Þjóðviljinn - 14.01.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 14.01.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. janúar 1978 AF PRÚÐULEIKURUNUM Sjónvarpið hefur, einhverra hluta vegna, lagt sig fram um að hafa spaugilega dagskrá á skjánum á föstudögum. Þannig hefur til dæmis brúðuleikhúsið,,Prúðuleikararnir" hlotið þann heiðurssess að koma f ram á föstu- dagskvöldum, en þeir eru tvímælalaust mesta augna- og eyrnagaman landsmanna. ,,Prúðu- leikararnir" koma fólki nefnilega í gott skap með þvi að vera spaugsamir, fyndnir og skemmtilegir. Þegar ,, Prúðuleikararnir" eru ekki á skjánum, gætir sjónvarpið þess jafnan að haf a eitthvað ámóta f yndið og skemmtilegt í staðinn, eins og til dæmis föstudaginn annan eð var, en þá bauð sjónvarpið uppá lang-ást- sælasta og skemmtilegasta ,,kætil" þjóðarinn- ar, sjálfan Ömar Ragnarsson, stjórna umræðuþætti og ræða við nokkra af f yndnustu mönnum þjóðarinnar í þætti sem f jallaði um banka, bankastarfsemi og bankarán almennt á víðum grundvelli. í staðinn fyrir „Prúðu- leikarana" Kermit, Fossí, Ameríska örninn, Svínku og ófreskjuna sem allt étur, komu á skjáinn, auk Ömars, endurskoðendur, Heim- dellingur og ritstjóri, en eins og í „Prúðuleik- urunum", kom fram í eigin gervi og með holdi og blóði einn af vinsælustu skemmtikröftum þjóðarinnar þessa dagana, einn af aðalbanka- stjórum Landsbanka Islands, og tók númer og sagði brandara. Þessi þáttur var á skjánum af því tilefni, að mjög broslegt bankamál er á döf inni um þess- ar mundir, en komið hefur í Ijós að tugir eða réttara sagt hundruð miljóna hinnar óvirðu- legu íslensku krónu hafa einhvern veginn lekið eftir vitlausum og óvirðulegum farvegum eitthvað útí buskann. Nú er orðið svo langt um liðið síðan þáttur- inn var í sjónvarpinu, að ég verð að rif ja hann upp, eftir minni. „Kætillinn" byrjaði á því að tala um banka svona almennt; þeir væru um f jögurhundruð ára gamalt fyrirbæri og að þeim hefði upp- haflega verið ætlað það hlutskipti að geyma peninga, svo að þjófar næðu ekki í þá og að margir væru þeirrar skoðunar að slíkt væri enn hlutverk banka, þó að starfsvið þeirra væri orðið mun f jölþættara en í upphaf i. En til að geta innt það f lókna verkefni af hendi (að passa peninga) hefur löngum orðið að leggja áherslu á nokkur atriði, með hliðsjón af því, hvað mannskepnan er í eðli sinu ófróm. Til dæmis verða landsfeður að sjá um að þjófóttir bankastjórar veljist ekki til starfa í stærri bönkunum, bankastjórarnir verða síðan að gæta þess að undirsátarnir séu ekki líklegir til að vera úr hófi fram þjófóttir. Þá gefur auga leið að deildarstjórar vilja helst ekki hafa mjög þjófóttar undirtyllur, og aldrei er ráðinn svo gjaidkeri að fingurnir á honum hafi ekki áður verið mældir með tommustokk, enda raunar eitt af höf uðprinsípum allra banka að láta blækurnar aldrei nálægt seðlum koma. Fortíð sendisveina er jafnan rannsökuð áður en þeir eru ráðnir til starfa, og eru þá gamlir róf uþjófar og rifsberja að öðru jöfnu vonlaus- ir um starf. Hér eru sem sagt