Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 8
8 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. janúar 1978. I tilefni greinar Sighvats Björgvinssonar um Þjóðviljann og íslenska sósíalista Þau tiðindi gerðust 20. janúar, aö ungur Alþýðuflokksforingi, Sighvatur Björgvinsson, skrif- aði opnu i Alþýðublaðið. Hún var að sönnu ekki um það mál sem heitast brennur á flokks- mönnum hans, en það er rétt- læting þess að gefa út islenskt dagblað fyrir erlent gjafafé. Þess i stað fjallaði greinin um Þjóðviljann, Evrópu- kommúnismann og fleira skemmtilegt. Greinin var skrif- uð af þeirri heift, sem er að sönnu vondur pólitiskur ráð- gjafi. Heift sem einfaldar sög- una svo nær óþekkjanleg verður og truflar næmi fyrir staðreynd- um stórlega. En það má samt heita nokkur framför að krata- þingmaður leggur það á sig að ræða alvörumál i Alþýðublað- inu. Venjulega láta þeir utan- flokksstráka um að skrifa mál- gagn sitt, meðan þeir sjálfir spóka sig á auglýsingamarkaði Visis og Dagblaðs fyrir pólitiska framagosa. „Aö ljúga menn fulla” Sighvatur hefur mjög hugann við skrif Þjóðviljans um Sovét- rikin fyrr og nú. 1 þvi sambandi segir hann, að ég hafi i nýlegri greip, um sovétferðabók Þór- bergs Þórðarsonar sagt sem Fleiri í vanda Timar viljandi og óviljandi einföldunar héldu lengi áfram. A strfðsárunum lofsömuðu vest- ræn borgarablöð Sovétrikin af miklu kappi,og i Hollywood voru gerðar kvikmyndir um sæluna á sovéskum samyrkjubúum. (Svipaður fögnuöur rikti i bandariskum blöðum um Kina þegar Nixon fór að venja komur sinar þangað). Þegar kalda striðið hófst breyttust Sovét- menn i algjöra djöfla. Svona mætti lengi telja. Það eru lika fleiri en skamm- timagestir, sem ekki hafa yfir- sýn yfir umdeild samfélög. Þegar átján ára gamlir sovéskir skólafélagar minir fóru að taka upp kartöflur i fyrsta sinn komu þeiraftur steinhissa og ráðvillt- ir: þeir höfðu komist að þvi, að þeir vissu sáralitið um lif rússneskra sveita. Maður sem fer frá Sovétrikjunum 1961 er enn i dag að afla sér upplýsinga þaðan, sem koma honum á óvart. Um heim allan Það er lika hollt að hafa það i huga, að þekkingarvandamál sem þessi eru ekki öll staðsett i Sovétrikjunum. „Sendinefnda- kerfið” spannar allan heim. Það kemur daglega fram i þvi meðal Kommar og kratar svo, að Þórbergur hafi i aula- skap látið ljúga sig fullan um ástandið i Sovétrikjunum 1934. Einföldun af þessutagiverður ekki jafnað við annað en fölsun. Grein min fjallaði um gildrur „sendinefndakerfisins” sem ég nefndi svo. Af þessu kerfi eru einmitt mörg fræg dæmi til frá Sovétrikjunum á fjórða áratugi aldarinnar. Kannski hefur Sig- hvatur aldrei haft af þvi spurn- ir, en i svipaðar gildrur féllu meö Þórbergi Bernard Shaw, Romain Rolland, Feuchtwanger og Tagore. Enginn þessara manna var kommúnisti. Biblia Þórbergs um sovétmál var lengi bókin „Sovétrikin — ný sið- menning” eftir Sidney og Bea- trice Webb, sem voru mektar- kratahjón bresk. Það mætti bæta við mörgum fleiri dæmum. En þessi stutti listi ætti að minna á, að á fjórða áratugnum, og lengi siðar, var sá vandi, aö gera sér grein fyrir sovéskum veruleika margfalt flóknari en sem svar- ar spurningu um það, hvort þú varst kommúnisti eða trúgjarn eða ekki. Mistök Þórbergs, Webbhjóna, Rollands og fleiri voru tengd samtvinnan þriggja þátta: 1 fyrsta lagi fegruðu gestgjafar sjálfsmynd sina sem mest þeir máttu (stundum með beinni lýgi, stundum með hálf- sannleika). I öðru lagi höfðu Sovétmenn af raunverulegum framförum aö státa, sem þóttu þeim mun merkilegri sem þeir höfðu reist land úr rústum og höfðu útrýmt atvinnuleysi meðan kreppa geisaði fyrir vestan með miklum hörmung- um. t þriðja lagi sannfærði ótt- inn við fasismann marga ágæta