Þjóðviljinn - 14.01.1978, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 14. janúar 1978
Garðar Valdimarsson, skattrannsóknastj óri:
Á undanförnum vikum hefur embætti skattrann-
sóknarstjóra komið mikið viðsögu í fjölmiðlum# ekki síst
eftiraðupp komst um gjaldeyriseignir Islendinga í Dan-
mörku, sem embættinu bárust upplýsingar um.
Þjóðviljinn heimsótti Garðar Valdimarsson/ skatt-
rannsóknarstjóra/ á skrifstofu hans í vikunni og fræddist
af honum um skattalög, skattsvik og starfsemi rann-
sóknadeildarinnar.
Garðar er þriðji maðurinn sem gegnir embætti skatt-
rannsóknastjóra og hefur hann gegnt því embætti í 15
mánuði. Á undan honum var ólafur Nilsson skattrann-
sóknastjóri/ en fyrsti maður sem gegndi því embætti var
Guðmundur Skaftason.
— Hvaö starfa margir á rann-
sóknadeildinni?
Hér starfa 15 manns, 13 viö
rannsóknir og 2 ritarar.
— Hefur reynst erfitt aö fá
menn til starfa fyrir embættiö og
eru mannaskipti tiö?
Hér uröu mikil mannaskipti
1975, og sföan ég byrjaöi hér hefur
mönnum fjölgaö og þær stööur
sem þá losnuöu veriö skipaöar.
Enn eru þó lausar 2-3 stööur, fyrir
rannsóknamenn, og aö sjálfsögöu
er stefnt aö þvi aö skipa i þær,
enda eru verkefnin næg.
Auk min starfa hér 4 lög-
fræöingar, 3 viöskiptafræöingar
3-6 ár í kerfinu
— Hversu langan tima tekur aö
afgreiöa rannsóknamál og hvern-
ig er leiö þeirra I gegnum kerfiö?
Þessi mál eru allflest flókin
bókhaldsmál, sem mikla vinnu
þarf aö leggja I. Slik mál geta
veriö eitt ár i rannsókn hér, siöan
sendir embættiö út skýrslu og
gefur t.d. þriggja mánaöa frest til
svars ef máliö er mjög umfangs-
mikiö.
Eftir aö svör og skýringar ber-
ast tekur rikisskattstjóri máliö til
úrskuröar, og þaö getur tekiö t.d.
um 3 mánuöi.
Viöurlög viö söluskattsvikum
eru mun haröari en viö broti á
tekjuskattslögum og geta
varöaö allt aö 6 ára fangelsi.
Stærsta máliö sem hefur veriö af-
greitt hjá rikisskattstjóra á þessu
fyrrgreinda timabili, 15 mánuö-
um, er hækkun á söluskatti meö
viöurlögum sem nam 13 miljón-
um króna.
Siöan koma tilvik þar sem
menn færa ekki réttar tekjur, of-
færa gjöld, eöa eru meö einka-
gjöld á rekstrinum.
Þetta eru algengustu tilfellin en
ekkert þessara mála er nokkru
sinni eins.
Mesta hækkun á tekjuskattl
sem gerö hefur veriö á þessum 15
mánuöum hér nam 7 miljónum
króna.
Þaö er ljóst aö viö komumst
aldrei til þess aö upplýsa nær þvl
öll skattalagabrot sem framin
eru, en hlutverk okkar er einnig
aö veita almennt aöhald i þessum
efnum.
— Nú hljótiö þiö I sumum til-
fellum aö veröa varir viö brot i
fleiri lagagreinum, en þeim sem
varöa skattalög. Hvaö gerib þiö i
slikum tilfellum?
Nýlega opnaöist lagaheimilá
fyrir okkur til þess aB
láta gjaldeyriseftirliti í tá
| '■
.Vandlnn er aö takmarka verkefnia, þan em allt of mlkll
Þurfum ekki að leita mikið,
finnum venjulega eitthvað þar sem okkur ber niður
og aörir, sem hafa langa reynslu I
skattamálum og bókhaldsmálum,
en ég er eini löggilti endur-
skoöandinn hér.
Þaö hefur veriö nokkuö erfitt aö
fá löggilta endurskoöendur til
starfa hér, en endurskoöunar-
nemar geta fengiö verklega þjálf-
un og hlotiö löggiidingu meö
starfi sinu hér.
— Hvernig starfar skattrann-
sóknadeildin?
Skattrannsóknastjóra ber aö
hafa eftirlit meö bókhaldslögun-
um og skattalögunum og ef viö
veröum varir viö undandrátt eöa
brot á skattalögunum I slfkum
eftirlitsferöum koma rannsókna-
mál út úr þvl.
