Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. janúar 1978. Málgagn sósialisma, verkalýðshreyfingar og þjóðfrelsis. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans. Framkvæmdastjóri: Ei&ur Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson. Umsjón meo sunnudagsbla&i: Arni Bergmann. Auglýsingastjdri: Úlfar Þormóðsson. Kitstjórn, afgrei&sla, auglýsingar: Sf&umúla 6, Sfmi 81333 Prentun: Bla&aprent hf. Frumkvæði Al- þýðubandalagsins Alþýðubandalagið beitti sér fyrir þvi i vinstristjórninni 1971-1974, að samið var sérstakt frumvarp um sameiningu rikis- bankanna, jafnframt þvi sem gerð var nokkur úttekt á bankakerfinu i heild. Þetta frumvarp komst svo langt að verða flutt á alþingi sem stjórnarfrumvarp, en þegar á reyndi neituðu þingmenn Fram- sóknarflokksins að styðja frumvarpið. Þannig stöðvuðu þeir i bankamálunum, eins og oftar, tilraunir Alþýðubanda- lagsins til þess að draga úr yfirbygging- unni i þjóðfélaginu. Fækkun banka og bankastofnana hefði beinan f járhagslegan sparnað i för með sér. En kannski er sparnaðurinn ekki aðalatriðið. Það sem meginmáli skiptir er það að með einfaldara bankakeri'i verður auðveldara að tryggja viðskiptalegt öryggi, verður auðveldara að setja og framfylgja reglum sem koma i veg fyrir svindl það sem upp hefur komist i banka- kerfinu á undanförnum árum. Núverandi skipan bankakerfisins leiðir af sér að erfitt er að hafa traust eftirlit, núverandi skipan getur fóstrað spillinguna og elur af sér sifellt stærri og flóknari vandamál. Það má því með nokkrum rétti segja að þeir sem báru ábyrgð á því að koma í veg fyrir einföldun bankakerfisins á vinstri- stjórnarárunum beri einnig ábyrgð á þeim vandamálum bankakerfisins sem birtast fólki um þessar mundir og leiða menn jafnvel að þröskuldum tugthúsanna. Ekki sist er ábyrgð Framsóknarflokksins mikil i þessum efnum: formaður flokksins er bankamálaráðherra núverandi rikis- stjórnar. Alþýðubandalagið hefur ekki einasta hreyft bankamálunum innan stjórnar: i málflutningi þingmanna Alþýðubanda- lagsins og Þjóðviljans hefur itrekað verið fjallað um þessi mál og krafist endurskoð- unar. Það er þvi i samræmi við fyrri stefnu flokksins og frumkvæði Alþýðu- bandalagsins i bankamálum að formaður Alþýðubandalagsins, Lúðvik Jósepsson hefur flutt á alþingi frumvarp til laga um sameiningu útvegsbankans og Búnaðar- bankahs. 1 frumvarpinu er gert ráð fyrir fækkuh útibúanna og lögð áhersla á að rikið hafi með þessum hætti forystu um að koma skipulagi á sina bankastarfsemi en siðan verði gerðar ráðstafanir til þess að fækka einkabönkunum og koma skipulagi á sparisjóðina. í frumvarpinu er gert ráð fyrir að sett verði heildarlöggjöf um viðskiptabanka i stað margra og ósam- ræmdra 'laga sem nú gilda. 