Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 22

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 22
22' SIDA — ÞJ6ÐVILJINN Sunnudagur 29. janúar 1978. Þórleifur Framhald af bls. 9 þeirra yfirgefnu heimahaga né það mannlíf sem um aldaraðir haföi þar staðið af sér hriðar vetrar ogrétt úr sér fagnandi mót sóldögum sumars. Einn var sá maður úr Sléttuhreppi sem i tima hafði auönast að búa svo vel um hnúta að afkomendur flóttafólks- ins úr þeim stað, þyrftu ekki — og myndu ekki — gleyma uppruna sinum hversu viðs fjarri honum sem ævileiðirnar kynnu aðliggja. Sá maður er enn meðal okkar og heldur ótrauður áfram starfi sinu. Hann heitir Þórleifur Bjarnason frá Hælavik á Horn- ströndum ogkvað verða sjötugur þann 30. janúar i ár. Stundum tekur veruleikinn öll- um ævintýrum fram. Trúlega hefir engum dottið i hug þegar drengur fæddist i fátæklegu bað- stofunni i Hælavik fyrir 70 árum að þar færi sá er siðar meir ætti þvi hlutverki að gegna i þágu sveitunga sinna og þjóðar sem raun ber viini. A æskuárum minum var mér sögð um hann sú þjóðsaga að hann hefði unglingur borið bók i barminum á engi og lesið við slátt. Þegar afi okkar beggja, sem ól Þórleif upp fékk spurn af þessu, var sagt að honum hefði hrotið af munni: Nú? Þaö verður að senda strákinn i skóla. Með þessu lagi verður hann aldrei að manni. Hvað sem líður sannleiksgildi þessarar sögu er þaö staðreynd að „strákurir.n var settur til mennta og varo að manni. Þrátt fyrir fátækt aðstandenda tókst honum einhvernveginn að ná áleiðis á menntabrautinni. Og ekki held égaðhannhafi þótt nein liðleskja við likamlega stritvinnu á þeim árum að hvaða starfi sem hann gekk. Það hef ég frá fólki sem meðhonum vann. Hins vegar hlýtur það að vera rétt, að bókin hafi verið honum hugstæðari en orfið. Og ekki býst ég við að nokk- ur Hornstrendingur lái honum það. Miklu fremur þykist ég þess fullviss aö viö séum einlægleg þakklát fyrir það aö hann skildi í tima ihverra þágu og með hvaða verkfærum honum bar að vinna sitt ævistarf. Og þó er annað sem ég hef undrast mikið við þennan frænda minn og einmitt i sam- bandi við ritstörf hans: að hann skyldi láta sögu Hornstrendinga sitja i fyrirúmi fyrir skáldskapar- áráttunni. Þar hlýtur að hafa verið erfitt að velja á milli og þurft að beita dómgreind og mikl- um manndómi.jafnvel hörku. En — ef Þórleifur hefði ekki valið þann kostinn sem hann tók, þá ættum við ekki Hornstrendinga- bók né bókina um Sléttuhrepp né heldur annan þann fróðleik um okkar eyddu byggð sem hann hefir skráð og skráir enn og sem heldur opnum gáttum til allra átta þar norður frá. Já, jafnvel svo furðulega opnum gáttum að lifandi manna landi að stundum hvarflar þaö að manni, að ef til vill eigi mannlifeftir að blómstra að nýju á þessum auðu undra- ströndum einhverntima i fram- tiðinni. Fari svo þá verðum við, sem fæddumst á þessum slóðum trúlega fyrir löngu moldu orpin hér og þar um landið. En ekki finnst mér þaö varða miklu. Og ekki er ég heldur að spá. En — veruleikinn tekur stundum fram ævintýrinu og meðan er lif eriffs- von sagði gamla fólkið heima. Enginn veit framtiðina en með okkar þjóð hefir það verið bókin sem veitti hinum vesala styrk til að valda orfi og hrifu standa af sér hriðina, þreyja Þorrann og Góuna. Það er trúa min, að svo muni enn verða hvað sem allri tækni liður. Frændi! Þegar ég var beðin að skrifa nokkur orð til þin fyrir Þjóðviljann vegna þessa afmælis NÝ ÞJÓNUSTAHi - Skattamál Reykjavík — Akureyri Á tímum óvissu í skattamálum eru menn í vafa um réttarstööu sína. Hvernig væri aö vera ávallt viss i sinni sök? Við bjóóum einstaklingum og fyrirtækjum nýja þjónustu. Skatttryggingu Tryggingm felur í sér: 1. Skattframtal 1978 2. Skattalega ráögjöf allt árið 1978 3. Allt annað sem viökemur skatti yöar á árinu 1978. Skarttaþjónustan sf. Langholtsvegi 115, Reykjavik, simi 82023. Bergur Guðnason hdl. Skattaþjónustan sf. Útibú Einilundi 2 C, Akureyri, sími 96-19977. Faðir okkar og sonur minn FRIÐRIK Þ. OTTESEN lést i Borgarspitalanum að morgni 24. janúar. Verður jarðsettur fimmtudaginn 2. febrúar frá Fossvogskirkju kl. 1.30 eftir hádegi. Fyrir okkar hönd, vandamanna og vina. Ingibjörg Ottescn Þuriöur K. Ottesen Pétur F. Ottesen tsleifur Ottesen ÞorlákurG. Ottcsen fannst mér að ég gæti ekki neitað þvi.þóttokkur sé báðum litið gefið um þessháttar skrif. Og þegar til kom að skrifa fannst mér að ég hefði svo margt aö segja aö ég ákvað að segja sem fæst. Þetta er þvi hvorki ævisaga né eftirmæli og ekki tel ég heldur upp ritverk þin sem á þrykk eru komin,enda eru þau flestum kunn að ég hygg. Það sem ég segium þau er ekkert afmælislof heldur staðreynd sem við öll, sveitungar þinir, vitum og þekkjum. Þú hefir borið gæfu til að vinna öðrum gagn og reisn með verkum þinum. An þeirra væri tilvist Sléttuhreppsbúa fýrr ogsiöar ekki annað en rykfallnar og lifvana skrár i söfnum, sem fátt hefðu aö segja þeim fáu sem kynnu að rekast á þær. Þú barst gæfu til að þekkja þinn vitjunar- tima. Fyrir það megum við og okkar þjóð vera þér þakklát og við erum það. Og mér finnst að þú megir lika vera þakklátur fýrir það að hafa verið sá gæfumaður að auðnast að skila þvi dagsverki sem þú hefir þegar unnið. Hverj- um þér ber að þakka veit ég ekki. Ég óska þér ekki langrar elli, heldur heilsu og starfeorku til að ljúka þeim verkum sem ég veit að þú hefir i smiðum og deiglu. Og að þér auðnist að halda til æviloka Hornstrendingseinkenn- um þinum, hlýrri gamansemi spaugsnæmi og opnum huga. Lifðu heill og sæll. Jakobina Sigurðardóttir ^ Garði Þegar þú i dag, skálar við kunningjana, fyrir sjötiu ára veg- ferð þinni, þá er það engin svip- laus ásýnd, sem við vinir þinir hér fyrir sunnan minnumst og heiðrum, með fjarveru okkar. En að flytja til Akureyrar, mun þérseint fyrirgefast, vitandi það, að þegar allra veðra er von, verð- ur þú ekki sóttur þangað heim, hversu mjög við þyrftum á fé- lagsskap þinum og sálarstyrk að halda. Þótt ég megi vita, að þú munir una þér vel á afmælisdaginn i hópi stórmenna og annarra vina, þá eru lika til smáfuglar, sem minnast þin i dag og sem þú mátt aldrei gleyma. Og fyrst ég get ekki flogið til þin norður, fyrir- gefet þér, þótt þú hellir bara niður — þó dýrt sé —-Það er mátulegt á okkur báða. Ég óska þér til hamingju með daginn og veginn og óska þér vel- farnaðar á óförnum vegaleiðum. Hver veit nema Jón sé með bréf uppá það.að þú megir enn og um mörg ókomin ár, njóta starfsorku þinnar, viðsagnafræði og gaman- mál, gleðjastaf að lifa og vera til. Ég kann ekkert þér betra að segja, en það sé einmælt meðal vina þinna hér, að þú munir lang- lifur verða. Til hannngju, Halldór Þorsteinsson. Útgáfa Framhald af 4. siðu þann háska jafnvel afbrot sem það er að hverfa úr átthögum”. Nédeljaéva segir að lokum, aö Paradisarheimt sé „full með þverstæður”, en f heild merkt verk, einkum vegna þess aö skáldsagan gefi lykil að skilningi