Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 14

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 14
14 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 7. mars 1978 íslandsmótið 1 handknattleik: Valsmenn skríða upp stigatöfluna Þeir unnu KR 25:24 á sunnudag. Útlitið er skuggalegt hjá KR. Enn tapa Kr-ingar í islandsmótinu í handknattleik. Þeir léku á sunnudagskvöldið gegn Valog valsmenn sigruðu 25:24. Staðan í leikhléi var 14:9 Val í vil. Það var frábær leikur Steindórs Gunnarssonar sem öðru fremur skóp sigur Vals að þessu sinni. Hvað eftir annað sendi hann knöttinn í mark KR með glæsilegum linuskotum enda var hans illa gætt. Meira var hugsað um að stöðva stórskyttur Valsliðsins og við það varð Steindór frír hvað eftir annað á línunni. Þaö var KR-ingurinn Sigurður mark leiksins en fljótlega jafnaði höfðu svo þetta þrjú til fjögur P. Óskarsson sem skoraði fyrsta Gisli Biöndal leikinn. Valsmenn mörk yfir þar til liða tók á siðari Steindór Gunnarsson Valur-KR 25:24 (14:9) skoraði 7 mörk Steindór Gunnarsson skorar gegn KR hálfleik að KR-ingarnir tóku á honum stóra sinum en þá var það orðið of seint og Valsmenn sluppu með skrekkinn i þetta skipti og náðu sér i tvö dýrmæt stig i topp- baráttunni. Eins og áður segir var Steindór Gunnarsson bestur Valsmanna i. leiknum en einnig átti Stefán Gunnarsson góðan leik i vörninni og hvatti sina menn óspart. Simon Unndórsson var einna friskastur KR-inga en einnig kom Þorvarður Höskuldsson á óvart. MORK VALS: Steindór 7, Þorbjörn Guðmundsson 6, Jón Jónsson 4, Jón Karlsson og Gisli Blöndal 3, Björn Björnsson 2. MÖRK KR: Simon 8, Haukur Ottesen 4 (3v), Þorvarður Höskuldsson og Guðmundsson 3 hvor, Friðrik Þorbjörnsson og Sigurður P. óskarsson 2, og Björn Pétursson og Kristinn Ingason eitt mark hvor. SK. Halldór Guöbjörnsson sigraöi i sinum flokki meö nokkrum yfirburöum á islandsmeistaramótinu f Júdó. Hann sannaöi þaö aö hann er einn allra sterkasti glimumaöur okkar. Islandsmótið í Júdó: Halldór varði meistaratitilinn Islandsmótið i Júdó fór fram um helgina. Keppt var i 7 flokk- um og voru keppendur alls 35 frá 5 félögum. Margar góðar glimur sáust á mótinu en hefðu að ósekju mátt vera fleiri. Mesta athygli vakti keppnin i — 71 kg flokki en þar glimdu þeir Halldór Guðbjörns- son og Ómar Sigurðsson til úr- slita og lauk glimunni með sigri Halldórs. Annars uröu úrslit á mótinu þessi: — 60 kg flokkur: 1. Þórarinn Ólafsson UMFK 2. Rúnar Guðjónsson JR — 65 kg flokkur: 1. Sigurður Pálsson JR 2. Jóhannes Haraldsson UMFG -71 kg. flokkur: 1. Halldór Guðbjörnsson JR 2. Ómar Sigurðsson UMPK * 78 kg. flokkur: 1. Kári Jakobsson JR 2. Garðar Skaptason A — 86. kg. flokkur: 1. Bjarni Friðriksson A 2. Guðmundur Rögnvaldsson JR. — 95 kg. flokkur: 1. Gisli Þorsteinsson A 2. Benedikt Pálsson JR — 95 kg. og þyngri: 1. Sigurður KR. Jóhansson JR 2. Hákon Halldórsson JR. Islandsmótið í Handknattleik: Haukarnir unnu — sigurlíkur vaxa fslandsmótið 1 Blaki: IS meistari í blaki 1978 Möguleikar Haukanna frá Hafnarfirði í 1. deild is- landsmótsins í handknattleik jukust mikið eftir að liðið hafði sigrað IR í hörkuleik i höllinni á sunnudagskvöldið. Leiknum lauk með sigri Hauka 15:14. Staðan í leikhléi var 8:8. Haukar-ÍR 15:14 (8:8) Andrés Kristjáns son átti góöan leil gegn IR og skoraöi 6 falleg mörk. Hann er nú aö veröa einn besti linumaöur sem vi' eigum. Haukarnir hafa leikið vel að undanförnu og gerðu þaö einnig á sunnudagskvöldið. tr-ingarnir voru með daufara móti og þá sér- staklega þeirra hættulegasti maður Brynjólfur Markússon en hann skoraði aðeins 2 mörk og munarum minna. Það sem hrein- lega „reddaði” ÍR að þessu sinni sem oftar var snilldarmarkvarsla Jens Einarssonar i marki 1R og var oft unun að sjá til hans i markinu. Þá varði Gunnar Ein- arsson einnig Haukamarkið vel en þó ekki nægilega vel. Haukarnir skoruðu tvö fyrstu mörk leiksins og gerðu þeir Elias Jónasson og Stefán Jónsson mörkin. Fyrri hálfleikur var nokkuð jafn en mikið um mistök á báða bóga og staðan i leikhléinu, 8:8. t siðari hálfleik var leikurinn enn jafnari og mátti þá vart á milli sjá. Staðan var jöfn þegar staðan var 14:14 en þá var dæmdur ruðn- ingur á 1R og Haukar fengu bolt- ann. Þegar aðeins voru eftir 15 sek. af leiknum skoraöi ungur og efnilegur Haukastrákur Arni Hermannsson úrslitamark leiks- ins og tryggði þar með Haukum stigin tvö sem óneitanlega eru dýrmæt. Andrés Kristjánsson átti mjög góðan leik fyrir Hauka að þessu sinni þó svo að hann hafi oft leikiö betur. Jens Einarsson var yfirburða- maður i tR-liðinu i þessum leik og varði oft snilldarlega. Aðrir léku undir getu. Mörk 1R: Ásgeir Eliasson 3, Brynjólfur Markússon 2, Arsæll Hafsteinsson 2, Arni Stefánsson 2, og þeir Jóhann Ingi, Guðmundur Þórðarson, Bjarni Bessason, Vil- hjálmur Sigurgeirsson og Sigurð- ur Svávarsson ailir eitt mark.SK Iþróttafélag Stúdenta er islandsmeistari i blaki 1978. Þeir hlutu titilinn eftir sigur í úrslitaleik gegn Þrótti á Laugardag 3:1. Leikurinn var nokkuð vel leik- inn og þá sérstaklega af hálfu stú- denta. Þeir töpuðu i fyrstu hrin- unni 15:9 en geröu sér siðan litið fyrir og sigruðu i þeim þremur næstu með miklum mun eða 15:11 15:11 og 15:8. Indriði Arnórsson var bestur að venju hjá tS og voru skellir hans hrikalega fastir. Voru þau ófá stigin sem hann skoraði fyrir tS að þessu sinni. Hjá Þrótti var Jason tvarsson besturen einnig átti Matthi Elias- son góðan leik en þaö nægði Þrótti ekki til sigurs að þessu sinni. SK. Liö tS sem sigráöi Þrótt 3:1 um helgina. Indriöi Arnórsson besti maöur ÍS er númer 11 á myndinni. Halldór Jónsson er viö hliö hans númer 1.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.