Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 07.03.1978, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriftjudagur 7. mars 1978 Stjórninálaflokkum veröi óheimilt aö taka viö fjármagni erlendis frá: Alþýduflokkurmn talinn fá nú um 10 miljónir Siftastliftinn miftvikudag mælti Stefán Júnsson fyrir frumvarpi i efri deild um bann viö fjárhags- legum stuöningi erlendra aftila vift islenska stjórnmálaflokka, sem hann flytur ásamt Oddi Ólafssyni, Jóni Árm. Héftinssyni og Steingrimi Hermannssyni. Samkvæmt frumvarpinu er is- lenskum stjórnmálaflokkum óheimilt að taka við gjafafé eða öftrum fjárhagslegum stuðningi til starfsemi sinnar hérlendis frá erlendum aðila. Lögin skuli taka til stjórnmálaflokka og félags- samtaka þeirra, svo og til hvers konar stofnana, sem starfa á þeirra vegum, beint eða óbeint, þ.á.m. blaða. Banniðnærtil hvers konar stuðnings sem metinn verður tilfjár, þ.á.m. til greiðslu launa starfsmanna eða gjafa i formi vörusendinga. I greinargerð með frumvarpinu segja flutningsmenn: Játning Alþýðuflokks ,,Að dómi flutningsmanna er æskilegt að sett verði sérstök lög- Fundiir í báðum deildum Alþingis Fundir voru i báftum deildum Alþingis i gær. 1 efri deiid var eitt mál á dagskrá. Þar mælti Ólafur Jóhannesson dómsmála- ráftherra fyrir frumvarpi til laga um lögréttulög. I neðri deild var atkvæða- greiðsla eftir 2. umræðu um frumvarptil breytinga á grunn- skólalögum, sem felur i sér að sveitarfélögum með 10.000 ibúa eða fleiri sé heimilt að stofna sérstakt fræðsluumdæmi. Frumvarpsgreinarnar voru samþykktar að viðhöfðu nafna- kalli og samþykkt að visa frum- varpinu til 3. umræðu með 21 at- kvæði gegn 9. Þá var eftirtöldum frumvörp- um visað til 2. umræðu: Frum- varp um fiskveiðar i landhelgi, Frumvarp um sölu eyðijarð- anna Kroppsstaða og Efstabóls i Mosvallahreppi og frumvarpi um fuglaveiðar og fuglafriðun. Vilhjálmur lljálmarsson menntamálaráðherra mælti i neðri deild fyrir frumvarpi til laga um embættisgengi kennara og skólastjóra og að lokinni framsögu ráðherra var málinu visaö til 2. umræðu og mennta- málanefndar. Sighvatur Björgvinsson mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingu á lögum um fram- leiðsluráð landbúnaðarins, sem hann flytur ásamt Benedikt Gröndal. Frumvarpið miðar að þvi að minnka það fjármagn sem rikissjóður greiðir nú i Ut- flutningsbætur i landbúnaði. Pálmi Jónsson og Páll Péturs- son mæltu gegn samþykkt frumvarpsins. St j órnarf rum varp: Embættísgengi kennara og skólastióra Vilhjálmur Hjálmarsson, menntamálaráðherra, mælti i gær fyrir frumvarpi til iaga um embættisgengi kennara og skóla- stjóra. Megintilgangur frum- varpsins er aft færa saman á einn staft og i aögengilegu formi þau ákvæöi, sem varfta embættis- gengi kennara og skólastjóra vift grunnskóla og framhaldsskóla. 1 frumvarpinu er svohljóðandi bráðabirgðaákvæðum réttinda- iausa kennara: ,,Þeir sem við gildistöku þess- ara laga hafa starfað sem settir kennarar við skyldunámsskóla 6 ár eða lengur, en fullnægja ekki skilyrðum laganna til að hljóta skipun i stöðu, skulu eiga kost á að ljúka námi á vegum Kennara- háskóla fslands til að öðlast slik réttindi. Um tilhögun námsins og mat á fyrri menntun og starfs- reynslu skal setja ákvæði i reglu- gerð”. Frumvarpið skiptist i þrjá kafla og i 1. kafla þess er m.a. ákvæði þess efnis að til þess að verða skipaður kennari við grunnskóla eða framhaldsskóla skal umsækjandi hafa lokið námi i uppeldis- og kennslufræðum sem jafngildir a.m.k. 30 námseining- um, auk annarrar tilskilinnar menntunar sem tilgreind er i 2. og 3. kafla frumvarpsins. Þingeyri: Stjómarkjör í Brynju Nýlega fór fram stjórnarkjör I Verkalýftsfélaginu Brynju