Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 9

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 9
Sunnudagur 29. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 9 70 ára á morgun 30. janúar Þórleifur Bjarnason rithöfundur og fyrrverandi námsstjóri Meðan trúin á forynjur og fordæðuskap mátti sin nokkurs voru Vestfirðir jafnan taldir heimkynni skeleggustu galdra- manna, sendingar voru hvergi magnaðri en þaðan og á útkjálk- um þessa landshluta lifði trú- in lengst á máttugar kynjaverur og töfravarnir gegn þeim . Hornstrandir voru heimkynni hinna römmustu galdramanna. Flestir bæir voru afskekktir, girtir háum fjöllum með ferleg- ustu hömrum, sem héldu þeim i bóndabeygju harðviðra og ein- angrunar. Náttúran og allt umhverfið var lifandi, fullt af ósýnilegu lif i, fjar- lægu en þó nálægu og tilbúnu að gripa inn i lif þeirra og móta örlög þeirra. Eitthvað á þessa leið hefst forspjallfyrir Hornstrendingabók eftir Þórleif Bjarnason, rithöf- und, fyrrverandi námstjóra á Vesturlandi. Hann er fæddur i Hælavik á Hornströndum 30. janúar 1908 og verður þvi sjötugur á morgun. Eftir þvi sem hann sjálfur segir i bók sinni hjá Afa og ömmu, mun ekki hafarikt mikill fögnuður yfir komu hans i þennan heim. Móðir hans Ingibjörg Guðnadóttir varð fyrir þvi óláni eins og það var nefnt að eiga hann með kvæntum manni. Hún var þá i föðurgarði aðeins tvitug að aldri, og á þorr- anum i einangrun vetrarins tók afi hans á móti honum. Hann var yfirsetumaður, hafði hug til lækn- inga og las allt sem hann náði i um þau fræði. Hjá afa sinum og ömmu, þeim Guðna Kjartanssyni og Hjálm- friði tsleifsdóttur ólst hann svo upp. Fljótt hefur ólán dótturinnar vikið fyrir gleðinni yfir nýrri manneskju i Hælavikurbaðstofú, og hjá afa og ömmu nýtur hann ástrfkis bernskuáranna og verður smámsaman þátttakandi i lifi og starfi fólksins. Lifsbaráttan er hörð og það er annaðhvort að duga eða drepast, baráttaneruppá lif og dauða við náttúruöflin, björgin, hafið, hreggbarin fjöll. Það voraði oft seint á þessum árum i Hælavik, og stundum virt- ist að ekkert sumar mundi verða, eins og þegar fjórar vikur voru af sumri og ekki sá dökkan dil, oft- ast blindbylur og snjótröppunum upp frá bæjardyrunum fjölgaði dag frá degi, i bænum alltaf hálf- rokkið og gaddurinn leitaði um hélaða veggi.Það gekk á heyforð- ann, svo draga varð úr gjöf handa fénu, sem bar auðsæ merki harð- indanna. Einhvernveginn er þraukað af og svo skeður undrið, Vorið kem- ur. „Skin á himni skir og fagur hinn skæri hvitasunnudagur” er sungiðí baðstofunni. Jörðin bræð- ir af sér snjóinn og amma segir að lifsteinn sé kominn i jörðina. Grasið kemur grænt undan fönn- inni og lækir spretta upp úr hjarn- breiðunni. Hrognkelsanetum er komið i sjóinn og strax er góð veiði og undir bjargi er kominn færafiskur og það er róið nætur og daga. Það kveða við þungir dynkir, drunur og óhljóð, sveimur fugla er á lofti, sem ský beri fyrir. Moldar- og aurmökkur hylur bergstalla. Bjargið er að ryöja sig. Það ereins og dimmur rómur Hallvarðar Hallssonar á Horni kveði. „Hornbjarg undir harðast stynur, þá Hælavikurbjargið hrynur”. Númunu mestu viðburðir vors- ins gerast. Skarar karla og kvenna koma að austan og vestan og breyta hljóðum húsum vor- harðinda í glaum annrikis og umsvifa. Timieggsigaer kominn. Þannig lýsir Þórleifur lifi Hornstrendinga. Annarsvegar er hinnlangivetur.