Þá berast okkur einnig mál frá
skattstofunum. Ef skattstjóri hef-
ur grun um skattsvik ber honum
aö senda máliö til rlkisskatt-
stjóra, sem þá tekur ákvöröun um
hvort skattstofan sjálf eöa rann-
sóknadeildin fær máliö til meö-
feröar.
Þá rannsökum viö einnig mál
aö eigin frumkvæöi. Viö getum
haft frumkvæöi I hvaöa máli sem
er og tekiö fyrir ákveönar grein-
ar, þar sem grunur leikur á aö
eitthvaö sé athugunarvert eins og
t.d. meö skipakaupin, sem nú eru
I rannsókn.
Flest málin berast þó I gegnum
eftirlitsstörfin og þvl snúast þau
fyrst og fremst aö fyrirtækjum en
ekki launafólki.
Efla ber skattstofurnar.
Skattrannsóknadeildin nær til
alls landsins og viöförum I öll þau
umdæmi sem viö komumst yfir
og aöstoöum skattstofurnar. Þaö
væri heppilegra aö mlnu áliti aö
skattstofurnar gætu sinnt rann-
sóknum sjálfar, þvl þar hafa
menn staöþekkinguna og vita
hvar skórinn kreppir aö. Skatt-
stofan I Reykjavlk hefur t.d. sér-
staka rannsóknadeild og hefur
unniö aö rannsóknum mjög um-
fangsmikilla mála t.d. söluskatts-
mála upp á tugi miljóna. Þaö sýn-
ir aö ef gert væri ráö fyrir mönn-
um sem störfuöu eingöngu viö
rannsóknir á skattstofunum,
myndu slíkar deildir skila mikl-
um árangri og veita aöhald.
Mesta vinnan á skattstofunum
nú fer I sjálfa skattskrána, álagn-
ingu skatta, athugun á framtölum
og almenna endurskoöun, sem
stórar leiðréttingar koma fram
við. Þar skortir hins vegar menn
sem geta helgað sig bókhalds-
rannsóknum, bókhaldseftirliti og
almennu skatteftirliti.
Aöilinn hefur þá tækifæri til
þess aö kæra úrskuröinn til rikis-
skattstjóra aftur, sem úrskuröar
þá á nýjan leik; þá hefur aðilinn
kærufrest til rikisskattanefndar
og samtals getur þetta tekiö t.d.
12-15 mánuöi.
Þegar endanlegur úrskuröur
rikisskattanefndar liggur fyrir,
tekur rlkisskattstjóri ákvöröun
um hvort máliö veröur sent til
skattsektanefndar eöa til dóm
stóla. Skattsektanefnd getur ver-
iö I eitt ár aö fjalla um máliö og
dómstólar 3-4 ár.
Eitt mál á dag.
— Hversu mörg mál berast
skattrannsóknadeildinni?
A þvl tlmabili sem ég hef starf-
aö hér höfum viö skráö um 500
mál til meöferöar. Þar af er búiö
aö úrskuröa um skattahækkanir I
80 málum og nema þær hækkanir
á milli 80 og 90 miljónum króna.
Rlkisskattstjóri vinnur nú aö
úrskuröi I um 240 málum sem
rannsókn er lokið I, skattstofurn-
ar hafa fengiö 28 mál til af-
greiöslu, skattsektanefnd 24 mál
og hjá hinum ýmsu sakadómara-
embættum eru 10 mál, þar af eitt
hjá rikissaksóknara.
— Hvers vega hafa þessi 10 mál
lent hjá dómstólum en önnur hjá
skattsektanefnd?
Rikisskattstjóri ákveöur á
hvorn staöinn málin fara eftir
grófleika brots, út frá upphæðinni
eöa t.d. út af broti á öörum lögum.
Astæöan fyrir þvl hversu fá mál
lenda hjá dómskerfinu er aö mlnu
mati fyrst og fremst sú aö þá tek-
ur þaö iengri tlma aö fá niður-
stööu. Skattsektanefnd byggir al-
fariö á gögnum úr skattakerfinu
en dómstólar þurfa aö taka máliö
upp aö nýju til sjálfstæörar rann-
sóknar og kveöja til sérstaka
meödómendur.
Sakadómur ákveöur ekki skatt-
ana, heldur refsinguna og mál
fara ekki fyrir skattsektanefnd
eöa til sakadóms fyrr en hin end-
anlega skattakrafa er oröin til og
menn hafa notfært sér kæru- og á-
frýjunarheimildir til rlkisskatt-
stjóra og rlkisskattanefndar.
