Þjóðviljinn - 14.01.1978, Qupperneq 12

Þjóðviljinn - 14.01.1978, Qupperneq 12
12 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. janúar 1S78 A sama hátt mega þeir sem húsnæöisaöstööu hafa á vinnustaö frá vinnuveitanda, draga frá tekjum sinum far- gjald i samræmi viö tilhögun vinnu á hverjum staö, þó eigi hærra en svarar til einnar feröar fram og til baka fyrir hverja viku. (3) Feröakostnaö þeirra fram- teljenda sem fara langferöir vegna atvinnu sinnar. (4) Gjafir til menningarmála, visindalegra rannsóknar- stofnana, viöurkenndrar likn- arstarfsemi og kirkjufélaga (sbr. D-liö 12. gr. laga). Skil- yröi fyrir frádrætti er aö framtali fylgi kvittun frá stofnun, sjóöi eöa félagi sem rikisskattstjóri hefur veitt viöurkenningu skv. 36. gr. reglugeröar nr. 245/1963. (5) Kostnaö viö öflun bóka, tima- rita og áhalda til visindalegra og sérfræöilegra starfa, enda sé þessi kostnaöarliöur studd- ur fullnægjandi gögnum (sbr. E-liö 12. gr. laga). (6) Frádrátt frá tekjum hjóna sem gengiö hafa I lögmætt hjónaband á árinu, 272.500 kr. (7) Frádrátt v/björgunarlauna (sbr. B-liö 13. gr. laga). (8) Námsfrádrátt meöan á námi stendur skv. mati rikisskatt- stjóra. Tilgreina skal nafn skóla og bekk. Nemandi, sem náö hefur 20 ára aldri, skal útfylla þar til gert eyöublaö um námskostnaö óski hann eftir aö njóta réttar til frá- dráttar námskostnaðar aö námi loknu, sbr. þó næsta tölulið. (9) Námskostnaö sem stofnaö var til eftir 20 ára aldur og veitist til frádráttar aö námi loknu,enda hafi framteljandi gert fullnægjandi grein fyrir fjáröflun og kostnaöi á fram- tali og á þar til geröum eyöu- blööum eöa sent ósk um aö mega veröa undanþeginn greinargeröum á sérstökum eyöublööum, en fá i þess staö metinn heildarkostnaö skv. árlegu mati rikisskattstjóra á námskostnaöi og skv. meöal- námstimalengd viö viökom- andinámsgrein (sbr. E-liö 13. gr. laga og 2. gr. reglugeröar nr. 9/1976 um breytingu á B-lið 35. gr. reglugeröar nr. 245/1963). (10) Afskrift heimæöargjalds v/hitaveitu, heitaugargjalds v/rafmagns og stofngjalds v/vatnsveitu I eldri bygging- ar 10% á ári næstu 10 árin eft- ir aö hitaveita, raflögn eöa vatnslögn var innlögö (tengd). Ofangreind stofngjöld vegna innlagna (tenginga) f nýbygging- ar teljast meö byggingakostnaöi og má ekki afskrifa sérstaklega. Um útfyll- ingu stafliða A—G A-liður, a. Eignfærsla. 1 þessum stafliö framtals ber þeim sem ekki eru bókhalds- skyldir áö sundurliöa eins og þarsegir til um allar framtals- skyldar og skattskyldar inn-; stæöur I bönkum, sparisjóðum og löglegum innlánsdeildum fé- laga, sbr. ákvæöi 21. gr. skatta- laganna, svo og veröbréf sem hlita framtalsskyidu og skatt- skyldu á sama hátt skv. sér- stökum lögum. Þessar tegundir eigna eru framtalsskyldar og skattskyldar til jafns viö skuld- ir framteljanda og ber aö til- greina upphæö hverrar eignar i dálknum „Upphæö kr. meö vöxtum”. Til skulda f þessu sambandi teljast þó ekki eftir- stöðvar fasteignaveölána aö hámarki 2.700.000 kr. ef þau voru tekin til 10 ára eöa lengri tima og sannanlega notuö til aö afla fasteigna eöa endurbæta þær. Hafi framteljandi einung- is taliö framtalsskylda og skattskylda eign I þessum staf- liö ber aö færa samtölu slíkra eigna f linuna „Skattskyldar innstæöur, veröbréf og vextir ..alls kr.” og færa