Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 12

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 12
12 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. mars 1978 Um íslensk efnahagsmál Den behagelige islandske korruption UkKDSRÍKBl LANDSBANKIISLANDS - SJBBLABANKINN! 100 Ég er gamall maöur, og þess vegna hef ég siðustu árin látiö mig efnahagsmál þjóöar minnar minna varða en áöur. Mér finnst efnahagsmál einkum varða framtiðina og þeir, sem enn eru ungir, standi henni nær en viö, sem erum gamlir,og húnvaröi þá meir en okkur. Þess vegna sé eðlilegt, aö þeir ráöi mestu um efnahagsmálin. En nú er svo komið, aö mér finnst þeir, sem ráðið hafa þeim málum siðustu ár, hafi stofnað þeim i þvilikt öngþveiti, að ég geti ekki lengur setið þegjandi hjá. Ég get ekki skilið meðferð ráðamanna okkar i efnahagsmálum þjóðar minnar nema á einn veg: Þeir eru að svipta þjóðina efna- hagslcgu sjálfstæði, svipta hana lifisem sjálfstæðri þjóð.Þessuer mér ekki leyfilegt að taka með þögn. Ég ætla að ræða þessi mál hispurslaust og miskunnarlaust af þvi að ég veit aö annað er gagnslaust. En um leið óska ég þess, ætlast til þess, jafnvel krefst þess, að það sem ég segi um þessi mál verði gagnrýnt hispurslaust og miskunnarlaust, svo að þjóðin viti það, að ég hafi rangt fyrir mér ef mér verður það á. Efna- hagsmál okkareruþannig komin, að þau verða ekki leiðrétt né leyst á viðunandi hátt, nema meö rétt- um lausnum, og réttar lausnir verða ekki fundnar á þeim nema með þvi að skoða þau og skilja þau rétt. Ég skil þau mjög á ann- an vegen þau hafa verið rædd hér á landi, og legg minn skilning á þeim fram, af þvi að ég trúi þvi, að hann sé réttur, en ég lit jafn- framt þannig á, að þeir, sem hafa ráðið mestu um þau að undan- förnu, hafi annað hvort engan skilning á þeim eða alrangar. Ég óska hispurslausrar gagn- rýni á skoðunum minum og skiln- ing á þessum málum, af þvi að ég veit, að ég stend aö ýmsu leyti illa að vigi til að ræða þau viliulaust. Ég hef aldrei stundað nám i skóla, þar sem nokkuð hefur verið kennt i hagfræði. en slikt nám þykir nauðsynlegt til að skilja grundvallaratriði efnahagsmála. Allt sem ég veit um efnahagsmál, hef églært af starfi og reynslu, en það þykir ekki nóg til þess, að menn geti treyst skoðunum eða skilningi á þeim. Ég læt þess get- ið, að ég hef horft á og lifað reynslu þriggja kynslóða um þessi efni og sjálfur notið marg- vislegrar reynslu. Hins vegar viðurkenni ég, að mjög erfitt er aðlæra af reynslu, svo að skoðun- in verði áreiðanleg, og getur mér hafa mistekist það nám, þvi að sumirmennvirðastaldrei hafa af sjálfs sin reynslu lært. Ég ætla mér ekki þa' dul að ræða öll atriði efnahagsmála þjóðar okkar að þessu sinni. Ég ætlaaðeins að ræða tvö atriöi, er varðar þau. 1. Skuldir þjóðarinnar viö aðrar þjóðir eins og þær voru-við siðustu áramót og eins og ég býst viðað þær verði við lok þessa árs. 2. Verðgildi þeirra ávisana („peninga”, „seðla”) sem við notum sem gjaldeyri. Skuldirnar viðaðrar þjóðir ræði ég fyrst sérstaklega. Siðan geri ég nokkru fyllri grein fyrir verð- gildi þess gjaldeyris, sem við not- um. Og loks ræði ég þetta hvort tveggja, tiiað lýsa þvi, hvar við erum staddir, og hvaða leiðir gætu helst verið til bjargar, ef þær eru þá nokkrar, eins og kom- ið er. Þetta verður þvi ritgerð i þremur þáttum. l. Skuldir þjóðarinnar. Seðlabanki Islands hefur haft þa' reglu, að telja skuldir þjóðar- innar við aðrar þjóðir fram sér- staklega sem „löng erlend lán”. Þær skuldir taldi hann vera við siðustu árslok. 