Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 6
6 SH>A — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. janúar 1978. MAGNUS KJARTANSSON: HVAÐ ER VERÐBÓLGA? Meðan kenningar Lúters voru ennþá trúarbrögð á tslandi voru tvær meginandstæður i hugum manna, húsbændurnir i efra og neöra. Húsbóndanum i neöra var veitt öllu meiri athygli, jafnt i tali manna sem ræðum þrumu- klerka, eins og Jóns Vidalins, og ég efast um að nokkru fyrirbæri hafi áskotnast önnur eins ókjör af gælunöfnum og Kölska. Um af- stöðuna til Kölska eins og hún birtist m.a. i gælunöfnunum verð- ur vafalaust skrifuð lærð doktors- ritgerð á sinum tima, en þó má taka hana sama i eina setningu: Það voru allir á móti honum (að undanskildum örfáum sérvitring- um). Eftir að lúterskennihgar breyttust úr trúarbrögðum i venju i sérstökum tengslum við nafngiftir, fermingar, giftingar og útfarir er sárasjaldan minnst á hann i neðra og trúlega aldrei úr prédikunarstólum i kirkjum. Seinustu áratugina hefur annað fyrirbæri tekið sessinn, verðbólg- an, og við henni er brugðist á sama hátt: Það eru allir á móti verðbólgunni. Þetta kemur fram i ræöum og greinum manna lir öll- um stjórnmálaflokkum, öllum stéttum og öllum aldurshópum. Hins vegar er fjallað um hana af fjölmörgum sjónarhólum, enda eru áhrif verobólgunnar flókið þjóðfélagslegt fyrirbæri, þótt henni hafi ekki enn verið valdar jafn fjölskrúðugar og skemmti- legar nafngiftir og húsbóndinn i neðra átti að fagna. Að þvi kemur vafalaust. Aíleiðing af stéttaátökum Þótt áhrif .verðbólgunnar séu býsna flókið félagslegt fyrirbæri eru orsakir hennar einfaldar. Hún er hvarvetna afleiðing af stétta- átökum i þjóðfélögum. Verðbólg- an á Islandi er mjög ljóst dæmi um þetta. Hún er afleiöing af átókum launafólks og atvinnu- rekenda um kaup og kjör og inn- lent vandamál að langmestu leyti (þótt alþjóöleg verðbólga geri vart við sig i vaxandi mæli, eins og þegar olíuverðhækkunin dundi yfir 1973 og fjölmargar alþjóðleg- ar hækkanirá vörum sem tengust oliu). Islenska verðbólgan þróast ofur einfaldlega þannig: Samtök launamanna heyja baráttu fyrir hærra kaupi og bættum kjörum. Eftir tiltekin átök eru gerðir samningar sem leggja byröar á atvinnuvegina. Siðan taka at- vinnurekendur til sinna ráða, hækka verð á öllum framleiðslu- vörum sinum og velta þannig byrðunum af sér út i verölagið. Þeir atvinnurekendur sem fram- leiða fyrir erlendan markað geta ekki notað svona einfalda aðferð, heldur er gengi krónunnar skráö i þeirra þágu með gengislækkun- um eða þeirri nútimaaðferð sem nefnd er „fljótandi gengi". Þessi hringrás var frekar hæggeng þegar hún hófst i siðustu heims- styrjöld, en síðan hefur hún aukið hraða sinn með minniháttar hlé- um þar til i tið núverandi stjórn- ar, að viðerum að ná Evrópumeti og verðum vafalaust fljótlega heimsmethafar ef áfram veröur haldið á sömu braut. Verðbólgan er orðinn meginþáttur i viðhorf- um allra, fyrirtækja jafnt og fjöl- skyldna og einstaklinga. Gengi krónunnar er skýr mælikvarði um verðbólguna. Alltfram til 1947 var alþjóðlegt verðgildi islenskr- ar og sænskrar krónu hið sama: nú þurfa Islendingar að greiöa um 45 krónur fyrir eina sænska krónu. Þetta merkir ekki aö lifs- kjör Islendinga séu nú aðeins einn fertugasti og fimmti hluti af Hfs- kjörum Svia i samanburði við ár- iö 1947, heldur fyrst og fremst aö verðbólguhjóliö hefur snúist margfalt hraðar hér en þar. Hinn snauðasti varð hinn rikasti Verðbólgan er ekki aðeins til marks um stéttaátök, hún hefur orðið sjálf gróðamyndunarað- ferðin