1 þessum nýju lögum verði lögð áhersla á að treysta eftirlits- og endurskoðunarskyldur bank- anna. Með frumvarpinu um sameiningu rikis- bankanna hefur Alþýðubandalagið stigið fyrsta skrefið. Nú er að sjá hver verður afstaða stjórnarflokkanna, ætla þeir að halda að sér^iöndum eða ætla þeir að fylgja eftir þeirri stefnu sem Alþýðu- bandalagið hefur gert kröfur um að fylgt verði? Bankamálin eru i ólestri. A þeim þarf að taka af fullum myndarskap og þar má engu hlifa, þar verður að leggja áherslu á lausnir sem samræmast hagsmunum heildarinnar en ekki klikusjónarmiðum allskonar gæðingahópa. Forysta Alþýðu- bandalagsins og frumkvæði með flutningi frumvarpsins um sameiningu tveggja rikisbanka og setningu heildarlöggjafar um viðskiptabanka er þýðingarmikil stefnumörkun á réttri braut. — s. Pólitískt sníkjulíf Þjóðviljinn hefur sett fram þá kröfu að sett verði löggjöf sem kveði skýrt og ótvirætt á um að banna útlendum aðilum að hafa áhrif á stjórnmálastarfsemi hér á landi með peningagjöfum. Þessi krafa Þjóðviljans var sett fram vegna þess að formaður Alþýðuflokksins og ritstjóri Alþýðublaðsins hafa játað að Alþýðu- blaðið sé rekið fyrir erlent gjafafé. Eftir að Þjóðviljinn setti fram þessa eindregnu kröfu eru liðnar þrjár vikur og ekkert hefur heyrst frá þeim sem i hlut eiga: Al- þýðuflokksmönnunum á alþingi eða við Alþýðublaðið. Ekkert hefur heyrst frá málgögnum Sjálfstæðisflokksins. Telur Sjálfstæðisflokkurinn það kannski eðlilegt að þannig sé að hlutunum staðið, eða hvað, að útlendir aðilar — stjórnmála- flokkar, sendiráð eða fyrirtæki annist blaðaútgáfu á íslandi? Hins vegar hefur málgagn dómsmálaráðherra, Timinn, tekið undir kröfur Þjóðviljans i þessum efnum. Þar segir til dæmis i forystugrein i gær orðrétt: ,,Þess vegna er ... nauðsynlegt... að sýna fram á hvar draga skal mörkin milli leyfilegs og óleyfilegs fjárafla af þessu tagi." Það er þvi ljóst að krafa Þjóðviljans um bann við ihlutun er- lendra aðila i innlenda stjórnmálastarf- semi á fylgi að fagna viðsvegar i þjóð- félaginu, vafalaust meirihluta kjósenda ef út i það væri farið að kanna viðhorf þeirra. Þeir sem hafa bundið sig á klafa er- lendra fjárgjafa eða innlendra heildversl- ana eru vissulega ekki liklegir til þess að hafa áhrif á islenska þjóðfélagið á já- kvæðan hátt. Þeir eru vissulega manna óliklegastir til þess að ráðast gegn spillingu og samtryggingu, mútum og „hagsmunafé". Slikir aðilar geta ekki um frjálst höfuð strokið—þeir hafa lagt höfuð sitt i hendurnar á þeim sem sist skyldi. Þeir hafa gefist upp á að lifa sjálfstæðu lifi — lifa einskonar pólitisku snikjulifi. Þetta eru hinar pólitisku ályktanir málsins, sem Alþýðuflokkurinn á ef tir að súpa seyðið af. Hitt hlýtur að vera augljóst hvað sem örlögum Alþýðuflokksins liður að alþingi ber að gefnu tilefni að setja afdráttar- lausar reglur sem banna erlendan fjár- stuðning við islenska stjórnmálastarf semi. — s. Laxnessútgáfa á rússnesku Sovéska forlagi& Prögress hefur gefi& út þrjár skáldsögur eftir Halldór Laxness og hefur ein þeirra Paradisarheimt, ekki komiö á rússnesku á&ur. Hinar eru Atómstö&in, sem fyrst kom út 1954 á rússnesku og Brekkukots- annáll, sem birtist i sovésku timariti fyrir 20 árum, en hér mun um nýja þý&ingu að ræ&a. Skáldsögurnar koma allar i einu bindi i flokki sem nefnist „Meist- arar nútimaprósa" — en i þeim flokki eru á&ur komin úrvöl verka m.a. Williams Heinesens, Max Frisch, Kemals