128,5 miljarða islenskra króna, þ.e. 128,5 þúsund milj. Isl. króna. Aðrar skuldir þjóöarinnar virðist hann fremur meta sem eins konar viðskiptaskuldir sem að visu sé til óhagræðis við reikningslok,en eigi að mæta inn- stæðum við sömu reikningslok, sem séu til hagræðis. En þegar föstu skuldirnar eru orðnar mikl- ar, er hætta á, að viðskiptaskuldir ársins vilji við þær bætast. Þess vegna er rétt að lita á það lika, hvernig reikningslokin eru að þessuleyti. Reikningslok eru ekki að fullu komin. Þvi verður að áætla þær. Halli á verslunarjöfnuði við útlönd telur Hagstofa Islands aö hafi verið um 14 miljarðar i nóvemberlok. Sá halli hefur verið eitthvað meiri i árslokin, og mér hefur verið sagt, að hann hafi orðið um 19 miljarðar. En þar með er ekki sagt, að skuldir á þeim viðskiptum hafi verið svo miklar. Við vörukaup frá útlönd- um er algengt að islenskir heild- salar fái þriggja mánaða greiðslufrest. Bankamaður, sem fylgist nokkuð með þessum viðskiptum hefur sagt mér að þessar skuldir verslunarmanna við Utlönd hafi verið 15—16 miljarðar við árslok 1977 og er það þá min áætlun, að þær hafi verið 15,5 miljarðar. A móti þvi, sagði þessi fróði maður mér, vildi hann telja útflutta vöru, sem þegar væri seld og komin af stað til útlanda fyrir 9.5 miljarða. Gjaldeyrissjóður Seðlabankans nálgaðist6 miljarða um áramót- in. Svo var loks i undirbúningi lántaka i Japan 4.5 miljarður, sem égfékk ekki upplýsingar um, hvort væri til greiðslu á skuldum, sem ég fékk ekki að vita um, eða til framkvæmda. Ég vil því ekki vera svo bölsýnn að gera ráð fyrir.að skuldir þjóðarinnar, til langs og skamms tlma hafi verið meiri en 130 miljarðar við siðustu áramót. Eignir islenskra viðskiptafyrir- tækja og islenskra viðskipta- manna erlendis i fyrirtækjum og innstæðum I erlendum bönkum (svo sem fram hefur komið i Dan- mörku), trú ég að séu talsvert miklar og geta verið okkur tals- vert gagnlegar. En ekki mun ástæða til að meta þær meira en til þess að mæta erlendum eign- um hér á landi, jafnvel þótt þær kunni að vera meiri. Það stafar m. a. af þvi, hve erfitt mundi verða að kalla þær hingað heim. Þá er á það að lita, hvaða breytingum má gera ráð fyrir á erlendum skuldum á þessu ári. Þegar er augljóst, að svo mikil verðfelling veröur á peningum þjóðarinnar á þessu ári, að hækk- un þeirra i tölum verður ekki minni en úr 130 miljörðum i 173 miljarða. Vonlaust er, aðnokkuð verði gert til gagnlegra breytinga i efnahagsmálum þjóðarinnar á þessu ári eða til þess annars, sem mundi minnka skuldir við aðrar þjóðir raunverulega. Skipti á rikisstjórn getur ekki orðið fyrr eneftir mitt ár og stjórnarskipti i Seðlabankanum alls ekki fyrr en um áramót. Rétt er aö gera ráð fyrir lakara árferði en sfðastliðið ár og almenningur mun flýta sér að kaupa sem mest áður en peningarnir rýrna. Af þessum ástæðum er óhugsandi að raun- verulegar skuldir við útlönd hækki minna en um 30 miljarða. Skuldaraukning við aðrar þjóðir getur þvi varla orðið minni en 43 miljarðar vegna verðfalls okkar og 30 miljarðar vegna óhagstæðs viðskipta jafnaöar eða alls 73 miljarðar,og skuldir við erlendar þjóðir við næstu áramót má þvi áætla 203 miljarða, og gæti þó orðið miklu meiri. I sambandi við það skal m.a. bent á, að hér er ekki reiknað meö neinum kostn- aði við brölt núverandi alþingis- manna eða annarra frambjóð- enda við kosningar á árinu. II. Verðgildi islenskra peninga 1978 Þegar ég var starfsmaður á Hagstofii Islands fyrir 12—26 ár- um vildi það til, að mér var falið aðreikna verðgildi peninga siðari hluta 19. aldar og i upphafi þessarar aldar til verðgildis á ár- inu, sem var að liða. Ég hafði gaman af þessu og eyddi í það miklum tima, þvi að þetta var allt annað en auðvelt, einkum vegna þess, að flest, sem verðreikna skyldi hafði i einhverju breyst annaðhvorti gerð, tisku eða hlut- fallslegu mati. A kyrrstöðutimum geta ýmsir hlutir að visu verið furðu breytingarlitlir jafnvel frá öld til aldar. Þannig var jarðamat hér á landi nærri óbreytt frá þvi um 1100 til 1920, og i „búalögum” var ýmislegt nærri óbreytanlegt bæði „að gerð” og verði jafn- langan tima. En þetta er allt miklu breytilegra nú. Þó er ýmis- legt til, sem ekki er mjög breyti- legt að efni og gerð um langan tima. Veit ég þannig dæmi um menn, sem virða gildi islenskra peninga frá áratugi til áratugar eftir þriggja pela flösku af svartadauða og vita af þvi eins mikið um