Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 12
12 SIDA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 29. janúar 1978. Sunnudagur 29. janúar 1978. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13 H Frá Steinasandi I A-Skaftafellssýslu. A Kálfholti i Holtum hefur verift gerö tilraun meö sambeit sauftfjár og nautgripa. Skipuleg landgræðsla A síðastlioim sumri var dr. Ólafur R. Dýrmundsson rúo- inn landnýtingarráöunautur hjá Búnaðarfélagi tslands. Er hér um aö ræöa nýtt starf hjá Búnaðarfélaginu og dr. Ólafur þvi fyrsti maöurinn, sem gegnir þvi hérlendis. Dr. ólafur R. Dýrmunds- son er fæddur 1944. Stúdent frá Menntaskólanum i Reykjavik 1964. Tók próf i forspjallavisindum við Há- skóla tslands 1965. Búfræði- kandidat frá Landbúnaðar- háskólanum i Aberystwyth i Waies 1969. Lauk doktors- prón (Ph.D.) frá sömu stofnun 1972. Yfirkennari við framhaldsdeiidina, nú búvis- indadeildin á Hvanneyri frá 1972. Vann á námsárunum við landbúnað. 1 tilraunaráði landbúnaðarins frá 1974. A Hvanneyri hefur dr. ólafnr, auk kennslustarfa, einkum lagt stund á rannsóknir i æxlunarfræði og frjósemi sauðfjár. Einnig hefur hann haft umsjón með beitartil- raunum með sauðfé og naut- gripi, sem i gangi eru á Hvanneyri. Dr. ólafur R. Dýrmunds- son er kvæntur Svanfrfði Sig- urlaugu kennara óskars- dóttur.og eiga þau tvö börn. Fyrir skömmu skundaði undirritaður á fund dr, ölafs og lagði fyrir hann nokkrar spurningar um hið nýja starf hans og ýmsa þætti, er að þvi lúta. Starf i mótun — Hvenær tókst þú við starfi landnýtingarráðu- nautar, Ölaf'ur? — Ég tók við starfinu 1. jiilf 1977, en það er ný staða hjá Búnaðarfélagi tslands, stofnuð samkvæmt tiliögum landnýtingar- og land- græðslunefndar (sbr. land- græðsluáætlun frá 1974). — 1 hver ju er starfið eink- um fólgið? — Þar sem um nýtt starf er að ræða er það i mótun. Þaðer einkum fólgið i þvi að leggja á ráðin með forráða- mönnum fjallaskilmála og gróðurverndarnefnda um skynsamlega meðferö og nýtingubeitilands ibyggð og á afréttum. Er þvi um mjög fjölþætt starfssviö að ræða, er snertir flestar þær bú- greinar, sem stundaðar eru hér á landi. Mitt starfssvið tengist raunar starfssviðum margra annarra ráðunauta Búnaðarfélags Islands, svo og héraðsráðunauta. Einnig eru tengsl við sveitarstjórn- ir, bændur og fleiri aðila og samvinna um ýmis mál við stofnanir, svo sem Land- græðslu rikisins og Rann- sóknarstofnun landbunaðar- ins og félagssamtök, svo sem Landvernd. Ýmsir hafa sinnt þessum verkefnum áður — NU hefur sitthvaö áöur verið unnið á þessu sviði, hvað er það helst? — Svo sem áður var getið um hefur sérstakur ráðu- nautur ekki starfað áöur á þessu sviði, en ráðunautar, einkum i biifjárrækt og jarð- rækt, svo og starfsmenn Landgræðslunnar og RALA hafa sinnt verkefnum, sem falla að hluta undir mitt starfssviö eöa tengjast þvi náið. Má þar t.d. nefna gerð itölu og aðgerðir á ýmsum stöðum til aö draga úr beit- arálagi og stuðla að upp- græðslu allviða á afréttum. — Hefur ekki komið i ljós árangur af þvi? — Jú, töluverður og i sum- um tilvikum. mjög góður ár- angur hefur orðið af slfku starfi, I samvinnu við bænd- ur á viðkomandi svæðum. Mætti nefna áburðardreif- ingu á afrétti á Suðuriandi og viðar, friðun einstakra svæða vegna uppgræðslu- framkvæmda og takmörkun eða bann við upprekstri hrossa á afrétti, sem taldir hafa verið of þétt setnir búfé, einkum á Suður- og Suð-vest- urlandi. Fyrst og fremst starfsmaður bænda — Telur þti þörf á sérstök- um ráðunaut um þessi mál? — Já.