Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. mars 1978 Þriöjudagur 7. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 11 -------------------ts>................ , , ... Jafnvcl i tiltölulega nýlegum hverfum hefur ört fækkaö. Undanfarin 5 ár hefur t.d. fækkaö úr 3334 i 2688 i Heimunum og viöKleppsveg hefur á sama tima fækkaö úr 218411859. Meira en fimmti hver Reykvíkingur í Breidholti tbúum Bergþórugötu hefur fækkaö úr 670 manns i 260 ocr eru þær tölur lvsandi fvrir þróun gamla bæjarins. Hinn 1. desember 1967 var eng- in ibúabyggð i Breiðholti. Tiu ár- um siðar — 1. desember 1977 — bjuggu þar 17.707 manns. Það er rúmur fimmtungur ibúa Reykja vikur. Hins vegar fjölgaði Reyk- vikigum á þessu sama tímabili aðeins um 3875 manns svo að i öörum hverfum hefur fækkaö um 13832. t raun og veru er fækkunin þó enn meiri i gömiu hverfunum þvi að fleiri ný hverfi en Breið- holtshverfi hafa risið á þessu timabili td. Arbæjarhverfi þar sem nú búa 3458 manns og Löndin i Fossvogshverfi þar sem nú búa 3974. Orsakir Fækkun i gömlu hverfunum heldurstöðugt áfram ár frá ári og sé borið saman manntalið 1. des- ember 1972 og 1977 er munurinn áberandi. Orsakirnar eru marg- vislegar. öll lána- og húsnæðis- pólitik beinir ungu fólki að þvi að reisa sér nýtt húsnæði i stað þess að fjárfesta i gömlu. Verðbólgan rekur lika fólk til þess að fjárfesta stöðugt. Fleiri og fleiri hús i gömlu hverfunum eru tekin undir skrifstofur og verslanir. Og svo hefur náttúrulega fólk mun rýmra um sig, jafnframt þvi sem fjölskyldurnar minnka. Eins og áður hefur verið rakið hér i Þjóð- viljanum eru gömlu hverfin fyrst og fremst hverfi gamla fólksins en Breiðholt er hin mikla barna- byggð. Bergþórugatan Ekki eru nema 30—40 ár siðan nær öll byggð Reykjavikur rúm- aðist vestan Snorrabrautar og norðan Hringbrautar. Nú búa á þessu svæði 13915 manns eða tals- vert færri en i Breiðholti einu. Hinn 1. desember 1972 bjuggu hins vegar 16452 á þessu svæði og hefur þvi á aðeins 5 árum fækkað þar um 2437 manns. Bergþórugatan er gott dæmi um þróunina i gamla bænum. Fyrsta húsið við þessa götu reis árið 1919 og áratuginn 1920-1930 risu flest húsin við hana sem enn standa. Bergþórugata er fyrst og fremst fjölbýlishúsagata og þeg- ar hún byggðist var hún i útjaðri Reykjavikur eins og Breiðholt er nú og reyndar um margt lik þvi. Það voru fyrst og fremst verka- menn sem tóku sér búfestu við hana og hún varð mikil barna- gata. Arið 1939 bjuggu við hana hvorki meira né minna en 670 manns og 1950 voru þar enn 588 manns en 1972 voru i þessum sömu húsum aðeins orðnir 299 og fimm árum siðar — 1. desember sl. — voru þeir ekki nema 260 eða innan við 40% af þvi sem þeir voru 1930. Fólk hrekst stöðugt úr Miðbænum Mjög er á oddinum núna dauði gamla miðbæjarins og er talið að fækkun ibúðabyggðar eigi sinn stóra þátt þar i. Þegar athuguð eru manntöl frá siðustu árum kemur i ljós að þessi þróun heldur stöðugt áfram. 1 svokallaðri Kvos tel ég þessar götur: Aðalstræti, Austurstræti, Hafnarstræti, Kirkjustræti, Kirkjutorg, Lækjargötu, Pósthússtræti, Skólabrú, Templarasund, Thor- valdsensstræti, Tryggvagötu, Veltusund og Vonarstræti Þar bjuggu 1. desember 1977 110 hræður og hafði fækkað um 33 á 5 árum. Svo að dæmi sé tekið búa Stööugt fækkar í öðrum hverfum Æ fleiri hús i gamla bænum eru tekin undir skrifstofur og versianir nú aðeins 14 við Aðalstræti en árið 1950 voru þar búsettir 78 manns. Skýringin á fólksflóttanum úr Miðbæjarkvosinni er vafalaust sú að húsnæði þar er svo dýrt að venjulegt fólk hefur ekki ráð á þvi að hafa það á leigu og hafa þvi skrifstofur og verslanir tekið það allt yfir. Aðrar skýringar eru niðurrif og brunar án þess að nýtt hafi verið byggt