Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. janúar 1978. BORÐIÐ MEIRA BRAUÐ fyrir sig), og eru þau þá sett i brauöristina beint úr frystinum. Hér eru nokkur göð brauð, sem öll má frysta. Rúgsigtibrauð 75 g ger (pressuger) 1/2 1 volgt vatn 1 insk sall 1/2 kg rúgsigtimjöl 250 g hveitiklíð ca. ,'iOO gr hveiti Hrærið mulið gerið út i volgu vatni og saltið. Bætið út i rúg- sigtimjöli, 200 g af hveitikliði og helmingnum af hveitinu. Hrærið deigið og eltið á borði þar til það verður teygjanlegt og slétt og bætið afgangnum af hveitinu út i. Setjið undir rakan dúk i stofú- hita i 30 minútur. Skiptið deig- inu i tvennt, rúllið i lengjur og látið standa góða stund, á smurðri plötu undir dúk þar til brauðin hafa hefast. Penslið brauðin með rjóma, smjöri eða þeyttu eggi og stráið afgangn- um af hveitikliðiríö yfir. Bakið i 40 minútur við 200 g hita. Súrbrauð 50 g ger 1/2 1 súrmjólk 1 dl volgt vatn 1 msk salt 4—5 msk kúmen 3/4 kg sigtimjöl um 300 g hveiti Hrærið gerið út i volgu vatni og bætið súrmjólk (sem á að hafa stofuhita) út i. Hrærið salt, kúmen og sigtimjöl saman við ogeltiðdeigið. Bætið hveitinu út i og látið standa undir rökum dúk i 35—40 minútur. Skiptið siðan deiginu i tvennt á borði, sem hveiti hefur verið stráð yf- ir, hnoðið i kúlulaga brauö og látið standa undir dúk á smurðri plötu i amk 20 min. i viðbót, eða þangað til brauðin hafa tvöfald- að stærð sina. Skerið þvers yfir brauðin, penslið með mjólk, rjóma eða smjöri og bakið i 35—40 minútur • við 200 g hita. Rúgbrauðshringir 50 g smjör 1/2 1 volgt vatn 50 g ger 1 msk salt 1/2 kg gróft rúgmjöl 250 g. rúgsigtimjöl um 250 g hveiti Bræðið smjörið i volgu vatn- inu, hellið saman við gerið og hrærið vel saman. Bætið út i salti, rúgmjöli, rúg- sigtimjöli, og dálitlu af hveitinu og eltið vel saman. Bætið af- gangnum af hveitinu smátt og smátt út i og skiptið deiginu i tvennt og mótið lengjur og siðan úr þeim tvo hringi, látið standa á smurðri plötu undir rökum dúk i 1. klst. bessi brauð eru aðeins látin hefast einu sinni, en hin tvisvar. Stráið hveiti yfir brauðið og bakið i um 50 min við 200 g. Setjið siðan heit brauðin undir þykkan dúk og látið kólna á rist. Bóndabrauð 50 g ger 2 dl volgt vatn 4 dl súrmjólk 1 msk salt 300 g grahamsmjöl 300 g rúgmjöl (m 400 g hveiti Hrærið gerið út i volgu vatninu og bætið súrmjólk,salti, rúg og grahamsmjöli út i. Eltið deigið vel með trésleif og bætið siðan hveitinu út i. Látið standa undir dúk 1 40—45 minútur. Skiptið deiginu i tvennt, gerið aflöng brauð og látið standa i 5 min. Leggið á plötu undir dúk og látið standa aftur i 30 min. Hitið ofninn i 220 g. og penslið brauðin með kaffi, skerið skurði i þau, stráið rúgkjörnum yfir og bakið 1 30 minútur. Heiihveitibrauð 2 dl heilir hveitikjarnar 75 g ger 6 dl volgt vatn 3 msk brætt smjör 1 msk salt 400 g hveiti 450 g heilhveiti Látið hvt. ’arnana standa 1 heitu vatni i noKkrar klst. Hrær- ið gerið út i volgu vatninu og bætið út i smjöri, salti og heil- hveiti. Eltið vel og bætið hveit- inu smátt og smátt út i og látið standa undir dúk i um 45 minútur. Gerið tvær flatar kök- ur úr deiginu, rúllið kökurnar upp og látið standa á smurðri plötu i 25 minútur. Stráið hveiti- kjörnum yfir og bakið i 40 minútur við 200 g hita. Einnig má strá birkifræum yfir brauðið áður en það er sett i ofninn. Sem fyrr seglr má frysta öll þessi brauð,og eru ljósu brauðin sett i plastfilmu á meðan þau eru enn volg, en ekki sett inn i frystinn fyrr en þau eru alveg köld. Helst á að láta brauðin á rist um leið og þau eru tekin úr ofninum og láta þau kólna þannig. Til að gera sér grein fyrir kostnaðinum við að baka brauð eru hér nokkur verð á hluta af hráefninu: Pressugerið má fá keypt viða i brauðbúðum og kostar góður biti um 100 krónur (um 300 g). Verðið á hveitinu er nokkuð misjafnt, en kilóið kostaði 145 krónur þar sem ég sá það, og heilhveitið var á svipuðu verði, eða 332 krónur pakki með 5 lbs. Hveitikim kostaði 161 krónu og hveitiklið 114 krónur, hvort- tveggja 500 gr. pakki. 1 kg. af grahamsmjöli kostaði 251 krón- u, og hægt var að fá rúg á mis- munandi verði eða frá um 100 kr. kilóið. Kúmen i litlum glös- um kostaði 205 krónur og birki- fræ 128 krónur. Af þessum dæmum má sjá að það kostar allt að helmingi minna fé að baka brauðið sjálf- ur en að kaupa það i verslun, þótt að sjálfsögðu fari nokkur timi og rafmagn í baksturinn. 1 sumum tilvikum er um litinn eða jafnvel engan sparnað að ræða, en önnur brauöin kosta langt innan viö 100 kr. stykkið, þegar maður bakar þau sjálfur. Flestum væri hollara aö borða meira af grófu brauði og minna af áleggi. Nú hefur brauðið hækkað i verði,en smjörið lækkað i verði, og er þá hætt við að þróunin verði öfug. Gróft brauð er ekki aðeins hollt frá næringar- sjónarmiði, (en það inni- heldur í flestum tilfellum bæði járn og ýmis B-víta- min) það er einnig æski- legt fyrir meltinguna, ekki sist brauð sem bök- uð eru úr heilhveiti eða rúg. Þótttalsvert úrval sé af grófu brauði hjá bök- urum jafnast fátt á við heimabakað brauð beint úr ofninum. Það er líka hægt að spara góðan skilding á brauðbakstri, og flest heimabökuð brauð má frysta með góðum árangri. Hveitibrauð og önnur ljós brauð á að pakka i plastfilmu á meðan þau eru volg, en rúg- brauð þarf að hafa staðið i amk einn sólarhring áður en það er fryst. Best er að þiða brauðin i umbúðunum við stofuhita, en séu þau skorin i sneiðar áður en þau eru fryst, má gjarnan rista þau i brauðrist (hverja sneið til hnífs og skeidar Umsjón: Þórunn Sigurðardóttir

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.