allir hugsanlegir varnagl- ar slegnir, en við þetta bætist, að þótt allir sem i bankanum vinna, séu rummungsþjófar (en slíkt er aðeins fræðilegur möguleiki), þá er gengið þannig frá öllum endum og hnútum að engu er hægt að stela og meira að segja heil deild — endurskoðunardeildin — í því að koma þjófnaði upp,um leið og hann er framinn. Bankayfirvöldum er Ijóst, að með oss öllum dauðlegum mönnum blundar nokkur þjófur, og þess vegna gætir bankinn þess vandlega að qera starf sfólkinu eins erf itt fyrir og hugsast getur að stela úr eigin hendi. Stundum tekst þetta og stundum ekki, eins og gengur. I Kína voru það um aldaraðir lög, að saknæmara væri að láta stela f rá sér en að stela. Svipaður mórall mun vera í bönkum. Þess vegna eru bankastjórar Landsbanka Islands ákaflega sakbitnir þessa dagana. Fjölmiðlar hafa að undanförnu smjattað úr hófi fram á Landsbankamálinu, og er það miður, jafn hvimleitt og það hlýtur að vera fyrir marga. Það er óþarfi að særa fólk að óþörfu. En vegna áhuga fjölmiðla á öllu því sem miður fer hjá meðbróðurnum, hefur ver- ið boðið upp á þetta gamanefni í sjónvarpinu. Nú tók bankastjórinn smá-númer, eins og í ,,Prúðuleikurnum", og sagði: „Svona lagað á ekki að geta gerst", og kætillinn gaf upp bolt- ann til þess að bankastjórinn gæti sagt fleiri brandara og fór að tala um endurskoðunar- deildina. „Já, endurskoðunardeildin á einmitt að stemma stigu við bankaránum innanf rá, en síðan við fengum tölvu í bankann, hefur end- urskoðunardeildin átt svo annríkt að fylgjast með athæfi hennar, að ekki hefur unnist tími til að fylgjast með umsvifum annarra starfs- krafta". (Það væri nú til að kóróna grínið ef upp kæmist að Róbótinn í Landsbankanum hefði framið stjórþjófnað.) „Annars", hélt bankastjórinn áfram, „er misferlið í Lands- bankanum að sjálfsögðu verðbólgunni — „Vinkonu okkar verðbólgunni" — að kenna". Endurskoðendurnir höfðu eitt og annað til málanna að leggja. Einn sagði, að áður hefði komist upp um misferli og þjófnað, meira að segja í útlöndum. Annar sagði að endurskoðun hérlendis væri að mestu í höndunum á bænd- um og bílstjórum. Heimdellingurinn sagði eitthvað á þá leið, að þjófnaðir hefðu verið tíðkaðir á ísíandi síðan á landnámsöld; að vísu hefði ekki verið hægt að stela úr bönkum fyrr en eftir að þeir voru stofnsettir. Ástæðuna til misferlisins i Landsbankanum taldi hann tví- mælalaust þá, að mikið vantaði á að fram- takssamir athafnamenn hefðu nóg athafna- frelsi hérlendis. Svavar Gestsson ritstjóri Þjóðviljans kvað augljóst að misferlið í Landsbankanum stafaði af því að fólk kysi ekki Alþýðubandalagið. Og nú var timinn hlaupinn frá staðgenglum „Prúðuleikaranna" í sjónvarpinu og ekkert annað eftir en segja lokaorðin. Hvað vilduð þér segja að lokum, bankastjóri? Svar: Er furða þó mann svíði og svekki sögur grófar. i Landsbankanum eru ekki allir þjófar. Flosi. Afmæliskveðja til Steingríms Aðalsteinssonar Þegar ég hóf leigubflaakstur á Hreyfli upp úr 1950 veitti ég athygli rólegum og dagfars- prúöum manni, sem einnig ók frá