égtilaðþörf sé fyrir hann. Bæöi er, að ýmsum verkefnum landnýtingar þarf að sinna meira en gert hefur verið, og einnig er vert aðhafa I huga, að þeir aðilar eru all-margir, sem sinna gróðurverndar- og landnýt- ingarmálefnum, og ætti það að vera bændum til hagræðis að geta leitað til ákveðins ' ráðunautar, er fjailar sér- staklega um þessi málefni og er þ j óðar- naudsyn Auðnin grædd. hefur tengsl við alla aðila, sem málin varðar. Reyndar er ég fyrst og fremst starfs- maður bænda. Ég tel að miða eigi val bUgreina og uppbyggingu á jörðum meira við stærð og gæði heimalands og afréttar, heldur en gert hefur verið til þessa. Til dæmis geta marg- ar landlitlar jarðir með góð ræktunarskilyrði hentað vel til mjólkurframleiðslu og jafnvel kjötframleiðslu af nautgripum, en alls ekki til verulegs fjárbúskapar. Leið- beiningar i þessa átt hafa ef- laust nokkur áhrif, t.d. þegar fólk er að hefja bUskap, en sumir telja, að þarna verði, laust nokkur áhrif, t.d. þegar' fólk er að hefja btiskap, en sumir telja, að þarna verði að koma meira til, það er að segja, að meira verði tekið tillit til búskaparskilyrða hverrar jarðar við lána- og styrkveitingar til bygginga og annarra fjárfestinga. Athugun á afréttum — NU ert þU nýtekinn við þessustarfi. Ahvað leggurðu mesta áherslu nU I upphafi? — Fyrst i stað hef ég lagt mesta áherslu á að afla mér sem bestra upplýsinga og gagna, er varða starfiö, og kynna mér viðhorf og starf- semi hinna ýmsu aðila, sem hafa með höndum gróður- verndar-, landnýtingar- og náttUruverndarmál. Ég vil reynaað öölastsem gleggsta yfirsýn, bæði frá fræðilegum og hagnýtum sjónarhóli séð. Tengsl við bændur tel ég mjög veigamikil. Sá máiaflokkur, sem ég hefi einkum sinnt þessa fyrstu mánuöi, er afréttar- málefni, og byrjaði ég að ferðast nokkuð um, einkum á Suöur- Suðvestur- og Norð- vesturlandi siðastliðið sum- ar og haust. Leitast við að mynda sambönd við gróður- verndarnefndir i hinum ýmsu héruðum og er nU að vinna að könnun á skiptingu sauðf jár og hrossa á milli af- rétta og heimahaga, svo og athugun á nýtingu vetrar- beitar, í ÖITum sveitarfélög- um landsins. Þörf á samstöðu — Telur þU okkur standa illa að vigi við gróðurvernd- araðgeröir, miðað við aðrar þjóöir? — Ég tel erfitt að gera raunhæfan samanburð I þessu tilliti við aðrar þjóðir og get ekki gefið ákveðið svar. Ljóst er, að viða er að- gerða þörf, oger skilningur á þessum málum að aukast. Ofarlega i huga eru þau stór- virki, sem Landgræðsla rik- isins (áður Sandgræðslan), hefur unnið á sviði gróður- verhdar og uppgræðslu,og á- hugamannasamtök, svo sem Landvernd, hafa nú þegar sannað gildi sitt. Fámenn þjóð, sem býr I „erfiðu" landi þarf að standa sem best saman um aðgerðir i gróðurverndarmálum og reyna að samræma hin ýmsu sjónarmið, er varða nýtingu landsins. En áhugi og góður vilji er ekki nóg. Miklum fjármunum þarf að verja til slikrar starfsemi, ef vel á að vera. Aburðardreifing á afrétti lofar góðu — Hvers hefurðu orðið visari um gróðurfarið