Þjóðviljinn - 14.01.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 14.01.1978, Blaðsíða 13
Laugardagur 14. janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SÍDA 13 Jón Ármann Héðinsson, alþingismaður „Margir hafa fært þaö i tal við mig, að ég œtti möguleika að halda áfram störfum á alþingi” Einn af þeim þingmönn- um Alþýðuflokksins/ sem Ijóst er að verða ekki á þingi fyrir flokkinn næsta kjörtimabil# er Jón Ármann Héðinsson/ sem til margra ára var kjör- dæmakjörinn þingmaður Alþýðuf lokksins í Reykja- neskjördæmi/ en yfir- standandi kjörtímabil landskjörinn þingmaðúr. Ástæðan fyrir þessu eru úrslit í prófkjöri flokksins sem haldið var í kjördæm- in. Því vakti það forvitni blaðamanns að sjá auglýs- ingu frá þingmanninum í Alþýðublaðinu þar sem hann auglýsir viðtalstima um ,/þingmál/ kosningar og fl." og brá blaðamaður sér suður í Hafnarfjörð í fyrirtækið Hreifa en á skrifstofu þess auglýsir Jón sig til viðtals. Fyrst spurbum við Jón um álit hans á prófkjörum i Alþýðu- flokknum og á þeirri endurnýj- um, sem virðist ætla að verða á þingliði flokksins i kjölfar þeirra prófkjöra. „Við vorum allir jákvæðir gagnvart þvi að hafa prófkjör”, sagði Jón. „Það sem menn tortryggöu var hversu viðtækt prófkjörið ætti að vera. Við töld- um, að i jafnlitlum flokki og Alþýðuflokkurinn er, kynni að fara svo i hita baráttunnar, að utanaðkomandi hópar hefðu ef til vill úrslitaáhrif á niður- stöðurnar. Prófkjöriö fór úr böndunum „Ég ætla ekki að dæma um niðurstöður prófkjörsins á einn eða annan hátt, en það hefur sýnt Uig að utanflokksmenn hafa tekiö þátt i okkar prófkjöri, og einnig i öðrum prófkjörum. — Varstu ánægður með það hvernig að prófkjöri Alþýðu- flokksins i Reykjaneskjördæmi var staðið? „Það er ekkert leyndarmál neinum sem til þekkja að það fór raunverulega aö ýmsu leiti úr böndunum. Við frambjóðendur höföum fengið dreifibréf frá formanni flokksins þar sem hann lagði áherslu á heiðarlega og drengi- lega baráttu. Þeir á Suðurlandi riðu á vaðið og þar fór allt fram, það ég best veit, með fullum drengskaparvinnubrögðum. Við hér höfðum komið okkur saman um að gefa út eitt blað sameigin- lega, og samkvæmt undirritun fundargerða hélt ég að ekki ætti annað að aðhafast, og reyndar héldum við það, við fjórir.” — Þið fjórir? „Við sem urðum lægri að tölu til i prófkjörinu. Það var svo mat hinna að þeir mættu berjast eins og þeim sjálf- um sýndist, og ég er ekki að gagn rýna það útaf fyrir sig. Við þessir fjórir vorum kannski of miklir bókstafstrúarmenn, og fórum þess vegna ekki i beinan slag við félaga okkar.” — Sýnist þér að úrslit prófkjörsins hér i Reykjaneskjör- dæmi muni verða til þess að veita Alþýðuflokknum meira brautar- gengi en td. i tveimur siðustu kosningum? „Þessu er ómögulegt að svara með jái eða neii. Það kemur i ljós i vor. Hitt er óneitanlegt að próf- kjörið hefur haft jákvæð áhrif að minu mati. A niðurstöðuna vil ég ekki deila á einn eða annan hátt. Ég tel að fólk hafi sýnt mér gott traust þó það hafi safnast meira á aðra. Það er allt i besta lagi með þaö. Það vil ég undirstrika, að á flokksþingum og öðrum fundum, kom það alltaf fram, að nú ætti fólkið að fá að ráða. Það hefur þó veriðspurt: Fékk fólkið að ráða, og fékk þaöað vera I friði?En það er annarra að dæma um það en min. Áskoranir víöa aö Af þvi fer sögum, að á fundi meðal stuðningsmanna Alþýðu- flokksins, þar sem saman komu á annað hundrað manns, hefði ver- ið samþykkt áskorun á þig að taka að þér