upphæöina siðan I kr. dálk töluliöar 7, I, *. (Inneignir) i framtali. Hafi framteljandi hins vegar taliö fram allar umræddar eignir sínar I þessum stafliö, ber aö færa samtölu þeirra í þar greindan reit, en draga þar frá upphæö skattfrjálsra eigna (þ.e. þær eignir sem eru um- fram aörar skuldir skv. C-liö en áöur umrædd fasteignaveölán) og færa mismun (þ.e. upphæö jafna öörum skuldum en áöur umræddum fasteignaveölán- um) I þar til geröan reit fyrir skattskyldar eignir og færa upphæöina einnig f kr. dálk, töluliö 7, I, (Inneignir) I fram- tali. 1 A-liö á bls. 3 skalauk nefndra innstæöna og veröbréfa færa skyldusparnaöarskírteini og greiöslur og í þau skv. lögum nr. 11/1975 og lögum nr. 20/1976. Einnig má færa þar skyldusparnaöar innstæður skv. III. kafla laga nr. 30/1970. Ef nefndar skyldusparnaöar- eignir eru taldar f A-liö, þá skulu þær frádregnar i þar til ætlaðri lfnu ásamt öörum skattfrjálsum eignum áöur en fært er I tölulið 7, I, á 1. bls. framtals. Skyldusparnaöar- upphæöir skv. lögum nr. 11/1975 og nr. 20/1976 eru fram- talsskyldar en ekki skattskyld- ar, en skyldusparnaöarinn- stæöurnar skv. lögum nr. 30/1970 eru hvorki framtals- skyldar né skattskyldar þótt heimilt sé aö telja þær fram. Skuldir umfram hámark fast- eignaveölána skeröa ekki skattfrelsi skyldusparnaöar- eigna. b. Vaxtafærsla. Þeim sem ekki eru bókhalds- skyldir ber aö sundurliöa reiknaöar, greiddar og gjald- fallnar vaxtatekjur af fram- talsskyldum og skattskyldum eignum skv. a-liö og tilgreina vaxtatekjurnar f dálknum „Vaxtatekjur kr.”. (Um áfalln- ar vaxtatekjur, sjá sameigin- legar leiöbeiningar um útfyll- ingu A-, B- og C-liða.) Enn fremur skal tilgreina skatt- skylda vexti af útteknum inn- stæöum og innleystum verö- bréfum á árinu. Hafi framtelj- andi einungis taliö skattskylda eign og skattskyldar vaxtatekj- ur þar af í þessum stafliö.ber aö færa samtölu vaxta f kr. dálk línunnar „Skattskyldar inn- stæöur, veröbréf og vextir . alls kr.”. Um innfærslu vaxta I tölulið 4, III, vísast til leiöbein- inga um útfyllingu B-liöar framtals. Hafi framteljandi hins vegar talið fram allar framangreindar eignir sínar ber einnig aö færa í dálkinn „Vaxtatekjur kr.” alla reikn- aða, greidda og gjaldfallna vexti miöaö viö hlutfall skatt- frjálsra eigna og færa niöur- stööu i kr. dálk skattskyldra vaxta. Um innfærslu vaxta i töluliö 4, III, vísast til leiöbein- inga um útfyllingu B-liöar. c. Bókhaldsskyldir aöilar. Bókhaldsskyldum aöilum ber aö færa allar áöur umræddar eignir og vexti af þeim I bækur sfnar og ársreikninga, sbr. 3. mgr. 21. gr. skattalaganna, en um framtalsskyldu og skatt- skyldu þessara eigna og vaxta- tekna af þeim visast til sföustu málsgreinar 1. töluliöar I. kafla og 4. og 5. málsgreinar 1. tölu- liöar III. kafla leiöbeininganna. B-liður, 1 þessum stafliö framtals ber aö sundurliöa eins og þar segir til um allar veröbréfaeignir sem ekki bar aötelja fram skv. A-liö (vixlar teljast veröbréfaeign) þótt geymdar séu I bönkum eöa séu þar til innheimtu. Enn fremur allar útistandandi skuldir, stofnsjóösinnstæöur. inneignir I verslunarreikning- um o.fl. aö meötöldum ógreidd- um vöxtum og færa i dálkinn „Upphæö kr.”