Þjóðviljinn - 15.02.1978, Side 2

Þjóðviljinn - 15.02.1978, Side 2
2 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 15. febrúar 1978 Ávarp vegna stofnunar Málfrelsissj óds Birt í tilefni af samkomu til stuðnings Málfrelsissjóði í Háskólabíói á sunnudaginn kemur Á sunnudaginn kemur verður haldinn í Háskólabiói samkoma til stuðnings málf relsissjóði. I tilefni þess endurbirtir Þjóðviljinn hér stofnávarp málfrelsis- sjóðs og lista yfir stofnendur sjóðsins eins og til þess að minna á hverjir það eru sem hófu á loft merki mál- frelsis og lýðræðis með stofnun þessa sjóðs, sem nú má vafalaust gera ráð fyrir vaxandi verkefnum. Allt frá timum frönsku stjórn- arbyltingarinnar hefur skoð- ana- og tjáningafrelsi verið einn af hornsteinum þess lýðræöis, sem þjóðir um noröanverða Evrópu og Ameriku hafa hyllt og leitast við aö festa i sessi. Réttarþróun i þessum efnum hefur mjög gengiö i þá átt að rýmka málfrelsi i stjórnmála- umræðum. Samkvæmt stjórnarskrá ís- lands eiga þessi réttindi að vera tryggð Islendingum, en með framkvæmd gildandi laga- ákvæða um meiðyrði er hætta á að þessum réttindum verði i raun settar óæskilegar og ónauðsynlegar skorður. Tilefni þessa ávarps eru dóm- ar þeir sem nýlega hafa verið kveðnir upp i Hæastarétti vegna ummæla sem fallið jafa i um- ræðu um hersetuna, eitt heit- asta deilumál þjóðarinnar sið- ustu þrjá áratugi. Með þeim hefur mörgum einstaklingum verið gert að greiða háar fjár- hæðir i málskostnað og miska- bætur handa stefnendum. Undirritaðir telja nauðsyn- iegt, að tryggt verði fylista frelsi tii umræðu ummálefnisem varða almannaheill, og til óheftrar listrænnar tjáningar. Meðan þetta frelsi er ekki ótvi- rætt tryggt, teljum við höfuð- nauðsyn aö slá skjaldborg um málfrelsið og höfum i þvi skyni ákveðið aö beita okkur fyrir stofnun Málfrelsissjóðs. Mál- frelsissjóði verður ætlað það hlutverk aö standa straum af kostnaði og miskabótum vegna meiðyrðamála, þegar stjórn sjóðsins telur aö með þeim séu óeðlilega heftar umræður um mál, sem hafa almenna samfé- lagslega eða menningarlega skirskotun. Skorum við á tslendinga að styrkja sjóðinn með fjárfram- lögum. Aðalheiður Bjarnfreðsdóttir, formaður Söknar, Ágúst Þorvaldsson, fv. alþingismaður, Arnessýslu, Andrés Kristjánsson, fv. f ræðslustjóri, Kópavogi. Andri isaksson, prófessor, Arni Björnsson, læknir, Atli Hcimir Sveinsson, formaður Tónskáldafélags islands, Björn Bjarnason, rcktor M.S. Björn Jónsson, forseti Alþýðusambands islands, Brynja Benediktsdóttir, leikhússtjóri, Akureyri, Böðvar Guðmundsson, m en nt as kóla ken nari, Akureyri, Davið Daviðsson, prófessor, Séra Einar Sigurbjörnsson. dr. theol, Reynivöllum, Kjós, Eysteinn Tryggvason, dósent, Guðmundur Arnlaugsson, rektor M.H. Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verkamannasambands islands, Guðmundur Pétursson, læknir, Guðmundur Steinsson, rithöfundur, Guðmundur Sveinsson, skólameistari, Guðný Guðmundsdóttir, konsertmeistari, Guðrún Helgadóttir, de ildarstjóri, Guðrún Jónsdóttir, arkitekt, Halldór Pálsson, búnaðar- málastjóri, Hannes Kr. Daviðsson, arkitckt, Helgi J. Halldórsson, kennari, Herdis Þorvaldsdóttir, leikari, Hildur Hákonardóttir, skólastjóri, Hjörleifur Sigurðsson, formaður Félags Is- lenskra myndlistarmanna. Hjörtur E. Þórarinsson, bóndi, Tjörn, Svarfaðardal, Hörður Zophaniasson skólastjóri, Haf narfirði, Ingibjörg Sólrún Gisladóttir, formaður Stúdentaráðs, Ingólfur A. Þorkelsson, skólameistari M.K. Jakob Benediktsson, orðabókarritstjóri, Jakob Jakobsson, fiskifræðingur, Séra Jakob Jónsson, dr. theol. Jóhann S. Hannesson, menntaskólakennari, Hafnarfirði, Jón Asgeirsson, tónskáld, Séra Jón Bjarman, fangaprestur, Jón Böðvarsson, skólameistari, Ytri-Njarðvik, Jón Heigason, ritstjóri, Jónas Jónsson, ritstjóri, Jónas Pálsson, skólastjóri, Kristinn Kristmundsson, skólameistari M.L. Kristin E. Jónsdóttir, læknir, Kristin Tryggvadóttir, kennari, Hafnarfirði, Kristján Árnason, kennari, Kristján Bersi Ólafsson, skóiameistari, Hafnarfirði, Margrét Hcrmannsdóttir, fornieifafræðingur, Nina Björk Arnadóttir, - ská Id, ólafur Jóhann