Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 7. mars 1978 ÞJÓDVILJINN — SIDA 15 íslandsmótið í handknattleik: Þórarinn var hetja FH-liðsins Hann skoraði sigurmark FH þegar 15 sek. voru eftir Spennan i 1. deild óx til mikilla muna eftir að FH sigr- aði Víking með 22 mörkum gegn 21 í leik liðanna í Islandsmótinu í handknattleik á laugardag. Víkingar höfðu undirtökin lengstaf en á lokamínutun- um tókst FH-ingum að síga fram úr og tryggja sér dýr- mætan sigur. Þórarinn Ragnarsson skoraði sigurmarkið þegar eftir voru aðeins 15 sekúndur af leiknum og fögn- uður FH-inga var mikill. Vikingar byrjuðu leikinn vel og komust i 4:2 og enn siðar i 10:7 en i leikhléi var staðan 13:9 Vikingi i vil. í siðari hálfleik var lengst af um sama mun að ræða eða þang- að til um miðbik siðari hálfleiks að FH-ingar tóku að siga á og þeim tókst fyrst að jafna leikinn 19:19. Og eftir það voru þeir aldrei undir i baráttunni og það var Þórarinn Ragnarsson hinn nýi iþróttafréttaritari Morgun- blaðsins sem tryggði FH-ingum sigur þegar 15 sekúndur voru til leiksloka eins og áður er að vikið. Þórarinn og Geir Hallsteinsson ásamt markverðinum Magnúsi Ólafssyni áttu bestan leik að þessu sinni og var Geir óvenju friskur og skoraði 6 mörk. Þá varði Magnús mjög vel i sið- ari hálfleik og bjargaði miklu góð markvarsla hans þá. Viggó Sigurðs- ' son átti góðau leik gegn FH.Hérsést hann skora eitt marka sinna. FH 8 5 1 2 165:159 11 Vikingur 7 4 2 1 150:121 10 Haukar , 7 3 3 1 130:127 9 Iíí ' 8 3 3 2 159:148 9 Vvlur 8 4 1 3 159:151 9 K t 7 2 1 4 165:174 5 Fram 7 1 2 4 143:165 4 Á'mann 7 1 1 5 131:154 3 SK. 22:21 (9:13) Páll Björgvinsson var bestur Vikinga að þessu sinni en einnig var Viggó Sigurðsson friskur framan af en dofnaði er liða tók á leikinn. MÖRK FH: Þórarinn Ragnars- son 7 (6), Geir Hallsteinsson 6, Guðmundur Magnússon 3, þeir Guðmundur Arni og Janus Guðlaugsson 2 hvor og Tómas Hansson og Árni Guðjónsson eitt mark hvor. Staðan i ís'andsmótinu i hand- knattleik er nú ()essi: Hverjir eru bestir? Fylkir hið unga lið úr Arbænum sem leikur 11. deild að ári. Einar Ágústsson er no. 10 á myndinni en Ein ar Einarsson er hægra megin við hann. Hverjireru bestir? Fylkir. Hverj- Þessar spurningar og þessi ir unnu leikinn? Fylkir. Hverjir svör hljómuðu i Laugardalshöll- leika i 1. deild að ári? Fylkir. inni á laugardaginn er Árbæjar- Hafa leikið með frá byrjun „Við erum auðvitað i sjöunda himni yfir þessum árangri” sagði Einar Ágústsson fyrirliði Fylkis er við ræddum við hann eftir leik- inn við Leikni. „Við höfum æft mjög vel og einnig höfum við haft frábæran þjálfara og er það örugglega Einar Agústsson fyrirliði Fylkis. Hann hefur leikið með liðinu frá byrjun ásamt Ein- ari Einarssyni. helsta orsökin fyrir árangrm- um.” Hvernig list þér á keppnina i 1. deildinni á hausti komanda? „Það er greinilegt að hún verð- ur mjög erfið. En við i Fylki setj- um markið hátt og okkar stefna er að halda okkar hlut og leika i 1. deild á næstu árum.” Það má kannski geta þess að lokum að þeir Einar Agústsson og Einar Einarsson risinn i Fylkis- liðinu eru þeir eiau sem leikið hafa með liðinu frá stofnun þess. SK. liðið Fylkir hafði