Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 7. mars 1978 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 SÍMI53468 Sveinbjörg Alexanders I sólóatriOi. Undir stjórn Yuri Chatal og Svein bjargar Alexanders A miðvikudags- og fimmtu- dagskvöld verða sýningar i Þjóðleikhúsinu á fimm nýjum ballettum, sem isienski dans- flokkurinn dansar ásamt nokkr- urn nemendum listdansskólans og Sveinbjörgu Alexanders. Sjtórnendur sýningarinnar eru þau Yuri Chatal, sem verið hefur ballettmeistari og þjálfari islenska dansflokksins I vetur og Sveinbjörg Alexanders, sem starfað hefur um árabil sem Ustdansari i Þýskalandi. Eftir- farandi ballettar verða dansað- ir: 1) Sumarleikir viö tónlist eftir Ravel. Danshöfundur og stjórnandi YuriChatal. Dansar- ar: Misti McKee, Birgitta Heide, Nanna ólafsdóttir, Yuri Chatal, Einar Sveinn Þóröar- son. 2) Metelitza, rússneskur dans eftir Yuri Chatal. Dansari: Helga Bernhard. 3) Sinfóniskar etýður við tón- list Roberts Schumann. Dans- höfundur Jochen Ulrich. Stjórnandi: Sveinbjörg Alex- anders. Dansarar: Ásdis Magnúsdóttir, Guörún Páls- dóttir, Ingibjörg Pálsdóttir, Helga Bernhard, Olafia Bjarn- leifsdóttir, Nanna Olafsdóttir, örn Guðmundsson. 4) Angistaróp nætur minnar. Sólódans Sveinbjargar Alex- ander viö tónlist Hindemiths. Danshöfundur: Jochen Ulrich. 5) 1 gömlu góðu Vin. Tónttst: Jóhann Strauss yngri. Dansa- höfundur: Yuri Chatal. Dans- arar: Guörún Pálsdóttir, Helga Bernhard, Ingibjörg Pálsdóttir, Orn Guðmundsson, Yuri Cliatal og Helena Jóhannsdóttir, Lára Stefánsdóttir, Katrín Þor- björnsdóttir og Sigrún Waage. Sýningarnar verða sem fyrr segir á miðvikudags- og fimmtudagskvöld á Stóra svið- inu. Verð aðgöngumiða er hið sama og á leiksýningar. Ein- ungis eru ráðgerðar þessar tvær sýningar. Spurst fyrir um ættingja Vestur-Islendingana Helgu og Helga Tómasson i Mikley fýsir að komast i samband við ættingja sina á Islandi, og eru þeir, sem kynnu að gefa sig fram, beðnir aö hafa samband við Jón Björnsson, Hliðarhvammi 13 i Kópavogi, simi 40913. Móðurforeldrar Helga voru Kristmundur Jónsson á Keis- bakka á Skógarströnd, fæddur 1857, og Kristjana Þorsteinsdóttir frá Giljalandi i Haukadal, fædd 1865. Föðurforeldrar hans voru Sig- urður Tómasson frá Hermundar- felli i Þistilsfirði, fæddur 1847, og Margrét Þórarinsdóttir frá Vest- ara-Landi i Oxarfirði, fædd 1841, ogvarmóöir hennar Rósa Vigfús- dóttir frá Byrgi i Kelduhverfi. Forfeður Helgu i móðurætt voru Jónas Jóhannesson frá Sig- riðarstöðum i Fljótum, fæddur 1833, kvæntur Ingibjörgu Jóhann- esdóttur,og bjuggu þau um skeið i Áshildarholti i Skagafirði, og Sólmundur Simonarson frá Mávahlið i Lundarreykjadal, átti að konu Guðrúnu Aradóttur. Föðurfaðir hennar var Eggert Sigurðsson, kvæntur Þorbjörgu Böðvarsdóttur, og voru þau bæöi frá Álftanesi á Mýrum, en Eggert alinn upp hjá Blöndalsfólki frá ellefu ára aldri. önnumst þakrcnnusniði og uppsetningu — ennfremur hverskonar blikksmfði. Gerum föst verötilbeð AUGLÝSING um grásleppuveiðar Með tilvisun til reglugerðar frá 23. febrúar um grásleppuveiðar vill ráðuneytið minna á, að allar grásleppuveiðar eru óheimilar nema að fengnu leyfi sjávarútvegsráðu- neytisins. Upphaf veiðitimabiis er sem hérsegir: Norðurland eystri hluti 