stööinni. Hann var fremur fámáll og seinn til kynningar. Mér var sagt að maður þessi væri alþingismaður fyrir kommún- ista og héti Steingrimur Aðalsteinsson. A þeim ár- um var kalda striðið i algleym- ingi og samkvæmt lýsingn stærstu fjölmiðla þeirra tima hlutu kommúnistar aö vera æs- ingamenn meö morðglampa i augum og gott ef ekki horn og kiaufir að gamalli hefð úr neöra. Það gekk illa að samræma þessa opinberu kenningu við framkomu Steingrims við fyrstu kynni, og þeim mun siður við nánari kynni er árin liöu. I þann röska aldar fjóröung, sem siðan er liðinn hefur Steingrimur ætið reynst sami góði félaginn,alltaf tilbúinn að veita góðu málefni lið. Ég minnist þess að oft var leitaö til hans á fundum i félögum bifreiðastjóra ef menn voru ekki sammála um 1 fundarsköp eða framkvæmd mála og allir treystu á þekkingu hans á þvi sviði, enda mun hann hafa haft langa reynslu á sviði félagsmála áður en ég kynntist Framhald á 18. siðu SKIPSTJORAR ÚTGERÐARMENN VIÐ FRAMLEIÐUM Á ÞORSKANET Teinatóg (PEP, staple fibre og filmukaöall) Færatóg (grænir PE - kaðlar) Kúluhankaefni (blár 5,5 mm filmukaðall) Steinahankaefni (blár 6,5 mm filmukaðall) Kynnið ykkur verö og gæði hjá dreifiaðilum okkar. ÞVÍ SKYLDUM VIÐ EKKI KAUPA ÍSLENZKU VÖRUNA ÞEGAR HÚN ER BETRI? HAMPIÐJAN HFI Ernst-Hugo Jaregbrd í Norrœna húsinu annaðkvöld Leikur eins og yeðhlaupahestur — hefur veriö sagt um þennan ágæta sænska leikara A morgun kl. 21 flytur sænski leikarinn Ernst-Hugo JSregárd dagskrá I Norræna húsinu. Jh're- gárd er I hópi fremstu leikara I Sviþjóð og hefur ákaflega sér- stæðan leikmáta. Hann er einnig kunnur sem upplesari og hefur jafnvel lagt fyrir sig visnasöng. Hann hefur starfað sem fastráð- inn leikari við Dramaten i Stokkhólmi frá 1962 og jafnframt leikið I útvarpi og sjónvarpl. Nýlega átti Ernst Hugo 30 ára Ieikafmæli. Túlkun Jaregárds á hlutverki Strindbergs f Nótt ástmeyjanna, þar sem hann lék á mótu Lenu Nyman og Anitu Björek hlaut mikið lof gagn- rýnendo "viþjóð svo eitthvað sé nefnt af afrekum hans. Járegard er eins og leikarar „eiga að vera” og hefur yndi af að leika stórt og mikiö. Jan Olof Strandberg leikhússtjóri viö Dramaten og starfsbróðir, sagði er hann afhenti Ernst-Hugo O’Neill-styrkinn, aö honum mætti likja við veðhlaupahest. Stundum gæti hann ekki hamiö sig á hlaupabrautinni og væri dæmdur úr leik af dómunum, en oftast kæmist hann stilhreint, fljótt og þokkafullt yfir markalfnuna ef haldið væri nægilega vel f taum- ana. A sviðinu heföi JaregSrd það sem helst þyrfti að prýða leikara, sérstaka útgeislun, kraft og aðdráttarafl, sem mynduðu þá spennu sem er aðall góðs leiks. Jafnframt heföi hann til að bera nægilegan hégóma og baráttu- vilja til þess að gefast aldrei upp viö aö þvinga fólk aö nota skiln- ingarvitin og tileinka sér eitthvaö umfram hið venjulega og slétt- strokna. Það er mikill fengur af heimsókn þessa ágæta sænska leikara þótt hann fari ekki á kost- um sinum nema þetta eina kvöld i Norræna húsinu. — ekh.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.