þegarþurfti ekki aðeins að þreyja þorrann og gó- una, heldur lika einmánuð og jafnvel hörpu, en hinsvegar hið yndislega stutta sumar, með öll- um sinum fjölbreytileika. I Hælavik var talsverður bóka- kostur, þá fyrstog fremst íslend- ingasögurnar og sú bók sem Þórleifur nam sina lestrar- kunnáttu á var Njála, enda kunni hann utanbókar mikið úr Njálu. Á löngum vetrarkvöldum voru lesnar eða sagðar sögur, kveðnar rimur, og rætt um atburði sögu eða rímna. Fólkið lifði sig inn i heim sagnanna þegar „Myrkrið hneig að stafni og stéttum/storm- ur geigvænn hvein” Lestrarfélag var i hreppnum og voru allflestar bækurnar lesnar. Lestrar- og fróðleiksþrá fólksins var mikil. Sem dæmi um hana segir Þórleifur frá þvi er frændi hans fór til Hesteyrar og keypti Góða stofna eftir Jón Trausta sem hann las á hestbaki á heim- leiðinni. Það veganesti sem sambúðin við náttúruna og mannlifið á Hornströndum veitti Þórleifi, dugði honum vel, er hann lagði frá landi, frá afa og ömmu i Hælavik. Hann hafði næga undirstöðu- menntun að heiman til þess að fara I Kennaraskólann og þaðan lauk hann kennaraprófi. Siðan aflaði hann sér framhaldsmennt- unar i Danmörku. Hann var lengi kennari á Isafirði, en siðan gerð- ist hann námsstjóri á Vestur- landi, með búsetu á Akranesi. Þórleifur var kvæntur Sigriði Hjartar, dóttur Þóru Jónsdóttur og Friðriks Hjartar, sem lengi var skólastjóri Barnaskólans á Akranesi. Sigriður var af vestfirsku bergi brotin eins og Þórleifur og meö þeim hjónum var mikið jafnræði og oftastnefndum við vinir þeirra þau saman. Þórleifur og Sigga. Sigriði prýddi flest það sem konumá prýða. Hún var glæsileg kona, gáfuð, skemmtileg svo af bar ogsvo góðað I endurminning- unnium hana finnstmér hún vera ein sú ágætasta manneskja sem ég hef kynnst. Sigríður lést árið 1972 langt um aldur fram, eftir langa og þunga sjúkdómsþraut, sem Þórleifur bar með henni. Umhyggja hans og barátta fyrir iifi hennar, sýndu best manndóm hans og þrek. Sigriður varð öllum mikill harmdauði og vinir þeirra ætluðu seint að sætta sig við þessi málalok. Þau eignuðust f jögur börn. Þau eru Þóra, bókasafnsfræðingur, búsett i Noregi, gift norskum lækni Kristjáni Möthes. Hörður tannlæknir á Akureyri, hans kona er Svanfriður Larsen, kennari. Friðrik Guðni, tónlistarkennari og söngstjóri á Hvolsvelli, giftur Sigriði Sigurðardóttur, söngkenn- ara og Björn félagsráðgjafi i Reykjavík. Ættarmót barnanna leynir sér ekki. Þau eru vestfirsk i húð og hár, vel menntuð og gjörfuleg á allan hátt. Mörg atvik eru vafin i þátt minninganna um kynni og vináttu mina og fjölskyldu minnar við Þórleif og Siggu, og fjölskyldu þeirra. Einn þátturinn hefst um sumar i miklu sólskini. Ég er sendill hjá Kaupfélaginu, nýbúin að læra á bíl ogkeyri út vörur til fólks. Ég fer oft til Þóru og Friðriks Hjart- ar skólastjóra. Einn dag kemur á móti mér lítill drengur, brosandi, bjarthærður með dálitlar frekn- ur, hann spyr mig hvort hann megi ekki sitja i bilnum hjá mér. Ég heillaðist af barninu og auð- vitað fékk hann að sitja i, slðan kom hann alltaf hlaupandi á móti mér þegar ég kom, kyssti mig og fékk að sitja í og aftur fékk ég koss þegar ég skilaði honum heim. Þetta var Hörður elsti son- ur Þórleifs og Siggu, sem þá var hjá afa og ömmu, meðan foreldr- ar hans voru I Danmörku, þar sem Þórleifurvar við framhalds- nám. Svo liða árin, og fjölskyldan er flutt á Akranes. Það á að fara að leika Mann og konu og okkur vantar góðan leikara i séra Sigvalda. Við vorum búin aö frétta að námsstjórinn á Vestur- landi, sem var þá nýfluttur I bæ- inn væri frábær leikari og hefði leikið séra Sigvalda á Isafirði. Mér var falið að tala við hann og kveið