Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 5
Sunnudagur 28. janúar 1978. W6DV1U1NN — SIÐA S Hver situr á milli Carters og Andreottis? Fundur 200 þúsund málmvcrkamanna og ungra atvinnuleysingja á San Giovannitorgi i Róm; viö viljum harðari afstöðu. sögðu verklýðsforingjarnir. a/ eriendum vettvangi STJÓRNARKREPPAN Á ÍTALÍU: Sérstætt bandalag í sköpun gegn Evrópukommúnisma Þegar þetta er skrif að er Andreotti að velta því fyrir sér hvort honum tókst að mynda nýja stjórn á Italíu. Minnihlutastjórn flokks hans, Kristilegra demó- krata, féll sem kunnugt er fyrir hálfum mánuði, þeg- ar kommúnistar (PCI), sósíalistar (PSI), og þrír smærri flokkar drógu til baka óbeinan stuðning sinn við stjórnina; þeir höfðu ekki greitt atkvæði gegn frumvörpum hennar, en voru í staðinn hafðir með í ráðum i ýmsum málum. Þegar stjórnin féll Það er ekki rétt, að kommúnist- ar hafi orðið fyrstir til að krefjast þess, að Kristilegir demókratar létu af valdaeinokun sinni og að mynduð verði einskonar þjóð- stjórn til að glima við hið gifur- lega atvinnuleysi sem hrjáir ttaliu, ásamt hækkandi öldu pólitiskra hryðjuverka. Þann 7. desember kvað formaður Lýðveldisflokksins, Ugo La Malfa, þekktur hagfræðingur og fyrrum aðstoðarforsætisráð- herra, upp úr með það, að „hjá- setusamstarfið” við Kristilega hefði ekki náð tilgangi sinum. Efnahagskreppan var söm við sig enda þótt tekist hefði að draga nokkuð úr verðbólgu. La Malfa sagði, að ástandið kallaði á myndun samsteypustjórnar með aðild kommúnista. Afstaða La Malfa fékk stuðning bæði sósialista og sósialdemókrata. Þrengt að Berlinguer Kommúnistar höfðu hinsvegar ekkert verið að flýta sér með kröfur um beina aðild að rikis- stjórn. En einnig i þeirra herbúð- um fór vaxandi þrýstingur á Berlinguer flokksforingja og menn hans, að þeir gerðu harðari pólitiskar kröfur til Kristilegra demókrata. Verklýðsforingjar og starfsmenn flokksins hafa tjáð forystunni, að ekki væri lengur hægt að tryggja stuðning hinna almennu liðsmanna við ,,hjá- setustefnuna” vegna þess að hún hefði hingað til ekki komið verk- lýðsstéttinni að neinu gagni, nema siður væri. Og að sjálfsögðu Andreotti; ef að kosiö yrði mundu bæði kristilegir og kommúnistar vinna á. En það breytti litlu samt. vissi flokksforystan einnig mætavel að PCI var kominn i stöðu þar sem mjög naumt var um svigrúm. Flokkurinn hafði engin umtalsverð áhrif á stjórn- sýslu Andreottis, en var samt sem áður að nokkru meðábyrgur fyrir henni með hjásetum sinum á þingi. Kommúnistaflokkurinn ákveð- ur þvi — reyndar i samráði við sósialista, að hætta hinum óbeina stuðningi við Kristilega, fyrst og fremst til að herða á kröfunum um breytta efnahagsstefnu. Og sumir fréttaskýrendur teija, að mjög hafi ýtt á eftir þeirri ákvörðun mikil ganga og útifund- ur 200 þúsund málmverkamanna og ungra atvinnuleysingja i Róm snemma i desember. Um fund þennan segir Bruno Trentin verk- lýðsforingi og kommúnisti, að hann tákni nýtt stig baráttu og einingar verklýðshreyfingarinn- ar: „verklýðsstéttin hefur yfir- stigið mótmælaskeiðið og sett fram nauðsyn breyttrar efna- hagsstefnu” (Rinascitá). Enginn meirihluti Um miðjan desember bar Berlinguer svo fram formlega kröfu um þátttöku kommúnista i rikisstjórn. Og blað flokksins, l’Unitá, sagði þá þegar: „Ef að Kristilegir demókratar vilja enn vísa á bug myndun samsteypu- Azcarate; Sovétmenn skömmuðu spænska kommúnista, en áttu við þá itölsku. stjórnar, munu vinstriflokkarnir neyddir til að mynda stjórn sjálf- ir”. Ekki taldi blaðið siðasta kost- inn æskilegan, enda yrði hann mjög erfiður. Við skulum minna stuttlega á flokkaskipan. t fulltrúadeild þingsins sitja 630 þingmenn. Kommúnistar, sósialistar og tveir litlir vinstri flokkar hafa 295 þingsæti sam- tals. Sósialdemókratar og Lýð- veldisflokkurinn hafa samtals 29, ef þeir væru með i samfloti hafa þessir aöilar 324 þingsæti. Kristi- legir hafa 263 sæti og nýfasistar (sem enginn vill reyna að stjórna með) hafa 35 en Frjálslyndir 5. 1 raun og veru er hvorki til hægri né vinstri meirihluti á þingi, þvi Sósialdemókratar, Frjálslyndir og Lýðveldisflokkurinn mundu allir styðja Kristilega, efsá stuðn- ingur nægði til meirihluta — og varla þora með kommúnistum og sósialistum i stjórn með hinn volduga flokk Kristilegra i stjórnarandstöðu. Mikil andstaða En mikil blökk hefur myndast sem ætlar sér að koma i veg fyrir stjórnaraðild italskra kommún- ista, en með henni væri isinn bræddur fyrir prófun á vissum hugmyndum svonefnds Evrópu- kommúnisma. 