Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 23

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 23
Sunnudagur 29. janúar 1978. þjÓÐVILJINN — StÐA 23 kompan Umsjón: Vilborg Dagbjartsdóttir Þetta fallega kort fékk Kompan. Það stendur á því: ADDA OG ANDRÉS ÖND. ANDREA K. REYNIMEL 90. Andrea skrifaði þetta sjálf og geri aðrir 3 ára þetur. Litlu krakkarnir teikna Þetta er fyrsta myndin/ sem Álfgeir Logi teiknaði. Hún er af KALLI. Finnst ykkur hún ekki fin? D Ra»GUR Gráþrösturinn Gráþröstur (Turdus pilaris) er miklu stærri en skógarþröstur og auð- þekktur á því, að hann er Ijósgrárá höfði og gump, en rauðbrúnn á baki og stélið er næstum svart. Hann er ryðgulur með svörtum rákum framan á hálsi og bringu og áber- andi svartflikróttur á hliðunum. Gráþrösturinn er félagslyndur fugl og verpir venjulega i smá- byggðum. Það eru sjald- an færri en þrjú hreiður saman. Hreiðrin eru uppi í trjám í skógarrjóðrum eða skógarjöðrum. Hann velur sér hreiðurstað í lauftré frekar en barrtré og kýs helst björkina. Á vetrum heldur hann sig á bersvæði, þar sem hann leitar sér ætis í högum og meðfram limgirðingum og í skógarjöðrum. Gráþrösturinn er al- gengur í Norður- og Mið- Evrópu og austur um alla Síberíu. Hingað kemur hann sem flækingur og hefur verpt á Akureyri. Til Hornafjarðar koma gráþrestir oft í hópum á haustin, en þeir fara fljótlega aftur, því þeir þola ekki vetrarkuldann. Síðla nú í haust, eða í byrjun nóvember, fundu tveir 13 ára strákar gráþröst f yrir utan Lyng- eyjarbraggann á Höfn. Það var bleytusnjór, og fuglinn var blautur og kaldur. Hann hefði drep- ist þarna, hefðu Ómar og Jónas, en það heita strák- arnir, ekki bjargað hon- um. Þeir tóku hann var- lega upp og báru hann inn i braggann og gáfu neta- manninum, sem er áhugamaður um fugla. Hann hlúði að fuglinum, sem hresstist von bráðar og hefur siðan haldið til í bragganum. Fuglinn fékk af drep á broðshorninu við gluggann. Netamaðurinn útbjó honum svolítið hús úr pappa og smáspýtum. Þarna kann fuglinn við sig. Hann hoppar um gólfið, stekkur á milli hluta og flýgur um. Stundum er glugginn op- inn/en hann fer ekki út. Honum er gefinn matur. Best þykir honum heilsu- brauð, epli og kjötsag úr Kaupf élaginu. Hann er ekki mann- blendinn og kúrir sig í hornið sitt, ef ókunnugir koma í braggann, en vel fer á með honum og neta- manninum. Fuglinn vill láta tala við sig og virðist hafa gaman af útvarp- inu. Hann lætur það i Ijósi með ærslum og f jöri. Rétt fyrir jólin tók netamaðurinn sér frí og fór í burtu. Hann bað bróður sinn að hugsa um fuglinn á meðan. Nú var litli fuglinn ekki með hýrri há. Hann kúrði sig inni í byrginu sínu og lét litið á sér bæra. Liðu nokkrir dagar, en þá fór bróðir netamannsins á rjúpnaveiðar til að fá sér i jólamatinn. Þann dag leit hann ekkert til fugls- ins, og það var komið fram á kvöld, þegar hann fór að gá að honum. Nú brá svo við, að fuglinn varð ofsakátur, stökk út úr byrginu og tók til að baða sig úr bollanum sin- um. Svo flaug hann um braggann og tók til að syngja. Þetta er í eina skiptið sem hann hefur sungið. Eftir þetta varð hann eins og hann átti að sér og virtisthafa tekið gleði sina. Á kvöldin situr hann á birkigrein, sem þar var látin handa hon- um, og horfir út. Lausn á síðustu krossgátu Soffia Dröfn Halldórsdóttir, 12 ára, sendi krossgát- una.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.