Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 7. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 af erfendum vettvangi Erlichman — sparar ekki skotin i iykiiróman sinum. Lagdi Saga Watergate-hneykslanna er siður en svo á enda i Bandarikj- unumt nú heldur hún þar áfram sem bókmenntagrein. Komið er á markaðinn heilt fióð af bókum eftir ýmsa, sem höfðu afskipti af þeim málum, þar á meðai all- nokkra af nánustu samstarfs- mönnum Nixons, sem ásamt hon- um fóru verst úr úr hneykslunum. • Hin síðasta af slikum bókum til þess að birtast er eftir H.R. Haldcman, fyrrum starfsmanna- stjóra Hvita hússins og einn vaidamestu manna Nixon-stjórn- arinnar. Svo hefur verið gert heyrinkunnugt að von sé á bók frá Nixon sjálfum, og er það ekki vonum fyrr. Bók Haldemans er að þvi leyti lik öðrum ritum, sem út hafa komiðum þetta efni, að hún renn- ir stoðum undir ýmislegt, sem menn höfðu haft grun um áður, og bregður nýju ljósi á annað. Frá- sögn Haldemans er athyglisverð þó ekki væri nema vegna þess, að fáir eða engir munu vita meira um söguna að baki Watergate- málanna en einmitt hann. Hins- vegar er rétt að taka frásagnir hans, félaga hans Johns Erlich- mans, Nixons sjálfs og fleiri með fyrirvara. Hæpið er að gera ráð fyrir þvi að þeir segi allan sann- leikann eða séu óhlutdrægir. ó- hætt mun að ganga að þvi sem visu að þeir reyni hver um sig að gera eigin hlut sem bestan og koma skömminni yfir á aðra — og þá einna helst fyrri félaga sina. Smámunasamur og hefnigjarn Haldeman heldur þvi fram, sem marga hefur raunar lengi grunað, að Nixon hafi sjálfur átt frum- kvæðið að innbrotinu i skrifstofu Demókrataflokksins i Watergate- byggingunni og einnig að hann hafi frá þvi fyrsta reynt að svæfa málin og hindra framgang rann- sókna. Aðalástæðan til innbrots- ins var að sögn Haldemans sú að Nixon lagði hatur á Lawrence O’Brien, formann Demókrata- flokksins, og vonaðist til þess að komastyfir skjöl, sem nota mætti til þess að koma O’Brien i vand- ræði. Þetta hatur Nixons stóð i einhverju sambandi við það, að O’Brien haföi lengi staðið nálægt þeim Kennedy-bræörum, en i lyk- ilróman sinum ,,The Company”, þar sem Nixon og fleiri Banda- rikjaforsetar fá heldur slæma út- reið, heldur John Erlichman þvi einmitt fram að Nixon hafi hatað J.F. Kennedy og allt, sem honum var tengt, eins og pestina. 1 sinni bók, „The Ends of Pow- er”, lýsir Haldeman Nixon sem smámunasömum og hefnigjörn- um manni, sem haldinn hafi verið snerti af ofsóknarbrjálæði, sá samsæri gegn sér i hverju horni og sveik jafnvel nánustu aðstoð- armenn sina til þess að reyna að bjarga eigin skinni. Hann var að sögn starfsmannastjóra sins kaldrifjaður, sneyddur kimnigáfu og átti erfitt með að kynnast fólki náið. Þetta kemurheim og saman við fleiri lýsingar á Nixon, til dæmis þá sem John Erlichman gefur i „The Company.” Erlich- Kennedy — lét Nixon stjórnast af hatri til hans? man var einn af nánustu sam- starfsmönnum Nixons um langt skeið og gerkunnugur innan innstu hringja bandariska valda- kerfisins. Asamt Haldeman var hann sá af samstarfsmönnum Nixons, sem sviðsljósin beindust hvað mest að i Watergate-mál- um. Lykilróman Erlichmans „The Company” er skáldsaga að formi til og sem slik stór- skemmtileg og spennandi aflestr- ar. Ekki fer milli mála að margir helstu ráðamenn Bandarikjanna á siðustu áratugum koma þar fram, þótt nöfnum og ýmsum at- burðum sé breytt. J.F. Kennedy heitir þar til dæmis William Art- hur Curry og ferst i flugslysi i stað þess að vera skotinn i Dallas, L.B. Johnson heitir Esker Scott Anderson og er frá Oregon en ekki