Sigurðsson, rithöfundur, Ólafur Þ. Kristjánsson, fv. skólastjóri, Hafnarfirði, Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands tslands, Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, Páll Lýðsson, bóndi, Litlu Sandvik, Flóa, Páll Skúlason, prófessor, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, Sigurður Lindal, prófessor, Sigurður Þórarinsson, prófessor, Sigurjón Björnsson, prófessor, Sigurjón Ólafsson, myndhöggvari, Sigurvin Einarsson fv. alþingismaður, Sigvaidi Hjálmarsson, ritstjóri, Silja Aðalsteinsdóttir, cand. mag. Stefán Júliusson, rithöfundur, Haf narfirði, Steinunn Finnbogadóttir, Ijósmóðir, Thor Vilhjálmsson, forseti Bandalags isl. listamanna, Tómas Ingi Olrich, konrektor, öngulstaðahreppi, Tryggvi Emilsson, verkamaður, Tryggvi Gislason, skólameistari M.A. Valdimar Jóhannsson, útgefandi, Vaigeir Guðjónsson, hljómlistarmaður, Vésteinn Ólason, lektor, Vigdis Finnbogadóttir, Ieikhússtjóri, Þórir Kr. Þórðarson, prófessor, Þorlákur H. Helgason, kennari, Þorsteinn ö. Stephensen, leikari, Séra Þorvaldur Karl Helgason, æskulýðsfulltrúi þjóðkirkjunn- ar. Þorvaldur Skúlason, listmáiari. Hið íslenska prentarafélag: Endurskoðun samninga Hið islenska prentarafélag hefur sent frá sér ályktun þar sem mótmælt er gengisfelling- unni og lögð til endurskoðun samninga ef visitöluákvæðum þeirra verði rift. Ályktunin er svohljóðandi „Fundur Fulltrúaráös Hins islenska prentarafélags, haldinn 13. febrúar 1978, mótmælir harð- lega ákvöröun rikisstjórnarinnar um að fella gengi islensku krónunnar og einnig og ekki siður þeim áformum að skerða visi- töluákkvæði kjarasamninga, sem undirritaðir voru fyrir aðeins átta mánuðum. Fundurinn vill i þessu sam- bandi vekja athygli á, að visitölu- ákvæðin eru eitt af aðalatriðum siðustu samninga og eiga að virka sem trygging fyrir þvi að kaup- máttur launa haldist óbreyttur. Ef slik trygging er ekki lengur fyrir hendi, hlýtur verkalýös- hreyfingin að endurskoða afstöðu sina til samninganna. Fundurinn skorar á verkalýðs- félög aö halda vel vöku sinni gagnvartstjórnvöldum og öðrum, sem sífellt sjá það eina úrræði i svonefndum efnahagsvanda, að skerða kjör launþega og ógilda með lögum frjálsa samninga þeirra.” Þrjár kindur fundust norðan Ofeigsfjaröar Kétt fyrir sfðustu mánaðamót fundust þrjár óheimtar kindur norðan við ófeigsfjörð á Strönd- um. Reyndust þaö vera vetur- gömul gimbur með lambi og tvæ- vetla, lamblaus, en undir henni áttu raunar að ganga tvö hrút- lömb. Veturgamla gimbrin með lambinu er frá Bæ en tvævetlan frá Melum. Búið er að vigta tvær kindurnar og var lambiö 35 kg. en gimbrin 50 kg. og veröur að telj- ast allgott miðað við aöstæður. Torfi Guðbrandsson, skóla- stjóri á Finnbogastöðum, sagði okkur að i haust hefði vantað 9 kindur af þessum slóðum. Er búið að leita þeirra mikið en án árang- urs þar til þetta. Leitarmenn rák- ust á kindaspor svo að ljóst var að þær höfðu verið þarna á ferli en hindvegar var vonlaust taliö aö þær væru enn lifandi þvi nóvem- ber var bæði harður og kaldur. Astæðan til þess aö kindurnar fundust loks var sú, að þær sáust i sjónauka, frá Munaðarnesi, en það er nyrsti bærinn i byggð. -mhg Gjöf til Krabbameins- félagsins Hinn 7. febr. sl. færöi Guðrún Hannesdóttir, Vallartröð 6 i Keflavik, Krabbameinsfélagi ís- lands 30 þúsund króna gjöf til minningar um fööur sinn látinn, Hannes Gislason, á 100. afmælis- degi hans, en hann var fæddur 7. febr. 1888. Guörún hefur áður minnst afmælisdags föður sins með þvi að færa krabbameins- félaginu góðar gjafir. Er bíllínn í lagi? Agallar i öryggisbúnaði bilsins sem ekki eru áberandi á auðum vegi, geta valdið afdrifarikum af- leiðingum i slæmri færð og hálku. 1. Hemlabúnaður. Hemlar jafnt á öllum hjólum? 2. Er gripmynstur hjólbarðanna nægilega gott? 3. Er stýrisbúnaður i lagi? Hjólabúnaður rétt stilltur? 4. Eru hjólbarðar samstæðir, þ.e. hafa þeir nægilega gripmögu- leika? 5. Hafa óhreinindi, svo sem salt, malbik og annað, sest á brensu- fleti? Gott ráð er að bremsa bilnum við tækifæri daglega til þess aö hreinsa bremsufleti.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.