unnið sér rétt á 1. deildarsæti að ári. Það leyndi sér ekki að fögnuður þeirra Arbæ- inga var mikill og ekki ástæðu- laus. Glæsilegur árangur félags þeirra varhelsta orsökin. Barátt- an sem byr jaði i haust var á enda og hið unga og efnilega lið Fylkis stóð og stendur uppi sem sigur- vegari. Liðið lék siðasta leik sinn i vet- urgegnLeikni á laugardaginn og sigraði með yfirburðum 27:17 eft- irað hafa haft yfir i leikhléi 12:8. Það er greinilegt að þjálfari liðsins Pétur Bjarnason hefur gert stóra hluti i Arbænum. Það er þvi ekkert einkennilegt að þar gengur hann nú undir nafninu Pétur „Stenzel” Bjarnason. SK. Ekkert óvænt KR-ingar færast enn nær Islandsmeistaratitlinum i körfu- knattleik eftir sigur gegn Þór frá Akureyri i fyrradag. Leiknum lauk með yfirburðasigri KR 102:81 eftir að staðan i hálfleik hafði verið 47:39 KR i vil. Það var aldrei nokkur vafi á þvi hvoru megin sigurinn myndi lenda. Þór hafði að visu forustuna framan af en KR-ingarnir létu sitt ekki eftir liggja og sigruðu með yfirburðum. Einar Bollason var bestur KR- inga i þessum leik og jafnframt stigahæstur — skoraði 30 stig. Mark Christiansen var stiga- hæstur Þórsara og skoraði hann 30 stig.iEkki er hægt að segja að ÍR-ingar hafi gert góða ferð i „Ljónagryfjuna” er þeir léku við UMFN i 1. deild tslandsmótsins i körfuknattleik. Leiknum lauk með sigri UMFN 114:89. Staðan i leikhléi var 55:49 IR I vil. 1R hafði i siðari hálfleik ekkert i Njarðvikingana að segja og voru gjörsamlega yfirspilaðir og fyrsti sigur UMFN yfir 1R i Njarðvikum var staðreynd. Kristinn Jörundsson var bestur IR-inga i þessum leik og skoraði 25 stig' ásamt Kristjáni Sigurðs- syni sem nú lék sinn besta leik með IR og skoraði 17 glæsileg stig. Þá átti Sigurður Valur Halldórsson góðan leik. Hjá UMFN var Þorsteinn Bjarnason yfirburðamaður og skoraði 38 stig. Strax á eftir leik Þórs og KR léku Ármann og IS og var það leikur kattarins að músinni. Leiknum lauk með sigri 1S 88:79. Eftir tapið gegn 1S eru Ármenn- ingar fallnir I 2. deild. Dirk Dunbar var stigahæstur hjá IS að þessu sinni með 32 stig. Atli Arason var stigahæstur Armenninga með 19 stig. SK. „Ætlaði að hætta fyrir 25 árum” Eftir mikla „tolleringu” i höll- inni á laugardag náðum við tali af Pétri Bjarnasyni þjálfara Fylkis. Við spurðum hann fyrst að þvi hverju hann vildi þakka þann árangur sem lið hans hefði náð? „Ég vil fyrst og fremst þakka það mjög góðri markvörslu og einnig góðri vörn. Strákarnir hafa lagt hart að sér og einnig á góður liðsandi sinn þátt i þessu öllu saman. Hvað telur þú helst vanta i lið- ið? Það vantar kannski helst fleiri hornamenn og linumenn. Einnig vantar liðið meiri snerpu og hrað- ara spil þvi eins og ég hef oft sagt strákunum er allt annað að spila i 1. deild en 2. deild. Þar er leikinn mun hraðari handbolti og liðin hafa mun meiri snerpu en liðin i 2 deild. Pétur „Stenzel” Bjarnason hinn frábæri handknatt- leiksþjálfari. Verður þú áfram með liðið? „Ég hef nú ætlað að hætta að þjálfa i 25 ár. En ef ég á að segja alveg eins og er að þá er það allt óákveðið”, sagði Pétur Bjarna- son þjálfari að lokum. SK.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.