Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 20
WÐVIUINN Þriöjudagur 7. mars 1978 Aöalsimi Þjóöviljans er 81333 kl. 9-21 mánudaga til föstu- daga, kl. 9-12 á laugardögum og sunnudögum. Utan þessa tima er hægt aö ná i blaöamenn og aöra starfs- menn blaösins i þessum simum: Ritstjórn 81382, 81527, 81257 og 81285, útbreiösla 81482 og Blaöaprent 81348. C 81333 Einnig skal bent á heima- sima starfsmanna undir nafni Þjóöviljans I sima- skrá. Stefán Gunnarsson, bankastjóri Alþýöubankans: Staða bankans hefur gjörbreyst Eftir stöönun eða afturkipp i viögangi Alþýöubankans á árinu 1976 hefur efnahagsleg staða bankans stórbatnaö. Þetta kemur fram i athyglisveröu viötali i vinnunni, tímariti ASÍ og MFA, við Stefán Gunnarsson banka- stjóra, þar sem hann ræöir um starfsemi bankans, stööu og framtiöaráform. — fcg vii taka svo stórt upp i mig, aö staöa bankans hafi gjör- breyst til batnaðar á siöasta ári. Innlán jukustum nær 400 miljónir -króna, eöa 33,7% samanborið við 2,9% á árinu 1976. Af prófkjöri Sjálfstæöis- flokksins: Splundrað íhaldslið í Kópavogi Sjálfstæöisflokksmenn i Kópavogi eru sem tvistruð hjörð eftir tvennar prófkosn ingar, fyrst til alþingis og nú um heigina til bæjarstjórnar. Prófkjörsframbjóöandinn sem bestum árangri náði í alþingisprófkjörinu hlaut 6. sætiö, og í bæjarstjórnarpróf kjörinu nú um helgina féll helsti talsmaður flokksins i bæjarstjórn, Stefnir Helgason, niöur i 6. sæti. Ahrif þingprófkjörsins uröu þau, að aðalmenn og vara- menn úr bæjarstjórnarhópn- um, sem þar buðu sig fram, treystu sér ekki i bæjarstjórn- arprófkjörið. Má þar nefna Richard Björgvinsson og Asthildi Pétursdóttur. A kjörtímabilinu haföi Sigurður Helgason, bæjarfulltrúi, sagt sig úr bæjarstjórninni og siöar úr Sjálfstæöisflokknum. 1 bæjarstjórnarprófkjörinu nú tóku þátt aöeins tveir bæjarfulltrúar Sjálfstæöis- flokksins þeir Axel Jónsson og Stefnir Helgason. Axel hlaut lsta sætið en Stefnir Helgason lenti i 6ta sæti eins og að fram- an greinir. Orslit prófkjörsins urðu annars þau, að þessi veröur röö frambjóöenda viö bæjar- stjórnarkosningarnar í vor: Axel Jónsson, alþm., Guðni Stefánsson, járnsmm., Bragi Michaelsson, framkvstj., Grétar Norðfjörö, lögreglu- þjónn, Steinunn Sigurðardótt- ir, húsmóöir og Stefnir Helga- son, bæjarfulltrúi. 854kusui þessu prófkjöri, en við siöustu bæjarstjórnar- kosningarfékk flokkurinn 1965 atkvæði. Sjálfstæöisflokkurinn efndi til prófkjöra á þremur stööum öörum þessa helgi, i Reykja- vik, á Akureyri og á Seltjarn- arnesi. A þessum þremur stöðum var opinn kjörfundur i gær, svo ekki er unnt aö birta úrslit þaöan fyrr en á morgun. Þátttaka i prófkjörunum var viðast góð, t.d. höföu rúmlega 8 þúsund manns kosið i Reykjavik við lokun kjörstaöa á sunnudagskvöld, en flokkur- innfékk um 27 þúsund atkvæöi i siðustu borgarstjórnarkosn- ingum. —úþ Heildarinnlán i árslok námu einum og hálfum miljarði króna og útlán 1.200 milljónum. Staða bankans að öðru leyti endurspegl- ast kannski best i þvi, að á árinu 1977 batnaði staðan gagnvart Seölabankanum um 209.2 miljónir króna. Nettóinneign bankans i Seðlabankanum nam 217.6 miljónum króna, en var 8,5 miljónir i árslok 1976. Þegar ég tala um stööu gagn- vart Seðlabankanum á ég viö innistæðu á bundnum reikningi og innistæðu, eða skuld eftir þvi sem við á á viðskiptareikningi. Innistæða bankans á bundnum reikningi i árslok var 337 miljónir króna. Eg vona að það sé raunhæft aö segja, að efnahagsleg staða bank- ans sé góð,i áR.lok 1977.” segir Stefán Gunnarsson, bankastjóri I viötalinu viö Vinnuna. — ekh. Stefán Gunnarsson, bankastjóri Iiluti þátttakenda i félagsmálanámskeiöi Alþýöubandalagsins á Skagaströnd. Sitjandi frá vinstri: Elin- borg, Elisabet og Bjarney. Standandi frá vinstri: Jón, Eövarö, ólafur, Marla, Kári, Baldur, Guömund- ur, Björk, Sævar, Jón Ingi og Arni. (Ljósmyndina tók einn þátttakenda, Gunnlaugur Sigmarsson). Fjölsótt félagsmálanámskeid Dagana 9.