Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 16

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 16
16 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. janúar 1978. í fyrsta þætti sagði ég frá fy,rstu skipulögöu ferð ferðafélags 1978. Nú leita ég fanga hjá einum af tneira en 7 þúsund félögum í Ferðafélagi Islands. Hann er ekki val- inn af handahófi, heitir Gestur Guðfinnsson. A miðjum laugardegi kveð ég dyra húss númer 39 við Sigtún. Húsbóndinn kemur sjálfur til dyra svolitið kimileitur og býð- ur mér til sinna herbergja. Fal- legar bækur prýða annan lang- vegg, mest um þjóðleg efni, náttúrufræði og skáldskap i snyrtiiegum röðum frá gólfi til lofts. Á veggnum andspænis er stór skápur með allskonar skeljar sem eru hluti af góðu safni og sýnishorn af bergi. A gólfinu er heljarstór grágrýtis- steinn i laginu eins og risa egg. — Um þennan stein þykir mér vænst af minum „mublum", segir Gestur. Ég fann hann i gömlum árfarvegi ofan Lækjarbotna. Hann hefur núist þar i hyl og ég hef aldrei séð annan slikan stein. — Nú ert þú Dalamaður, Gestur, og kemur ekki suður fyrr en sem fulltiða maður. Ertu með ferðaáhugann i farangrin- um? Gestur Guðfinnsson Það er gaman að lifa Ég reika einn út í laufþungan birkiskóginn út í græna sumarnóttina og tylli mér niður i fallegu rjóðri meðal blómanna innan um hinar smávöxnu jurtir merkurinnar tungljurt og blóðberg brjóstagras iog lyf jagras hvítmöðru og gulmöðru til að sjá sólina koma upp til að höndla sólaruppkomuna innan stundar dagar yfir jöklinum hin hvíta rauða bylgja fer um skóginn og dýragrasið sem ég hef ekki tekið eftir fyrr en núna opnar auga sitt blátt eins og himin eilífðarinnar og horfir í Ijósið: það er gaman að lifa. Gestur viröir fyrir sér eintak úr grasasafninu Meö hækkandi sól — Það held ég varla. Það var töluvert félagslif heima, m.a. stofnaði ég ásamt fleirum Ung- mennafélagið Von i Klofnings- hreppi og var formaður þess, en við höfðum ekki ferðalög á dag- skrá nema að litlu leyti. Ég gekk að visu nokkuð á f jöll sem unglingur fyrir utan þetta nauð- synlega sem allir þurftu sem ólust upp i sveit, en varð ekki fyrir verulegu smiti þessarar bakteríu fyrr en ég flutti suður. Það er nokkuð mikil breyting að flytja úr sveit i kaupstað, hið framandi umhverfi verkar kalt og vina er saknað og þess félagsskapar sem áður var stór þáttur tilverunnar. Annað verður þá að koma til, og félags- skapurinn i Ferðafélagi Islands, Farfuglum og annarsstaðar þar sem ég hef starfað fyllti þetta tómarúm að sinu leyti og hjálp- aði mér að festa rætur. Nú veit ég að þú lætur þér ekki nægja að njóta náttúrunnar sem áhorfandi heldur kemur nær. Þú hefur kannað gróðurfar, greint og safnað plöntum og skeljum, hugað að bergi og litið til fugla. Varstu byrjaður á þessu heima? — Nei, varla held ég. Þegar ég fór að ferðast að marki hér syðra, leiddi hvað af öðru: ég hafði áhuga fyrir fleiru en þvi að hreyfa mig og vera með góðu fólki. Ég fann það snemma, að ferðirnar gáfu meira ef sjón- hringurinn var færður svolitið út. Ef veður bregst, ja, þá er t.d. alveg hægt að sinna grasasöfn- un, skeljasöfnun eða einhverj- um athugunum. Ef áhuginn beinist að slikum hlutum er ekki litið atriði að finna sér góða ferðafélaga. Ég var svo heppinn að Matthias bróðir minn hafði lik áhugamál, var reyndar miklu færari grasasafnari en ég. Einnig áttum við Tryggvi Sveinbjörnsson mikið saman að sælda, þvi hann hafði mikinn áhuga á þessum þáttum öllum og fórum við oft ferðir saman, ásamt ýmsum öðrum. Við skiptumst lika á gripum og bár- um saman bækurnar, en það er einmitt mikið atriði í hverskyns söfnun að hafa samflot við aðra. En það er einnig gott að geta ferðast einn, og sá sem stundar einhverjar athuganir á náttúr- unnar riki verður einatt að nálg- ast hlutina einsamall. Þetta á ekki sist við um fuglaskoðun. Og svo er annað, að i einveru orkar landið sterkar á okkur, við