. Samtölu þess- ara eigna skal síöan færa I tölu- liö 9, I, (Veröbréf o.s.frv.) I framtali. I dálknum „Vaxtatekjur kr.” ber aö tilgreina allar reiknaö- ar, greiddar og gjaldfallnar vaxtatekjur af þessum eignum og sams konar eignum sem innleystar hafa veriö á árinu. (Um áfallnar vaxtatekjur, sjá sameiginlegar leiöbeiningar um útfyllingu A-, B- og C-liða.) Samtölu þessara vaxtatekna, ásamt samtölu skattskyldra vaxtatekna skv. A-liö en aö frádregnum vaxtatekjum af stofnsjóösinnstæöum, ber aö færa I þar til geröan reit f B-Iiö og færa siöan upphæðina f tölu- liö 4, III, (Vaxtatekjur) í fram- tali. C-liður, bls. 3. t þessum staflið framtals ber aö sundurliöa eins og þar segir til um allar skuldir í árslok og færa upphæö þeirra I dálkinn „Upphæö kr.” og merkja meö X ef viö á. Enn fremur ber aö færa hér skuldir umfram eignir skv. efnahagsreikningi, sbr. sföustu mgr. 1. töluliöar I. kafla leiöbeininganna. Samtölu skulda skal siöan færa f töluliö II á fyrstu síöu framtals. I dálknum „Vaxtagjöld kr.” ber að tilgreina öll greidd og gjaldfallin vaxtagjöld af til- greindum skuldum, svo og af skuldum sem greiddar hafa verib upp á árinu og færa niöur- stööu dálksins I lfnuna „Skuldir alls og vaxtagjöld alls kr.” en frá þessari niöurstööu ber aö draga heildarupphæð þeirra vaxtagjalda sem hér hafa veriö tilgreind en eru jafnframt færö á rekstraryfirlit skv. tekjuliö- um 1 og 2, III, I framtali. Mis- mun þessara upphæöa ber aö færa Ilínuna „Vaxtagjöld, mis- munur kr.” og sömu upphæö skal siöan færa í töluliö 2, V, (Vaxtagjöld) I framtali. (Um áfallin vaxtagjöld, sjá sameig- inlegar leiöbeiningar um útfyll- ingu A-, B- og C-liöa.) A-, B- og C-liðir, bls. 3. — Sameiginlegar leið- beiningar. Um áfallna vexti. 1 staö þess aö telja vexti til tekna og frádráttar eins og þeir eru reiknaöir, greiddir og gjald fallnir á árinu, sbr. leiöbeining- ar um einstaka stafliði A, B og C, er heimilt aö reikna til tekna og frádráttar áfallna vexti á árinu þótt eigi séu gjaldfallnir. Sé það gert ber aö fylgja sömu reglu um ákvöröun allra vaxta- tekna og vaxtagjalda, þ.m.t. forvextir af víxlum og öörum skuldum. Þaö er því eigi heim- ilt aö fylgja þessari reglu viö ákvöröun vaxtagjalda, en ekki vaxtatekna eöa viö ákvöröun vaxtagjalda af sumum skuld- um en ekki öllum. Einnig ber aö telja til eignar í viðeigandi stafliöum áfallnar en ekki gjaldfallnar vaxtatekjur I árs- lok, en til skulda f staflið C, áfallin en ekki gjaldfallin vaxtagjöld. Frá víxilskuldum og öörum skuldum ber aö draga þann hluta forvaxta sem ekki telst áfallinn I árslok,en til vaxtagjalda einungis þann hluta þeirra sem fallinn er á i árslok 1977. Hafi framteljandi í framtali sinu áriö 1977 fylgt reglunni um reiknaöa, greidda og gjald- fallna vexti, getur hann nú I framtali ársins 1978 skipt yfir til reglunnar um áfallna vexti. Ber honum þá I fyrsta lagi aö tilgreina til tekna og frádráttar alla reiknaða, greidda og gjald- fallna vexti á árinu 1977 og i ööru lagi að tilgreina til tekna og frádráttar, eigna og skulda áfallna en ekki gjaldfallna vexti til ársloka 1977. A sama hátt ber þeim framteljendum, sem færöu áfallna en ekki gjaldfallna vexti af hluta eigna eöa skulda 1 framtali sinu 1977, aö leiörétta framtalningu vaxta i framtali ársins 1978 á þann hátt aö fulls samræmis gæti I meöferö vaxta bæöi til tekna og frádráttar. D-liður, í þessum stafliö framtals ber aö gera grein fyrir