfátt áfram
sá, aö alhæfingar af þessu tagi
ætti enginn maður að reyna við,
sem gistir ókunnugt land i 2-3 vik-
ur. Ekki heldur sa, sem siglir
undir öðrum formerkjum, fer til
dæmis niður I neðanjarðarbraut-
ina i Moskvu og kemur upp með
þá niðurstöðu, að Rússar séu upp
til hópa daufir I dálkinn og ógæfu-
samir á svipinn. Dæmiö er I raun
næsta einfalt. Menn hafa ekki rétt
til alhæfinga af þessu tagi, fyrr en
þeir hafa alllanga dvöl að baki I
landi og kunna máliö svo vel, að
það ber ekki á þvi aö þeir eru
útlendingar. Þá hefurðu bæði á
sjúkrahúsum og skólum og
biðröðum rekist á kurteisi og
elskusemi og einnig þumbara-
skap, mannfyrirlitningu og
stööuhroka — þá fyrst er ástæða
til aö þú getir eitthvað sagt um
anda jafnaðar og bræðaralags i
einu samfélagi eða þá vinnugleði.
Lygar og hálflygar
Velvild gestsins gerir það og aö
verkum, aö hann áttar sig ekki á
þvi þegar logið er upp I opið geðið
á honum. Þegar hann t.d. segir
„Æðstu embættismenn rikisins
hafa ekki hærra kaup og búa ekki
rikulegar en algengir verka-
menn” (139) þá er hér um að
ræða blákalda lýgi og ekkert
annað — jafnvel þótt áriö 1934
hafi enn eimt nokkuö eftir af viö-
leitni Lenins til aö koma i veg
fyrir myndun nýrra forréttinda-
hópa. Nokkrum árum siöar var
svo ástandið orðiö mun verra I
þessum efnum, og stúdent sem
kom til Moskvu 1954 fékk að
heyra það i hagfræðilegum fyrir-
lestrum að „útjöfnunarstefna” I
tekjum væri skaöleg vitleysa.
Oftar virkar sendinefndakerfiö
þó þannig, að gesturinn er látinn
taka einhver einstök fyrir-
myndardæmi sem algild. Hér er
full ástæða til að vikja aö kaflan-
um um dómstóla og réttarfar.
Þórbergur fær þá hugmynd, að I
Sovétrikjunum sé búiö aö finna
mjög virkar og mannúölegar leið-
ir til aö bæta afbrotamenn og
koma þeim aftur inn I samfélagið.
Og vist unnu mjög merkir
hugsjónamenn eftir byltingu aö
þvi að endurhæfa afbrota-
unglinga borgarastriðsins
(Makarenko ofl). Ariö 1934 eimir
enn eftir af þeim skóla, sem
byggir á trausti I garð afbrota-
manna. En það sem þá þegar og
fyrr er orðið rlkjandi þáttur I
sovésku réttarfari er sú afstaða,
að samfélagiö skuli hefna sin á
afbrotamönnum meö ströngum
refsingum, striti og illum aðbún-
aði — einnig hinum opinberu
fyrirmælum i þá átt fjölgaöi mjög
mikiö á árinu sem Rauöa hættan
kom út (ef nokkur hefði nennt að
kynna sér það). I ljósi þeirra
„hreinsana” sem eru aö fara af
staðum þetta leyti verða ummæli
eins og þessi að dapurlegum
öfugmælum „í Sovétlýðveldunum
eru fangarnir svo að segja frjálsir
menn. Það er varast að láta þá
finna að þeir séu fangar” (117).
Allir á sömu slóöum
Gestir sendinefndakerfisins
átta sig ekki heldur á þvi, að þeg-
ar allt er lagt saman eru þeir allir
að skoöa fremur fá fyrirtæki eöa
stofnanir i fáum borgum. Þór-
bergur gerir sjálfur grin að þeirri
hugmynd þegar hann kemur I
Stallnbilaverksmiðjurnar I
Moskvu (sem núna eru kenndar
við Likhatjsof), að nú hafi Stalin
látið kokkinn bæta matseðilinn
hjá verkafólki þennan dag til aö
blekkja „þá sósialdemókratisku
skepnu, félaga Tordarson” (59).
Það er þvl miöur meira satt I
þessu en Þórbergur hélt. Moskva
hefur alltaf haft miklu meira aö
éta en aðrar borgir landsins, og
nefndar bilaverksmiöjur hafa
haft miklu betri þjónustu við
starfsfólkið en flestar aðrar.
Enda hafa þær alltaf verið ofar-
lega á lista i sendinefndakerfinu.
Ég get sagt frá þvi til gamans, að
þegar ég ætlaði aldarfjóröungi
siöar að skrifa fyrir Þjóöviljann
samantekt um hlutverk verklýös-
félags I verksmiðju og lagöi inn
pöntun þar að lútandi hjá opin-
berri stjórnarnefnd — þá var mér
einmitt visaö á bilaverksmiöjurn-
ar I Moskvu.
Aö kunna að spyrja
Eitt er það sem gestir sendi-
nefndakerfisins ekki vita, og það
er það, að þeir kunna ekki að
spyrja réttra spurninga. Þór-
bergur spyr til dæmis leiösögu-
mann sinn aö þvi, hvort Stalin
hafi ekki hærra kaup en algengur
verkamaður og fær svariö: „Nei,
hvers vegna ætti hann aö hafa
það”. Hér vantar gestinn
vitneskju um það, að þegar komið
er að mönnum i æöstu stjórn
landsins eins og Stalin þá skipti
ekki miklu máli hvað þeir fengu I
kaup. Einfaldlega vegna þess, að
það fólk þurfti ekki að kaupa
neitt. Fyrir þvi fólki er kommún-
isminn byrjaður, eins og
rússneskir kunningjar minir
segja stundum og glotta viö tönn:
Það hefur „eftir þörfum”.
Þaö sem
jákvætt var
Þessi samantekt er eins og
menn sjá fyrstogfremst gagnrýni
á sendinefndakerfið svonefnda.
Þar með er ekki sagt, aö Rauða
hættan hafi verið tóm vitleysa.
Auðvitað voru ærnar ástæður til
aö láta I ljós hrifningu á meiri-
háttar efnahagslegum framför-
um/á almennri fræðslubyltingu,
á ýmiskonar þjónustu við börn, á
þvi að atvinnuleysi var úr sögunni
i Sovétrikjunum á þessum
kreppuárum. Og árið 1934 mátti
alveg vafalaust taka eftir einlægu
kappi og áhuga ungra manna sem
höfðu verið settir til að stýra
fyrirtækjum og stofnunum fyrstu
fimm ára áætlananna — enn var
nokkuð I það aö þögn og ótti
áranna 1936-38 læsist um þjóðlifið.
Og það kemur einnig mjög skýrt
fram hjá Þórbergi undir lok bók-
arinnar, hvað það er sem I raun
ræður mestu um hina miklu og
umburðarlyndu trú áratugsins á
hina sovésku tilraun. Þaö var
fasismahættan. Sú geigvænlega
hætta gerði trú á Sovétrlkin að
einskonar nauðhyggju mörgum
góðum mönnum. Og það er ekki
hvað slst hatursáróöur fasista og
hálffasista gegn öllu þvi sem
sóslalisma tengist, sem Þórberg-
ur hefur sér að vopni — hann lik-
ist mörgum öðrum höfundum I
þvi, að með þvi að draga fram
það fáránlegasta i þeim staðhæf-
ingum eins og losar hann sig und-
an raunsæislegri úttekt á málum.
Arni Bergmann.
SUNNUDAGSPISTILL
EFTIR ARNA BERGMANN