menn um nauðsyn þess að starfa með Sovétmönnum — og þá um leiö um nauðsyn velvilj- aðrar túlkunar á þeirra vanda- málum. Sunnudagspistill annars, að stórfyrirtæki teyma blaðamenn um veislur og vinnu- sali á vixl, til að þeir fái sem já- kvæðasta mynd bæöi af vörunni og aðbúnaði verkafólks („Fyr- irtækjakynning”). A Islandi er það Nató sem heldur uppi öflug- ustu sendinefndakerfi — það hefur það verkefni að senda alla unga menn sem liklegir eru til áhrifa i stjórnmálum (nema sósialista að sjálfsögðu) i heila- vask, til að þeir sannfærist um ágæti, nauðsyn og göfgi þessa hernaðarbandalags. Og jafnvel krati ætti að hafa nokkra hugmynd um það, hve vel þorra fólks af yfirstétt tekst jafnan að komast hjá þvi að þekkja, gera sér grein fyrir, kjörum þeirra sem nú um stundir eru kallaðir „lágtekju- hópar” i vestrænum samfélög- um. Gefur sér forsendur En meginatriðið i máli Sig- hvats er þetta: Þjóðviljinn (eða „evrópu- kommar” hans) skrifar nú gagnrýni á sovéskt samfélag og lofar leikreglur lýðræðis. Þetta þýðir, að Þjóðviljinn játar að klofningur Alþýðuflokksins hafi verið út i bláinn, stofnun Kommúnistaflokks og siðar Sósialistaflokks óþörf vitleysa. 1 þessum málflutningi gefur Sighvatur sér forsendur sem ekki fá staðist. til Sovétrikjanna sé eitthvert al- gjört nýmæli. Hann lýgur þvi meira að segja blákalt, að Þjóðviljinn hafi staðið með Sovétmönnum i Tékkóslóvakiu fyrir tiu árum. („Þjóðviljinn „bilaði” hvorki i „Ungó” né i „Tékkó” og þóttist blað að meira”, segir hann). Túlkun Þjóðviljans á atburðum i Ung- verjalandi fyrir 22 árum var einnig óravegu frá sovéskum hugmyndum. Islenskir sósialistar tóku ekki undir for- dæmingu á Titó fyrir þrjátiu ár- um. Timar hinnar „hreinu” sovéttrúar voru margfalt skemmri en Sighvatur vill trúa. Leikreglur iýdræöis Það er og mjög málum bland- ið að islenskir sósialistar hafi ekki „talið sér unnt aö viður- kenna þingræðisreglur” eins og Sighvatur segir. Ekki hefi ég skjöl Kommúnistaflokksins um þessi mál undir höndum. En i stefnuskjölum Sósialistaflokks- ins, 40 ára gömlum, er það tekið skýrt fram, að ekkert vilji flokkurinn heldur en „alþýðan geti náð völdunum i þjóðfélag- inu á lýðræðislegan og friðsam- legan hátt” (Stefnuskrá). En á þeim dögum fasiskrar óaldar er þvi bætt við, að búast megi við þvi, að þegar á reynir muni „auðmannastéttin” ekki virða leikreglur lýðræðis.heldur gripa til þvingunarlaga, lagabrota og annars gerræðis. Því sé eins gott að róttæk alþýðuhreyfing sé við öllu búin. Þessi viðbót hefur ekki úr gildi fallið, þar nægir aö vlsa til Grikklands 1967 og Chile 1973. Vinstri armur verklýðs- hreyfingar hefur jafnan haft það fram yfir hægrikrata, aö hann hefur haft augun opin fyrir þeim hættum sem aö lýöræði stafa frá hægri. Marxistar munu að sjálfsögðu halda áfram að gagnrýna lýð- ræði og þingræði Vesturlanda vegna þess hve takmarkað það einnig á stjórnmálasviði. Það sem nýtt er i meðferð svo- nefndra Evrópukomma á þess- um málum er það —- eins og Carillo hinn spænski segir („Evrópukommúnisminn og rikið”), að reynsla bæði af lasisma og afskræmingum stal- Inisma hefur kennt mönnum að meta betur kosti þá sem „vestrænt” eða „borgaralegt” lýðræði býr yfir, þrátt fyrir allt. Og byggja baráttu fyrir sósialisma á útfærslu þess. Miklu fleiri þættir Höfuðfölsun Sighvatar er samt ótalin: Hún er sú, að ágreiningur milli vinstri og hægri verklýðshreyfinga hef- ur aldrei verið einskorð- aður við deilur um Sovétrlk- in eða þá þingræði — hvorki hér heima né á alþjóðavett- vangi. Sovétrikin komust að visu i brennipunkt á vissu skeiði, en það var skammvinn- ara miklu en hann vill vera láta. Ágreiningurinn hefst innan ann- ars alþjóðasambandsins þegar um aldamót, og I átökum um