Þjóðviljinn - 07.03.1978, Page 2

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Page 2
2 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 7. mars 1978 Hreppsnefndin á Bíldudal: Vítir Skipaút- gerðina og póstþjónustuna A fundi hreppsnefndar Suöur- fjarðarhrepps á Bildudal, sem haidinn var 28. febrúar, var gerö bókun þar sem vakin er athygli á bágum samgöngum við hreppinn og Skipaútgerð rikisins vftt fyrir nýgerðar breytingar á áætiun. Ályktunin er svohljóðandi: „Hreppsnefnd Suðurfjarða- hrepps, Bildudal, ályktar að algert vandræðaástand hafi skap- ast i samgöngumálum byggða- lagsins. Með breyttri áætlun Skipaútgerðar rikisins, hefur ástand vöruflutninga breytst þannig að aðeins annað strand- ferðaskipið kemur við á Bildudal, á suðurleið á 14 daga fresti, en þetta er eini möguleikinn fyrir vöruflutninga til og frá byggða- laginu, stærsta hluta ársins. Hreppsnefndin vitir þessar ábyrgðarlausu breytingar. Þá eru algerlega óviðunandi ástand i vegasamgöngum milli Bildudals og Patreksfjarðar, en sú leið er oft lokuð dögum saman, enda þótt ibúar byggðalagsins þurfi að sækja læknisþjónustu og að fá mjólk frá Patreksfirði, auk ann- arar þjónustu. Er þvi oft mjólkur- skortur af þessum ástæðum. Þá er óþolandi hvernig póstflutningi er fyrir komið. Póstur milli Bildudals og Eeykjavikur er ein- göngu sendur með áætlunarflugi, sem er milli Reykjavikur og Patreksfjarðar, og kemur þvi oft fyrir að póstur er viku til tiu daga á leiðinni milli Bildudals og Reykjavikur, sökum ófærðar, þrátt fyrir það, að beint áætlunar- flug sé til Bildudals frá Reykjavik tvisvar i viku, auk annarra ferða. Lýsir hreppsnefndin furðu sinni á að þessar ferðir skulu ekki vera notaðar til póstflutninga. Skorar hreppanefnd Suðurfjarðahrepps á stjórnvöld, að bæta úr þessu óþolandi ástandi hið bráðasta”. Rádinn aöstoöar- framk væmdastj óri Gunnar Gunnarsson hefur vcrið ráðinn aðstoðarframkvæmda- stjóri i Véladeild Sambandsins, og tekur hann við starfinu hinn 1. aprii. Hér er um nýtt starf að ræða hjá Véladeild, og er hún hin sjötta af aðal deildum Sambands- ins, sem ræður aðstoðarfram- kvæmdastjóra. Gunnar er fæddur i Reykjavik hinn 3. sept. 1939, sonur hjónanna Olgu og Gunnars Arnasonar bú- fræðikandidats. Hann stundaði nám á búnaðarskóla i Noregi á árunum 1956-58, en siðar i Búnabarskólanum á Hvanneyri, og laukk hann kandidatsprófi frá framhaldsdeild þess skóla árið 1961. Það sama ár réðist hann til Véladeildar Sambandsins, þar sem hann hefur starfað siðan, frá árinu 1966 sem deildarstjóri Bú- véladeildar. Gunnar Gunnarsson. Kona hans er Elin Jóna Jóns- dóttir, og eiga þau tvo syni. Kjartan kenndi ekki Kjartan Jóhannsson, varafor- maður Alþýðuflokksins, hafði samband við blaðið i gær vegna skrifa i þættinum klippt og skorið og i leiðara blaðsins sl. sunnudag um kennslustörf þriggja forystu- manna Alþýðuflokksins I verk- fallinu 1. og 2. mars. Kjartan sagðist vilja taka fram að i fyrsta lagi hefði hann legið veikur um- rædda viku og þvi ekki getað kennt, i annan stað hefði hann enga kennslu á miðvikudögum og fimmtudögum og i þriðja lagi hefði hann alls ekki kennt þessa verkfailsdaga þó að stundatafla Kjartan Jóhannsson hefði gert ráð fyrir sliku og þó heilsa hans hefði leyft það. Þessum athugasemdum Kjart- ans telur Þjóðviljinn sjálfsagt og rétt að koma á framfæri, enda skylt að hafa það sem sannast reynist. Þjóðviljanum þykir fyrir þvi að hafa nuddað Kjartani að ósekju upp úr þvi að hafa verið verkfallsbrjótur. Loönan: Rræla á miðunum og lítil yeiöi Bræla var á loðnumiðunum i gær og nánast engin veiði, 4 bátar höfðu tiikynnt um 430 lestir alls. Enn er heildaraflinn nærri 100 þúsund lestum minni en á sama tima i fyrra, en i gær var hann 313 þúsund lestir. Sæmilegur afli var um siðustu helgi, en veður tók að versna á miðunum á sunnudagskvöld og siðan hafa bátarnir litið sem ekk- ert getað verið að. -Sdór. Núverandi stjórn félagsins: Ólafur Óiafsson, formaður, Hans Þór Jensson, varformaður, Guðjón Jóns- son, ritari, Steinþór Eyþórsson, gjaldkeri, og Kristján Steinar Kristjánsson, meðstjórnandi. Félag veggfóðrara meistara 50 ára Það var 4. marz 