byggingu, viö- byggmgu, Dreyungum og end- urbótum fasteigna meö tilvisun til húsbyggingarskýrslu sem fylgja skal framtali. (Eyöublöö fást hjá skattyfirvöldum.) Enn fremur skal gera þar grein fyr- ir kaupum og sölum fasteigna, bifreiöa, skipa, véla, veröbréfa og hvers konar annarra verö- mætra réttinda. Einnig ber aö tilgreina þar greidd sölulaun, stimpilgjöld og þinglesningar- kostnaö, svo og afföll af seldum veröbréfum. Enn fremur ber að tilgreina söluhagnaö af eign- um og skattskyldan hluta hagn- aöar af sölu eigna sem ber aö færa sem tekjur I töluliö 13, III, I framtali, nema framteljandi hafi heimild til og vilji nota heimildir 4. og 11. mgr. E-liöar 1. mgr. 7. gr. laga nr. 68/1971, sbr. 4. tl. 3. gr. laga nr. 7/1972, um frestun á skattlagningu skattskylds hluta söluhagnaöar eigna. Kjósi hann þaö skal hann geta þess f þessum stafliö framtals. en ekki færa upphæö- ina I tölulið 13, III, í framtali (4. mgr., sbr. 4. tl. 3. gr. laga nr. 7/1972, varöar eingöngu frestun ákvöröunar um skattskyldu söluhagnaöar af Ibúöarhús- næöi). E-liður, í þessum stafliö framtals ber aö gera grein fyrir eignum og tekjum barns (barna), yngri en 16 ára, eins og þar segir til um. Nafngreina ber eignir barnsins (barnanna hvers um sig) í viö- eigandi linu og reit og tilgreina upphæö eignar meö vöxtum I dálknum „eignir kr.” og vaxta- tekjur eöa aörar tekjur (t.d. arö eöa leigutekjur) af eigninni í dálknum „Tekjur kr.”. Nafn- greinina ber vinnuveitanöa barnsins (barnanna hvers um sig) i viðeigandi linu og reit og tilgreina upphæö greiddra launa í peningum og hlunnind- um (sbr. 6. og 7. tölulið III. kafla leiöbeininganna) i dálkn- um „Tekjur kr.”. Síöan ber aö færa niöur samtölu allra eigna og tekna barnsins (barnanna), draga þar frá I þar til geröri línu og reitum skattfrjálsar innstæöur og veröbréf og vexti af þeim, en þar er um aö ræöa sams konar eignir og vexti og rætt var um I A-liö leiöbeining- anna ög færa siöan skattskyld- ar eignir og tekjur barnsins (barnanna) I viðeigandi lfnu og reiti. Heildarupphæö skatt- skyldra eigna ber siöan aö færa I töluliö 10, I, (Eignir barna) i framtali. Óski framteljandi þess aö eignir barna, eins eöa fleiri, séu ekki taldar meö sin um eignum, skal sleppt aö færa þann hluta eignanna I greindan töluliö,en geta þess sérstaklega i G-liö framtals, bls. 4, aö þaö sé ósk framteljanda aö barniö veröi sjálfstæður eignarskatts- greiöandi. Heildarupphæö skattskyldra tekna ber aö færa I töluliö 11, III, (Tekjur barna) i framtali. F-Iiður, Stundi barn, sem hefur skatt- skyldar tekjur skv. E-liö fram- tals, nám sem veitir rétt til námsfrádráttar skv. mati rik- isskattstjóra, ber aö tilgreina nafn barnsins, skóla og bekk eöa deild f F-liö. 1 dálkinn „Námsfrádráttur eöa há- marksfrádráttur kr.” ber aö færa upphæö námsfrádráttar skv. mati rlkisskattstjóra eöa upphæö skattskyldra tekna barnsins, hvora sem lægri er. Sé upphæö skattskyldra tekna barnsins (hvers barns um sig) hærri en upphæö hámsfrádrátt ar og mismunurinn hærri en 80.500 kr. (þ.e. 37.750 kr. hækk- aöar skv. skattvisitölu 1978 sem er 213 stig) getur framteljandi óskaö sérsköttunar á tekjum barnsins. Skal hann þá færa i dálkinn „Viðbótarfrádráttur vegna óskar um sérsköttun barns kr.” þá upphæö mismun- arins sem er umfram 80.500 kr. Siöan ber