Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 11
Sunnudagur 29. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 11 75 ára á morgun 30. janúar Skúlí Guðjónsson Ljótunnarstöðum Mér er ákaflega ljúft aö skrifa um Skúla á Ljótunnarstööum i til- efni af því aö á morgun veröur hann 75 ára. Tvennt kemur til. t fyrsta lagi er Skúli i minum augum sérstæö- ur maður, á fáa sina lika, og i annan staö var náin samvinna milli okkar um nokkurt árabil hér áður fyrr og minnist ég ávalt þeirrar samvinnu meö þakklæti. Ég kynntist Skúla sumariö 1946, en þá var kosiö til Alþingis. Ég var i framboöi i Strandasýslu fyr- ir Sósialistaflokkinn. Haföi meö skömmum fyrirvara samþykkt framboöiö en var satt aö segja ekki nægilega undirbúinn, eink- um var ég ekki vel að mér i mál- efnum landbúnaðarins. A einum af fjórtán fundum okk- ar frambjóöendanna stóö upp vel greindur og glöggur bændahöfö- ingi, sem meö réttu var mikill aö- dáandi Hermanns Jónassonar. Þessi mjög mæti maöur haföi fundið á sér aö ég var ekki sterk- ur á svellinu þegar taliö barst aö landbúnaöarmálum, gekk skiljanlega á lagiö og stillti mér upp við vegg, lagði fyrir mig ákveönar spurningar og kraföist svara. Ég varö miöur min undir ræö- unni og kveiö fyrir næstu ferö minni i ræöustólinn. En þá bað Skúli bóndi um oröiö og það var ekki að þvi aö spyrja. Hann svaraði starfsbróður slnum með mikilli rökfestu, svaraöi vel og skilmerkilega hverri einni ein-, ustu spurningu og geröi hina bestu grein fyrir stefnu Sósial- istaflokksins i málum land- búnaðarins. Mér fannst sem fargi heföi veriö af mér létt. Þetta atvik er einkennandi fyrir Skúla. Allt frá þvi aö hann yfirgaf Framsóknarflokkinn fyrir nokkr- um áratugum hefur hann verið einlægur sósialisti, staðiö framarlega i baráttunni bæöi I sókn og vörn og lóö hans á vogar- skálinni hefur verið þungt á met- unum, orö hans i ræöu og riti hafa vakiö almenna athygli. Ég sagði áöan aö Skúli væri sérstæöur maður. Ég“vil skýra þetta nánar. A árinu 1936 varö Skúli blindur á ööru auganu og fékk um leiö fulla vitneskju um að hann innan ekki langs tima myndi missa sjónina á hinu auganu, veröa al- blindur. Skúli æðraðist ekki viö þessi tiðindi sem flestum myndi þykja svo váleg aö þeir myndu leggja árar i bát. Greindur, hugrakkur og heil- brigöur i hugsun eins og Skúli er þá geröi hann upp sin mál og undirbjó sig fyrir tvibýliö viö myrkriö. Hann fór i kapphlaup viö timann, eins og hann hefur sjálfur sagt i bók sinni, Bréf úr myrkri. I bókinni lýsir Skúli þessu kapphlaupi af mikilli snilld. Hann hafði reiknaö meö aö halda sjóninni á hinu auganu i 15 ár. Hann lét hendur standa fram úr ermum, byggöi ásamt sinum nánustu ibúöarhús handa sér og fjölskyldu sinni, kom upp kúabúi, las feiknin öll af bókum. Arið urðu ekki 15 talsins. Þau urðu aðeins 10 þvi á árinu 1946 hvarf sjónin á hinu auganu og var þá margt ógert af þvi sem Skúli haföi ætlaö sér að koma i fram- kvæmd. Bygging á fjósi og hlööu var meðal þess sem ógert var. Þeim byggingum hélt hann áfram. Á meðan á þeim stóö vildi svo til aö við Einar Olgeirsson vorum á ferö þar nyröra og aö sjálfsögöu heilsuðum viö upp á Skúla og fjölskyldu hans. Viö þrir gengum frá ibúöarhúsi Skúla og skoöuöum útihúsin sem i byggingu voru. Túniö var þá nokkuö þýft og þurftum viö Einar aö hafa augun með okkur á göng- unni, en Skúli horföi beint fram og gekk hiklaust i milli húsanna. Hann vissi upp á hár hvar hver þúfa var. Viö stöldruöum drykklanga stund viö útihúsin og röbbuöum saman, en Skúli sem aldrei vill láta sér verk úr hendi falla tók aö smiöa, sagaöi timbur og rak nagla i tilsagaö timbrið. Eftir aö hafa séö Skúla aö verki við útihúsin trúi ég þeirri sögu sem mér var einu sinni sögö af blindum manni sem meö ná- kvæmni gat sagt um lit hesta, aö- eins þurfti hann að strjúka hár þeirra. Þaö er áreiðanlega rétt og um leið dásamlegt aö náttúran skuli hafa gert manneskjuna þannig úr garöi, aö