1928 sem veggfóðrarameistarar i Rvik komu saman i Baðstofu iðnaðar- manna, til að ræða hagsmunamál sin, og stofnuðu þeir Veggfóðr- arafélag Reykjavikur. Var mikill framfarahugur i þessum braut- ryðjendum stéttarinnar og má m.a. nefna, að þegar 24. sama mánaðar gáfu þeir út sinn fyrsta uppmælingataxta og munu vegg- fóðrarar verða fyrstu iðnaðar- menn landsins, sem tóku upp það launagreiðslukerfi og hafa þeir unnið eftir þvi siðan. Stofnendur félagsins voru 11 talsins og fyrstu stjórn þess skip- uðu: Viktor Kr. Helgason, for- maður, Sigurður Ingimundar- son, ritari,og Björn Björnsson fé- hirðir. I júli 1932 var nafni félagsins breytt i „Meistarafélag veggfóðr- ara” og ári siðar var „Sveinafé- lag veggfóðrara” stofnað. I febrúar 1945 voru svo þessi tvö fé- lög sameinuð i „Félag veggfóðr- ara i Reykjavik” og hélst það samstarf fram til ársins 1957, er „Félag veggfóðrarameistara i Reykjavik” var stofnað. Frá upphafi hafa veggfóðrarar tekið virkan þátt i félagssamtökum iðnaðarmanna, svo sem Lands- sambandi iðnaðarmanna og Meistarasambandi byggingar- manna. Árið 1964 réðst félagið i að byggja hús yfir starfsemi sina á- samt fjórum öðrum meistarafé- lögum i byggingariðnaði, að Skip- holti 70, og hefur félagið opnað skrifstofu þar fyrir meðlimi sina og aðra þá er til félagsins þurfa að leita. Mikil þróun er i iðninni, og stendur félagsstarfsemi i miklum blóma. KIRKJUSANDUR: Sagt upp vegna -óöruggs ástands’ Á föstudaginn i fyrri viku var ölium þeim verkakonum i frysti- húsi SÍS á Kirkjusandi, sem hafa kauptryggingarsamning, sagt upp vinnu með viku fyrirvara vegna „óöruggs ástands á at- vinnumarkaðinum”, eins og það var orðað i uppsagnarbréfinu. Brynja Óskarsd. trúnaðarmað- ur verkakvenna á Kirkjusandi sagði i samtali við Þjóðviljann i gær, að verkalýðsfélögin túlkuðu slikar uppsagnir sem verkbann. Hún sagði að til hefði staðið að senda togarana tvo, sem frysti- húsið kaupir fisk af, til útlanda með aflann vegna tveggja daga allsherjarverkfallsins og „óöryggisins á vinnumarkaðin- um.” En svo virtist sem hætt hafi verið við það, þvi nógur fiskur var kominn i húsið. Næg vinna var þvi á Kirkjusandi i gær og útlit fyrir I að svo yrði áfram. Brynja taldi þó hugsanlegt að uppsagnirnar yrðu látnar taka gildi á mánudaginn. Aðeins 14 konur i frystihúsinu eru fastráðnar þ.e. hafa þennan kauptryggingarsamning, en milli 60 til 80 konur vinna i húsinu. Astæður þess að svo fáar konur eru fastráðnar taldi Brynja eink- um þær, að i fyrsta lagi hefði verkakvennafélagið rekið lélega upplýsingaþjónustu um kosti kauptryggingarinnar, og i öðru lagi væru aðstæður þeirra kvenna sem vinna i fiski mjög mismun- andi. Margar þeirra þyrftu að sjá um stór heimili jafnframt vinnu sinni. Atvinnurekanda er skylt að borga þeim sem eru á kauptrygg- ingarsamningi dagvinnu 5 daga vikunnar, þegar ekki er unnið vegna hráefnisskorts. En yfirleitt er fólk látið vinna þennan tima, við að hreinsa og gera annað sem til fellur. Atvinnurekandanum er skylt að bjóða starfsmanni fast- ráðningu eftir að hann hefur unn- ið samfleytt i fjórar vikur. Brynja sagði að það væri yfirleitt ekki gert, heldur þyrfti fólk að rekast i þessu sjálft. —eös. Alþýðubandalagið i Vestmannaeyjum: Glœsilegur jundur Almennur stjórnmálafundur var haldinn á vegum Alþýðu- bandalagsfélags Vestmannaeyja sunnudaginn 26. febrúar s.l., i Al- þýðuhúsinu i Eyjum. Frummælendur fundarins voru Garðar Sigurðsson, alþingismað- ur, Ingólfur Ingólfsson, formaður Farmanna- og fiskimannasam- bands Islands, Baldur Öskarsson, 2. maður á framboðslista Alþýðu- bandalagsins á Suðurlandi, og Lúðvik Jósepsson, alþingismaður og formaður Alþýðubandalags- ins. Nokkrar fyrirspurnir urðu eftir fundinn og var stemmning mjög góð. Var hvert sæti skipaö, og voru um 160 manns á fúndinum. Einkum var fjallað um kaupráns- lög rikisstjórnarinnar og atvinnu- mál i Eyjum. Er nú mikill hugur i Alþýðu- bandalagsmönnum i Vestmanna- eyjum, eftir öllum sólarmerkjum að dæma. Framhald á 18. siðu Baldur óskarsson i ræðustól, en næst honum er Garðar Sigurðsson og þá Ingóifur Ingóifsson.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.