á þeim verkum sem siðar fara, bæði að þvi er varðar viðfangs- efni og stil. Ekki er að efa, að þessi útgáfa (upplag 100 þúsund eintök) getur gert stórum fjölbreyttari og sam- timalegri þá mynd sem rúss- neskumælandi lesendur hafa af Halldóri Laxness fengið. Norræna Framhald af 2 4. sföu aðar á árinu 1977 en þær eru i Grundarfirði, i Dalasýslu, i Dýra- firöi og á Hólmavik fyrir Stranda- sýslu. Starf deildanna er yfirleitt mjög blómlegt. Vinabæjatengslin styrkjast stöðugt og fleiri islensk- ir bæir tengjast vinabæjakeðjum á Norðurlöndum. A siðasta ári var haldin menningarvika á Norðurlandi aö frumkvæði Nor- ræna félagsins og við vonum að á þessu ári verði áframhald á þvi starfi. //Island í dag" — Er eitthvað fleira nýtt á döf- inni hjá ykkur? - — Auk ferðalaganna eru i bi- LEIKFÉIAGaJ Xíl REYKJAVlKUR “ “ IhiÓÐLEIKHÚSIfl SKALD-RÓSA ÖSKUBUSKA i kvöld uppselt i dag kl. 15 miðvikudag uppselt STALÍN ER EKKI HR ' föstudag kl. 20.30 i kvöld kl. 20. Uppseft. SKJALDHAMRAR fimmtudag kl. 20. þriðjudag kl. 20.30 TVNDA TESKEIÐIN laugardag kl. 20.30 30. sýn. miðvikudag kl. 20 fáar sýningar eftir. ; Litla sviðið: SAUMASTOFAN FRÖKEN MARGRÉT fimmtudag kl. 20.30 i kvöld kl. 20.30 Uppselt. fáar sýningar eftir þriðjudag kl. 20.30 Miðasala i Iðnó kl. 14-20.30 Miðasala 13.15 — 20. Simi 16620. Sfmi 1-1200. gerð námskeið fyrir Norð- urlandabúa, „Island i dag” sem er kynning á Islandi og islenskri menn- ingu, og við vonum að það geti oröið um mitt næsta sumar i Reykjavik. Auk þess munum við bjóða upp á ferðir til sögustaöa og jarðfræðiferðir í sarnvinnu við Ferðaskrifstofu ríkisins en álikar ferðir höfum við verið með áður fyrir áhugamenn um sögu og jarðfræði Islands. —eös Kvikmyndahátíð Frámhald af bls. 11 bæði bráðfyndin og harmsöguleg og eiginlega allt þar á milli. Ef ég mætti benda rauðsokkum og öðru áhugafólki um jafnréttis- mál á spennandi verkefni mundi ég ráðleggja þeim að sjá þessar tvær myndir og halda siðan um- ræðufund um þær. Reyndar munu vera uppi ráðagerðir um ein- hverjar umræður innan ramma kvikmyndahátiðarinnar, og jafn- vel að hafa opinn einhvern stað þar sem fólk gæti sest niður eftir sýningar og skeggrætt málin. En þetta var að mestu óákveðið þeg- ar ég siðast vissi og kemur væntanlega i ljós á sinum tima. Föstudaginn 3. febrúar verða fjórar sýningar i Háskólabió og ein i Tjarnarbió. Fjölskyldulif heitir mynd eftir Pólverjann Krzysztof Zanussi, gerð árið 1971. Zanussi átti upphaflega að vera gestur kvikmyndahátiðarinnar, en af þvi gat ekki orðið. Hann er einn þekktasti kvikmyndastjóri Pólverja um þessar mundir og vinsæll á Vesturlöndum, m.a. var hann einn af fimm „leikstjórum ársins 1976” i International Film Guide, sem gefin er út af bresku kvikmyndastofnuninni. Núer þorri! Lostætur þorramatur og blandaöir síldarréttiríhádeginu alía daga GjöriÓ svo vel—lítió inn „LA VIEILLE FILLE” (Piparkerlingin) ÞRIÐJUDAGINN 31. janúar kl. 20.30 i franska bóka- safninu (Laufásvegi 12) verður sýnd franska litkvik- myndin með enskum texta:, „LA VIEILLE FILLE” (Piparkerlingin) sem er gamanmynd með sálrænu ivafi og segir frá manni og konu sem hittast á sumarbaðstað... Myndin er frá árinu 1971 gerð af Jean Pierre Blanc, Leik- arar: Annie Girardot, Phiiippe Noiret, Marthe Keller. ónnumst þakrennusmiði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmíði. Gerum föst verðtilboð Blikkiðjan Ásgarði 1, Garðabæ

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.