þegar hún er svipt einu skynfærinu þá skerpast önnur skilningarvit hennar. Þetta hefur sannast á Skúla. Þaö voru orö aö sönnu sem ég sagði áöan aö eftir málflutningi Skúla hefur verið tekið og þaö er engin furöa. Bækur hans, Bréf úr myrkri (1961), Þaö sem ég héf skrifaö (1969) og Heyrt en ekki séö (1972) eru fyrir margra hluta sakir mjög merkileg ritverk, enda er Skúli bráðgreindur, hann er einlægur og segir það sem hon- um býr i brjósti, hann hefur næma tilfinningu fyrir hina skop- lega. 1 útvarpinu hefur margur pistillinn eftir hann verið lesinn og óhætt er aö segja að á þá hefur verið hlustaö, enda margir þeirra orö sem i tima voru töluö. Nokkr- ir af þessum útvarpsþáttum birt- ust I bókinni Vér vitum ei hvers spyrja ber (1975). Þá má ekki gleyma fjölmörgum greinum hans i Þjóöviljanum sem alla tiö hafa veriö meðal þess besta sem birst hefur i blaöinu. Skúli minnir migalltaf á gömlu Stoikerana. Þeir dáöu dyggöina og fyrirlitu þá skoðun aö hiö ytra umhverfi heföi áhrif á mann- gildiö, þeir virtu manneskj- una, jafnt þrælinn sem hinn frjálsa mann, litil- magnann sem hið svokallaöa mikilmenni, þeir töldu aö allir menn væru bræður, þeir höföu ,enga trú á rikidæmi, þeir litu upp til allrar vinnú, þeir tóku þvi sem aö höndum bar meö ró — stóiskri ró. Raunar get ég sagt meir en að Skúli minni mig á Stoikerana. Hann er sjálfur Stoiker ef tekiö er miö af fábrotinni lýsingu minni á Stoisma. Að hafa þá lifsskoðun og taka örlögum sinum á þann veg sem Skúli hefur gert er sérstætt. Ég þakka honum fyrir allt gamalt og gott og sendi honum og fjölskyldu hans kærar kveðjur og árnaöaróskir. Haukur Helgason. • Ég hef verið að blaöa i bókum Skúla undanfarna daga og þó sér- staklega einni þeirri, — Þaö, sem éghef skrifað. —SU bók er merki- leg fyrir það, hversu flest það, sem þar er sagt, er jafnrétt i dag og þá er það birtist fyrst. Gott dæmi þar um er greinin, Gef oss i dag vort daglegt brauð, — sem birtist i Þjóðviljanum 1960. Þar segir svo: — Og samkvæmt þvi sem sá frómi maður Marteinn Lúther skilgreinir hugtakið daglegt brauð, er hreint ekki svo litið sem i þvi felst. Meðal annars matur og drykkur, klæði og skæði, hús og heimili, akur, fénaöur og öll gæði.... — Og siðar: — Með hjálp hinnar visinda- legu hagfræði og fullkominna reiknivéla er hægt að reikna brauðið frá fólkinu. Niðurstöður visindanna og vélanna eru ein- faldlega samþykktar á Alþingi og kölluð lög. Oghverskyldi svo sem vilja efast um, að visindin og vél- arnar hafi rétt fyrir wért. Ekki geta mennirnir, sem stjórna vél- unum gert aö því, þótt útkoman yrði svona. NU þýöir ekki aö biöja guö um daglegt brauö. Hann hef- ur veriö settur I sjálfheldu. Og ef guö vildi samt sem áöur af rik- dómi sinnar náöar gefa fólkinu daglegt brauö? Þá ykist kaupget- an, fjárfestingin færifram úr öllu valdi og óöaveröbólga tæki viö. „Atvinnurekendurnir” gætu ekki safnað sér nægilega digrum sjóð- um og þaö yröi aö fella gengiö, hækka vexti ogkoma á nýju efna- hagskerfi. — Kannist þiö nokkuö við þetta? Og ætli þessi veröi ekki rökin, sem mest verði höfö á lofti á næstu útmánuöum? Þaö er aöalsmerki Skúlá, hversu rök hans eru hverjum manni auðskilin og hversu liking- ar hanshitta i mark. Það er sama hvort hann fæst viö örstutt grein- arkorn eöa stórritgerðir eins og Menningarástand sveitanna, hann sækir rök sin I hversdagsllf alþýðumannsins og i þann menn- ingararf, sem aldirnar hafa skil- aö okkur. Þegar maöur les bækur Skúla, finnur maður hvilikur fulltrúi hann er fyrir þaö menningar- timabil, sem er eiginlega liðið undir lok. Það timabil þegar al- þýöumaöurinn taldi sig bera þó nokkurt skyn á umhverfi sitt og kunna til verka á sinu sviði og átti sér bæöi sögn og sögu. Allt þetta er lltils virði nú, á timum sér- fræðinnar. Hinn almenni maður hefur ekki vit á neinu, þaö eru sérfræðingarnir sem bækurnar hafa og allt vita, sem einir kunna til verka og vita hvaö gera skal. Þaö