i islensku þjóðfélagi. Faðir minn sagði mér einu sinni fróð- lega sögu um þessa þróun. Þegar hann var um tvltugt austur i Arnessýslu kom til hans erindreki skipum. Fasteignirnar höfðu hækkað I samræmi við verðbólg- una og raunar öllu meira, en krónurnar sem lánin voru reiknuð i urðu verðgildisminni meö hverj- um degi og því um að gera að borga sem siðast. Þannig varð Einar snauði að Einari rika, og ætti að koma fyrir höggmynd af honum i þeim deildum háskólans sem fjalla um svokölluð hagvis- indi. 500 i gær, 5000 í dag, 50000 á morgun. sem seldi liftryggingar og lagði að honum að vera fyrirhyggju- samur og hugsa til elliáranna. Þessar röksemdir voru áhrifarik- ar, þvi að þjóðfélagiö var fullt af blásnauðum og réttlausum gamalmennum, sem mörg hver voru mun verr leikin en arðbær búpeningur. Faðir minn gerði samning við erindrekann um það, að hann fengi sextugur greidda upphæð sem virtist mjög álitleg þegar samningurinn var gerður. Tekjur föður mins voru litlar um þær mundir, og hann sagði m,ér að hann hefði margsinnis orðið að neita sér um að kaupa föt þrátt fyrir brýna nauðsyn, til þess aö geta staðið i skilum við liftrygg- ingarfélagið. Þegar hann fékk lif- trygginguna greidda sextugur nægði hún nákvæmlega fyrir ein- um fötum. Flestir voru þolendur þessarar þróunar, en smátt ©g smátt fóru gáfaoir fésýslumenn með aðstöðu að átta sig á henni. 1 tið vinstri- stjórnarinnar fyrri var fram- kvæmd eignakönnun, þar sem fasteignir, vélar og önnur verð- mæti voru metin á réttan hátt en ekkí samkvæmt úreitu fasteigna- mati. Útgerðarmenn báru sig þá mjög illa eins og jafnan, fyrr og siðar, en enginn var talinn eins bágstaddur og Einar Sigurðsson útgerðarmaður i Vestmannaeyj- um, en hann var þá landskunnur fyrir athafnasemi, greind og skemmtilega lund. Einar var stórskuldugur i lánastofnunum og hann hafði þann hátt á að skilja aldrei við sig pening fyrr en i sið- ustu lög, hvorki I launagreiðslur, afborganir né vexti, hann greiddi venjulega af lánum sinum nokkr- um klukkutimum fyrir auglýst nauðungaruppboð. Eignakönnun- in leiddi hins vegar i ljós að þessi blásnauði útgerðarmaður var i raun auðugasti maður landsins. Hann haföi fengið lánsfé i bönk- um, sparisjóðum og óörum sjóð- um og fest upphæðirnar i stein- steypu, framleiðslutækjum og Verðgildi krónunnar Verðbólguþróunin hefur ekki bitnað jafn greinilega á neinu og verðgildi krónunnar. Þegar ég var ungur var mönnum það keppikefli að reyna að tryggja af- komu sina á elliárunum, með líf- tryggingu eins og ég minntist á áðan, með þvi að nurla saman vaxandi peningaupphæð í lána- stofnunum, og allir vildu a.m.k. „eiga fyrir útförinni sinni". Oða- veröbólgan hefur ekki leikið neina jafn grátt og þessa spari- fjáreigendur, fjármunum þeirra hefur hreinlega verið stolið. Vissutega hafa komið til aðrar aðgerðir á móti, og má þar fyrst og fremst nefna almannatrygg- ingakerfið, þótt bætur þaðan séu enn smánarlega lágar. En þessi beini þjófnaður úr lánastofnunum hefur orðið til þess að sparifé hefur að undanförnu sifellt minnkaö sem hlutfall af þjóðar- tekjum, allir sem haft hafa að- stöðu til, hafa reynt að varðveita fé sitt I eignum af steinsteyputagi til þess að tryggja verðgildið. Stjórnarvöld hafa gert sér þetta ljóst að undanförnu og reynt að draga til sin sparifé með si- hækkandi vaxtagreiðslum, með útgáfu á ríkisskuldabréfum og sérstökum sparifjárbókum sem tryggja hámarksvexti með til- teknum bindingarákvæðum um spariféð. Er nú svo komið að opinberir vextir á Islandi eru orðnir fimmfalt hærri en hlutfall þaö sem hét okurvextir i islensk- um lögum fyrir tiltölulega fáum árum. Samt fer því fjarri að þessi ávöxtunaraðferð jafngildi stein- steypuaðferðinni. Þeir sem sifellt þurfa á lánum að halda eins og til að mynda atvinnurekendur kvarta mjög undan þvi að vext- irnir séu þungur baggi sem at- vinnurekendur fái ekki undir ris- iö, nema velta þeim út i verðlagið og magna þannig verðbólguna. Allt er þetta rétt, en það á ekki við um vexti frekar en annað. 