Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 3
Sunnudagur 29. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3 VINDMYLLAN sem siálfboðaliðar reistu Sjálfboúaliðar komu frá ölium hlutum Danmerkur til aö reisa þetta hugsjónaorkuver. Þeir unnu kaup- laust I tvö og hálft ár — og þaö var grlöarlega gaman. Vindmyllan kostaöi á tólftu miljón króna. 120 kennarar skattlögöu sjálfa sig til aö hægt væri aö reisa hana. Fyrir skömmu var sung- ið og dansað við Ulf borg á vesturströnd Jótlands, Ástæðan var sú, að hópur hugsjónamanna hafði lokið við að reisa stærstu raf- orkuvindmyllu í heimi sem á að geta skilað allt að fjórum miljónum kílóvatt- stunda á ári og séð þorpi með um 2800 íbúum fyrir rafmagni. Vindmylla þessi stendur mitt á milli lítilla timburhúsa, sem í búa kennarar og nemendur svonefndra Tvind-skóla. Þeir hafa reist öll mann- virki sjálfir, þeir hafa og komið á fót grænmetis- görðum — og það kom að þvf, að þetta sjálfs- borgarafólk taldi eðlilegt að reyna að verða öðrum óháð einnig að því er raf- straum varðar. Vindurinn blæs yfir Jótlandi og af honum er alltaf nóg — og ekkert mengar hann. Þetta hljómar vel i eyrum þeirra sem vita að olia er dýr orðin og atómver eru hættuleg. og i reynd var ekki um það eitt að ræða, að 600 manna flokkur nemenda og kennara framleiddi sjálfur rafmagn handa sér og bú- garði sinum. Við vonum, segir Eva Vestergard, ein af kennurum skólans, að við séum með þessu tiltæki að skapa fyrirmynd i orku- málum, bjóða upp á færa leið. Af hugsjón Til þess að unnt væri að fjármagna byggingu vind- myllunnar lögðu 120 kennarar skólans til hliðar drjúgan hluta af launum sinum. Fyrir þrem árum létu kennar- arnir tvo verkfræðinga gera teikningar af orkuveri þessu og reikna út kostnað. Vindmyllan er einföld að gerð — 54 metra hár steinsteyptur turn og i honum lyfta. Efsti hluti turnsins er vind- hani, á hann eru festir þrir 27 metra langir vængir úr trefja- gleri og i honum er tæknibúnaður sem breytir snúningi myllunnar i 3300 volta straum. 1 mai 1975 hófu 300 æskumenn að grafa fyrir þessari hugsjóna- rafstöð. Þeir sungu skamma- kvæði um alla orkuspekúlanta heimsins við vinsælt lag. Ahorfendum datt helst i hug aö kinversk kommúna hefði dottið niður á danska grund. Nokkurra byrjunarörðugleika gætti við smiðina, þvi kapp og áhugi var meiri en verkkunnátta. Mest af starfinu hvildi á herðum 50—60 sjálfboðaiiða danskra, sem unnu við vindmylluna af hug- sjónaástæöum án þess að fá krónu i laun — þeir fengu aðeins kost og húsaskjól i skólanum. Eitthvað sem máli skiptir Sjálfboöaliðunum finnst, eftir á að hyggja, að þetta starf hafi ver- ið afskaplega skemmtilegt. Lars Peter Rishöjgard segir: Hér hef- ur maöur það á tilfinningunni að maður sé að gera eitthvað sem máli skiptir. Dorte Arp vann i verslun: Þetta er allt annað lif segir hún. Margt urðu sjálfboðaliðarnir að prófa sig áfram með. Þeir höföu t.d. enga reynslu af þvi hvernig steypa ætti úr trefjagleri, og bjuggu þvi fyrst til þrjá báta úr þvi efni áður en þeir tóku til við spaðann þrjá, sem vega fimm smálestir hver. Dönsk lausn Afköst myllunnar eru mjög misjöfn, allt frá 100 kwt upp i 2 megavött. Orkuþörfin er meiri á veturna en þá er lika stormasam- ara og afköstin meiri. Myllan mun gefa af sér helmingi meira rafmagn en skólinn og búgarður- inn þurfa. Og Tvendfólkið hefur samið við næsta rikisorkuver um að selja þvi umframorku meö afslætti gegn þvi, að fá keypta ódýra orku þegar vindar hafa sem hægast um sig. Einnig er rætt um að nota afgangsrafmagn til húshitunar. Samkvæmt útreikningum danskra eðlisfræðinga ætti að vera frekar auðvelt að láta vind- inn framleiða a.m.k. 10% af orkuþörf Danmerkur, og það er alldrjúgur búhnykkur i orku- snauðu landi. Gerið UTSÖLU- MARKAÐUR v ■ við Hallveigarstig VINNUFATABUÐIN \ opnaði útsölumarkað í j Iðnaðarmannahúsinu : í morgun. ■ Mikið úrval af: Gallabuxum Flauelsbuxum Kuldaúlpum Blússum , Vinnuskyrtum ^ Peysum ósamt miklu úrvali af **• öðrum fatnaði Stórlœkkað verð — Aðeins í nokkra daga i VINNUFATABÚÐIN í Iðnaðarmannahúsinu .......... 4 i i Iðnaðarmannahúsinu

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.