fyrsta sæti á lista flokksins i kjördæminu, þrátt fyrir niðurstöður prófkjörsins. Hvað hefur þú um þetta að segja? „Mér er ekki kunnugt um þessa ályktun. Hreinlega ekki, og dreg það i efa að þetta séu réttar fregnir”. — Og þá sé einnig rangur sá orðrómur, að margir hafi komið Blaðberabió í dag Hafnarbió. Laugardaginn 14. janúar kl 13.00 VERÖLDIN HLÆR Gamanmyndasyrpa með ABOTT og COSTELLO Hafið samband við afgreiðsluna, ef þið hafið ekki fengið miða. Þjóðviljinn s: 8 13 33 Jón Ármann Héðinsson: Ef ég fer fram á óháðum lista hvolfist allt við. Bæði hjá Alþýðuflokknum og öðrum. Svo mikið veit ég. þar sem mitt fólk og min ætt hef- ur starfað fyrir þennan flokk þegjandi og hljóðalaust i áratugi og gert það vel. Ég þekki flokks- fólk hringinn i kring um landið, og ég tel þetta fólk ekki hafa verið siðspillt á nokkurn hátt. Og ég mótmæli svona oröatil- tæki, sem ég tel upphrópunar- kjaftæði. Hver tapaöi? — Þvi er ekki að neita, að þau fjögur kjörtimabil sem þú hefur setið á þingi fyrir Alþýðuflokkinn i þessu kjördæmi hefur fylgi flokksins minnkað, og verulega nú tvö siðustu kjörtimabil. Hefuröu trú á þvf, að framboðs- listi, sem settur yrði fram eftir niðurstöðum prófkjörsins, muni vinna til baka þingsæti það, sem þú hefur tapað i kjördæminu? „Ég tel mjög miklar likur á þvi. Ég vil minna á að i siðustu þing- kosningum var ég allan timann inni þar til utankjörstaðaatkvæði voru talin, þaö munaði ekki meiru en þvi. Þaö er hægt að gefa ákveðnar skýringar á þessari þróun, en þaö yrði of langt mál, og kannski bundnar um of við ákveðna menn persónulega, og ég vil ekki fara út i það i blaðaviðtaii. Ég er ekki viss um að rétt sé að orða þetta svo að ég hafi tapað þingsætinu. Þarna kom annað til.” Þá hvolfist allt viö að máli við þig og hvatt þig til að hætta ekki þingmennsku? „Það hafa mjög margir fært það i tal við mig að ég ætti ein- hvern möguleika á að koma inn á alþingi. Þetta eru verkamenn, óbreyttir sjómenn og æðstu emb ættismenn. Ef flokkurinn kærir sig um min störf áfram, þá er ég tilbúinn, aö öðru leyti hafði ég ekki hugsað mér að skipta mér af landsmálapólitik um óákveðinn tima. —- Sá orðrómur hefur verið á lofti um nokkurn tima, og virðist frekar styrkjast, að náið sam- band sé með þér, Félagi óháðra i Hafnarfirði, Sigurði Helgasyni, fyrrv. bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins i Kópavogi og fl. manna, sem eru óánægðir með þróunina i isl. stjórnmálum, um það að eiga sameiginlega aðild að framboði i Reykjaneskjördæmi, og ef til vill viðar. Geturðu sagt eitthvað um þetta? „Ég veit ekki hvort það er rétt orðaval, að segja að sterkt sam- band sé á milli okkar. Ég leyni þvi ekki að ýmsir menn hafa talað við mig, bæði minir flokksmenn og ýmsir úr öðrum flokkum, að ég ætti með einhverjum hætti möguleika á að halda áfram störfum á alþingi. Ég er nú einu sinni þannig gerður að ég hef aldrei viljað fara i heljarstökk- um, en talið það gæfusamlegra að fara skref fyrir skref með nokkru öryggi, en slikur taktur virðist ekki vera i samræmi við buslu- gang þjóöfélagsins i dag.” Ekki í dag — Þýðir þetta, að komi flokk- urinn ekki til þin og fari þess á leit við þig aö þú farir i framboð á hans vegum, munir þú huga að sjálfstæðu framboöi I kosningun- um I vor? „Ég mundi ekki segja það 1 dag. Þaö er langt i það enn þá. Sé ekki hljómgrunnur fyrir mfnu starfi i Alþýöuflokknum, en hins vegar sterkur hljomgrunnur mebal einhverra annarra manna, kann ab fara svo ab ég