á Þingeyri. Formaftur var endur- kjörinn Guftmundur Friftgeir Magnússon varaformaftur var kjörinn Soffia Einarsdóttír og er hún ný i stjórninni. Aftrir i stjórn eru Sigurftur Þ. Guðnason ritari, Höskuldur Kagnarsson gjaidkeri og Þorkell Þórftarson fjármála- ritari. Heldur fjölgar nú i félaginu og ernú skráður 151 félagi og 2 auka- félagar. Að sögn Guðmundar Friðgeirs Magnússonar var vinna heldur stopul frá áramótum fram i miðj- an febrúaren jókst þá. Skuttogar- inn Framnes fékk um 500 tonn fyrstu 2 mánuði ársins þar af 300 tonn i febrúar. Nú er verið að vinna aö dýpkun i höfninni til að skapa viðlegupláss fyrir togar- ann. Rekið hefur verið niður stál- þil meðfram gömlu hafskipa- bryggjunni. Nýlega var keyptur nýr bátur til Þingeyrar frá Vestmannaeyj- um. Heitir hann Hrauney VE 80. -GFr gjöf um starfsemi stjórnmála- flokka á landi hér, þar sem m.a. verði kveðið á um skuldur þeirra til opinberra reikningsskila, og þingsjá verði þar að sjálfsögðu reistar skorður við þvi, að erlendir aðilar geti náð á þeim fjárhagslegum tökum. Sérstök þingnefnd, skipuð fulltrúum allra flokka, vinnur nú að undirbúningi þess máls, sem er allmikið og vandasamt verk-.. Orsök þess, að flutningsmenn flytja nú þetta sérstaka frum- varp, sem varðar einn þátt máls- ins, er hins vegar sú( að upp komst nú i vetur og liggur fyrir játning eins stjórnmálaflokks. Alþýðuflokksins, að hann hafi leitað fjárframlaga erlendis frá og fái nú þaðan peninga til þess að kosta útgáfu blaðs sins og standa straum af annarri stjórnmála- starfsemi á landi hér. Skiptir hér ekki máli að dómi flutnings- manna þótt gjafafé þetta sé sótt til Norðurlanda. Þarf ekki að rökstyðja það álit i greinargerð þvi alls ekki verður við það unað, að neinir erlendir aðilar fái að gera út stjórnmálaflokka á ís- landi.” Norrænir kratar launa starfsmann Alþýöuflokksins Stefán Jónsson sagði að ekki lægju fyrir upplýsingar um um- fang hinna erlendu gjafa til Alþýðuflokksins. Þó hafi aðilar sem til þekkja nefnt 7-10 milljón króna framlag til Alþýðublaðsins i mynd pappirsgjafa og a.m.k. 1 milljón til þess aö kosta aö hluta til einn af starfsmönnum Alþýðu- flokksins. Benti Stefán á að er- lendum stjórnmálamönnum kynni að sjá sér hag i þvi að beita fjármagni i þvi skyni að hafa áhrif á stjórn islensku þjóðarinn- ar i hugsanlegri eftirsókn hinna erlendu aðila eftir gögnum henn- ar og gæðum. Þá minnti Stefán á þann atburð er Jafnaðarmannaflokkur Svi- þjóðar smyglaði peningum til Stefán Jónsson finnskra jafnaðarmanna. Varð þá ljóst að hluti af þessu fé var kom- ið frá sósialdemókrötum i Þýska- landi og uppi hafi verið rökstudd- ar tilgátur i Sviþjóð að banda- riska leyniþjónustan hafi notað sambönd sin við krataflokkana á Norðurlöndum til að koma hags- munafé sinu á framfæri. Auk Stefáns tók Steingrimur Hermannsson til máls um frum- varpið, en hann er einn flutnings- manna þess. 1 efri deild eiga sæti tveir Alþýðuflokksmenn, þeir Eggert G. Þorsteinsson og Jón Arm. Héðinsson, en hvorugur þeirra tók til máls. Stj órnarfrumvarp: Adgangur að upplýsingum hjá almannastofnunum Nýlega mælti Ólafur Jóhannes- son fyrir frumvarpi til laga um aðgang aft upplýsingum hjá al- mannastofnunum. Frumvarp þetta var samið af Baldri Möller ráðuneytisstjóra, Einari Karli Haraldssyni, fréttastjóra og Sig- urfti Lindal, prófessor. Með hugtakinu almannastofnun er átt við stjórnsýsluheild eða stjórnsýslueiningu, sem annað hvort fer með stjórnvald, þ.e. opinbert vald, eða annast þjón- ustu við borgara i einhverri mynd. Sem dæmi um hið Eiðara má nefna Háskóla Islands. Rikis- útvarpið, Þjóðleikhúsiö og Borgarbókasafnið. Þetta hefur þvi sömu merkingu og orðið opin- ber stofnun. t greinargerð með frumvarpinu segir m.a.: Lögin skiptast i þrjá kafla. Hefur fyrsti kafli að geyma al- menn ákvæði um rétt manna til að kynna sér skjöl. Annar kafli kveður á um heimild málsaöila til að kynna sér skjöl þess, en sú heimildernokkru rýmrienfelst i hinum almennu reglum. 