verðgildi peninganna og lærðir hagfræðipgar. Þegar ég hætti störfum i Hag- stofunni, hugðist ég hætta þvi að bera verðlag fyrri tima saman við verðlag á liðandi stund. Mér var farið að leiðast sá saman- burður. Hann var alltaf á sama veg. Peningar okkar voru alltaf að falla i veröi. En þegar hið leiðinlega veður óskaplegt, getur mönnum allt i einu fundist það bráðskemmtileg vitleysa. Og svo fór mér. I fyrra byrjaði ég þess vegna allt i einu að bera saman peningagildi og verðlag við það sem var fyrir strið, bera saman verðlag og peningagildi 1937 og 1977. Fyrsta dæmið sem ég athugaði ogreiknaði var verðlagning á 51. kg. lambhrút 1937 og 1977. Ég hafði i huga lambhrút, sem frændi minn á Einarsstöðum i Reykjadal seldi bóndanum i Garði i Aðaldal 1937 á 20 kr„ áætl- aði sláturverð 18 kr. og svo seldi hann lifið i hrútnum á 2 kr. Til samanburðar áætlaði ég 51. kg. lambhrút 1977 og við þá áætlun notaði ég verðlagsgrundvöll land- búnaðarins prentaðan i 24. hefti Freys 1977. Lif hrússa Jóns frænda lagði ég á móti slátur- kostnaði hrússa 1977. Mér reikn- aðist svo, að hrúturinn 1977 hefði getað skilaö allt að 20309 kr. sláturverði, ef hann hefði verið eins vel vaxinn og hrúturinn, sem Jón frændi seldi. Það er 1127 falt sláturverð 1937. Svo sagði .frændi minn mér sögu af þvi, hvernig hann inn- heimti hrútsverðið 1937. Það varð i hans meðferð reyfarasaga um peningaleysi kreppuáranna 1931—1939: Bóndanum i Garði entist ekki dagurinn til að ná saman öllu hrútsverðinu, gat þvi ekki greitt nema kr. 19.50 i pen- ingum, og borgaði 50 aurana er eftir stóðu meö þvi að veita frænda gistingu, og það hefur verið fullborgað, þvi að þá var ekki unnt að fá betri gistingu annars taðar en i Garði.Nú þykja 900 kr. ekki mjög hátt verð fyrir næsturgistingu. Þannig hefur gisting hækkað 1800-falt, ennþá mera en ágætur lambhrútur. Svo nefni ég loks þriðja dæmið. Ég naut fyrir fáum árum þeirrar reynslu að búa i næstu ibúð við alþingismann, ibúð sem hann átti sjálfur. Ég varð þess aldrei var, að hann seldi nokkru sinni nokk- urn hlut i þeim hug að hagnast á honum. Ég er viss um, að Ibúð hans hafði ekki kostað meira en 13—14 þúsund kr. 1937. Nú er þessi alþingismaður fluttur úr þessari ibúð og vill selja hana á 16 milj. króna, meira en þúsundfalt verð hennar 1937. Þá sölu skoðar hann áreiðanlega ekki sem gróðasölu, heldursemí sanngjarna sölu vegna verðfalls „islenskra peninga”, þ.e. verðfalls þeirra ávisana, sem við köllum seðla. Þann skilning hefur hann öðlast af kynningu sinni af bankamálum, þvi að hanner vitur maður og þjóðfræg- ur fyrir það, hve marga hann hef- ur aðstoðað til hagstæðra úrlausna. Þessidæmi eru öll um verðfell- ingu „peninga” okkar eins og sú verðfelling hefur verið mest siðastliðin 40ár. Einstök dæmi er lika að finna um minni, jafnvel miklu minni verðfellingu peninga okkar jafnvel ekki nema 100—300 falda. En þau eru flest dæmi um verðfellingu á þvi sem minna er um vert, en dæmin hér að fram- an, og flest um verð á útlendri vöru. Aður en ég ræði þetta meira, vil ég minnast á eitt orö, sem valdið hefur mörgum miklum misskiln- ingi. Það er orðið verðbólga. Það er röng og villandi þýðing á ný-latinu orði, inflation. I sænskri Etymologisk ordbok (uppruna- orðabók))-, eftir Olof Hellquist er orðið inflation rétt þýtt: „inflation: eg(entlig) upp- blásandi till — —”, þ.e. það sem kemur af stað eða er orsök til hækkandi verðs eða annarrar hækkunar eins og verðfelling pen- inga er orsök til hækkandi verös. Þýðingarvillan: inflation verðbólga i staðinn fyrir rétta þýðingu: orsök verfellingu pen- inga til verðbólgu hefur orðið mörgum manni hér á landi til misskilnings. I islensku erekki til nema ein rétt þýðing á orðinu inflation, þegar um efnahagsmál er rætt: verðfelling ávisana (seöla, „peninga”) sem veldur hækkandi verði. Þessutil skýringar og sönnunar birti ég töflu, sem sýnir verðgildi Framhald á 18. siðu FYRRI HLUTI

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.