Þjóðviljinn - 14.01.1978, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 14.01.1978, Blaðsíða 7
Laugardagur 14.janúar 1978 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 7 Þessar hugleidingar spruttu af þvi að sjá hið misgóða leikrit Stalin er ekki hér, en þar kemur áðurnefnd fyrirlitning skýrt fram. Árni Björnsson, þjóðháttafræðing Að fyrirlíta uppruna sinn Þess hefur nokkuö oröiö vart á siöustu tveim áratugum eöa svo, aö uppvaxandi ftílk tali niðrandi eða i litilsviröingartón um baráttu alþýöumanna á 4. áratugnum, sem ganga þá ósjaldan undir nafninu kreppu- kynslóö eöa kreppukommar. Þaö er i sjálfu sér ekkert nýtt, að hin ungborna tið leggi stór- huga dóminn á feöranna verk. Hér er þó nokkur munur á orö- inn. Aöur fyrr endurnýjaöi em- bættis- og menntamannastéttin sig i stórum dráttum. Eftir lifs- kjarabyltinguna miklu 1942-47 og setningu fræðslulaganna frá 1946 margfaldaöist hinsvegar hlutur þeirra unglinga i menntaskólum, sem komnir voru af verkamönnum og bænd- um. Ég er sjálfur talandi sönn- unargagn fyrir þessari stað- hæfingu: langyngstur af átta sveitasystkinum, sem öll voru mér jafnhæf til náms, en nýt þess eins að vera ekki kominn á framhaldsskólaaldur fyrr en eftir áðurnefnda byltingu. En þaö er einmitt þessi hluti hins unga og mannaða fólks, sem oft sést tjá sig af átakan- legu skilningsleysi um baráttu foreldra sinna og þeirra kyn- slóðar. Það er átakanlegt vegna þess, að sú barátta með öllum sinum mannlegu vixlsporum var forsenda þess, að við hin gátum farið að talatungum. Þaö erekkiannaö en eölilegur veikleiki og þroskaleysi, sem veldur þvi, að mörgum ungling- um, sem öðlast hafa meiri skólalærdóm en annaö heimilis- fólk, finnistnokkuð til um þessa þekkingu sina fyrst i staö. Mætti hér margur lita i eigin barm. Það er rétt einsog þegar menn hafa nýlega uppgötvaö grund- vallarsannindi sósialismans. Þá hættir þeim (il að lita niöur á hina, sem enn hafa ekki skilið þau. En þetta eldist yfirleitt fljótt af, ef menn eru á annað borð vel innrættir. Sumir lenda hinsvegar i þvilikri hámenn- ingarflækju, að þeim þykir jarð- bundið veraldarbjástur foreldra sinna harla ómerkilegt sem og aðdragandi þess og athafna- hvatir: fólk hafi einfaldlega ekki verið nógu klárt i kollinum. Og stöku menn losna seint eða aldrei úr þessari slepju. Sú árátta veður nú uppi i anda moggafasismans að kalla félaga kommúnista- og sósial- istaflokksins sálugu stalinista og nánast gera þá meðábyrga: fyrir ferli Kommúnistaflokks Sovétrikjanna siðustu hálfa öld- ina. Manni blöskrar þvilik ósvifni og/eða þekkingarskort- ur. Þess var engin von, aö einlæg- ir sósialistar gætu vitað allan sannleikann um Sovétrikin á þessum árum. Það er ofur- skiljanlegt, að þeir gerðust tryggir að trúa fremur „félög- um” sinum i „fyrsta verkalýðs- riki heimsins”, heldur en auð- valdsmoggum heimsins, sem þeir þekktu af eigin raun að hróplegum lygum um baráttu verkalýðsins i heimalandi sinu. Það er ekki hægt að ásaka Einar eða Brynjólf fyrir visvitandi blekkingar. Ekki einu sinni KristinE. Andrésson,hversu oft sem hann hafði byr undir vængjum i' efri lögum hins so- véska gufuhvolfs. Eini maður- inn, sem e.t.v. væri unnt að ásaka, er Halldór Laxness, sem nú þykist hafa vitað sitthvað misjafnt, en þagði þó, þartil Krústjoff hafði lokið sundur munni. Og hafði i þokkabót ver- ið mjög stefnumótandi i veg- sömun Sovétrikjanna og þeirra framferðis á 4.og 5. áratugnum. Það er endalaust hægt að bollaleggja um það, hvernig hin alþjóðlega verkalýðshreyfing hefði þróast, ef byltingin I Rúss- landi hefði ekki orðið haustið 1917. En það er tómt mál að tala um íþessu sambandi. Byltingin var gerð, og i u.