011 að- föng atvinnufyrirtækja hækka jafnt og þétt, stundum stórlega og ófyrirsjáanlega.og hækkununum er auövitað velt út i verðlagið. Laun hækka árlega um tugi pró- senta — að krónutölu en ekki að verðgildi — og hækkununum er velt út i verðlagið. Þannig mætti lengi telja. Að taka vextina eina út úr og ætlast til að sparifé sé verr tryggt en önnur aðföng i at- vinnurekstri stenst ekki. Af- leiðingar slikrar stefnu yrðu þær einar að frjáls sparifjármyndum hverfi, enginn vildi eiga fé heldur allir skulda peninga. Engar bremsur Ein orsök þess aö verðbólga er orðin óðari hér en i öllum nálæg- um löndum er sérkennilegt hag- kerfi sem ég hef stundum nefnt pilsfaldakapitalisma. Meirihluti framleiðslukerfisins og peninga- kerfisins er I hóndum félagslegra aðila að. forminu til, rikis, sveitarfélaga og samvinnuhreyf- ingar. Einkaatvinnurekendur koma árlega volandi til rikis- stjórnar og alþingis og biðja um „rekstrargrundvöll". 1 þróuðum auðvaldsþjóðfélögum eru hópar voldugra manna sem leggja stund á peningaviöskipti, og þeim er að sjálfsögðu brýn nauðsyn að peningar haldi sem best verði gildi sinu. Slíkir fjármagns- kapitalistar með eigið fjármagn hafa ekki verið til á Islandi. Menn hafa vissulega fengist við lána- starfsemi i gróðaskyni en ævin- lega stundað þá iðju I skjóli bank- anna. Þeir sem hafa verið taldir efnahagslega sterkir hafa haft vissa lánakvóta I bönkum. Þeir hafa siðan keypt vixla af bág- stöddu fólki með ærnum afföllum en getað selt þá á fullu verði I bönkum. Bankarnir hafa borið ábyrgðina, séð um innheimtuna og tekið á sig skellina, ef til þess kom. Fjárplógsmilliliðum af þessu tagi er auðvitað sama þótt verðgildi peninganna rýrni jafnt og þétt, þvl að þeir lána I raun ekki eigin f jármuni heldur sparifé almennings. I traustum auð- valdsþjóðfélögum er það við- fangsefni peningamanna að tryggja sem best verðgildi pen- inganna, enda er Þýska sam- bandsríkið og Sviss, þau Vestur- evrópuríki sem minnsta verð- bólgu hafa, en verðbólgu- kapitalisminn Islenski hefur eng- ar bremsur — og þess vegna er verðbölgan gróðamyndunarað- ferðin hérlendis. „Með einu pennastriki" Þegar óðaverðbólgan sem er megineinkenni islensks þjóðfé- lags hófst i siðustu heimsstyrjöld, komst Olafur Thors, þáverandi leiðtogi Sjálfstæðisflokksins, svo að orði að verðbólguna væri hægt að stöðva „með einu penna- striki". Trúlega getur þessi kenn- ing staðist fræðilega, en i fram- kvæmd yrðu afleiðingarnar ógn- arlegar i þjóðfélagi þar sem búið er að gera verðbólguviðhorfið að þætti I öllum ákvöröunum, jafnt hjá fyrirtækjum sem einstakling- um. Ef verðbólgan stöðvaðist I einu vetfangi án annarra aðgerða myndu þúsundir fjölskyldna missa húsakynni sin og verulegan hJuta þeirra gripa sem menn safna kringum sig, sama máli gegnir um hvers konar fyrirtæki. Eins og vikið var að I upphafi er verðbólgan afleiðing, ekki orsök. 