hins tyrkneska, Evelyn Waugh, Faulkners og fleiri höfunda. Svetlana Nédéljaéva-Stepona- viciene hefur stjórnað þessari lit- gáfu og skrifar formála. Þar er • ein sérlega skemmtileg villa: vitnað er til viötals við Halldór frá 1972 og er „blaðamaðurinn Matthias Jochumsson" skrifaður fyrir þvi. Útgáfusaga Það var ekki fyrr en 1954 aö fyrst kom bók út eftir Halldór Laxness á níssnesku, það var ein- mitt Atómstöðin. Sfðan hafa verið gefnar út Sjálfstætt fólk, Salka Valka, Heimsljós og smásögur (Ungfrúin góða og húsið ofl.) og . sýnt leikritiö Silfurtúnglið. Fram til þessa hefur ekkert verið þýtt eftir Brekkukotsannál, sem út B03BPAlUEHHblM PAM Atómstöðin kom 1956. Þá þegar fóru sovéskir gagnrýnendur að velta fyrir sér þvi sem þeir kalla „afstrakt mannúðarstefna" Halldórs — m.ö.o. þeim finnst hann ekki nógu „stéttvis" á sinn mælikvarða. Höfundur formálans, Svetlana Nédéljaéva, vill bersýnilega gera sem minnst úr þessu þótt hún minnist á „nokkrar þver- stæður og afstrakt einkenni mannúðarstefnu hans siðustu. Brekkukotsannáll áratugina". Hún reynir aö halda þvi að löndum sinum i staðinn, að verk Halldórs einkenni trú á mannfólkið og listina, að hann berjist fyrir mannbótum og rétt- læti i þjóðfélaginu. Túlkun Paradísarheimt- ar Otskýringar formálahöfundar á skáldsögunum eru mjög i þess- BPEXKYKOTCKAfl JlETOnMCb Paradisarheimt um anda. Forvitnilegast er að huga að þvi sem hún segir um Paradisarheimt, vegna þess að margir gagnrýnendur hafa eðli- lega tengt þá bók við pólitiskan feril Halldórs sjálfs. Nedeljaéva' sneiðir hjá þeim hlutum. Þess i stað segir hún sem svo, a& f upp- hafi sögunnar sé Slteinar bóndi ó- sköp likur bændum i Eystridal f Atómstöðinni. Hann vilji ekki gefa gaum örbirgð og kúgun, heldur vilji hann fegra alla menn fyrirsér, semogréttlæti kóngs og ' yfirvalda. Siðah segir: „Samt finnur Steinar til ó- ljósrar ófullnægju, sem fær hann til að leita gæfunnar börnum sin- um tilhanda — fyrst á fund Dana- kóngs, slðan meðal Mormóna. Margt llkar honum vel hjá Mor- mónum, einkum velmegun þeirra. En hann er á margt gagn- rýninn — hann tekur eftir anda smáborgaraskapar hjá þeim og umburðarleysi I garð alls þess sem fer ut fyrir viötekna hegðun ! Mormóna. Markmiði sinu — gæfu til handa börnum sinum — nær Steinar ekki, öðru nær — brottför hans brýtur niður Hf fjölskyld- unnar. Að lokum vaknar Steinar afturtilsiðbúinsskilnings... Hann kemur i sögulok að bæ feöra sinna, sem hann hafði falið örlög- um á vald. Andartak Imyndar hann sér að hann hafi hvergi far- ið, að nú muni hann ganga til barna sinna og vekja þau með kossi. Lesandinn efast ekki um, að ef unnt væri aö endurheimta hið liðna þá muni Steinar ekki hafa elst við hillingar, heldur hefði hann verið kyrr hjá fjöl- skyldu sinni og beitt góöum gáf- um sinum til að vinna henni gæfu á ættlandi sinu. Lykill að skilningi Stef brotttarar, aðskilnaðar frá eigin þjóð,hljomaði ekki löngu áö- ur i' mynd Garöars Hólms. I skáldsögunni Paradlsarheimt er lögð sérstaklega þung áhersla á Framhald á bls. 22

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.