þ.h. fjóra ára- tugi trúði dugmesti hluti verka- lýðsins þvi um heim allan, að þar væri a.m.k. hægt og bitandi verið að framkvæma sósial- isma. Aðstæður i hverju landi réðu þvi auðvitað með hvaöa hætti barátta verkalýðsins var háð. Þar þurftiengin ráð að sækja til Komintern. Blekkingin um til- veru Sovétrikjanna sem verð- andi fyrirmyndarríkis jók verkalýðnum hinsvegar kjark, áræði og sjálfstraust á þessum erfiðu árum hvort sem okkur er það ljúft eða leitt. Og enginn hefur siðferðilegan rétt til að setja sig á háan hest gagnvart þessufólki. Okkurværi skamm- ar nær að snúast gegn vanda- málum nútiðarinnar af viðlika dugnaði. Þeir fáu hérvillingar, sem i blindni vildu fylgja einhverri sovéskri forskrift án miðunar við islenskar aðstæður, töldu sig vera alþjóðahyggjendur. Stalinisminn var nefndega al- þjóðahyggja þess tima. Þeir sem hæst gapa um alþjóða- hyggju eru enda jafnan haldnir ósjálfstæði og vanmetakennd. Þá skortir innri styrk og þurfa ætið að finna sér eitthvert ytra haldreipi, hvort sem það er i Moskvu, Peking eða 4. alþjóða- sambandinu. „Þjóðremba” i smáriki er hinsvegar ekki i neinni andstööu við raunsanna alþjóðahyggju, heldur miklu fremur forsenda hennar. Þessar hugleiðingar spruttu af þvi að sjá hið misgóða leikrit Stalin er ekki hér, en þar kemur áðurnefnd fyrirlitning skýrt fram. Hinsvegar er ekki rétt- mætt að eigna höfundinum endi- lega þær skoðanir einsog sumir vilja vera láta. Persónur leiks- ins tala auðvitaö hver sinu máli. Hitt verður ekki af honum.skafið að hann matai' áhor^andann viljandi eða óviljandii á þeirri hugmynd, að stéttvis,og fórnfús verkalýðsbaráttupnaður hljóti um leið að ivera hálfgerður heimilisdjöfpll hjúum argur og að auki ,lit#lmenni, sem koðnar niður/unc^n grunnfærnislegum sleggjijdómum dóttur sinnar. — Ani^ars er Þórður leikritsins ekki annað en ósköp venjulegt afskiptasamt foreldri. Liklega Utur höfundur svo á, að sannur sósialistí eigi að vera öðruvisi en fólk er flest i einkalifi sinu. Úr þvi á annað borð er farið að þusa um þetta á margan hátt athyglisverða leikverk, er rétt að benda á viSsa timaskekkju þess. Það er nákvæmlega tima- sett á vormánuðum 1957. Þetta hefði höfundur liklega ekki átt að gera, þvi að þá fara menn óhjákvæmilega að athuga, hvað geti passað. Og aðaltimaskekkjan er þá Hulda.Slik manneskja var nán- ast ekki til á þvi herrans ári hvorki i Kaupmannahöfn né á Islandi. Fyrstu islensku sósial- istarnir, sem taka að gagnrýna Austurevrópurikin og Kina frá vinstri, eru svokallaðir SIA- menn, einkum á árunum 1957- 62, og þó i fyrstu einvörðungu i sinn hóp. En það er ekki von, að Vésteinn viti þetta, þvíhann var ekki nema 12 ára vorið 1957 og varla eins verseraður i musteri sósialismans og jafnaldri hans Jesús á sinum tima i húsi föður sins. Önnur kátlegri þekkingar- skekkja er i sambandi viö margnefndan bankastjóra Flokksins,sem alltleikhúsið hló að. Enginn bankastjóri var nefnilega sósialistum verri en Finnbogi Rútur I Útvegs- bankanum. Hvað sem góöum sprettum og góðum vilja höfundar kann að liöa, hafa mér orðið til umþenk- ingar uppháar hugsanir eins gamla kreppujálksins, sem sá leikritíð nokkru fyrir jól. Hann var að velta þvi fyrir sér, hvort þetta stykki mundi ekki teljast vel sýningarhæft i fasistarfki, t.d. Chile. Þvi mega þeir svara, sem betur þekkja til þessháttar stjórnarfars. Hinsvegar yrði slik upphefð ekkert einkennandi fyrir Vé- stein Lúðviksson. Ég þekki naumast þann listamann, sem ekki mundi með glöðu geði vita verk sin gefin út, sýnd eða flutt i sjálfu Helviti, ef honum hlotnaðist fyrir það alþjóðleg viðurkenning. Dagskrá Norræna hússins í upphafi 10. starfsárs Það ár sem nú er gengið i garð verður 10. starfsár Norræna húss- ins og kemur það til með að marka nokkuð dagskrárgerð hússins fram til haustsins, en þá verður starfsafmælisins minnst. Fyrsti gestur hússins á þessu ári er sænski leikarinn Ernst- Höfðing- leg gjöf Föstudaginn 6. janúar sl. kom maður, sem ekki vill láta nafns sins getið, á skrifstofu Styrktarfé- lags vangefinna og færði félaginu 200 þúsund króna gjöf. Gjöfin er gefin til minningar um bóndann og hákarlaformann- inn Guðmund Pétursson i Ófeigs- firði, f. 6. jan. 1853 og d. 16. mai 1934, og konu hans Sigrúnu Asgeirsdóttur, f. 15. ágúst 1869 og d. 22. des. 1902, svo og látin börn þeirra