aö færa niöur frá- drátt samtals skv. báöum dálk- um F-liöar, leggja upphæöir beggja dálkanna saman og færa heildarupphæö i töluliö 2, IV, i framtali. G-liður, Þessi stafliður framtalsins er sérstak’ jga ætlaöur fyrir at- hugasemdir framteljanda. Þar skal m.a. geta þess ef meö framtali fylgir umsókn um lækkun skattgjaldstekna (iviln- un) á þar til gerðum eyöublöö- um eöa framsett skriflega á annan fullnægjandi hátt. Iviln- un getur komiö til greina vegna ellihrörleika, veikinda, slysa, mannsláts eöa skuldatapa sem hafa skert gjaldþol framtelj- anda verulega, vegna verulegs eignatjóns, vegna framfærslu barna sem haldin eru langvinn- um sjúkdómum eöa eru fötluð eöa vangefin, vegna fram- færslu foreldra eöa annarra vandamanna eöa vegna þess aö skattþegn hefur látiö af störf- um vegna aldurs og gjaldþol hans skerst verulega af þeim sökum. Enn fremur getur kom- iö til greina Ivilnun vegna veru- legra útgjalda af menntun barns (barna) framteljanda sem eldra er (eru) en 16 ára. Eyðublöð meö nánari skýring- um til notkunar i þessu sam- bandi fást hjá skattyfirvöldum. Þar er annars vegar um aö ræöa umsóknareyöublað vegna hinna ýmsu atvika sem getiö er um hér aö framan og hins veg- ar vegna menntunarkostnaðar barna. Enn fremur skal i G-lið til- greina nöfn barna sem voru á 16. og 17. aldursári á árinu 1977 (fædd 1961 og 1960) ef framtelj- andi fékk greitt meðlag meö þeim eöa barnalifeyri úr al- mannatryggingum á árinu 1977, en upphæö meðlagsins eöa barnalifeyrisins skal færa i þar til ætlaðan reit á bls. 1, ásamt fengnu meðlagi eöa barnalif- eyri úr almannatryggingum meö yngri börnum ef um sllkt var aö ræöa. Hjón sem telja sér hagfelldara að launatekjur konunnar, sbr. tölulið 12, III, séu sérskattaðar geta krafist þess,og skulu þau þá færa tilmæli þar um i G-lið á bls. 4. Heimild til 50% frádrátt- ar, sbr. tölulið 9, V, fellur þá niöur. Annar frádráttur en per- sónuleg gjöld konunnar telst viö útreikninginn hjá eigin- manninum. Karli og konu, sem búa saman I óvigöri sambúö og átt hafa barn saman, er heimilt aö skriflegri beiöni beggja aö fara þess á leit viö skattstjóra aö hann sameini skattgjaldstekjur þeirra og skattgjaldseign til skattgjalds i nafni karlmanns- ins. Beiðnina skal hvort um sig færa I G-liö á framtali slnu og tilgreina þar nafn hins. Athygli skal vakin á þvi aö framan- greind samsköttun karls og konu, sem búa i óvigöri sam- búö, veitir ekki rétt til 50% frá- dráttar af tekjum konunnar. Aö lokum skal framteljandi dagsetja framtaliö og undir- rita. Ef um sameiginlegt fram- tal hjóna er aö ræöa, skulu þau bæöi undirrita þaö. ATHYGLI skal vakin á þvi, aö sérhverjum framtalsskyldum aöila ber að gæta þess aö fyrir hendi séu upplýsingar og gögn er leggja megi til grundvallar framtali hans og sannprófunar þess ef skattyfirvöld krefjast. öll slik gögn, sem framtaliö varöa, skal geyma a.m.k. 16 ár. Lagatilvitnanir i leiöbeiningum þessum eru I lögum nr. 68/1971 um tekjuskatt og eignarskatt meö áorönum breytingum skv. lögum nr. 7/1972, lögum nr. 60/1973, lögum nr. 10/1974, lög- um nr. 11/1975, lögum nr. 20/1976 og lögum nr. 63/1977. Reykjavik 11. janúar 1978. Sigurbjörn Þorbjörnsson ríkisskattstjóri. Athugið að skattamatið birtist í blaðinu í gœr

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.