-11. febrúar fór fram á Skagaströnd félagsmálanám- skeið sem Alþýðubandalagiö á staðnum gekkst fyrir. Leiðbein- andi á námskeiðinu var Baldur Óskarsson, starfsmaöur Alþýöu- bandalagsins. Námskeiðiö sóttu eftirtaldi: Jón Ingi Ingvarsson, Kári S. Lárusson, Arni Ingvars- son, Ólafur Bernódusson, Gunnar Sigurðsson, Jón S. Pálsson, Björk Axelsdóttir, Soffía S. Lárusdóttir, Elisabet Á. Árnasóttir, Maria G. Konráðsdóttir, Gunnlaugur Sig- marsson, Eövarð Hallgrimsson, Guðmundur Haukur Sigurösson, Kristján A. Hjartarson, Bjarney G. Valdimarsdóttir, Elinborg Jónsdóttir og Sævar Bjarnason. Námskeiðið þótti takast hið besta og mun þvi fram haldið inn- an skamms og þá undir leiösögn Rúnars Bachmann, rafvirkja á Sauðárkróki. Prófkjör Alþýðubandalagsins Hornafirði: Þorsteinn Þorsteins- son varð efstur Alþýðubandalagið, Höfn, Hornafirði, efndi til próf- kjörs um skipan framboðs- lista síns til hreppsnefnd- ar. Prófkjörinu lauk á sunnudag og er það bindandi um skipan 4 efstu sæta. Þátttakendur i prófkjörinu voru 133 en i siðustu hreppsnefnd- arkosningum fékk Alþýðubanda- lagið 97 atkvæöi á staönum. Crslitin uröu þessi i 4 efstu sæt- in: 1. Þorsteinn Þorsteinsson, for- maöur Verkalýösfélagsins. 2. Sig- urður Geirsson, trésmiður. 3. Haukur Þorvaldsson, neta- gerðarmaöur. 4. Viöar Þor- björnsson, veitingamaður. Þorsteinn Þorsteinsson Baráttufundur í Félags- stofnun á morgun A morgun, miövikudaginn 8. mars, efna Rauösokkahreyfing- in og Kvenfélag sósialista til baráttufundyr I Félagsstofnun stúdenta viö Hringbraut. A fundinum veröur flutt samfelld dagskrá meö ávörpum og söngvum. Yfirskrift hennar er: Kjör verkakvenna fyrr og nú — baráttuleiöir. Með þessu framtaki hyggjast Rauðsokkar, MFIK og Kvenfél- ag sósialista leggja fram sitt aö mörkum til endurreisnar 8. mars sem alþjóölegs baráttu- dags verkakvenna. Fundurinn hefst kl. 20.30 og hvetur undirbúningsnefndin alla kvenfrelsissinna til þess aö mæta. Framsóknarpróf- kjör á Akureyri: Verkalýðs- foringiim nýtur ekki trausts innan eigin flokks Framsóknarmenn á Akureyri höfnuöu um helgina formanni Al- þýöusambands Noröurlands er þeir gengu til prófkjörs um skip- an sex efstu sæta viö bæjar- st jórnarkosningarnar 1 vor. Form. ASN, Hákon Hákonarson, haföi i átökum verkalýöshreyf- ingarinnar viö rikisstjórnina þann lsta og 2an mars sl. látiö þung orö falla um ólög rikis- stjórnarinnar og kjararániö og hvatt fólk til verkfalls til þess aö andmæla þeim árásum. Gatt hann nú stéttvisi sinnar, þvi hann hafnaöi neöarlega i prófkjörinu og fékk aöeins 192 atkvæöi sam- tals. Viö prófkjöriö nú gáfu tveir af bæjarfulltrúum Framsóknar- flokksins á Akureyri ekki kost á sér. Þaö eru þeir Valur Arnþórs- son, kaupfélagsstjóri og Stefán Reykjalin, byggingarm. ÍJrslit prófkjörsins uröu sem hérsegir: Siguröur óli Brynjólfs- son 658 atkv., Tryggvi Gislason, 564 atkv., Sigurður Jóhannesson 476 atkv., Jóhannes Sigvaldason 370 atkv. Ingimar Eydal 362 atkv. og Pétur Pálmason 336 atkvæöi. Alls tóku 830 manns þátt i próf- kjörinu. Viö sfðustu bæjarstjórnarkosn- ingar tapaöi Framsóknarflokkur- inn einum bæjarfulltrúa frá kosn- ingunum þar áður og fékk þrjá menn kjörna. Hlaut hann þá 1708 atkvæöi og er þátttakan nú 48,59% af kjörfylgi flokksins viö þær kosningar. -úþ Þjóöviljinn: Umbods menn óskast Dalvík, Höfn, Hveragerdi Þjóðviljann vantar umboðsmenn til aö sjá um blaðburð, innheimtu og lausasölu á þessum stöðum. Vinsamlega hafið samband við núverandi umboösmann á staönum eða hringið i af- greiösluna i Reykjavik Þjóöviljinn, Siöumúla 6. simi 8 13 33

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.