skynjum áhrif öræfanna betur. Þessar einfarir verða þó að vera innan skynsamlegra marka af öryggisástæðum og i seinni tið er ég farinn að klæða mig í rautt til að gera skrokkinn auðfinnan- legri ef i það færi. — Hvernig ber skeljasafnari sig til? — Það er nú með ýmsu móti. Auðvitað gengur maður fjörur, já og leitar i ýsumögum! — Ýsumögum, hvað áttu við? — Já, steinbitur og fleiri fisk- ar bryðja skelina. Ýsan afturá- móti gleypir hana i heilu lagi og þvi er ýsumaginn hrein náma skeljasöfnurum. — Einnig má segja að ég hafi haft einskonar herútboð. Fólk ferðast orðið æði mikið og ég þekki marga. Gjarna segi ég við kunningjana: — Blessaður stiingdu nú á þig skel ef þú átt leið i fjöru. Einu sinni minntist ég á þetta við Sigvalda Hjálmarsson, áður en hann fór til Indlands. Hann tók þvi vel, en kvaðst enga skel þekkja. — Kannski verður það allt sama skelin, sagði hann. Ég hélt hann myndi gleyma þessu, en nýkominn heim eftir árs útivist hringdi hann til min og sagði: — Heyrðu, ég er hérna með nokkr- ar skeljar i kassa handa þér, en það er kannski allt sama skelin. Svo kom hann með kassann og uppúr honum komu 30 tegundir. Þannig hef é'g eignast skeljar viða að, frá Alaska, Miðjarðar- hafi og viðar, og á liklega fleiri erl. tegundir en innlendar. Nú stendur Gestur upp, gengur að skápnum og tekur upp litla nær hnöttótta brúnleita skel. — Þetta er fræg skel,aust- fjarðabobbinn, sem þú kannast náttúrlega við. Ég tek við skelinni og skoða, mjög gáfulegur á svip. Svo fór Gestur að tala um landbobba, en vegna þess hve óklár ég er á þeim, treysti ég mér ekki að endursegja það. — Hefurðu safnað eggjum? — Nei. Heima var töluvert fuglalif, en okkur krökkunum yar bannað að taka egg — kannski fyrir áhrif frá kvæðum Jónasar. Þessi uppeldisáhrif hafa líklega búið i mér. Ég hef ekki komist upp á lag með að safna eggjum. — Hafa ferðahættir ekki breyst mikið á þeim tima sem þú manst? — Jú, farartækin, bllarnir, eru nú t.d. ólikt traustari og þægilegri en áður var. Og ekki hefur oröiö minni breyting á vegakerfinu. Flestir útskagar eru orðnir bilfærir, hringvegur um landiðjOg alltaf eru öræfin að opnast meira fyrir umferð. Mér er líka ofarlega i huga hlutur Ferðafélags Islands i þróuninni. Ómetanlegt hagræði er að sælu- húsum félagsins i óbyggðum. Þarna er um að ræða hús á ýms- um fegurstu stöðum landsins, þar sem jafnvel stórir hópar geta gist, eða einstaklingar komið og farið að vild. Þetta eru opin sæluhús og engum úthýst meðan pláss er. Einnig er nú byrjað að koma upp smáhýsum á gönguleiðum. Nú eru þrjú hús á leiðinni milli Þórsmerkur og Landmannalauga og verður þvi þarflaust að hafa með sér tjald á þeirri leið. — Þú hefur eitthvað stundað ! skiðaferðir? — Heima fórum við talsvert á skiðum. Það var að visu svolitið öðru visi skiðamennska en nú, skiðin frumstæð og aðeins not- aður einn stafur. Ég hafði þó lært að detta á skiðum, og þegar ég kom til borgarinnar lærðist það fljótlega aftur. Iðulega voru skiðaferðir á vegum Fl, en einn- ig fór ég með öðrum félögum sem auglýstu ferðir. Skiðalönd- in voru aðallega við Lækjar- botna og Hveradali. Einnig kom fyrir að við fórum á Hengil eða I Bláfjöll. Og talandi um skiði og snjó, get ég sagt þér að fyrsta ferð min með Ferðafélaginu vár einmitt á Snæfellsjökul. Nú eru ferðir minar á þetta ágæta fjall liklega orðnar fleiri en tuttugu — Jú, og vetrarferðirnar eru einmitt til marks um það hve staða Ferðafélagsins hefur styrkst á seinni árum. Ferða- timinn hefur alltaf verið að lengjast, og má heita að ekki falli niður ferð allt árið. I skammdeginu eru ferðirnar stuttar, farið eftir hádegi og gengið kannski 3—5 tima. Þær henta allri fjöiskyldunni og eru sannkölluð heilsubót. Með hækkandi sól lengjast ferðir og fjallarápið að sama skapi. A seinni árum er orðinn fastur siður að fara vetrarferðir i Þórsmörk, áramótaferð, þorraferð og svo um páska. Þórsmörk er allt