Eins getur sökunautur I öllum
tilfellum vlsaö málinu sjálfur til
sakadóms, og þess eru dæmi. Þá
gildir ekki nafnleyndin sem gildir
hjá skattsektanefnd.
Söluskattssvikin mest
— Hver eru algengustu tilvik
skattsvika?
Hvaö upphæðir varöar, ber
mikiö á söluskattsundandrætti.
upplýsingar sem varöa eft-
irlit meö gjaldeyrismál-
um en annars gilda strangar regl-
ur um þagnarskyldu okkar.
Hér starfa lögfræöingar, eins
og ég sagöi áöan, menn sem eru I
aöstööu til þess aö meta hugsan-
Ieg brot á öörum lagagreinum en
skattalögum. Venjan hefur veriö
aö ef mál er sent til rlkissaksókn-
ara er bent á slík brot, en þar fara
málin I sjálfstæöa rannsókn meö
tilliti til fleiri atriöa en skatta.
Mál, sem fjalla um hrein bók-
haldslagabrot hafa verið send til
saksóknara, en reynslan er sú aö
ekki hefur veriö dæmt fyrir þessi
brot en þau fyrnast á 2 árum.
Hvað önnur brot varðar, þá
hvllir engin almenn kæruskylda á
opinberum embættismönnum.
Þeim ber ekki aö kæra brot sem
ekki fellur beint undir þeirra em-
bætti.
Varöandi kæruheimild, gildir
þaö, aö hver embættismaöur
veröur aö gera upp viö sjálfan sig
hvort hann kærir til saksóknara,
en þaö hefur almennt ekki tlök-
ast.
Ég tel mjög koma til greina aö
endurskoöa þetta atriöi, og eins
teldi ég æskilegt aö samstarf
þeirra sem rannsaka mál yröi
aukiö.
óreiðufyrirtækin
— Hvers eölis eru skattalaga-
brotin sem þiö fjalliö um? Eru
þau framin vlsvitandi eöa af öör-
um ástæöum?
Þaö er margt I einu framtali og
uppgjöri sem er flókiö og oft getur
veriö um túlkunaratriöi aö ræöa.
Það er mjög áberandi, sérstak-
lega hjá smærri fyrirtækjum aö
bókhaldiö sé I lélegu ástandi.
Þessir menn ætla sér e.t.v.
ekki aö svlkja undan skatti,
heldur er óreiöan oröin
svo mikil aö þeir vita
ekki einu sinni sjálfir hvaö
þeir hafa haft I tekjur. Þetta eru
ekki visvitandi skattsvik heldur
mætti kalla þetta skattafúsk og
skráningin er I þaö miklum
ólestri aö ekki er hægt aö leggja
hana til grundvallar viö gerö
skattaframtals.
Abyrgð aðstoðarmanna
— Nú taka endurskoöendur og
lögmenn aö sér aö telja fram fyrir
menn. Eru þeir ekki ábyrgir fyrir
röngu framtali?
1 skattalögunum er ákvæöi um
aö hver sá sem I atvinnuskyni aö-
stoðar viö ranga 'eöa villandi
skýrslugjöf til skattyfirvalda skal
sekur um allt aö helmingi þeirrar
fjárhæöar, sem undan skyldi
draga meö hinni röngu eöa vill-
andi skýrslugerö.
— Er þessu ákvæöi framfylgt?
Þessu hefur nú ekki veriö beitt
svo ég viti, enda er mönnum sem
taka slíkt aö sér oft gifurlegur
vandi á höndum.
Menn koma I öngum sinum meö
óreiðubókhald til endurskoöanda
og biöja hann um aö gera þetta
upp. Þaö er erfitt aö vlkjast und-
an aö reyna aö koma einhverri
reiðu á þessi mál til þess aö
maöurinn geti skilaö framtali og
þannig er oft um eölilega hjálpar-
starfsemi aö ræöa.
Hins vegar er þaö eins og komiö
hefur fram aö endurskoöendur
starfa of mikiö aö gerö skatt-
framtala. Þeirra menntun og
skýrgreining á starfi þeirra er
slik.að skattframtöl ættu aö vera
mun minni hluti af starfi þeirra.
Þeir ættu einmitt aö byggja upp
bókhald fyrir aöila og sinna end-
urskoöun og þá er skattframtal
eölilegt framhald af þeim aö-
geröum. Stjórnendur fyrirtækja
hafa þvi miður allt of lítiö viljaö
kosta til fyrir slíka þjónustu frá
endurskoöendum, þannig aö
skattframtölin hafa tekiö meiri
og meiri tlma.