1 þriðja kafla eru almenn ákvæði um málsmeðferð og i fjórða kafla gildistöluákvæði. I frumvarpinu er gert ráö fyrir, að mönnum sé almennt veitt heimild til að kynna sér skjöl i málumsem eru eða hafa veriðtil meðferðar hjá almannastofnun- um eða fyrirtækjum. í 3. gr. er undantekning frá meginreglunni og ennfremur i 4. gr., þar sem stjórnsýsluhöfum er heimilað að undanþiggja tiltekin málefni al- mennum aðgangi, þegar mikil- vægir almannahagsmunir krefj- ast. Ekki hefur verið farin sú leið, eins og i dönskum upplýsingalög- unum að taka upp almennt und- antekningarákvæði með visan til eölis máls, heldur tekinn sá kost- ur að telja upp sem itarlegast all- ar þær undantekningar, sem nauðsynlegt hefur verið talið að lögfesta. Með þessu móti er girt fyrir það, að forstöðumenn al- mannastofnana og -fyrirtækja reyni að skjóta sér undan þvi að veita tilteknar upplýsingar með þvi að bera fyrir sig eðli máls, án nánari skilgreiningar. I 6 gr. er kveðið á um, til hvaða skjala hin almenna heimild nái, en i 8. gr. er heimilað að undan- þiggja tiltekin skjöl ákvæðum 6. gr. Hér gildir sama regla um skjöl eins og um málefni, að stjórnsýsluhöfum er heimilt að undanþiggja tiltekin skjöl al- mennum aðgangi. Hvorugt ákvæðið bannar þó, að stjórn- sýsluhafar veiti rýmri aðgang að skjölum en lögin gera ráð fyrir, en það verður að visu einungis gert innan þeirra marka, sem sérákvæði setja um þagnarskyldu á ýmsum sviðum. Rannsókn á opinberum stuðningi víd iðnað — í EFTA-ríkjunum — Tillaga Davíds Sch. Thorsteinssonar samþykkt í ráðgjafanefnd EFTA Við samanburft á aftstöftu iftn- aðar á islandi og i helstu sam- keppnislöndum okkar kemur i Ijós aft opinberar aftgerftir til stuðnings iönafti f flestum efta öll- um bandalagslöndum okkar, þ.e. Friverslunarbandalagi Evrópu (EFTA) og Efnahagsbandalagi Evrópu (EBE) eru margháttaftar og skipta miklum fjárhæftum. Forsvarsmenn Islenskra iön- rekenda telja þvl, aft frjálsri sam- keppni hafi i raun verift ýtt til hliöar. Þetta kom fram á blaðamanna- fundi, sem Davið Scheving Thorsteinsson formaður Félags islenskra iðnrekenda boðaði til i gær. Iðnrekendur telja, að Islend- ingar muni i framtiðinni ekki eiga neina möguleika á að veita sinum iðnaði sambærilegan stuðning. Þessi þróun leiöi þvi óhjákvæmi- lega af sér, að samkeppnisað- stöðu islensks iðnaðar, bæði á heimamarkaði og erlendis, verði i næstu framtið stefnt i tvisýnu. Á fundi ráðgjafanefndar EFTA 18. nóvember 1977 flutti Davið Scheving Thorsteinsson tillögu um að rannsókn fari fram á þess- um stuðningsaðgerðum og að hve miklu leyti þær hindri frjálsa samkeppni milli EFTA landa. Var þetta gert m.a. til að freista þess að fá samræmda stefnu i öll- um þessum rikjum i aðbúnaðar- málum iðnaðar. Tillögu Dviðs var visað til undirnefndar um efna- hags- og félagsmál. Fundur var haldinn i nefndinni s.l. föstudag, 3. mars., og mætti Dvið á fundi þessum. Var þar að umræðu lok- inni samþykkt samhljóða tillaga um máliö, þar sem nefndin leggur til við ráðgjafanefnd EFTA, að hún mæli með þvi við EFTA-ráðið að safnað verði saman upplýsing-1 um um rikisaðstoð og annan opin- beran stuðning innan EFTA, og skuli starfsmenn EFTA fram- kvæma rannsóknina. Málið verður næst tekið upp á fundi ráðgjafanefndarinnar 10. april nk., þar sem afstaða veröur tekin til, hvort málið veröur lagt fyrir ráðherranefnd EFTA.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.