10. mars Austurland 20. mars Norðurland vestur hluti 1. april Vesturland 18. april Þar sem nokkra daga tekur að koma veiðileyfum til viðtakenda, vill ráðuneytið hvetja veiðimenn til að sækja timanlega um veiðileyfi. Sjávarútvegsráðuneytið Sími Þjóðviljans er 0181333 BlikkiHjan Ásgaröi 7, Garöabæ Frá Yerölagsráöi sjávarútvegsias Yfirnefnd Verðlagsráðs sjávar- útvegsins hefur ákveðið eftirfar- andi lágmarksverð á fiskbeinum, fiskslógi og heilum fiski til mjöl- vinnslu frá 16. febr. til 31. mai, 1978: a) Þegar selt er frá fiskvinnslu- stöðvum til fiskimjölsverk- smiðja: Fiskbein og heill fiskur, sem ekki er sérstaklega verðlagður, hvert kg. kr. 8,60. Karfabein og heill karfi, hvert kg kr. 11.50. Steinbitsbein og heill steinbitur, hvert kg kr. 5,60. Fiskislóg, hvert kg kr. 3.90. b) Þegar heill fiskur er seldur beint frá fiskiskipum til fiski- mjölsverksmiðja: Fiskur, sem ekki er sérstaklega verðlagður, hvert kg 7,80. Karfi, hvert kg kr. 10,50. Steinbitur, hvert kg kr. 5,10. Verðið er miðað við að seljend- ur skili framangreindu hráefni i verksmiðjuþró. Karfabeinum skal haldið að- skildum. Verðið var ákveðið af odda- manni og f ulltrúum seljenda gegn atkvæðum fulltrúa kaupenda. I yfirnefndinni áttu sæti: Gamaliel Sveinsson, deildarstjóri i Þjóðhagsstofnun, sem var odda- maður nefndarinnar, Eyjólfur Marteinsson og Tryggvi Helgason af hálfu seljenda og Gunnar Olafsson og Guðmundur Kr. Jónsson af hálfu kaupenda. — mhg Leikendur I „Refunum”, sem frumsýndir veröa hjá L.R. á morgun, Þorsteinn Gunnarsson, Guðrún As- mundsdóttir, Gisli Halldórsson, Sigriður Hagalin, Þóra Borg, Guðmundur Pálsson, Valgeröur Dan. „REFIRNIR” sýndir í Iðnó A morgun, miðvikudaginn 8. mars verður bandariski sjónleik- urinn „Refirnir” eftir Lillian Hcllman frumsýndur hjá Leikfé- lagi Reykjavikur I þýðingu Sverr- is Hólmarssonar. Lillian Hellman er I hópi þekkt- ustu leikskálda Bandarikjanna og varð fyrst kunn á fjórða áratugn- um. „Refina” skrifaði hún á ár- unum 1936-39, en þá voru þeir frumsýndir i New York og hafa siðan verið settir á svið um allan heim. Leikurinn gerist um alda- mótin i Suðurrikjum Bandarikj- anna og fjallar um græðgi og þrá eftir auði og völdum; þrjú syst- kini leggja á ráðin og svifast einskis til að koma ár sinni fyrir borð. 1 sýningu Leikfélagsins fara þau Sigriður Hagalin, Gisli Hall- dórsson og Þorsteinn Gunnarsson með hlutverk systkinanna, en alls eru 10 hlutverk i leiknum. Aðrir leikendur eru: Jón Sigurbjörns- son, Guðrún Asmundsdóttir, Hjalti Rögnvaldsson, Valgerður Dan, Guðmundur Pálsson, Jón Hjartarson og Þóra Borg. — Leik- stjóri er Steindór Hjörleifsson, leikmynd og búningateikningar frum- hefur Jón Þórisson gert en Daniel Williamsson annast lýsingu. Skáldkonan Lillian Hellman er mjög til umræðu um þessar mundir i Bandarikjunum. Nýlok- ið er við aö gera kvikmynd um þáttúr ævisögu hennar, sem þyk- ir hafa lánast svo vel að myndin er nefnd til Oskars-verölauna á ýmsum sviðum. Myndin heitir „Júlia” og i henni fer Jane Fonda með hlutverk Lillian Hellmans. A frumsýningu verður minnst 50 ára leikafmælis Þóru Borg, en hún er önnur af tveim tslending- um, sem geta litið til baka til hálfrar aldar leikferils.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.