Texas, Nixon nefnist Ric- hard Monckton, Kissinger Tessl- er. „Curry” (Kennedy) er lýst sem hástéttarglæsimenni og fjöldasjarmör, en heldur litlum skörungi. „Anderson” (Johnson) er grófgerður hrotti, klámkjaftur og með frillur á hverjum fingri, oft ekki færri en þrjár i einu. Rit- ara sina velur hann sérstaklega með tilliti til þess, en gerir vel við þær þegar hann lætur þær frá sér fara, útvegar þeim vel borguö störf eða giftir þær háttsettum aöstoðarmönnum sinum. „Tessl- er” (Kissinger) er hégómagjarn, hefur geysilega háar hugmyndir um snilli sina i utanrikismálum, imyndar sér að hann sé mikið samkvæmisljón og á það til að setja á svið griðarleg reiöiköst. Hinsvegar er hann i raun taugaó- styrkur og nagar á sér neglurnar uppikviku. „Monckton” (Nixon) er einmani að eðlisfari, góðum gáfum gæddur, gifurl. metnaðar- gjarn, þolgóður og hefnigjarn. Sérstaklega er ’hann langræk- inn gagnvart „Curry” og öll- um hans stuðningsmönnum. Það er sett i samband við það aö „Curry hafi litið mjög niö- ur á „Monckton,” sem er af fátækum kominn, og að „Monck- ton” hafi veriö haldinn óslökkv- andi hatri og tortryggni gagn- vart hinni gömlu og grónu yf- irstétt austurrikjanna. „Monck- ton” hefur orð á sér fyrir að gera vel við trygga stuðningsmenn sina, en andstæðingum sinum, meintum eða raunverulegum, fyrirgefur hann aldrei neinar mótgerðir og hefnir sin á þeim ef tækifæri bjóðast. Hann á átakan- lega erfitt með aö umgangast fólk frjálslega, kviðir sérlega fyrir að taka á móti nýjum starfsmönnum og veislur og móttökur i Hvita Johnson — kvenhrókur meö frill- ur á hverjum fingri? húsinu er honum kvalræði. Hann litur á sig sem einskonar kross- fara gamals og hefðbundins sið- ferðis gegn léttúðarlifnaði, sem hann einkum kennir við hina gömlu og grónu yfirstétt og börn hennar. Brá Kennedy fæti fyrir CIA? Meðal þess, sem Erlicham gef- ur i skyn, er að Kennedy forseti hafi á sinum tima gert ráðstafan- ir til þess að hindra að Svinaflóa- innrásin á Kúbu tækist og farið þar á bak við CIA. Er svo að heyra að Kennedy hafi látið und- an þrýstingi frá Sovétmönnum i þessu efni. Aðalpersóna bókar- innar er látin vera forstjóri CIA, og kemur þar fram að CIA stund- ar njósnir um likleg forsetaefni, með þaö fyrir augum að styðja við bakið á þeim forsetaefnum, sem likleg eru til þess að skera ekki fjárveitingar til leyniþjón- ustunnar við nögl sér. Um margt ber þeim Erlichman og Haldeman saman, og ekki lýs- ir sá siðarnefndi þeim Nixon og Kissinger fagurlegar en Erlick- man. Haldeman segir að Nixon hafi verið hræsnari og nefnir sem dæmi að þegar hann sagði Halde- man upp störfum vegna Water- gatemála, hafi hann verið ákaf- lega harmþrunginn aö sjá og sagt: „Veistu það að þegar ég fór að hátta i gær kvöldi...vonaði ég 3g allt að þvi bað þess að ég myndi aldrei vakna af svefni aessarar næstur.” Erlichman íefur siðar sagt Haldeman, að ýixon hafi sagt nákvæmlega Nixon — góðum gáfum gæddur, en smámunasamur og hefni- gjarn. sömu orðin við hann þegar hann sagði honum upp. Kissinger tvöfaldur i roðinu Haldeman segir að Kissinger hafi verið forvitinn og hneigður til baktjaldamakks og samsæra. Ein helsta ástæðan til þess að Nixon fór að láta taka allar viðræður sinar við aðstoðarmenn sina upp á segulbönd hafi verið sú, að Kissinger var gjarn á að segja allt annað opinberlega en það, sem hann hefði látið i ljós i einka- viðræðum við Nixon. Haldeman segir Kissinger hafa verið ákaf- lega hégómagjarnan og að hann hafi lagt mikið upp úr þvi aö vera stöðugt i sviðsljósi fjölmiðlanna. Raunar er svo að heyra að Kissinger hafi farið mjög