hjóna, en þennan dag voru liðin 125 árfrá fæðingu Guðmund- ar. Stjórn styrktarfélags vangef- inna flytur gefanda kærar þakkir fyrir þessa góðu gjöf og þann hlý- hug, er hann sýnir félaginu meö henni. llugo Jaregard, sem mun hafa upplestrarkvöldiNorræna húsinu sunnudaginn 15. janúar kl. 21.00. Fil. mag. ’Ritva-Liisa Elomaa frá finnska utanrikisráðuneytinu verður svo næsti gestur hússins, enhúnmun flytja erindi um Finn- land I dag, menningu þess, land ogþjóð.fimmtudaginn 19. janúar. Sunnudaginn 22. janúar kemur sænski þjóðlagasöngvarinn Mart- in Martinsson (f. 1913) fram i Norræna húsinu, en hann lumar á ógrynni gamalla og nýrra þjóð- legra ljóða og laga. Hinn 10. janúar 1778 lést hinn merki sænski visindamaöur Carl v. Linné. Hann var meðal þeirra norrænna náttúrufræðinga, sem unnu samtimanum ómetanlegt gagn, og áhrif þeirra á seinni tima veröa seint fullmetin. 1 Svi- þjóð verður þessarar Linné-ár - tiðar minnst, og Norræna húsið tekur þátt i henni með þvi að hafa annars vegar litla bókasýningu i bókasafni og hins vegar með fyrirlestrahaldi og kvikmynda- sýningum. Að þvi tilefni hefur Gunnari Broberg, dósent frá Uppsalaháskóla, verið boðið að koma og halda fyrirlestra um Linné, ævi hans og störf, og þá þýðingu sem Jiau hafa enn i dag. Hinn 5. febrúar heldur Rauno Velling, bókmenntafræðingur, fyrirlestur i Norræna húsinu og mun þar skýra nokkuð, hvað það er I finnskum nútímabókmennt- um, sem er sér-finnskt og hvað er alþjóðlegt. Með þvi vill Norræna húsið halda upp á Runebergsdag- inn. Sýningar Um miðjan janúar hef jast sýn- ingar að nýju i kjallara Norræna hússins. Þrir islenskir listamenn munu halda þar einkasýningar hver á eftir öðrum. Karl Kvaran riður á vaðið og opnar sýningu á vatnslitamyndum laugardaginn 21. janúar. Hinn 4. febrúar hefst svo sýning Gunnars Iljaltasonar gullsmiðs, þar sem hann sýnir smiðagripi úr gulli og silfri ásamt pastelmyndum. Og 18. febrúar er röðin komin að Veturliða Gunnarssyni, sem sýnir olfumál- verk og pastelmyndir. Tvær erlendar sýningar eru fyrirhugaðar i anddyri og bóka- síifni. 1 janúar sýna Martje Hoog- stadfrá Hollandi og Else Marie Lauvanger frá Noregi textil- myndir, en þær eru báöar búsett- ar i Noregi. 1 byrjun febrúar sýnir finnski ljósmyndarinn Markus Leppo myndröð sina „Fattiggubbar”. Sýning þessi verður sett upp alls staðar á Norðurlöndunum fyrir tilstuðlan Norræna menningar- málasjóðsins. Hún sýnir finnskar 19. aldar tréskurðarmyndir, „Fattiggubbar”, en svo voru kallaðir söfnunarbaukar fyrir fá- tæka i finnskum kirkjum. Lystræninginn nýtt hefti Nýlega kom út 8. hefti timarits- ms Lystræninginn. Lystræning- inn hóf feril sinn sem málgagn ungra skálda og hyggst i framtíð- inni halda áfram að birta frum- smiðar ungra höfunda ásamt verkum annarra. Blaðinu er ætl- að að fjalla um öll mannleg hug- verk, hvort sem um er að ræða leiklist, tónlist, myndlist eða rit- list. 1 þessu nýja hefti eru ma. birt ljóð eftir ýmsa höfunda, sögur, myndverk og leikrit. Einnig eru i blaðinu tvö lög á nótum eftir Gunnar Reyni Sveinsson og við- tal við meðlimi jasstriós Niels- Hennings, sem dvöldu hér á landi og héldu tónleika i Norræna hús- inu nú i haust. Aðstandendur Lystræningjans huga nú að útgáfu erótisks árs- rits. Astæður þess eru að þeirra sögn þörfin á að vega upp á móti öllum þeim hroða sem gefinn er út á Islandi og unglingafjöld gleypir hráan i hverri sjoppu meðan þeir eldri nærast á morg- unblöðum. „Erótisk list er annað og meira en klám, þótt þvi nafni hafi verið klint á flest erótísk snilldarverk er smáborgarinn jafnt sem ráðandi öfl heimsins hræðast; og sé vakið það hugar- flug er býr i mannskepnunni og bælt hefur verið niður með öfug- snúnu uppeldi og umhverfi er vá fyrir dyrum gullhallanna”, segir enn fremur i ritstjórnarspjalli hins nýja heftis. Þeir sem eiga i fórum sinum erótisk verk eru beðnir að hafa menningarsam- band við Lystræningjann, Póst- hólf 104, 815 Þorlákshöfn.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.