hugleibi, eba vib fleiri, ab uppfylla sllkar óskir.” Ekki annarra úrkosta meö Alþýöublaöiö — Alþýðublaðið hefur nú um nokkurra missera skeiö verið rekiö af Visi með fjárstuðningi frá Norðmönnum og staðfest af formanni Alþýðuflokksins, að þannig verður það næstu sjö mán- uðina amk. Hvað þykir þér um þá þróun, að Alþýðublaðið skuli vera rekið með þessum hætti? „Þetta er auðvitað óæskileg þróun. Mér er Ijóst, þar sem ég annaðist rekstur blaðsins með öðrum manni i 17 mánuði, ab við erum neyddir til að taka þetta skref fremur en að láta blaðib deyja.” — Þýðir þetta að innanlands var ekki hægt að leysa rekstrar- erfiðleika Alþýðublaðsins? „Ég hefði haldið að það væri hægt, en útgjöld blaðsins hafa hækkað svo ört, að menn réðu ekki lengur við vandann.” Viö erum litlir karlar — Finnst þér ekkert óeðlilegt við það, að Norðmenn, sem um þessar mundir sækja mjög i islenskar auðlindir með einum eða öðrum hætti, skuli með þessu vera búnir að blanda sér i daglegt lif stjórnmálamanna hérlendis? „Ég veit ekki hvað þeir komast langt inn i okkar umsvif með þessum hætti. Persónulega hef ég gagnrýnt Norðmenn mjög á Alþingi, bæði fyrir framkomu þeirra á markaðssvæðum okkar tslendinga svo og i öðrum hags- munamálum okkar, þar sem þeir hafa veriö mjög þversum. En ég tel það óskylt þv\hvort þeir hjálpa blaðinu nú um tima.” — Ekki af þeirra hálfu gert til að eiga hönk upp i bakiö á ykkur Alþýðuflokksmönnum i ásælni þeirra eftir isl. auðlindum, og þá kannski sjálfum þér, sem hve harðast hefur gagnrýnt þá á alþingi? „Ég held að viö séum engir bógar til þess að þeir reyni aö hcngja á okkur neinn snaga.” Upphrópunar- kjaftæöi siö- bótarmanna — Telurðuað Alþýðuflokkurinn sé meiri eöa minni verkalýðs- flokkur eftir þær breytingar, sem augljóslega eru nú að eiga sér stað innan hans? „Ég vona að staða hans breyt- ist ekki. Hins vegar skil ég ekki þá yfirlýsingu, aö einhverjir sið- bótamenn hafi sigrab i flokknum. Ég er búinn að þekkja Alþýöu- flokkinn frá þvi að ég var barn. — Heldurðu að Alþýðuflokkur- inn ynni þetta tapaða þingsæti ef til þess drægi, að þú létir undan þeim eindregna og almenna vilja kjósenda að gefa kost á þér til þingmennsku á óháöum framboðslista? „Nei. Þá hvolfist allt viö. Þaö er alveg augljóst mál. Bæöi hjá Alþýðuflokknum og mörgum öör- um. Svo mikiö veit ég. — úþ. Eftirskrift Frá þvi var skýrt i Dagblaðinu á fimmtudag, að til tals hefði komið innan Alþýðuflokksins að Jón Armann skipaði þriðja sæti listans við alþingiskosningarnar. Vegna þessarar fréttar litur blaðamaður svo á, að hluti þeirra viðræðna, sem hann átti við Jón Armann, og hann leit þá á sem viðræðu er ekki væri til birtingar, sé ekki tveggja manna tal, og skýrir hér með frá þvi, að formaöur uppstillingarnefndar kjördæmisráðsins, Hrafnkell Ásgeirsson og sá kandidatinn, sem annað sætið hlaut i prófkjör- inu, Karl Stefnir Gubnason komu ab máli vib Jón Armann og ræddu þann möguleika vib hann ab hann skipabi þribja sæti framboös- listans vib kosningarnar i vor. Ekkert var ákvebib i þeirri viöræðu, en þó var á Jóni ab skilja, ab hann lokabi ekki þeim möguleika. t þessu sambandi er rétt að geta þess, að sá sem þriðja sætið hlaut samkvæmt skuldbindandi prófkjöri flokksins, var Gunn- laugur Stefánsson, og yrði tilfærsla væntanlega að flokkast undir brot á prófkjörsreglum flokksins. —úþ. Er sjonvarpió □ Skjárinn Sjónvarpsver^ stca.ði B ergstaða st r<ati 38 simi 2-19-40

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.