af- stöðu til styrjaldarinnar 1914 varð meiriháttar sprenging út af þeirri blessun sem flestir sósialdemókratar lögðu þá yfir striðsreksturinn. Hin mikla kreppá heimsauðvaldsins um 1930hlaut og að skipta verklýðs- sinnum i flokka eftir þvi, hvort menn vildu hjálpa ráðandi stétt til að sigla yfir kreppuna eða Iáta hana brýna alþýöu til að knýja fram meiriháttar breyt- ingar á þjóðfélagsgerðinni. Hér á tslandi bætast síðan við aörir þættir: ágreiningur um sjálf- stæðismál tslands, afstaða til hernaðarbandalaga og efna- hagsbandalaga. Af nógu er að taka. Þvi fer þvi fjarri, að Þjóð- viljamenn i dag hafi ástæðu til að telja baráttu sósialista við þær uppgjafar- og afsláttartil- hneigingar, sem lengst af hafa mestu ráðið I Alþýðuflokknum, einhverskonar meiriháttar misskilning eða markleysu öðru nær — það er hún sem hef- ur við haldið og eflt virkan vilja til að skapa sósialiskt samfélag á tslandi. r Agreiningur fyrr og nú Timi „Rauðu hættunnar”, fjórði áratugurinn, var timi mikilla átaka og um leið mikilla einfaldana. Heimsmyndin var svart-hvit hjá flestum. Margir kommúnistar féllu i þá gildru, að setja þá jafnaðarmerki milli Sovétrikjanna og sósialisma. Með þvi móti öðluðust þeir að sönnu bjartsýni i slag við fasismahættu. En um leið gerðu þeir hægrikrötum mikinn greiða: það voru þeir sem svo gátu haft Stalinismann til að skjóta öllum- sósialisma á langan frest. Og það er þessi einföldun heimsins sem Sighvatur vill halda dauðahaldi i enn þann dag I dag. Hann hefur blátt áfram ekki annað til málanna að leggja. Margt af þvi sem skipti mönn- um i komma og krata á fjóröa áratugnum er liðin tið og heyrir sögunni til. En sósialistar gera sér að sjálfsögðu grein fyrir þvi, að þar með hefur ekki orðið til með sjálfvirkum hætti samein- ing allra verklýðsflokka. Það er nauðsyn að þeir nái sem viðtæk- astri samstöðu i málum sem heitast brenna á alþýðu — að öörum kosti mun óbreytt ástand haldast i okkar heimshluta. En sem fyrr verða átök um stefnu- festu eða pólitiska afslætti, um það hvort menn láta sér nægja að „stjórna kapítalismanum” eða hvort þeir leggja á sig það erfiða og vandasama verk að breyta þjóöfélaginu, „yfirstiga kapitalismann”. Þessi ágrein- ingur getur birst i deilum milli verklýðsflokka. Hann getur einnig átt sér stað innan þeirra. Þeir dæma sig úr leik Sósialistar okkar tima gagn- rýna þær kreddur,, þær tilhneig- ingar til einangrunar eða uppgjafar, sem þrengt hafa kost verklýðsflokkanna. Þeir hljóta að kappkosta að geta lagt sem sannast og raunsæjast mat á það, sem gert ereða ekki gert i nafni sósialisma, hvort sem væri i Sviþjóð eða Sovétrikjum, Kina eða Júgóslaviu, hvar sem er. Um leið og þeir halda uppi virkri leit að þeim ráðum, þeim röksemdum, sem best tryggja fylgi við íslenska sósialiska sköpun. Þessi umræða, þessi leit — með kostum hennar og annmörkum —fer nú fram fyrst og fremst á vettvangi Alþýðu- bandalags, á siðum Þjóðviljans. Alþýðuflokkurinn og blað hans kemur harla lítið við sögu þeirr- ar umræðu — meira að segja forneskjutaut eins og grein Sighvatar heyrir til algjörra undantekninga. Þeir menn virð- ast hafa öðrum hnöppum að hneppa i stjórnmálum — en það er svo þeirra höfuðverkur, ekki okkar. Arni Bergmann. P.S. Sighvatur heldur þvi fram i grein sinni, að útvarpið hafi beðið mig um að útskýra mikil tiðindi austan tjalds — nánar tiltekið striðið i Ung- verjalandi 1956. Þetta er að sjálfsögðu rugl. En rikisfjöl- miðill (sjónvarp) hefur reyndar beðið mig um athugasemdir við önnur stórtiðindi: um sovéska andófsmenn og um brottrekstur Solzjenitsins. Er Sighvati vel- komið að prenta þá texta upp i blaði sinu ef hann kærir sig um. eftir Árna Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.