i taugarnar á mörgum gömlum aðstoðarmönnum Nixons og má þvi vera að ástæða sé til að taka lýsingar þeirra á honum með sér- stökum fyrirvara. Haldeman heldur þvi fram að Nixon sjálfur hafi þurrkað út 18 1/2 minútu bilið fræga á einni segulbandsspólunni, en sem kunnugt er hafði Rose Mary Woods, einkaritari Nixons, fullyrt að hún hefði þurrkaö þennan kafla út af slysni. Sú frásögn hef- ur ekki verið tekin ýkja alvar- lega. Að sögn Haldemans var Nixon einstakur klaufi og fáráður i öllu, er laut að tæknilegum efn- um, og hafi hann þessvegna látið sér detta i hug að þurrka út allt það af segulbandsspólunum, sem gæti orðið honum óþægilegt. En fyrst þegar hann var byrjaður á Watergate-bókmenntir Kissinger — imyndaði sér að hann væri samkvæmisijón. þvi, hafi hann átt að sig á að það tæki allt saman ein tiu ár og þá gefist upp við það. Eitt af þvi, sem Haldeman heldur fram, er að sovéska stjórnin hafi viljað gera hern- aðarárás á Kina, til þess að koma i veg fyrir að Kinverjar væddust kjarnorkuvopnum, og leitað stuðnings Bandarikjanna við þá hugmynd, en Nixon hafi hafnað henni. Sovéska stjórnin og banda- riskir ráðherrar frá þessum tima hafa þegar neitað þvi að nokkuð sé hæft i þessu. Haföi Nixon obáknið" á móti sér? Eitt af þvi athyglisverðasta, sem fram kemur hjá Haldeman, er sú fullyrðing hans að Nixon hafi haft á móti sér marga helstu valdaaðila bandariska þjóðfélagsins, skrifstofubákn sambandsrikisins, helstu blöðin, þingið og siðast en ekki sist njósnaþjónustuna. í þessu ber þeim Haldeman og Erlichman i mörgu samán. Bandariska skrif- ræðisbáknið, einkum sá hluti þess er hefur á sinni könnu utanrikis- her- og njósnamál, er geysivoldug og gróin stofnun, sem mótaðist i siðari heimsstyrjöld og næstu ár- in þar á eftir, þegar Bandarikin urðu langvoldugasta riki heims. Völdin i þessu bákni eru einkum i höndum langskólagenginna manna af grónum auðmannaætt- um austurrikjanna, manna sem „fæddir eru með silfurskeið i munninum.” 1 róman Erlich- mans kemur fram að „Monckton,” fátækur drengur „utan af landi” sem varð að vinna fyrir sér hörðum höndum jafnframt skólanámi, hatar og .fyrirlitur þetta „fina” fólk alveg sérstaklega og er staðráðinn i áö’ íækka i þvi rostann. Haldeman segir Nixon hafa ætlað að endur-skipuleggja þetta bákn i upphafi annars kjör- timabils sins 1973 með það fyrir augum að ná tökum á þvi, en mætt þá harðri andstöðu, svo sem vænta mátti. Segir Haldeman að CIA hafi haft njósnara innan Hvita hússins (sem leyniþjón- ustan hefur lika i sögu Erlich- mans) og gefur jafnframt i skyn, að CIA, demókratar og blaða- maðurinn Jack Anderson hafi vit- að að til stóð að brjótast inn i Watergate, en ekkert gert til að koma i veg fyrir það — væntan- lega þá til þess að geta fengið höggstað á Nixon. 1 „The Company” fylgist CIA með hliö- stæðu innbroti, sem „Monckton” forseti fyrirskipar, og notar þá vitneskju siðan gegn honum. Flugumaður CIA? Haldeman telur að „Deep Throat”, hin dularfulla persóna er gaf blaðamanninum Bob Woodward mikilvægastar upplýsingar meðan Watergate- málin stóðu sem hæst, hafi veriö Fred Fielding, þá starfsmaður i Hvita húsinu. Fielding segir þetta tilhæfulaust, en i ljósi þess, sem fram kemur bæði hjá Haldeman og Erlichman, hlýtur sú spurn- ing að vakna hvort Fielding hafi ekki einmitt verið flugumaður CIA i hirð Nixons. Sé þetta rétt hjá þeim Haldeman og Erlich- man, er ekki nema skiljanlegt að Nixon, með svo volduga aðila á móti sér, yrði fyrsti forsetinn i sögu Bandarikjanna sem neyddist til að segja af sér. dþ.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.