önnur að vetri eins og náttúrlega allir aðrir staðir. Hún getur jafnvel skart- að fegurr i bjartviðri og logn- snjó með þunghlaðnar greinar trjanna af snjó, eins og ævin- týralegasta jólakort. En að jafnaði er veðrið auðvitað lak- ara að vetri til og birtan minni, en allar árstiðir hafa sinn þokka og eitthvað að miðla sem ekki fæst i annan tima. Þessar vetr- arferðir eru oft mjög skemmti- legar: þar velst saman hressi- legt fólk, og kvöldvökur eru haldnar þar sem flestir leggja eitthvað af mörkum, i það minnsta söng. Þetta „eggerca.kvartmiljónára gamalt og60 — 70 kg á þyngd og á flesta jöklana hef ég gengið, en litið um Vatnajökul nema jaðrana. Þetta er heillandi veröld, þessi hreinleiki þar sem snjórinn breiðir jafnóðum yfir sporin. Ég hef trú á að i náinni framtið verði komið á öruggum velskipulögðum ferðum á Vatnajökul með gistingu i góðu húsi t.d. i grennd við öræfa- jökul. Þarna mættu ferðafélög, ferðaskrifstofur og flugfélög taka höndum saman. — Hefur Ferðafélagið ekki vetrarferðir á dagskrá? — Er vin haft um hönd? — Það er litið um það. í vetrarferðum er allra veðra von og ferðamaður getur þurft á öllu sinu að halda. Þess vegna er vin litið um hönd haft i slikum ferð- um, en við skemmtum okkur nú samt, og oft er glatt á hjalla fram á nótt. — Þú ert þekktur aðdáandi Þórsmerkur. Er það sæluhúsið sem dregur eða Mörkin sjálf? — Þvi er fljótsvarað, það er Mórkin sjálf. Ég tek hiklaust Þórsmörk framyfir alla aðra staði til að dveljast á. Viða eru fagrir staðir sem gaman er að gista eina nótt eða tvær og fara siðan. Um Þórsmörk gegnir öðru máli, þetta er viðáttumikið svæði, ef teknir eru með nágrannaafréttir, Almenningar að norðan og smá afréttirnir sunnan Krossár, maður er mið- svæðis, með stórkostlegar gönguleiðir i allar áttir. Fleiri hundruð manns geta hæglega verið þarna án þess að troða hver öðrum um tær. Mörkin býr yfir miklum andstæðum. Þarna er margs að njóta fyrir bæði tjaldfólk og skálagesti, enda segir aðsóknin sitt. Mér finnst þó skorta litinn skála t.d. inni Tungum, þvi að meira en dags- gangur er, ef skoðaður er innri hluti þessa svæðis, og gott væri að hafa þar kofa til að liggja I. — Er straumur ferðamanna inná hálendið þér áhyggjuefni? — Ekki verulegt, en ég vil að skipulagning og uppbygging að- stöðu sé feti á undan i þróuninni, en ekki langt á eftir eins og stundum hefur viljað brenna við. Þó hefur ástandið batnað mjög við afskipti Náttúru- verndarráðs og setningu nýju náttúruverndarlaganna. Ég vil að við flýtum okkur hægt, en er yfirleitt á móti boðum og bönn- um i þessum efnum og lokun landsins, nema brýn nauðsyn krefji. — Hagarðu ferðum öðruvisi nú en á yngri árum? — Að visu. Ég legg ekki i jafn erfiðar ferðir og þegar ég var upp á mitt besta, en ég ferðast ekki minna, nýt þess jafnvel enn betur og mun ekki leggja ferðalög niður, nema eitthvað sérstakt kæmi til. — Við höfum ekki farið út i skáldskaparmál i þessu spjalli, Gestur, en þar ertu þó vel liðtækur. Yrkirðu i ferðum? — Nei, ekki i neinni alvöru a.m.k., en áhrifin koma kannski fram siðar meir i ljóðunum. — Það væri gaman að lofa einu litlu ljóði að fljóta með. Ætli væri ekki best að þú veldir það sjálfur. — Hérna er litið ljóð „Það er gaman að lifa", sem ort er með Þórsmórk i huga. 1 þvi ljóði kemur m.a. dýragrasið fyrir, en það finnst mér eitt fegursta blóm Islands. (Ljóðið er birt hér að ofan I textanum). Nú barst til okkar ilmandi kaffilykt, enda standandi veisluborð frami stofu. — Að siðustu, Gestur, ein samviskuspurning: Saknarðu ekki gamalla ferðafélaga sem hafa að mestu snúið baki við Ft og ferðast nú með Otivist? — Auðvitaðsakna ég gamalla ferðafélaga, og breytir engu hvort þeir fara i annað ferða- félag eða hætta að ferðast, þvi yfirleitt er þetta prýðis fólk. En þetta er gangur lifsins: einn kemur — anna^r fer, og við þvi er ekkert að segja.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.