Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 21

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 21
Eitthvað af skóginum er farið aö ryðga! Og það er komið fullt af skellum á eigur okkar Herra minn trúr, það eru þá til ryksugur sem - ganga sjálfar! garðinum Já/ ektamakar eru bara til trafala. Gott viðhald er fyrir öllu. Timinn I upphafi skapaði guð him- in og jörð Haustið 1928 flutti ég til tsa- fjarðar, enda var ég þá ráðinn þar bókavörður. Laun min voru i fyrstu aðeins þær 2500 krónur sem Alþingi hafði veitt bókasafninu. Guðmundur Hagalin i umsögn um nýja kennslubók i bókmennta- sögu. Hefurðu prófað rottueitur? Það er þannig mál með vexti, að ég er með strák að sunnan og lika þar sem ég bý, og nú ætlar strákurinn sem ég er með að koma norður að vinna hér,ég verð að losna við annan þeirra.hvernig fer ég að þvi? Vikan. Regnið er blautt Ekki hægt að einangra efna- hagsmálin frá öðrum viöfangs- efnum þjóðfélagsmála. GyifiÞ. iMorgunblaðinu. Fórnfýsin er ekki dauð Ég geng til kosningabaráttunn- ar þrátt fyrir miklar annir. Jón Aðalsteinn Jónsson i Timan- um Best að gera ekkert Allar þjóðfélagsbreytingar eru i eðli sinu vandasamar, ef ekki beinlinis hættulegar. Sami f Tfmanum Ferskur banki Eitt af þeim málum sem ég mun berjast fyrir ef ég fæ aðstöðu til þingstarfa er að bæta hag landsins Sami i Timanum Hefurðu fengið þér Tropi- cana i dag? Hef litla trú á að svona kúnstir auki smjörsölu, segir Davið Scheving Thorsteinsson. Alþýðublaðið Er Vilhjálmur Þ. fluttur norður? Það er erfitt að spá um framtið- ina. Þótt okkur takist að innrétta þennan táradal eins vistlega og framast er hægt að hugsa sér og uppræta helstu orsakir deilu- og drottnunargirni i heiminum verða nógar mótsagnir að glima við i mannlifinu: lif og dauði, ást og hatur, sorg og sæla af ýmsu tæi. Norðurland Hamingjan er grindhoruð Hann beygði sig niður, og þegar varir þeirra mættust vissi Lou, að imyndin um feitu stúlkuna var gleymd. Vikan Móðurást. Ég hugsa oft til móður minnar. Þegar ég sat i fangelsi þá kvart- aði hún ekki, heldur sendi mér blásýru. Viðtal f Welt am Sontag Hyggindi sem í hag koma. Það er betra að koma tiu min- útum of seint á einhvern stað en vera dauður það sem eftir er æf- innar. Viðtal við deildarstjóra i þýska samgönguráðuneytinu. Sunnudagur 29. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 2,1 ’• ..S" Adolf J. Petersen: VÍSNAMÁL Látum klingja hljóma há Þorrinn, þessi árstið sem talin hefur verið köldust hér um slóð- ir i ár og aldir, og sem ráðið hef- ur mestu um hvernig til hefur tekist með að fólk og fé lifði vet- urinn af til vors, varð mörgum að yrkisefni, þvi „þorradægrin þykja löng”. Það hefur liklega verið á þorrakveldi sem Fri- mann Jónasson kennari kvað: Nakin ymur isagljá, ásýnd himins stafar. Máninn skimar skjáinn á, skýja brimið kafar. A vetrardegi kvað Hólmfriður Jónasdóttir frá Hofdölum: Alltaf snjóar yfir mó, isköld ró um dalinn. Viðikló í klettató hvitri ló er falin. Austan kaldi endalaust, úfinn himinn grætur, ekkert sumar, ekkert haust, engar tunglskins-nætur. Aðfall og brim hefur orðið að yrkisefni hjá Pétri Hannessyni á Sauðárkróki: Öldur brunnu um Ægishlað eld við sunnu rauðan. Fjallkonunnar fótum að fúsar runnu i dauðann. Stormavaldur veifar hönd, vondan galdur fremur, hrönnin kalda hamraströnd hvitum faldi lemur. Eitthvað svipað i hug var Mariu Rögnvaldsdóttur i Rétt- arholti þegar hún kvað: Ennþá kári eykur fár, ógnum gárar stundir, hann er grár og gnauðar