ég mikið fyrir þvi. Kannski væri hann merkilegur með sig og ég gæti ekki komið nógu góðum orðum að erindi minu, við ókunnugan mann, sem hafði skrifað bækur. En það fór á annan veg. Hann var ekkert nema ljúfmennskan, tók erindi minu vel, tók a ð sér verkefnið, og þvi skilaði hann með svo miklum sóma að allir Akurnesingar voru sammála um að aldrei hefðu þeir séð annan eins leik. Þetta var aðeins upphafið. Þó að séra Sigvaldi yrði Akranesingum minnisstæður, þá áttí Þórleifur eftir að skapa hverja persónuna eftir aðra af slikrilist að allir sem sáu muna eftír, eins og þá nafn- ana Jón i Gullna Hliðinu og Jón Hreggviðsson I tslandsklukkunni. Það var mikil gróska i leik- starfsemi á Akranesi á þessum árum og þar átti Þórleifur stóran hlut að máli. Við vorum lengst af nágrannar, meðan þau bjuggu á Akranesi. Lóðir húsa okkar lágu saman. Þau höfðu ræktað upp fallegan tr já og blómagarð fyrir utan hús- ið, og þar undu þau mörgum stundum. Allur heimilisbragur bar merki islenskrar menningar, eins og hún verður best. Hvergi var eins gott að vera, hvort sem það var yfir kaffibolla við eldhúsborðið, þar sem sagðar voru sögur, inni á skrifstofu Þórleifs með öllum bókunum hans, þar sem rætt var um bækur og lesið upp úr þeim, kannski úr bók sem ekki var kom- in út. Eða i mannfagnaði sem þau hjónin svo oft efndu Bl, og var þá oft sungið og leikið fram á rauða nótt. Sigriður og allt hennar fólk var einstaklega söngvinnt, og var hún alltaf i kirkjukór Akraness. Stundum kom Sigga og bauð okk- ur að koma og syngja, og allir komu til að syngja, náttúrlega misjafnlega vel. Oft komu skáld og rithöfundar á heimili þeirra og nutum við þess i rikum mæli, en alltaf fannst mér Þórleifur bera af i frásögn og samræðum. Einn var sá þáttur i menning- arlifi þessa tima sem Þórleifur stóð að. Hann stofnaði bók- menntaklúbb, ásamt fleira fólki sem áhuga hafði á bókmenntum. Þessi starfsemi er enn við liði (og teljum við hann vera föður klúbbsins og aðal ábyrgðar- mann.) Þetta hefur veriö mjög skemmtílegtogallir hafa lagtsitt að mörkum. Þessir fundir eru alltaf inn á heimilum okkar og til að forðast allan iburð er það regla að ekki má hafa á borðum nema kleinur og pönnukökur. Meðan þau hjón dvöldu á Akranesi mörkuðu þau djúp spor I menn- ingarlifi bæjarins, virtog vel látin af öllum. Þórleifur var frábær kennari, vel menntaður og hafði vald á viðfangsefninu, enda naut hann virðingar nemenda sinna. Hann var einnig farsæll I starfi sem námsstjóri, en þvi varð hann að hætta, fyrr en hann ætlaði vegna þess að hann þoldi ekki lengur hin erfiðu ferðalög sem fylgdu þvi. En það hef ég fyrir satt að margir hafi saknað komu hans þegar þessum þætti i lifs- starfi hans var lokið. En þá er það eftír sem mestu máli skiptir um framtíð alla. Það eru ritstörf hans. Ekki ætla ég mér þá dul að ræða um bók- menntalegt gildi þeirra, heldur þá tilfinningu sem ég hef fyrir þeim. Þórleifur hefur gefið út niu bækur auk smásagna og greina i timaritum og kennslubók i Is- landssögu. Hornstrendingabók kom út 1943, og er það fyrsta bók- in sem kemur frá honum. Hún varð þegar svo vinsæl að hún seldist upp á skömmum tima og var gefin út aftur 1976 I mjög fal- legri útgáfu. Ef til vill er hún bók bóka hans, skrifuð af mikilli tryggð við átt- hagana, og með henni er bjargað tíl komandi kynslóða sögu byggð- ar sem komin er i eyði. Bókin geymir minningar um lifsbaráttu fólksins, hvernig það lifði og starfaði, minningar um barátt- una við Björgin, hún geymir sagnir sem lifðu á vörum