Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 24

Þjóðviljinn - 29.01.1978, Blaðsíða 24
PJÚÐVIUINN Sunnudagur 29. janúar 1978. Abalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-20 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og suiinudögum. Utan þessa tima er hægt aO ná i bla&amenn og a&ra starfs- menn bla&sins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbrei&sla 81482 og Bla&aprent 81348. Q81333 Einnig skal bent á beima- sima starfsmanna undir nafni Þjó&viljans I sima- - skrá. Norræna félagið: N ordurlandaferðir á vegum félagsins án milligöngu ferðaskrifstofu Framkvæmdaráö Norræna félagsins. Sitjandi frá v. Þórdis Þorvalds- dóttir og Hjálmar ólafsson formaöur. Fyrir aftan þau standa Karl Jcppcsen t.v. og Jónas Eysteinssón t.h. en hann er framkvæmdastjóri félagsins. Allmiklar breytingar hafa nú orðið á fram- kvæmd Norðurlandaferða fyrir félagsmenn Norræna félagsins. Skrifstofa félagsins skráir nú alla sína farþega og tekur á móti innborgun, án milli- göngu ferðaskrifstof u eins og verið hefur fram að þessu. Með þessu móti hyggst Norræna félagið halda fargjöldum eins lág- um og unnt er. Þjóðviljinn ræddi við Hjálmar Ölafs- son formann Norræna félagsins um þessa ný- breytni og aðra þætti í starfi félagsins. Ferðum fjölgað Ferðum verður fjölgað veru- lega sagði Hjálmar. Félagsmenn geta nú snúiö sér beint til félags- ins með pantanir á ferðum, þvi að nú höfum við hætt að skipta við ferðaskrifstofur. — Hvaða ferðaskrifstofa sá um ferðir Norræna félagsins? — Nú siðustu árin hefur það verið Útsýn eingöngu, en á&ur sá fer&askrifstofan Sunna lfka um skipulagningu Norðurlanda- ferðanna. Til Umea og Þrándheims — Veröa feröir félagsins enn ódýrari með þessum hætti? — Já við teijum að þær ferðir sem við bjóðum nú upp á séu ódýrustu Norðurlandaferðir sem vöi er á. Fargjöld i þeim eru 42% ódýrari en almenn fargjöld. Við höfum aukiö verulega fjölda ferö- anna og leggjum lika áherslu á Færeyjaferðir og feröir til Græn- lands i samvinnu við Útivist. A Nordkalottenráðstefnunni sem haldin var hér á landi i ágúst sl., var samþykkt að reynt skyldi að greiða fyrir ferðum milli íslands og annarra norðlægra svæða. 1 samræmi við þessa ályktun verða tvær ferðir til Umeá i Norður-Svi- þjóð með leiguflugvél. Þaðan verða siðan skipulag&ar feröir um Noröur-Sviþjóð og Finnland. Þetta verður vikuferð um mána&amótin júli-ágúst. Hin fer&in er til Þrándheims i Nlregi. Það er hálfsmánaðarferö og frá Þrándheimi veröa skipulagöar feröir um Norður-Noreg. Þessar tvær ferðir verða mjög ódýrar vegna þess að gert er ráð fyrir að menn hafi með sér viöleguút- búnað og gisti I tjöldum. Kynnisferðir frá Kaup- mannahöfn — Eru einhverjar fleiri nýjung- ar i sambandi viö Norðurlanda- feröirnar? — Við leggum höfuöáherslu á kynningu á Norðurlöndum og við óskum mjög eftir þvi að hægt verði aö koma á auknu sambandi á milli Islands, Færeyja og Græn- lands. Ég tel þaö vera eitt aöal- verkefni okkar nú. 1 sambandi við Kaupmannahafnarferöir félags- ins í sumar verður farþegum boðið upp á þrennskonar skoðunarferðir i Danmörku. Þessar skoðunarferðir eru skipu- lagðar i samvinnu við Norræna félagiö i Kaupmannahöfn. Þetta er nýjung sem við viljum gjarnan hvetja menn tii að nýta sér. Far- seðlar gilda nú í þrjá mánuði i stað eins mánaðar áður nema til Færeyja, farseðlar þangað gilda mest i 14 daga. Starfsemi Nor- ræna félagsins beinist að þvi að kynna Norðurlöndin og ekki sist með þvi aö menn geti ferðast þangað á sem ódýrastan hátt og kynnst löndunum af eigin raun. Öflug starfsemi — Hefur starfscmi Norræna félagsins verið öflug aö undan- förnu? — Starfsemin á siöasta ári var mjög mikil meiri en nokkru sinni fyrr. Meöal annars voru haldnir fundir á 20 stööum á landinu þar sem kynnt voru störf Norður- landaráös, i tilefni 25 ára afmælis ráðsins. Hér var haldin Nordkalotten-ráðstefna i sumar og var þar rætt um samstarf Is- lands og Nordkalotten (Norður- kollu) en svo kallast landssvæðin við og norðan við heimskauts- baug I Noregi, Svlþjóö og Finn- landi. Arsfundur norrænu félag- anna var haldinn I Vestmanna- eyjum I byrjun september. Þar var samþykkt ný stefnuskrá félaganna en stefnuskráin er endursko&uð á þriggja til fjögra ára fresti. Væntanlega veröur hún kynnt á næstunni. Sambands- þing Islandsdeildarinnar var haldið I haust og mættu þar um 100 fulltrúar af tæplega 140, sem rétt áttu til fundarsetu. 39 deildir Nú eru 39 deildir i Norræna félaginu með 11600 félaga. Fjórar nýjar félagsdeildir voru stofn- Framhald á bls. 22 Nú er tækifæríd.. aðbúatil JbestamatíheimT Komdu uið í fiskbúðinni og biddu um flak af „línu ýsu”. Smjörsteiktu fiskinn og ...mmm... Eða smálúðan. Soðin og borin fram með bræddu íslensku smjöri ... þú færð hvergi betri mat. Grill + kjöt + íslenskt smjör og kokkurinn er öruggur um háa einkunn. aðfásér ilmandi brauð og íslenskt smjör Allir vita að smjör kann sér ekki læti á nýju heitu brauði ( hefurðu prófað að rista grófa brauðið?) ath: / lOg af smjöri eru 74 hitaeiningar. Það er minna en í flestu feitmeti og jafn mikið og í smjörlíki. aðlátafrystikistuna „boigasig Það er sama hvort ræður, bragðlaukarnir eða skynsemin: nú er tækifæriðé.. áaðeins

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.