við at- huganir þinar I sumar og haust? — A þeim svæðum, s em ég fór um i' sumar og haust.virt- ist ástand gróöurs yfirleitt fremur gott, enda árferði hagstætt. I sumum tilvikum virðist ástand gróðurlanda fara batnandi, t.d. á Mos- fells- og Hellisheiði, en þar hefur dregið úr beitarálagi siðustu árin. A sumum af- réttum ereinkum hætta á óf- beit á svæðum innan við af- réttargirðingar, og i nokkr- um sveitum t.d. i HUna- vatnssýslum, reynist nauð- synlegt að draga Ur beitará- lagi með þvi að smala næst girðingunum og reka til byggða tveim til þrem vikum fyrir réttir. Athygli vekur á- gætur árangur áburðadreif- ingar á ógirt afréttarsvæði, t.d. neðarlega i Biskups- tungnaafrétti. Hvað heimalönd varöar virtust þau yfirleitt mjög grösug i haust og hóflega nýtt i flestum tilvikum. Um mikla beit var helst að ræða i sumum hestagirðingum. Ætla má, að slik meðferð valdi óhóflega miklu álagi á gfóður, a.m.k. þar sem land er viðkvæmt fyrir miklum á- gangi. Aftur á móti getur hofleg hrossabeit verið hags- bót á grösugu landi, svo sem á mýrum, sem t.d. sauðfé nýtir ekki nægilega vel. Sauðfé I nátthaga við Undirfellsrétt I Vatnsdal. Dilkar úr beitartilraun á Auökúluheiði huustift 1977. emr mhg ræðir vid dr. OLAF R. DYRMUNDSSON, ^mSMlTZtr*^' landnýtingarráðunaut AuOkúluheiftardilkarnir fluttir á bll til byggfta. Hvað vetrarbeit varðar er hUn viöa nytjuð fyrir hross, en mjög lítið og sumsstaðar ekkert fyrir sauðfé. Einnig er farið betur með land á vorin en áöur tiökaðist, vegna betri fóðrunar og notkunar ræktaðs lands. Tel ég muna verulega um þessar breytingar I buskaparhátt- um f sambandi viö beitará- lag og meðferð beitilands, a.m.k. i heimahögum. Afréttarbeitin þýð- ingarmikil — Telurðu ekki að sums staðar mættinýta land betur en gert er, auka beit og hlifa þá öðrum svæðum um sinn? — JU, víða i heimalöndum er eróður illa nýttur, t.d. mýrlendi. Sauðfé eitt nýtir þetta land ekki nægilega vel, og binda margir vonir við aukna stórgriparækt, eink- um holdanautgripi. Viða, t.d. á Suðurlandi, gengur reynd- ar meiri hluti sauðfjárins I heimalöndum sumarlangt, en aðeins hluti þess er fluttur á afrétt. I þeim sveitum, þar sem afréttir eru taldir full- nýttir, verður að beita heimahagana, ræktaða sem óræktaða, æ meira að sum- arlagi. Reyndar er beitar- tlmi i sumum afréttum orð- inn mun styttri en áður tiðk- aðist, og viða er hrossabeit á afrétti takmörkuð að mestu eða öllu leyti. Umfangsmiklar beitartil- raunir syna, aö afréttabeitin er ákafaflega mikils virði fyrir sauðféð, I flestum til- vikum mun betri en einhæf beit I byggð. Þvl er mikil- vægt að koma I veg fyrir of- beit og vinna stöðugt að upp- græðslu á gvóðursnauftum svæðum. Mörgum hættir til að „stimpla" heilar sýsiur, jafnvel heila landshluta, sem ofbeitarsvæði. Slikt tel ég ýkjur og einhliða málflutn- ing. Ég hygg, að nærri sanni sé, að ræða um einstaka hreppa eða afmörkuð svæði i þessu sambandi, það sést best þegar farið er um land- ið. En eins og ég gat um áður þyrfti að stuðla að heppilegri direif ingu búf jár með tilliti til landagræða, t.d. er talið að á Austurlandi mætti nýta suma afréttina meira til beitar en gert er nU. Góður árangur landgræðslustarfs- ins — Hverja möguleika tel- urðu á uppgræðslu á