fólksins, náttúrulýsingar og margt um staðhætti alla. Siðar skráði Þórleifur ásamt Kristni Kristmundssyni, skóla- meistara mikið rit um Sléttu- hrepp, nákvæmnisverk, sem kostaði mikla vinnu og lengi mun standa. Bækur Þórleifs bera merki uppruna hans. Hann skrifar um það fólk sem hann þekkir, lff þess og starf. Svo kom vorið, kom út 1946, Hvað sagði tröllið 1948, Þrettán spor 1955, Tröllið sagði 1958, en það er framhald af Hvað sagði tröllið, og enn vantar áframhald af þessari sögu og ég vona að við fáum hana bráðlega. Hjá afa og ömmu kemur út 1960. Hrein og tær frásögn frá sjónar- hóli bernskunnar. Afi og amma eru hans lifsakkeri á þessum ár- um. Margar af smásögum Þór- leifs eru mér eftirminnilegar, eins og Ósköp i Þrettán spor og Fylgdarmaður i Hreggbarin fjöll sem er gefin út 1974. 1974 kemur lika út bók hans Aldahvörf, Land og saga, ellefta öldin. Þórleifur er sögumaður. Hann býryfir leiftrandi frásagnargleði, og þegar hann segir sögu, þá er allt látbragðið sem fylgir frá- sögninni óviðjafnanlegt. Hann hrifur mann umyrðalaust inn i heim sögunnar og siðan þekkir maður persónurnar, og umhverfi þeirra eins og maður hafi verið þátttakandi i atburðunum. Þann- ig finnst mér ritverk hans vera. Hvort sem það er skáldsaga, þjóðsögur, sannir þættir eða end- urminningar hans sjálfs. Þórleifur, vinur minn, ég hefi með þessum linum hugsað upp- hátt um þig og f jölskyldu þina. Ég býst ekki við að þú verðir mér neitt þakklátur fyrir það, en mig langaði bara svo tii þess. Eflaust hefðir þú tekið af mér orðið fyrir löngu, eins og þú gerðir forðum daga við vinkonur þinar, sem þú gafst nöfnin komma og semi- komma, þegar þær komu til að færa þér sextugum afmælis- kveðju og ætluðu að flytja þér ræðu ásamt sextugri drápu frá Völlu. Þá tókst þú af þeim orðið og hélst þina ræðu sjálfur, sem fjallaöi þó að mestu um verka- lýðsmál. Að lokum sendi ég kveðjur héð- an að sunnan, norður yfir heiðar, og óska þér til hamingju á afmæl- isdaginn, og vona að þú þreyir þorrann og góuna eins og áður, og haldiráfram að skrá sögu þessar- ar þjóðar f gleðí hennar og sorg. „Óskráð biður ævisagan enn að sinni”. Þér og fjölskyldu þinni allri, þakka ég vináttu á liðnum árum og bið ykkur öllum blessun- ar guðs og manna. Lifðu heill. Bjarnfriður Leósdóttir, Akranesi Þegar byggð tók af i Sléttu- hreppi um miðja tuttugustu öld, mun æði mörgum hinna eldri i þeim hópi sem þaðan hvarf, hafa þótt likt og að baki þeim risi ókleyfur þyrniskógur ævarandi tortimingar og gleymsku þess mannlifs sem þar hafði verið frá upphafi Islandsbyggðar. Allir vissu þeir að þeir áttu ekki aftur- kvæmt. Þeir leituðu sér bólfestu viðs vegar um landið og tóku þvi sem að höndum bar á líkan hátt og i heimahögunum áður fyrr. Harma sina báru þeir ekki á torg, en gleðinni opnuðu þeir dyr sfnar eins frjálslega i nýjum heim- kynnum og áður fyrr á heima- slóðum. Og áður en langt um leið vissu flestir, að þyrniskógi gleymskunnar myndi ekki auðn- ast að festa rætur umhverfis Framhald á bis. 22 Allt til flisalagna: Glæsilegt úrval gólf- og veggflísa, fugu- sement og lím. Saumur, múrnet, þakpappi, sökkulefni og þakrennur. Plast í plötum, acrylgler glært og mynstrað. Báruplast i rúllum og plötum. Glærar plastþynnur. Þakgluggar og margt fleira. í Nýborg " Bygginga- vöru- afsláttur til 4. febrúar Hreinlætistæki: ARABIA, finnsk gæðavara. Baðherbergisskápar í úrvali. Blöndunar- tæki, viðarþiljur, gólfkorkur. Nýborg H BYGGINGAVÖRUR Ármúla 23 simi 86755

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.