er lika svo komið, að venjulegur maður þorir varla aö láta til sin heyra né senda h'nu i blað og siðan er kvartaö yfir áhugaleysi almennings um þjóö- félagsmál. Skúli er nú búinn aö vera rúm fimmtiu ár á ritvellinum og sann- arlega hefur hann oft ýtt við okk- ur, þegar við höfum ætlað aö sofna á veröinum. Hann hefur fyrst og fremst barist til sóknar ogvarnarfyrir réttihins almenna manns, fyrir rétti þeirra, sem eiga undir högg að sækja I þjóöfé- laginu. Hann hefurlika veriööör- um skyggnari á ýms þau b'sku- sjónarmið sem alltaf rfÖa húsum annað veifiö og hefur þá oft beitt sinu alkunna skopi með góöum árangri fyrir okkur lesendurna. Skúli sagöi eitt sinn viö Jón Bjarnason i viötali, aö þegar námsdraumum lauk, heföi hann einsett sér aö veröa fyrst og fremst maður, og þar næst bóridi. Af lifsafstööu Skúla i verkum hans, sésthvaö hann hefur átt við meðþvi, aö segjast ætla aö veröa — maöur. — Meginþátturinn i skrifum hans ber einmitt vott um þá sáru kviku þeirrar persónu, sem finnur til I stormum sinnar tiðar, tekur þátt i þeim og lætur sér ekkert mannlegt óviökom- andi. Viðfangsefni hans eru margvfsleg og þótt baráttumál samtimans eigi þarmestan hlut, hefur hann einnig skilaö okkur drjúgum skerfi af þekkingu á liö- inni tiö, á þeim þjóöfélagsgrunni, sem við erum vaxin upp úr, en margir hverjir hafa nú gleymt. Mér þykja tlmarnir þannig nú, að svo sannarlega vildi ég aö Skúli væri nú aftur orðinn þritug- ur og gæti skrifað nýjan — Jósa- fat og Jukka, og nýtt — Menning- arástand sveitanna, en fyrst tim- inn verður ekki færöur til.vil ég þakka honum fyrir hans mikla og einstæða baráttuþrek og hversu hann Tiefur oft og tiöum hnippt i mig, þegar ég hef ætlað aö villast i moldviðri liöinna ára. Og siðast en ekki sist, þakka ég honum áratuga vináttu og sam- vinnu. Pétur Sumarliöason. Námskeið ^ HEIMILISIÐNAÐAR- FÉLAG ÍSLANDS A. VEFNAÐUR FYRIR BÖRN — DAGNÁMSKEŒ) ð. febrúar — 13. marz. Kennt mánudaga og fimmtudaga kl. 15-17 að Hafnarstræti 3. B. 1. HNÝTINGAR — DAGNÁMSKEBÐ 16. febrúar — 16. marz. Kennt mánudaga og fimmtudaga kl. 15-18 að Laufásvegi 2. 2. HNÝTINGAR — KVÖLDNÁMSKEIÐ 10. febrúar — 14. april Kennt föstudaga kl. 20-23 að Laufás- vegi 2. 3. HNÝTINGAR — KVÖLDNÁMSKEIÐ 17. april — 18. mai Kennt mánudaga og föstudaga kl. 20- 23 að Laufásvegi 2. Innritun fer fram hjá Islenzkum heimilisiðnaði, Hafnarstræti 3. Kennslugjald greiðist við innritun. Einnig eru fyrirhuguð i marz-maí eftirfarandi námskeið: 1. Tóvinna. 2. Baldering. 3. Þjóðbúningasaumur (barna- búningar). Áhugasamir láti skrá sig og leiti upplýsinga hjá íslenzkum heimilis- iðnaði, Hafnarstræti 3. Simi 11785. UTBOÐ Hitaveita Suðumesja óskar eftir tilboðum i að byggja þjónustuhús fyrir varmaorku- ver við Svartsengi. Húsið er tvær hæðir, 666 ferm.að grunnfleti og að mestu leyti reist úr forsteyptum einingum, verkinu skal lokið á þessu ári. útboðsgagna má vitja gegn 50 þúsund króna skilatryggingu frá og með miðvikudeginum 1. febrúar 1978 á skrifstofu Hitaveitu Suðúrnesja Vesturbraut lOa Keflavik eða verkfræði- skrifstofunni Fjarhitun h.f. Álftamýri 9 Rvk. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hita- veitu Suðurnesja þriðjudaginn 14. febrúar 1978 kl. 14. áíi Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar W Vonarstræti 4 sími 25500 Námskeið Efnt verður til námskeiðs fyrir konur, sem taka börn til daggæslu á heimilum sinum. Kennt verður með fyrirlestrum og verk- legum æfingum og fyrirtekin þessi efni: Uppeldis- og sálarfræði. Börn með sér- þarfir. Meðferð ungbarna. Leikir og störf barna. Samfélagsfræði. Heimilisfræði. Hjálp i viðlögum. Kennt verður 2 kvöld i viku, þriðjudags- og fimmtudagskvöld kl 20-22, alls 50 kennslu- stundir. Námskeiðið verður haldið að Norðurbrún 1 og hefst fimmtudaginn 2. febrúar n.k. Þátttökugjald er kr. 1.500.00. Þátttaka tilkynnist i sima 25500 fyrir 1. febrúar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.