i staðinn og slæmt viðhald á ýmsum gömlum húsum þar. Sá sem þessa grein skrifar bjó i 4 ár i risibúð i vold- Ugu, gömlu steinhúsi við Austur- stræti en nú hefur Seðlabankinn tekið hana á leigu ásamt annarri ibúð i sama húsi og er það lýsandi fyrir þróunina. Gamli Vesturbærinn 1 gamla Vesturbænum sem markast af Aðalstræti, Hring- brautog Ananaustum bjuggu 5677 1. desember 1977 og hafði fækkað um 744 á 5 árum. 1 margumtöl- uðu Grjótaþorpi, og eru þá aðeins taldar göturnar Aðalstræti, Grjótagata, Mjóstræti, Bratta- gata og Fischersund, bjuggu 110 1977 en 133 árið 1972 og hafði þvi fækkað um 23. Lika fækkar i nýlegum hverfum En fækkunin er ekki bara i elstu teykjavik. Frá 1972 til 1977 fækk- T lika mjög mikið i Heimum, ^ækjum og við Kleppsveg svo að læmi séu tekin. A þessum 5 árum 'ækkar t.d. i Heimum úr 3334 i 1688 og er það þvi ekkert smá- vegis. Eftir einstökum götum lit- ur dæmið svona út: 1972 1977 Alfheimar 1138 944 Glaðheimar 179 153 Goðheimar 366 287 Ljósheimar 831 655 Sólheimar 820 649 Eins og sjá má er þetta mjög sláandi dæmi. t Lækjunum (Brekkulæk, Bugðulæk, Lauga- læk og Rauðalæk) hefur fækkað á þessum 5 árum úr 1351 i 1157 og við Kleppsveg, sem er næstfjöl- mennasta gata borgarinnar, hefur fækkað ur 2184 i 1859. Eins og gefur að skilja er þessi þróun að ýmsu leyti mjög óhag- stæð vegna ýmissa þjónustustofn- ana svo sem skóla, verslana og samkomuhúsa. Þess skal getið að heildaribúafjöldi Reykjavikur frá 1. des. 1972 til 1977 stóð nokkurn veginn i stað. Ekkert veitingahús — ekkert bíó íbúafjöldi Breiðholts nálgast 18000 manns og er þvi álika mikill og Akureyrar, Siglufjarðar, Dal- vikur og Húsavikur til samans. Samt sem áður er ekkert veit- ingahús i Breiðholti, ekkert kvik- myndahús og þjónusta öll i lág- marki. íbúarnir vinna annars staðar og börnin þar og þær hús- mæður sem ekki vinna úti eru þvi úr tengslum við lifandi starfsemí þjóðfélagsins nema sækja han langan veg. Skólarnir eru yfir- fullir af börnum vegna þess að barnafjölskyldur Reykjavikur eru flestar i Breiðholti og gerir það starfsemi þeirra alla erfiðari. A sama tima eru skólarnir i eldri hverfum einsetnir, sem auðvitað er eðlilegt ástand i sjálfu sér, eða jafnvel vantar börn i þá. Vesturbergog Neskaup- staður Ibúafjöldi einstakra hverfa i Breiðholti er þessi: skv. manntal- inu 1. des. 1977: Bakkahverfi 4717 (álika margir og á Akranesi) Fellahverfi 5234 (slagar hátt i Keflavik) Hólahverfi 2385 (álika margir og i Rangárvallasýslu) Seljahverfi 2608 (álika margir og i Eyjafjarðarsýslu) Vesturberg og Austurberg 1846 (fleiri en i Neskaupstað) Stekkja- og Skógahverfi 871 (álika margir og i Þorlákshöfn) Eins og fram kom i könnun fyrir skömmu er Reykjavik stétt- skipt borg eftir hverfum, bæði eftir atvinnu, tekjum og aldri. Yfirvöld hafa ekkert gert til að sporna við þessari þróun sem hlýtur að vera slæm fyrir islenskt þjóðfélag — hvernig sem á hana er litið. —GFr Vesturgatan. Þar sjást ekki mörg börn að leik. Reykjavik er orðin stéttskipt borg eftir aldri. stöðu og tekjum. Barnafjölskyldurnar hrúgast i Breiðholt. Ibúafjöldi þess er álika mikill og Akureyrar, Siglufjarðar, Dalvikur og Húsavikur til samans. Ávarp Alþjóöasambands lýörœðis- sinnaöra kvenna i tilefna af alþjóölega kvennadeginum 8. mars 78 Eflum skilning og samstarf með þjoðum í dag, 8. mars sendum við heillaóskir og samstöðukveðjur til allra kvenna sem berjast fyrir rétti sinum, fyrir velferð fjöl- skyldna sinna og hamingju barna sinna. Við . fögnum staðfestu þeirra sem vérja málstað lifsins og frið- arins og^krefjast þess að bann sé lagt á framleiðslu og notkun ger- eyöingarvopna;þeirra sem stuðla að framgangi mannréttinda, fé- lagslegs réttlætis, þróunar og þjóðfrelsis. Við