1 sjálfu sér þarf verðbólga ekki að vera gróðamyndunarkerfi fyr- ir auðstéttina, fræðilega væri hægt að búa til verðbótakerfi er tryggði launafólki hagnað af veröbólgu, ef það fengi hærri verðlagsbætur með hverju hækk- uðu visitölustigi en kostnaðar- aukningunni nemur. Sllkt kerfi mundi stöðva verðbólguþróunina á svipstundu, en I glundroöa þjó- félagi eins og þvi islenska er hætt við að afleiðingarnar yrðu veru- legt og vaxandi atvinnuleysi, og það er ennþá verri kostur. Þótt orsakir verðbólgunnar séu aug- ljósar, eru afleiðingar hennar flóknar. Þvi koma engar penna- strikslausnir til greina, hverjir svo sem ráða efnahagsstefnunni. Eina baráttutækið Verðbólgan er til marks um stéttaandstæður i þjúðfélaginu og þvl verður ekki unninn bugur á verðbólgu nema með þvi að briia andstæðurnar og vinna að þvl að uppræta þær á markvissan hátt. Sá aðili sem samtök launafólks þarf fyrst og fremst að takast á við er rlkisvaldið, vegna þess hvernig islenska efnahagskerfinu er háttað. Lykillinn aö rlkisvald- inu er alþingi, og það er helsta meinsemdin hjá samtökum launafólks, að þau eru veik á þingi þótt þau séu mjög öflug i samningum um kaup og kjör — þau hafa til skamms tlma veriö þverklofin á stjórnmálasviðinu. Sighvatur Björgvinsson, þing- maður Alþýðuflokksins, skrifaði nýlega grein I Alþýðublaðið og hélt þvi fram aö i pólitískum deil- um innan samtaka launafólks hefðu hægrikratar alltaf haft rétt fyrir sér siðan Alþýðuflokkurinn klofnaði 1930. Ekki ætla ég að deila við Sighvat um þetta, allra slst á þeim umræðugrundvelli sem hann velur sér, enda gerist þess ekki þörf: kjósendur hafa kveðið upp dóm sinn eftir áratuga hjaðningavlg. I slðustu kosning- um styrkti Alþýðubandalagið stöðu sina meðal kjósenda og á þingi, en þaö valt aöeins á hundruðum atkvæða aö Alþýðu- flokkurinn héldi nokkrum manni innan veggja þinghússins. Siðan hefur Alþýðuflokkurinn veriö i al- gerri upplausn. öfl innan flokks- ins hafði hrakið Gylfa Þ. Gisla- son, aðalleiðtoga flokksins og hugsjónafræðing, frá framboði I næstu kosningum. A sama hátt er búið að flæma frá framboði Egg- ert G. Þorsteinsson, eina þing- mann Alþýðuflokksins með rætur I verklýðshreyfingunni, og Jón Armann Héðinsson. Hinir væntanlegu arftakar stunda mál- flutning sem ekki er I neinum tengslum við sóslaldemó- kratisma eða hagsmuna- og rétt- inda-baráttu launafólks, þeir ástunda kenningar af svipuðu tagi og Glistrup hinn danski. Það gildir einu hvort Alþýðuflokkur- inn veltur út af þingi eða hangir þar inni, hann hefur skorið á öll tengsl sin við samtök launafólks. Alþýðubandalagiö er eini flokk- urinn sem heldur uppi merki launafólks og félagslegra við- horfa. Þvi fer fjarri að ég hafi hug á að bera nokkurt lof á Al- þýðubandlagið, mér eru mjög ljósir annmarkar þess, jafnt I skipulagi sem störfum. En Al- þýðubandalagið getur oröiðöfl- ugt baráttutæki til jafns við aðra verklýðsflokka i V-Evrópu, sem ýmist kalla sig sósialdemó- krata eöa kommúnista ef lands- menn gera sér ljósa nauðsyn sliks baráttutækis. 1 slikum flokki þarf að vera hátt til lofts og vltt til veggja, þar þarf að ræða öll við- fangsefni fræðilega og láta mis- jöfn viðhorf þróast, en taka jafn- an kreddulausar ákvarðanir. Þegar slikur flokkur hefur náð þeim styrk sem samtök launa- fólks þurfa á að halda, er hægt að takast I alvöru á við óöaverð- bólgu, rangláta tekjuskiptingu og önnur þau mein sem herfilegust eru I Islensku þjóðfélagi. Þetta gerist ekki I hendingskasti frekar en aðrar félagslegar breytingar heldur með þrautseigju, en þetta veröur að gerast ef landsmenn vilja tryggja sér öryggi og vax- andi réttlæti I þjóöfélagi sinu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.