— Hafa ekki lögmenn eöa end-
urskoöendur komiö viö sögu
skýrslugeröar I þeim málum sem
þiö hafiö rannsakaö og kært út af?
Jú, en þeir hafa, eins og ég
sagöi áöan, ekki veri sóttir til
ábyrgöar fyrir þaö. Þessir menn
vinna I flestum tilfellum úr gögn-
um sem þeir fá I hendur viö gerö
skattframtalsins og fara ekki
gagnrýniö ofan I þau. Hins vegar
bera þeir ótvlræöa ábyrgö ef þeir
visvitandi aöstoöa viö ranga
skýrslugerö en vita betur. Þá er
auövitaö fullkomin ástæöa til þess
aö bregöast hart við.
Að lifa kóngalífi — skatt-
laus
— Hvaö gera skattyfirvöld i
þeim tilvikum þegar menn bera
Iitla sem enga skatta og lifa samt
eins og kóngar?
Ef menn hafa fært einkaneyslu
sina yfir á fyrirtæki eöa félög sem
þeir reka, er um skattalagabrot
aö ræöa. Skattstjórar gera mikiö
af þvi að senda fyrirspurnir út af
slikum málum og biöja um
nákvæma sundurliöun á t.d. risnu
og ferðakostnaöi og yfirleitt öll-
um gjöldum sem einkaneysla
kann að vera dulin i.
tJt úr slikum málum hafa kom-
ið margar og stórar leiðréttingar,
þ.e. mönnum hefur verið neitað
um frádrátt vegna þessa. Eftirlit
með þessu hefur aukist á undan-
förnum árum, en eins og ég sagði
áðan, væri heppilegast að skatt-
stofurnar sjálfar hefðu menn sem
gætu farið á staðinn og litið á bók-
hald sllkra fyrirtækja. Með þvi
móti yrði eftirlitið einfaldast og
virkast.
Hins vegar geta menn haft litl-
ar skattskyldar tekjur vegna
fyrninga eða niðurskrifta. Þessir
menn telja i sjálfu sér rétt fram
og i fullu samræmi við skattalög-
in, en hafa oft áberandi mikla
peninga handa á milli miðað við
skattana.
Breytt tekjuhugtak
Tekjuhugtakið er I raun aö
breytast og víöa vinna menn nú
aö þvi að breyta skattalögunum I
þá veru aö hafa hliðsjón af eyöslu
manna.
Sem dæmi má taka Frakkland
þar sem tekjur manna eru hækk-
aðar upp þegar greinilegur mis-
munur er milli uppgefinna tekna
og lifsvenja. Tekjurnar eru hækk-
aðar þegar verðmæti ákveðinna
ytri merkja um neysluvenjur fer
upp fyrir ákveðna upphæð t.d.
30.000 franka.
Dæmi um sllk ytri tákn cru
innbú, sumarbústaöir þjón-
ustufólk, einkabllar, sportbátar,
einkaflugvél, reiðhestar og veiði-
réttur. Ef skattþegn ræður yfir
meira en þremur slikum neyslu-
þáttum eru upphæðirnar hækkað-
ar verulega.
Danir hafa reglur sem i stuttu
máli eru þannig, að er eyðsla á
árinu fer langt fram yfir uppgefn-
ar skattskyldar tekjur og skatt-
skyldu tekjurnar eru svo lágar
vegna þess að maðurinn hefur
notið fyrninga eða niðurskrifta,
hækka þeir tekjurnar um þaö sem
nemur skattaivilnunum.
Hver framteljandi verður þvi
auk þess að telja fram tekjur að
fylla út eyöublað, þar sem neyslu-
venjur og eyösla er skýrgreind.
Slik breyting er auövitað laga-
legs eðlis og á valdi löggjafans. í
skattafrumvarpinu sem var lagt
fram 1976 var vikiö aö þess-
um þætti, en þar voru hugmyndir
um að áætla tekjur á menn sem
ekki skilja milli persónulegs
framtals og atvinnuframtals.
Tekjurnar yrðu þá reiknaöar á
þá eins og þeir ynnu hjá öörum,
og komið i veg fyrir aö tap á
rekstri yrði til þess að þeir
greiddu engan tekjuskatt.
Þetta eru þau þrjú atriöi sem ég
gæti nefnt og til greina gæti komið
að béita gagnvart mönnum sem
hafa enga skatta og lifa eins og
kóngar. AI