hálend- inu? — Þaö virðast miklir möguleikar á uppgræðslu á afréttarlöndum, svo sem til- raunir og reynsla hafa sýnt. Rannsóknarstofnun land- bUnaðarins og fleiri stofnan- ir vinna stöðugt að ýmiss konar rannsóknum á þessum sviðum. Kostnaður við sllkar aðgerðir er að visu mikill, og t.d. er ekki nóg að bera áburð aoeins einu sinni á landið. Þótt ég hafi enn tiltölulega takmörkuð kynni af upp- græðslustarfinu,þá tel ég ár- angur Landgræðslunnar, Landverndar o.fl. aöila til- tölulega góðan, og hygg, að fjármunum til skipulegrar uppgræðslu sé vel varið. Reyndar vil ég kveða svo sterkt að orði, að slik starf- semi sé þjóðarnauösyn og beri að efla markvisst. — Er unnið að einhverjum sérstökum verkefnum á þessu sviði nU, og hvað er á döfinni? — Já, það er stöðugt unnið aö slfltum verkefnum, bæði á girtu og ógirtu landi, I flest- um tilvikum á uppblasnum eða gróðursnauðum svæðum viða um land, svo sem upp af Grimsnesi, Laugárdal, Bisk- upstungum og Hreppum. En ég hefi ekki enn I höndum upplýsingar um hvaða verk- efni eru fyrirhuguð á næsta sumri. Landgræðslan hefur mest af þeim framkvæmd- um með höndum. ómaklegar ásakanir — NU eru bændur atyrtir af sumum fyrir að þeir séu landeyðingarmenn. Hvert er álit þitt á þvi? — Ég állt, að sU gagnrýni sé I flestum tilvikum dsann- gjörn, oft vegna vanþekking- ar á bUskaparháttum. Sifelít er alið á einhæfum fullyrö- ingum og aðdróttunum, að þvi er virðist I þeim tilgangi, að gera islenska bændur og bUskaparhætti sem tor-' tryggilegasta I augum al- mennings. Ofbeitartalið er þannig stundum notað sem Íiður I þeim skaðlega áróðri gegn landbUnaðinum, sem mikið hefur boríð á siðustu árin. Hugsandi fólk verður að kynna sér alla málavöxtu og láta ekki glepjast. 1 flest- um tilvikum farabændur vel með landið, þeir hafa unnið stórvirki i ræktun, og það er ljóst, að góðar afurðir fást ekki af bUfénaði nema hann gangi á góðu haglendi. Svo er vert að hafa i huga, að ofbeit er reyndar aðeins einn af mörgum skaðvöldum á beiti- landi. Til dæmis er akstur ut- an vega á hálendinu og vlðar oft mjög skaðlegur grdöur- hulunni. Þótt ég hafi aðeins verið stuttan tlma i þessu starfi hef ég nU þegar orðið var við mikinn skilning á gróöur- vernd i hópi bænda. Þetta kom m.a. i ljósþcgar ég fór I réttir I haust og i samtöf- um við gróðurverndarnefnd- armenn, en þeir eru flestir bændur. Ég ber mikið traust til bænda I þessum malum og er þvi vongóöur um að takast megi að varðveita og bæta gæði landsins i framtiðinni. Þótt það sé e.tv. ekki i beinu sambandi við efni spurningarinnar langar mig til að geta þess, að hinn ný- skipaði skógræktarstjóri hefur sett fram athyglis- verðar hugmyndir um aukin tengsl milli hefðbundins landbúnaðar og skógræktar, m.a. rætt um beitarskóga þar sem skilyrði eru hag- stæð, svo sem & Austurlandi. Vörumst viti ann- arra þjóða — Aliturðu ekki einboðið að taka verulegt mið af gróð- ur- og náttUruverndarsjón- armiðum I sambandi við virkjunarframkvæmdir og mannvirkjagerð yfirleitt? — Það tel ég alveg tvll- laust,og vonandi er að aukast skilningur á þessu. Þó finnst mér oft skorta á samræmi i gildismati manna. A sama tima og verið er að mála með sterkum litum ofbeitar- vandamál eru mæld Ut víð- áttumikil svæði, oft vel gró- in, og dæmd til