þrár, gjálfrar báran undir. Kaldir vindar hafa blásið, þegar Jóhann Magnússon á Mælifellsá kvað: Vindar gjalla vitt um svið, veiku hallast stráin. Frostin varla gefa grið, grösin falla dáin. Samt hefur frostið linað og farið að hlána, svo að Jóhann kvað: Skýin vindur hrekur hart, hátt i tindum lætur, hylur strindi húmið svart, himinlindin grætur. Þó að vetrarveðrin séu oft myrk og köld, þá eru til ráð við þvi að láta það svo mjög á sig fá, að mati Jóns Jónssonar Skag- firðings frá Ingveldarstöðum á Reykjaströnd. Hann sagði: Þegar veltur veðrahjól að vetrar þrasi, gott er að eiga sumarsól i sinu glasi. Það kemur ætið skin eftir skúr, og Jónas Jónasson bóndi i Syðri Hofdölum kunni að meta það: Gullna hárið greiðir sól, geisla bárur himinlaugum. Döggin gljár á grund og hól, gleðitár i rósaraugum. A sama máli hefur Pétur Hannesson á Sauðárkróki verið, þegar hann kvað: Sólin hægt úr hafi ris, heilsar mild i blænum, gyllta lokka geisladis greiðir upp úr sænum. Þannig kváðu Skagfirðingar. Þeir áttu „sumar innra fyrir andann, þá ytra herti frost og kyngdi snjó”, og enn má heyra raddir ljóða og lausavisna úr Skagafirði. Vonandi verður svo enn um aldir. í Visnamálum 18. sept. ’77 voru visur eftir Sigriði Árna- dóttur á Svanavatni i Hegra- nesi. Nýlega barst svo bréf frá henni þar sem hún kveður sér hljóðs. í upphafi þess bréfs þakkar hún fyrir móttökurnar á fyrra bréfinu sem hún sendi Visnamálum og segir: Vist þú kveður vel til min, vinur Ijóða mætur. Óska ég þess, að orðin þin á mér festi rætur. Það gleður, ef að góð erkyrrð, að geta rimað saman. Hugurinn og höndin stirð hafa af þvi gaman. Sigriður efar ekki, að i nútið og framtið muni Skagafjörður eiga sina hagyrðinga og segir: Látum klingja hljóma há, heiðrum málið slynga. Skagafjörður eflaust á efni i hagyrðinga. A æskuslóðum sinum hefur Sigriður minnst við gömul kynni og kveðið: Grýttum teiðum geng ég á, gamlar slóðir kanna. Eru kynnin ekki fá endurminninganna. Afram liður alda fans, á engu er hægt að slaka. Eitt augnablik úr ævi manns aldrei fæst tH baka. Þrátt fyrir kul heimsins eru þó margir geislar sem hlýja, hvort heldur er andanum eða ytra gervi. Sigriður segir: Litinn yl ég úti finn, en eflaust blómin langar að geislinn leggi kinn við kinn og kyssi hlýtt á vanga. Hér er numið staðar i bréfinu frá Sigriði. Henni er þakkað með þessum orðum: Þakka vil ég þessi föng, það er i eðli minu að hlusta eftir svanasöng frá Svanavatni þinu. AJP. Það er stundum eins og gleðin geri sér mannamun, fylli hvern krók og kima hjá sumum, en fari framhjá húsum annarra. Una Sigtryggsdóttir, fyrr á Framnesi i Blönduhlið, hefur sennilega orðið þess vör og kveðið: Gleðin hefur gengið hjá garði, og lukkan dvinar. Bý ég nú við þögn og þrá, . þær eru systur minar. öllu táli ýti á bug er nú mál til sátta, min fer sálin senn á flug, segi skál — og hátta. Flest er i heiminum hverfult, og kannski ekki nema eitt sem er öruggt. Friðrik Hansen fyrr kennari á Sauðárkróki kvað: Aldrei kveldar, ekkert húm, eilif sýn til stranda, enginn timi, ekkert rúm, allar klukkur standa. Timinn liður, og Friðrik kvað: Árin koma og kallast á, hverfa að timans landi, eins og falli alda blá upp að fjöru sandi. Prentvillur eru alltaf leiðin- legar, ekki hvað sist þegar þær koma fyrir hér i Visnamálum. Um prentvillur kvað Stephan G. Stephansson: Það er grátlegt gáfnastig að grána i prentverkinu og hafa aldrei áttað sig á öllu stafrófinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.