1 fyrsta lagi hefur flokkur Kristilegra hafnað þeirri hug- mynd; hann vill ekki láta af þeirri einokun sinni á valdi, sem hefur verið bakhjarl hans til þessa — og hann er hræddur við þrýsting utan að, eins og siðar mun vikið að. í öðru lagi koma hryðjuverka- menn, bæði nýfasistar og byssu- menn langt til vinstri — þeir hafa mjög hert á ofbeldisskrúfunni einmitt siðustu daga. Bæði yst til hægri og vinstri eru menn mikils ráðandi, sem hafa mjög vafasöm sambönd við erlendar leyniþjón- ustur, sem spilla vilja fyrir áhrifamöguleikum italskra kommúnista. Hlutur Carterstjórnar 1 þriðja lagi kemur stjórn Carters með yfirlýsingu um að hún sé andvig stjórnarþátttöku kommúnista og séu þeir fjendur lýðræðis. Margir höfðu búist við þvi, að Carterstjórnin tæki upp tiltölulega jávæða stefnu gagn- vart evrópukommúniskum fiokkum sem svo eru nefndir, vegna þess að viðgangur þeirra er um margt óþægilegur fyrir valdakerfi Sovétmanna i Austur- Evrópu. En Carterstjórnin hefur bersýnilega tekið upp mat Kissingers, utanrikisráðherra Nixons, sem telur, að það skipti ekki máli hvort kommúnistar Evrópu eru óháðir Sovétrikjunum eða ekki. Vegna þess, að áhrif kommúnista hljóti að vera óholl fyrir Nató og (þótt siður sé sagt ilaeinum orðum) þá einnig fyrir ffjárfestingarhagsmuni banda- riskra auðhringa. Carterstjórnin hefur fylgt eftir fjandskaparyfir- lýsingu sinni i garð PCI með þvi ‘að kalla heim sendiherra sinn i Róm, Gardner, til skrafs og ráða- gerða eins og það heitir. En Gardner hafði áður dylgjað um að efnahagsleg samskipti landanna væru i hættu vegna kommúnista. Sovésk atlaga 1 fjórða lagi koma Sovétmenn. Sovéska vikuritið Novoé vrémja, sem dreift er á mörgum tungu- málum, hefur nýlega ráðist hart á einn helsta leiðtoga spænskra kommúnista, Manuel Azcarate. Azcarate hafði i viðtali við viku- blaðið der Spiegel lýst þvi yfir, að hann teldi, að marxistar þyrftu að afskrifa m.a. það „alræði öreiganna” sem Sovétmenn standa fast á, einnig hugmyndir Lenins um lýðræði og uppbygg- ingu flokksins. Einnig lét hann i ljós vonir um að Evrópu- kommúnisminn mundi i reynd tákna meiri dreifingu vaids, með þeim hætti að Evrópa yrði sjálf- stæðari en áður, en að sama skapi drægi úr áhrifum bæði Banda- rikjanna og Sovétrikjanna. Novoé vrémja ræðst harkalega á Azcarate fyrir kratisma og sovét- fjandskap, en eins og fréttaritari italska blaösins La Stampa bendir á, þá þurfti enginn að efast um, að þessu skeyti væri i raun beint gegn italska kommúnista- flokkinum. Sovétmenn hafa fyrr „talað um Albaniu og átt við Kina” — þeir telja óhætt að ráðast gegn Kommúnistaflokki Spánar, sem er miklu minni en sá italski. Samhengið er þvi ljósara sem Spiegel átti viðtal við tvo menn i senn, Azcarate hinn spænska, og Lombardo-Radice, sem er einn af foringjum italskra kommúnista, og var hann i stórum dráttum sammála hinum spænska félaga sinum, þótt hann orðaði hugsanir sinar öðruvisi. Og hið sovéska timaritsegir einnig: „Eftiraðvið fyrst tókum afstöðu til Evrópu- kommúnisma (átt er við atlöguna gegn Carillo, formanni spænska flokksins i fyrravor) sögðu ýmsir vestrænir fréttaskýrendur, að við hefðum gengið of hart fram, farið með ýkjur. Hinar nýju „opinber- anir” Azcarates sýna að þvi fer fjarri”. Enginn bað þig orð til hneigja Það var þvi ekki að undra þótt málgagn PCI, l’Unitá, fordæmdi harðlega greinina i hinu sovéska vikuriti og segði, að hér væri um að ræða fáránlega tilraun til að þvinga upp á Kommúnistaflokk Italiu þeirri tegund sósialisma sem flokkurinn hefði fyrir löngu hafnað. Siðar hefur sovéska fréttastof- an TASS sent frá sér yfirlýsingu þar sem ihlutun Carters i innan- landsmál Italiu er fordæmd — en eins og komið er reikna menn þau ummæli til bjarnargreiða við italska flokkinn, og má vera að þau séu einmitt hugsuð þannig. 1 nýlegu sjónvarpsviðtali segir formaður sænskra kommúnista, Carillo á þá leið, að italskir kommúnistar verði nú fyrir árás- um bæði frá Bandarikjunum og Sovétrikjunum. Það er engu likara en i uppsigl- ingu sé „heilagt” bandalag gegn Evrópukommúnismanum. Arni Bergmann tók saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.