eyöilegging- ar, t.d. i sambandi við bygg- ingu virkjana, eða að reist eru stóriðjuver, sem af getur stafað mikil mengunar- hætta. Ég tel að viö veröum að gæta þess að fórna sem allra minnstum landgæðum þegar unniö er við ýmiss konar mannvirkjagerð, svo sem við orkuver, rafllnu- lagnir og vegagerö, hvort sem litið er á máliö frá hreinu landbUnaðarsjónar- miði eða með tillíti til náttúr- verndar i sem vlðtækustum skilningi. t þeim efnum ætt- um við að lita til iðnvæddu nágrannaþjóðanna, sem stöðugt rýra landgæði sin i þágu hagvaxtarkapphlaups- ins. Þótt mörgum hætti nU við að vanmeta gildi íslensks landbúnaðar sem atvinnu- greinar, þá hlýtur að koma að þvi fyrr eða slðar, að þörf verði meiri og fjölbreyttari framleiðslu innlendra land- bUnaðarafurða. Það er þvi hreint ogbeint brýn nauösyn aðtaka mikið tillit til gróður- verndunarsjónarmiða við undirbUning allrar mann- virkjagerðar i landinu. Og meö þeim orðum Ölafs latum við samtalinu lokið að sinni. —mhg Islensk Ijóð fyrri alda komu út á norsku Fonna Forlag hefur gefið Ut Ijóðasafn sem Ivar Orgland hefur saman tekið og snUið á nýnorsku. Þaft heitir ,,Islandske dikt fra Sól- arljóft til opplysningstid" — Is- lensk kvæði frá Sólarljóðum til upplýsingartima, efta frá 13. öld og fram til um 1835. Safnið hefst hinum miklu helgi- kvæðum Sólarljóðum og Lilju Ey- steins, en siðan er haldið áfram sem leið liggur um Skáld-Svein, Jón Arason, Einar Sigurðsson, Eggert ólafssonar og allt til Sveinbjarnar Egilssonar og Skáld-Rósu. Hallgrimur Péturs- son fær aö vonum mest rUm þeirra 28 nafnkenndra skálda sem við sögu koma. Með fylgja lausavísur, rimnabrot, fornir dansar og sitthvað fleira. Ivar Orglandhefur snUið á sina norsku niu ljóðasöfnum eftir is- lensk nútimaskáld. 1975 gaf hann Ut stórtsafn „Islensk ljóð frá okk- ar öld", 1976 kom svo saf nið ,,ls- lensk gullaldarljóð" (frá nitjándu - öld). Ivar Orgland skrifar_ langan (120 bls.) formála að safhinu um skáldskap þeirra röskra fimm alda sem bókin spannar. 29% aukn- ing í fryst- ingu sjávar- afurða í SÍS- frystíhúsunum A árinu 1977 frystu Sambands- frystihúsin 26.652 lestir af sjávar- af urðum á móti 20.618 lestum árið 1976. Aukningin nemur 6.034 lest- um, eða 29 af hundraði. Bolfisk- frysting varð 22.583 lestir á móti 18.509 lestum ið áður. Þar er aukningin þvi 4.074 lestir eða 22 af hundraði. 1 einstökum fiskteg- undum varð aukningin mest i frystipgu þorskafurða, eða um 46 af hundraði. Hinsvegar varð verulegur samdráttur I frystingu á karfa, (33%) og ufsa, (27%). Merkasta nýmælið á árinu var tvimælalaust frysting á rUmlega 2.100 lestum af sild til útflutnings, og var það um sex sinnum meira en árið 1976. Á árinu voru frystar ¦980 lestir af grálUðu, og var það um sjö sinnum meira en árið áð- ur. Sala frystra afurða gekk vel á árinu og voru birgðir i árslok með allra minnsta móti. —mhg Mánafoss- máli lokið Markús Þorgeirsson, skipstjóri i Hafnarfirði, bað blaðamann að grennslast fyrir um afdrif og endalok Mánafossmálsins. Að sögn Braga Steinarssonar saksóknara er langt slðan þvl lauk. Varð orðið við óskum MarkUsar um endurtekningu rannsókna og sjóprófa. Niður- stöður uröu þær, að ekki þótti ástæða til málshöfðunar.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.