heilsum þeim hugrökku konum i Suður-Afriku sem risa upp gegn aðskilnaðarstefnu og kynþáttahatri. Við hvetjum konur og samtök þeirra til að verða við áskorun Sameinuðu Þjóðanna og tileinka árið 1978 baráttunni gegn aðskilnaðarstefnunni. Við fögnum dugnaði kvennanna i Miðausturlöndum sem berjast fyrir viðurkenningu á sjálfsá- kvörðunarrétti palestinsku þjóð- arinnar. Við heilsum þeim þúsundum kvenna i Chile og öðrum rikjum Rómönsku Ameriku, Indónesiu, Suður-Kóreu, Norður-Irlandi og viðar, sem taka þátt i baráttu þjóðar sinnar gegn afturhaldi og fasisma. Við lýsum yfir fullum stuðningi okkar við konur og kvennasamtök iþeim löndum sem hafa fengiö að kenna á kreppuástandi og verð- bólgu, konur sem fylkja nú liði gegn atvinnuleysi og misrétti en fyrir jafnrétti i atvinnulifinu og á heimilunum, bættum lifsskilyrð- um og fyrir þvi að hergagnaiðn- aðinum verði breytt i friðsamlega framleiðslu. Við styðjum þær konur i ný- frjálsu rikjunum sem vinna nú af kappi að þvi að útrýma ólæsi og öðrum leifum nýlendutimanna i löndum sinum, og leggja þannig sinn skerf af mörkum i baráttunni gegn siðnýlendustefnunni. Við heilsum konum i sósialisku rikjunum sem taka nú æ rikari þátt i efnahagslegu, pólitisku og menningarlegu lifi þjóða sinna og stuðla þannig að þróun þeirra. Samstaða þeirra og sá árangur sem þær hafa náð bæði lagalega og i reynd, eru okkur hvati og for- dæmi. 1 dag, 8. mars, staðfestum við þá skoðun okkar, að pólitisk, sið ferðileg og efnaleg samstaða hafi ómetanlegt gildi. Við hvetjum konur og samtök þeirra um heim allan til að efla samstarf sitt i þvi skyni að stuðla að góöum árangri Alþjóðlega barnaársins 1979, svo og að halda áfram að vinna að málefnum tengdum Alþjdðlegum áratugi kvenna, i samræmi við starfsáætlun þá sem gerð var á vettvangi Sameinuðu Þjóðanna á kvennaárinu 1975. Við lýsum yfir þeirri eindregnu ákvörðun okkar að vinna áfram að þvi að efla skilning og sam- starf með þjóðum heims, stuðla að slökun spennu, losa heiminn við nifteindarsprengjuna, kjarna- vopn og allar aðrar tegundir ger- eyðingarvopna, og byggja nýjan heim réttlætis og bræöralags, friðar og hamingju fyrir okkur, börn okka r og komandi kynslóðir. Vinnustpfusýning tbúarnir á Melunum verða stöðugt færri og eldri. Þar sést vart barn á götu (Ljósm.:eik) Ein af myndum Gunnars Ingibergs. Gunnar Ingibergur Guðjónsson, myndlistarmaður, opnaði vinnu- stofu sina fyrir gestum og gangandi i gær. Vinnustofan er að Tryggva- götu 10 og verður opið þar frá 16 til 22 daglega um hrið. 1 vinnustofunni hanga uppi um 50 myndir sem allar eru til sölu. Glistrup-málið Orðið það langdregnasta í Danmörku KAUPMANNAHÖFN — Ljóst er að Mogens Glistrup, leiðtogi Framsóknarflokksins I Dan- mörku, heldur þingsæti sinu enn um skeið, þrátt fyrir það að hann fyrr i mánuðinum var dæmdur til þe ss að greiða 5.5 miljónir danskra króna vegna skattsvika og undanbragða við yfirvöld. Akæruvaldið hefur nú áfrýjaö málinu til hæstaréttar, og fyrst eftir að dómur hans fellur getur danska þingið ákveðið hvort Glis- trup haldi þingsæti sinu eður ei.- I undirrétti var Glistrup sýkn- aður af nokkrum hluta skatt- svikaákærunnar, og mun ákæru- valdið þessvegna hafa ákveðið að áfrýja. Málaferlin gegn Glistrup hafa nú staðið yfir siðan 1972 og eru orðin þau langdregnustu i sögu landsins. Talið er að enn geti nokkur ár bæst við fyrir hæsta- rétti. Glistrup náði feikna athygli 1971, er hann hældist um það i sjónvarpi hvernig hann kæmi sér hjá þvi að greiða tekjuskatt með þvi að spila á gildandi skattalög. Flokkur hans berst einkum gegn skattaálagningum, skrifstofu- haldi hins opinbera og velferöar- kerfinu I heild.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.